Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. október 1990 Tíminn 5 Búist var við verulegri verðlækkun á lyfjum eftir mikla lækkun smásöluálagningar en: FJOLDI LYFJA HÆKKAÐI í STAÐ ÞESS AÐ LÆKKA Ráðuneytismönnum og fléirum, sem reyna með ýmsum ráðum að draga úr útgjöldum ríkiskassans okkar, brá mörgum illilega í brún þegar þeir flettu nýrri lyfjaverðskrá fyrir tímabilið október-desem- ber. Eftir að álagningarprósentur höfðu verið lækkaðar umtalsvert (mest á dýrustu lyfjunum) hjá apótekunum var búist við umtals- verðri lækkun á útsöluverði lyfja almennt. Menn rak því í rogastans þegar þeir sáu að mikill fjöldi lyfja hafði hækkað í verði, jafnvel um 10-20%, frá verði júlí-september verðskrár. „Það er alveg einkennilegt að lyfin móti áttu öll að lækka í verði og skuli hækka núna, þegar þau þvert á mörg þeirra all verulega. Ég gerði Bensínlítrinn fer úr 52 kr. í 56.80: Tollar á bensín lækka tímabundið Verðlagsráð ákvað á fundi sínum í gær að hækka verð á bensíni úr 52 kr. í 56.80 kr. Samhliða tilkynnti fjármálaráðherra að hann myndi beita sér fyrir breytingu á tollalög- um, þannig að hlutur ríkisins af bensínverði hækki ekki í krónutölu frá því sem var við síðustu verð- lagningu, nema hvað varðar löngu fyrirhugaða hækkun bensíngjalds. Gert er ráð fyrir að þessi lög gildi til áramóta, og er það von manna að heimsmarkaðsverð á olíu lækki til muna á þeim tíma frá því háa verði, sem spákaupmennska í tengslum við Persaflóadeiluna hefur nú leitt til. Bensíntollur, sem nú er 50%, mun að samþykktu frumvarpi fjármála- ráðherra lækka í um 30-35%. Ef ákvörðun fjármálaráðherra hefði ekki komið til hefði 6% hækkun bensínverðs orðið til þess að bensín- lítrinn hefði farið í 59.80 kr. Ákvörð- un ráðherra leiðir því til þess að verðið verður þremur krónum lægra en það hefði ella orðið. Hækkun á bensínverði nú mun jafngilda 0,40% hækkun fram- færsluvísitölu, en hefði orðið 0,65% ef ekki hefði verið gefið fyrirheit um tímabundna tollalækkun. Þessi ákvörðun ein sér rýrir tekjur ríkis- sjóðs af bensíni um 50 milljónir króna á mánuði. Verkalýðshreyfingin hefur hvatt ríkisstjórnina til að taka þá ákvörð- un sem hún hefur nú tekið. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í gær að hann fagnaði þessari ákvörðun. Hún væri í samræmi við óskir BSRB. Um þá ákvörðun að láta hækkun á bensíngjaldi taka gildi nú, sagði Ögmundur að búið væri að ýta því máli á undan sér lengi. Síðast hefði gildistöku gjaldsins verið frest- að fram til 1. október, væntanlega til þess að koma í veg fyrir að áhrif þess kæmu fram í framfærsluvísitölu og rauðu striki en slíkt hefði í eðli sínu verið hráskinnaleikur. Aðalatriðið væri hins vegar nú að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera ekki út á vand- ann og því bæri að fagna. -EÓ Hvalavinafélagið leggst gegn veiðum á skjólstæðingum sínum: Háhyrningar ekki seldir sem þrælar Að sögn fulltrúa Hvalavinafélagsins hefur félagið nýlega frétt af nýsam- þykktri leyfisveitingu sjávarútvegs- ráðuneytisins til handa sjálfseignar- íyrirtækinu Fauna í Hafnarfirði um veiðar á fjórum lifandi háhyrning- um hér við land, sem selja á í er- lenda dýragarða. í bréfi sem Hvalavinaveiðifélagið sendi sjávarútvegsráðherra segir: „Við mótmælum harðlega þessari tuttugustu aldar þrælasölu á skjól- Leiðrétting á minningargrein um Ármann G.Jónsson Sú leiða villa varð í vinnslu blaðsins á minningargrein um Ármann G. Jónsson, sem birtist í Tímanum í fyrradag, að kona Benedikts Sveins- sonar og móðir Önnu, konu Ár- manns, er sögð heita Gróa Sigurðar- dóttir. Það er ekki rétt. Hún heitir Sesselja Sveinsdóttir. