Tíminn - 05.10.1990, Side 7
Föstudagur 5. október 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Jón Sigurðsson, Samvinnuháskólanum:
Samvinna í fullu gildi
í öllum atvinnurekstrí skiptast skin og skúrir á. Eins og annar
atvinnurekstur eiga samvinnufélög misgóðu gengi að fagna og
stundum miðar vel og stundum miður. Hið sama á við um önnur
rekstrarform, og það eru ekki aðeins samvinnuíyrirtæki sem hafa
farið á hausinn á íslandi á síðustu árum. Mörg dæmi má nefna
um hlutafélög og einkafyrirtæki o.fl. sem hafa átt í erfiðleikum
og jafnvel farið á hausinn — án þess að menn tali um að þau
rekstrarform séu endilega úrelt þess vegna.
Rekstrarformið skiptir miklu áherslu að íslensku samvinnufé-
máli en ekki öllu í þessu sambandi.
Það skiptir vitanlega langmestu
máli hvernig á er haldið, hvernig
fyrirtækjunum er stjórnað, hvort
meiri eða minni ráðdeild og fyrir-
hyggja ræður ákvörðunum. A því
leikur ekki vafi að a.m.k. sum sam-
vinnufélög hafa lent í erfiðleikum
vegna þess að stjórnendur treystu
sér ekki til þess að framfylgja óvin-
sælum ákvörðunum eða létu und-
an þrýstingi um að reka fyrirtækin
eins og nokkurs konar atvinnu-
bóta- og félagsmálastofnanir. Það
dregur enginn góðan vilja þessara
stjórnenda í efa — en það er önnur
saga.
Eftir slíkan rekstur lendir hvert
einasta fyrirtæki í erfiðleikum,
m.a. við útvegun rekstrarfjár. Það
er fráleitt að halda því fram að
traust og sterkt samvinnufyrirtæki
sé í einhverjum sérstökum vand-
ræðum með rekstrarform sitt við
útvegun fjár. Ef íslensku sam-
vinnufélögin eru f vandræðum
vegna fjármála, þá er það af öðrum
ástæðum. Með þessum orðum er
ekki verið að gera lítið úr stjórn-
endum þeirra, nema síður sé, en
rétt verður að vera rétt.
Hafa menn sofið?
Á það verður að Ieggja sérstaka
lögin hafa flest verið notuð sem
tæki samfélagsins á sviði landbún-
aðarstefnu og byggðastefnu. Á það
verður að minna, að það er ekki
samvinnuforminu að kenna að
þessi félög lenda síðan í erfiðleik-
um af þessum ástæðum. Vel má
vera að það sé orðið alveg úrelt að
reka í senn úrvinnslu og sölu land-
búnaðarvöru, úrvinnslu og út-
flutning sjávarafurða, viðgerða- og
vélaþjónustu, flutningaþjónustu,
svo og dagvöruverslun neytenda
allt í einu og sama fyrirtækinu. En
þetta er ekki það sama og að sagt
sé að samvinnurekstur yfirleitt sé
orðinn úreltur.
Hefur forysta samvinnufélaganna
sofið á verðinum? Benda má á að
samvinnufélög í langflestum lönd-
um, þ.á m. nágrannalöndunum,
eru sérgreind. Eitt starfar við
verslun, annað við búvöru, þriðja
við vélaþjónustu, fjórða við sjávar-
útveg, fimmta er sparisjóður,
sjötta húsnæðisfélag, sjöunda
vinnustaður í eigu starfsmanna
o.s.frv. — hvert sem sjálfstætt fé-
lag með eigin félagsmönnum,
stjórnendum o.s.frv. Sum þeirra
eru svo í sérstöku sambandi með
skyldum félögum en önnur standa
alveg utan slfkra tengsla yfirleitt.
Það má líka spyrja hvort stjórn-
endur samvinnufélaganna hafa
haldið of lengi í hefðbundna hér-
aðaskiptingu, löngu eftir að fram-
farir í samgöngumálum o.fl. höfðu
útrýmt skiptingu sögulegra þjón-
ustu- og framleiðslusvæða í land-
inu. Vel má vera að svo sé, en sam-
vinnuforminu verður ekki kennt
um slíka blinda íhaldssemi.
Alveg á sama hátt má beina sjón-
um til höfuðborgarsvæðisins.
