Tíminn - 19.10.1990, Síða 1

Tíminn - 19.10.1990, Síða 1
íslendingar keyptu áfengi og tóbak af ÁTVR fyrir rúma 10 milljarða króna í fýrra. Alverið í Straumsvík sem átti óvenju gott ár í fyrra tókst að velta álíka miklum tjármunum og ÁTVR. Þetta þýðir einfaldlega að þjóðin eyddi álíka miklu í brennivín og tóbak og álverið fékk fýrir framleiðslu sína í góðu ári. Álverð var nefnilega óvenju hátt í fýrra og skilaði ísal 50% veltu- fjáraukningu frá því sem var árið á undan. Velta ÁTVR jókst um 39% milli sömu ára. Samkvæmt útreikn- ingum Seðlabankans hækkuðu greidd laun í landinu hins vegar um aðeins 12% milli áranna 1988 og 1989. Þannig stækkaði því sá hluti heildarlauna íslendinga sem fór til kaupa á vamingi ÁTVR milli fýrr- nefndra ára um 1,3% og fór úr 5% í 6,3. Hefðu íslendingar hins vegar lát- ið við það sitja að auka áfengis- og tóbakskaup sín um sömu krónutölu og laun þeirra hækkuðu um, eða 12%, hefði sala ÁTVR orðið um 2 milljörðum króna minni en raunin varð. Það hefði þýtt að meðalfjöl- skyldan hefði verslað fýrir 31 þúsund krónum minna í ríkinu en hún gerði. • Blaðsíða 5 — STEINGRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra úthlutaði í gær Flugleiðum hf. áætlunarflugleiðum Amarflugs til Amsterdam og Hamborgar. Jafnframt rýmkaði ráðherra talsvert heimildir til leiguflugs með farþega á áætlunarleiðum milli íslands og útlanda og afnam hömlur á leiguflug með vörur. Myndin er tekin þegar samgönguráðherra tilkynnti ákvörðun sína. Honum á hægrí hönd er Hall- dór S. Krístjánsson, skrífstofustjórí í samgönguráðuneytinu. , Tímamynd: Pjetur # BQKSIOB Velta ÁTVR og ísals í Straumsvík var ámóta mikil á síðasta ári: Drekkum fyrir ígildi veltu álversins á ári

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.