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. stæðingum okkar til dýrafangelsa víðs vegar uni veröldina. Flestir vís- indamenn, sem rannsakað hafa hvali og þá einkum og sérílagi hina smáu tannhvali, s.s. háhyrninga, segja að dýr þessi séu einhver hin gáfuðustu og félagsþroskuðu dýr sem þeir hafi komist í kynni við, að meðtöldum manninum. í Ijósi þessa og einnig þeirrar staðreyndar að líf þessara dýra í erlendum dýrafangelsum verður alltaf mjög stutt og ömurlegt vægast sagt, þá skorum við á yður að afturkalla þetta leyfi samstundis svo hætt verði tafarlaust við þessar veið- ar á þessum merkilegu íbúum hafs- • . u íns. Þá bendir Hvalavinafélagið á í bréfi sínu að háhyrningar lifa um 60 til 80 ár í sjónum hér við land undir eðli- legum kringumstæðum, en meðal- aldur þeirra er 12 til 15 ár í dýra- görðum víðs vegar um heim. Og nú nýverið lést einmitt einn háhyrning- ur í dýragarði Sea World í Orlando í Bandaríkjunum, aðeins 13 ára gam- all, eða rétt á táningsaldri sínum. —khg verðsamanburð á'um tveim tugum algengra lyfja sem ég valdi af handa- hófi og það kom í Ijós að helmingur þeirra hafði hækkað í verði, þar af sum töluvert," sagði einn traustur heimildamaður Tímans sem er vel heima í öllum lyfja- og Iyfsölumál- um. En eins og ótrúlega algengt er, þegar aflað er upplýsinga um lyfja- mál, vildi hann ekki láta nafns síns getið. Tímanum heppnaðist ekki að ná í talsmenn lýfjaverðlagsnefndar í gær. En heimildarmenn blaðsins kváðust þar hafa fengið þá skýringu að um gengisbreytingar væri að ræða. Að gengi krónunnar hafi síðustu þrjá mánuði lækkað meira en nemur þeim lækkunum, sem gerðar voru á íyfjaálagningunni, þótti heimilda- mönnum blaðsins hreint með ólík- indum, miðað við verðþróun á öðr- um innfluttum vörum síðustu mán- uðina. Með breyttúm álagningarreglum átti verð lyfja að lækka hlutfallslega þeim mun meira sem þau eru dýr- ari. Dæmi um verðhækkanir ná bæði til lyfja, sem kosta nokkur hundruð krónur, og til lyfja, sem kosta mörg þúsund krónur og hefðu því þvert á móti átt að lækka um þó nokkur prósent. Dæmi um slíka verðlækkun má nefna mjög vinsælt magalyf: í sept- ember kostuðu 28 töflur af því lyfi 12.488 kr. Nú kostar það 11.331 krónu og hefur því lækkað um heil 9,6%, eða í samræmi við það sem búist var við, miðað við breyttar álagningarreglur. Dæmi um þveröfuga þróun er t.d. lyf, sem hækkaði úr 4.389 kr. upp í 4.455 kr. (1,5%), og sömuleiðis mjög ódýrt lyf sem hækkaði úr 187 kr. upp í 228 krónur (18,75%). Þá hækkaði t.d. mjög algeng tegund af „pillunni" úr 1.054 kr. upp í 1.093 kr. eða um 3,7%. Virðist erfitt að sjá eitthvert samhengi í þeim verð- breytingum, sem hér hafa verið nefndar af handahófi. ,J4álið virðist bara yfirleitt vera þannig, að þegar yfirvöld ætla sér að ná lyfjaverðinu niður, þá bregst lyfjadreifingarkerfið þannig við að breytingarnar verða ósköp litlar þegar upp er staðið," sagði áður- nefndur heimildamaður blaðsins. - HEI G/obus H F BÆNDUR SUÐURLANDI Fulltrúar vélasöludeildar, varahlutadeildar og verkstæðis verða til viðtals á eftirfarandi stöðum: Hjá Véiav. Guðm. & Lofts, Iðu, Biskupst., miðvikudaginn 10. októberfrá kl. 13.00-17.00. Hjá Vélav. Sig. H. Jónssonar, Flúðum, Hrunam.hr. fimmtudaginn 11. október kl. 13.00-17.00. Hjá Ágústi Ólafssyni, Stóra- Moshvoli, Rang. föstudaginn 12. október kl. 13.00-17.00. G/obusiI Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.