Menn tala um að samvinnuversl-
unin þar standi á brauðfótum. En
sannast sagna er að stórbylting
hefur orðið f verslunarmálum höf-
uðborgarinnar á síðustu árum.
Fjöldamörg verslunarfyrirtæki,
sem í rekstri voru frá fyrri tíma,
hafa lent í erfiðleikum og sum hafa
orðið að Ioka — án þess að um
samvinnurekstur hafi verið að
ræða. Rétt er að samvinnumenn á
höfuðborgarsvæðinu hafa gert til-
raun með ákaflega hraða og stór-
brotna útrás, og á reynsla eftir að
sýna hvort bjartsýni þeirra og
áræðni var jafnvel of mikil. En svo
sannarlega hafa fleiri verslanir lent
í vandræðum þar en samvinnufé-
lögin ein.
Nú hafa mörg samvinnufyrirtæki
lent í erfiðleikum hér á landi á síð-
ustu árum. Ein algengasta for-
senda þess erlendis, að starfsmenn
stofni samvinnufélag um vinnu-
stað sinn, er sú að fyrirtækið er
komið í vanda og eigendurnir gef-
ast upp. — Er það ekki einkenni-
legt, að svo virðist sem engir for-
ystumenn íslenskra samvinnufé-
laga hafi látið sér starfsmannasam-
vinnu til hugar koma, þegar
dótturfyrirtæki o.s.frv. hafa staðið
frammi fyrir lokun? Slík starfs-
mannasamvinnufélög skipta nú
þúsundum í nágrannalöndunum
báðum megin hafsins og hafa
mörg náð góðum árangri.
Sérstök mannúðleg
markmið
Eins og fram kemur í grein Áskels
Einarssonar í Tímanum 3. október
sl. eru sumir fræðimenn þeirrar
skoðunar að samvinnustefna eigi
betur við á einu þjóðfélagsskeiði
en öðru. Þetta kann að vera rétt, en
hitt skiptir þó mestu máli að sam-
vinnurekstur eykur mjög fjöl-
breytni og valkosti í atvinnulífi og
hefur af þeirri ástæðu — þó ekki
væri annað — gildu hlutverki að
gegna hvenær sem er. Aftur á móti
verða lög og reglur um slíka starf-
semi vitanlega að fylgja framvindu
samfélagsins til þess að hér verði
um raunverulega virkan valkost að
ræða.
Þar fyrir utan er það löngu sýnt
og sannað að samvinnurekstur
hentar sérstaklega vel þeim hóp-
um sem standa höllum fæti að ein-
hverju leyti, hvort sem eru Iág-
launaneytendur í borg, smáfram-
leiðendur í dreifbýli, lágtekjufólk
sem berst fyrir þaki yfir höfuðið,
fiskimenn eða handverksmenn
o.fl. með smáfyrirtæki, starfsmenn
á verkstæði o.s.frv., svo og ótölu-
lega fjölbreytilegir smáhópar
áhugamanna um hvað eina sem
taka höndum saman, við lítil efni
hver um sig, um að bæta hag sinn
og lffskjör með samhjálp til sjálfs-
bjargar.
Því verður fullyrt að samvinnu-
rekstur á ævinlega mikinn rétt á
sér. En samvinnustefna miðar að
sérstökum félagslegum og mann-
úðlegum markmiðum, fyrir hönd
tiltekinna aðila, eins og hér var
Iauslega vikið að. Það er t.d. hvar-
vetna gert ráð fyrir því að sam-
vinnufélög séu beinlínis hindruð í
hvers konar braski og fjármála-
vafstri, kauphallarviðskiptum,
söfnun einkahagnaðar o.s.frv. Með
þessu er alls ekki verið að gera lít-
ið úr ijármálaumsvifum annarra
aðila — þau eru einfaldlega ekki í
verkahring samvinnufélaganna.
Eins og ég reyndi að sýna fram á í
grein í Tímanum í miðjum sept-
ember sl. eru almennir skilmálar
samvinnustarfs ákaflega þjálir og
gefa kost á að tillit sé tekið til
margs konar sérstakra aðstæðna,
óska og hagsmuna. Enn á ný skal
það ítrekað að samvinnurekstur,
samvinnuform og samvinnustefna
eru í fullu gildi. Tímabundnir erf-
iðleikar, íhaldssemi eða mistök
o.s.frv., eru af öðrum toga. Þeim á
að mæta af alefli og í takt við nýja
tíma.
BOKMENNTIR
Biblían og sjónvarpið
Eugen Drewenmann: Tiefénpsychologie
und Exegese. Band l-ll. 4. u. 5. Auflage.
Walter-Veiiag 1988.
Neil Postman: Conscientious Objecti-
ons. Stirring Up Trouble About Langu-
age, Technology and Education.
Heinemann 1989.
Djúpsálarfræði og biblíuskýring
eða ritskýring eftir Drewermann er
mikið rit, tvö þykk bindi, alls um
1426 blaðsíður í stóru broti. Sagt er
að höfundurinn skrifi skjótar en
gagnrýnendur lesi. Hann er guð-
fræðingur og kennir í Paderborn.
Hefur skrifað margar bækur um
kristindóm og djúpsálarfræði, auk
þess sálfræðilegar útlistanir á
Grimms-ævintýrum.
í þessu verki fjallar hann um „rétt-
an“ skilning á sögum Biblíunnar og
reisir skoðanir sínar á draumum
sem slíkum, telur að draumurinn
sé kveikja allra trúarbragða, þaðan
sé runnin og eigi sitt upphaf eðlis-
læg trúarþörf mannkynsins og sé
jafnframt brýnust sálrænna þarfa.
Drewermann telur að útilokað sé
að skilja trúarlegan texta með því
að lesa hann sem játningarrit for-
tíðarinnar. Þar með afneitar hann
algjörlega kenningum þeirra guð-
fræðinga, sem rannsaka biblíutexta
frá sögulegu sjónarhorni og leitast
við að útskýra textana samkvæmt
nútíma skilningi. Nútíma skilning-
ur á undrum og kraftaverkum
drepur þar með textana og inntak
þeirra. Guðfræðin verður „fræði"
um Guð, sem er orðinn harla aldr-
aður og lifir aðeins í þurrum
skræðum. Drewermann skrifar:
„Guð án lifandi Guðs, skilinn
mennskum skilningi manna sem
eru ekki lifandi, þetta eru orð, án
tilfinningar, heilar án líkama og sál
án sálar, meðvitund án dulvitund-
ar.“
Hann skrifar einnig: „Trúarbrögð
eru eldri en tungan og þar með
eldri en öll guðfræði. Þau eru runn-
in upp á þeim tímum fyrir hundr-
uðum þúsunda ára, þegar maður-
inn hugsaði aðeins í myndum og
táknum, löngu áður en maðurinn
varð talandi vera.“ Því dreymir
menn í myndum og táknum löngu
liðinnar fortíðar og þau tákn eru að
dómi Drewermanns arktýpur, trú-
arlegar arktýpur sem sfðar var
reynt að koma til skila með mýtum.
Hann telur að kenningar guðfræð-
inga um þróun trúarinnar, um
kennisetningarnar (dogmurnar) og
um skilning þessa séu bundin tím-
um mannanna, en að trúartáknin
séu eilíf eins og trúin sjálf. Skýring-
arnar leiddu til afhelgunar og í lok-
in tókst krufningsmönnum, þ.e.
biblíuskýrendum, að skilja við
biblíuna sem fortíðarbeinagrind,
líflausa og rétt steindauða.
Þeir sem teljast til bókstafstrúar-
manna fá einnig kaldar kveðjur, hjá
þeim verður biblían „sem bögglað
roð fyrir brjósti mínu“, stokkfreðn-
ar og líflausar kennisetningar. Og
það eina sem eftir er, að dómi Dre-
wermanns, er ritualið, helgitákn og
siðir, en þau tákn og siðir ná ekki til
nema örfárra; í augum flestra eru
þetta aðeins hefðbundnar venjur og
forn tákn, þótt táknin og siðirnir
séu það eina sem eftir stendur lífs í
kirkjubákninu.
Það kemur fljótlega í ljós við lest-
ur þessa verks, að höfundurinn hef-
yr kynnt sér grandgæfilega kenn-
ingar C.G. Jungs um trúarbrögð,
tákn og dogmur, en þar er að finna
sérstæð viðhorf til lykilþátta krist-
inna kenninga.
Fyrra bindi Drewermanns fjallar
um: Sannleika formsins — draum-
inn, mýtuna, ævintýrið, söguna og
helgisögnina. Síðara bindið um:
Sannleika verkanna og orðanna —
Undrið, sýnirnar, spárnar, hinn
efsta dóm, söguna og samlíking-
una.
Verk Drewermanns kom fyrst út
1984 og ‘85. Móttökurnar voru þær,
að fyrsta útgáfa seldist upp á
skömmum tíma og nú eru prentað-
ar 4. og 5. útgáfa. Guðfræðingar
höfðu margt að segja um Drewer-
mann, en jafnframt töldu sumir
þeirra þetta vera þarft verk. Verkið
er bein árás á guðfræðilega hug-
myndafræði og þótt höfundurinn
fjalli um trú og vantrú, fordæm-
ingu og frelsun, synd og endur-
lausn, þá er innsta hugtakið um
frum-skelfingu mannsins sem
breytist í trúnað, trú.
Sala verksins bendir ótvírætt til
þess að áhugi almennings um um-
fjölluð efni sé meira en lítill. Til-
vitnanir höfundar í heimildir eru
alls um 60 blaðsíður.
.Amusing Ourselves to Death“
kom út 1985 og vakti mjög mikla
eftirtekt. Postman réðst ákveðið að
efni því sem var/er yfirgnæfandi í
bandarísku sjónvarpi og víðar um
heim. Þessi bók er framhald þeirrar
fyrri með tilbrigðum. Sagt er að
sjónvarpsgláp tæmi fólk, sljóvgi
það og firri það raunveruleikanum.
Postman minnist á athuganir
þeirra sem rannsakað hafa áhrif
sjónvarpsins á menningarástandið f
Bandaríkjunum, og sem eru ugg-
vekjandi. Höfundur telur að nið-
urkoðnun málsins sé komin á það
stig að flestir álíti það ekkert
vandamál lengur. Að þessi nið-
urkoðnun sé aðeins vegna sjón-
varpsgláps er þó ekki öruggt, því að
skólakerfið í Bandaríkjunum er
einnig talið eiga hér hlut að og
hann ekki lítinn: kennarar ófærir
margir hverjir til að sinna kennslu
og aðferðirnar við kennslu fárán-
legar, orðfæðin hrikaleg og hirðu-
leysi í hápunkti. Þessi dapurlegi
söfnuður virðist hafa fremur hug á
annars konar innrætingu en að
kenna lykilgreinar.
Þegar lélegir skólar, hæfileika-
snautt kennaralið og lélegt sjónvarp
fer saman, þá er ekki von á mikilli
menningarlegri reisn. Lágkúran og
afþreyingarþorstinn ræður.
Höfundurinn telur að bandarísku
sjónvarpi hafi hraðfarið aftur frá
upphafsárunum á sjötta áratugin-
um. Líklega er hægt að segja það
sama um skólakerfið. Rannsóknir á
kunnáttu bandarískra grunnskóla-
nemenda eru alkunnar og einnig
það, að þegar nemendur koma inn í
háskólana úr framhaldsskólunum,
þá er talsverður hluti þeirra bæði
ólæs og óskrifandi og almenn þekk-
ing í algjöru lágmarki.
Þeir einstaklingar sem telja sig
vera varnaraðila skólakerfisins
leggja mikla áherslu á, að það séu
sjónvarp og fjölmiðlar sem bera
ábyrgðina á kunnáttuleysi og
sljóvgun nemenda, en þeir góðu
menn virðast ekki gera neitt til að
hamla gegn þeim neikvæðu áhrif-
um innan skólakerfisins. Frekar
virðist þar vera aukið á sljóleikann
með eftirhermum afþreyingariðn-
aðarins.
Það er von að Neil Postman sé
áhyggjufullur vegna þeirrar and-
legu formyrkvunar sem hann telur
að liggi yfir samfélagi því, sem
hann byggir. Mötunin gengur alla
daga, ruslinu er dengt yfir áheyr-
endur og áhorfendur og þeir sem
ættu að hamla gegn óþrifunum,
stuðla fremur að formyrkvuninni
með glæpsamlegu afskiptaleysi
sínu.
Þessar greinar Postmans eru þarf-
ar hugvekjur og eiga sannarlega er-
indi hér á iandi.
Siglaugur Brynleifsson