Tíminn - 19.10.1990, Síða 3
Föstudagur 19. október 1990
Tíminn 3
Flugmálastjóm leggur til við fjárveitinganefnd að breyta flug-
málaáætlun til að rétta af rekstrarhalla Flugmálastjórnar:
Frestun framkvæmda
uppá 77,2 milljónir
en Flugmálastjórn innheimtir sjálf
sínar tekjur. Ýmislegt hafi rýrt
rekstrarfé Flugmálastjórnar. Þar
má til dæmis nefna greiðsluerfið-
leika Arnarflugs. Þessi mál eru nú í
skoðun í nefnd en niðurstaða ekki
fengin enn.
Stærsta framkvæmdin, sem Flug-
málastjórn leggur til að fresta, er
við Egilsstaðaflugvöll og nemur
um 30 milljónum króna auk 20
milljóna viðbótarframkvæmda á
Austfjörðum.
Jón sagði það vera vilja Alþingis
að staðið yrði við þá áætlun sem
gerð var í ár. „Samgönguráðherra
lýsti því yfir við umræðuna að leit-
að yrði samninga um tilteknar
framkvæmdir, sem eftir væru á
þessu ári. En þess ber að geta að
það er undir hælinn lagt hvað
hægt er að framkvæma á þessum
tíma sem eftir er ársins." -hs.
Ráðstefna um brunavarnir og brunamál. Ýmsar nýjungar:
Tðlva sýnir brunahönnun
hússins á leiðinni í útkall
Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðsstjórí, við tölvuna.
Flugmálastjórn hefur farið þess á leit við fjárveitinganefnd Al-
þingis að framkvæmdum upp á 77.2 milljónir, sem gert var ráð
fyrir í flugmálaáætlun, verði frestað til næsta árs. Jón Kristjáns-
son, þingmaður Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi,
vakti athygli á þessu máli á Alþingi í gær. Jón telur það lítt veij-
andi að gerðar skuli tillögur um tilfærslur án þess að samráð sé
haft við þingið eða einstaka þingmenn í viðkomandi kjördæmum.
Jón benti á, að tilfærslur við t.d.
vegaáætlun væru yfirleitt gerðar
með samþykki og í samráði við
þingmenn í viðkomandi kjördæmi.
„Það var ekki gert í þessu tilfelli, en
um það hefur verið beðið, enda
hlýtur slíkt samráð að teljast nauð-
synlegt. Ég deili á í þessu sam-
bandi að slíkt samráð er allt of
seint á ferðinni og þingmenn hafa
lítið svigrúm." Jón sagði stutt vera
eftir af þessu ári og óvíst væri með
þær framkvæmdir sem ekki eru
enn hafnar. „Fjárveitingar, sem eru
geymdar á milli ára, fara ekki sjálf-
krafa á næsta ári inn í flugmála-
áætlun, heldur er það háð sam-
þykki Alþingis. Þessi vinnubrögð
deili ég á og vil að þetta verði leið-
rétt.“
Ástæðan fyrir frestunarbeiðni
Flugmálastjórnar er að ýmsar
framkvæmdir hafa farið framúr
áætlun og er 75 milljónum ætlað
að ná endum saman. Þá er í beiðn-
inni rakinn rekstarvandi Flug-
málastjórnar, meðal annars vegna
þess að tekjur hafi komið seint inn,
Jón Kristjánsson alþingismaöur.
Dagskrárgerðarmaður á
Byigjunni finnur skjöl, merkt
trúnaðarmál, frá utanríkis-
ráðurteytinu í sorpgámi.
FURÐU
LOSTINN
Utanríkisráðuneytið hefur sent frá
scr fréttatilkynningu, þar sem seg-
ir að kassar þeir, sem Jón Ársæli
Þórðarson, dagskrárgeröarmaður
á Bylgjunni, rakst á í sorpgámi
þann 17. október sl., hafi veríð
skoðaðir og farið í gegnum öll
skjöl sem í þeim voru.
Það var Jón Ársæli Þórðarson
sem fann skjölin og fletti f gegn-
um þau og sagði hann frá þessum
fundi f síðdegisþætti sínum á
Bylgjunni, ísland í dag. Jón Ársæll
sagði við Tímann aö hann hefði
verið furðu lostinn og bæði hissa
og relöur þegar hann fann skjölin.
„Ég var hissa á því að rekast á
ríkisleyndarmól og skjöl merkt
trúnaðarmál í bak og fyrir bæði á
ensku, fslensku, dönsku og
norsku og reiður yfir drullusokks-
hættinum í stjómkerfinu og því
hveraig við erum með allt niöur
um okkur í vamar- og öryggismál-
um.“
f fréttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins segir að fyrrverandi
embættlsmaður þess hafi verið
fyrr í vikunni að grisja búslóð og
farga m.a. persónulegum gögnum.
Meðal þess, sem hann hcfði hent,
voru afrit nokkurra fundargerða
vegna landhelgismála, 16 til 40
ára gamlar, sem merktar voru
trúnaðarmál á sínum tíma.
Jón Ársæll sagði að fljótleg rann-
sókn hans á skjölunum, áður en
hann aflienti fulltrúum utanríkis-
ráöuneytisins kassana þijá, hefði
leitt annað í Ijós en komi fram í
fréttatilkynningu utanríkisráðu-
neytislns. „Þeir segja að leyndar-
stimplinum af þessum skjölum
hafi verið afiétt og þeir virðast h'ta
þetta mun mildari augum en ég og
þeir geta nánast sagt mér hvað
sem er.“ Jón Ársæll sagði að sum
skjölin hefðu verið frumrit og
önnur afrit. Jón sagði að hann
heföi bara verið að fara eins og
hver annar borgari með rusl í
ruslagáminn suður f litla Sketja-
fjörðinn og í myrkrinu á miðviku-
dagskvöldið hrándi í hausinn á
honum kassi og út úr honum ultu
þessi skjöl. „Ég kíkti upp í gáminn
og þá sá ég þar tvo aðra kassa sem
ég greip með mér en vafalaust hafa
þeir verið fleiri.“ -SE
Rúmlega eitt hundrað manns sitja
nú ráðstefnu um brunavamir og
brunamál sem hófst á Hótel Sögu í
gær. Á ráðstefnunni er gerð grein
fyrir ástandi brunavarna og bruna-
mála almennt í Svíþjóð jafnframt
því sem sagt er frá evrópskum
stöðlum og reglugerðum á því
sviði.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
eru tveir helstu sérfræðingar Svía á
sviði brunavarna og brunamála,
Anders Rynderman, forstjóri rann-
sóknastofnunar sænska byggingar-
iðnaðarins, og Sven Erik Magnus-
son, prófessor í brunavarnaverk-
fræði við háskólann í Lundi. í gær
fjallaði Hrólfur Jónsson, vara-
slökkviliðsstjóri í Reykjavík, um afar
athyglisverða nýjung á sviði bruna-
varna og slökkvistarfa hérlendis.
Hrólfur sagði að þessi nýjung fælist
í því að húseigendur gætu látið gera
sérstakar brunateikningar af húsum
sínum sem sýndu helstu brunavarn-
arþætti í húsunum, t.d. hvar
slökkvitæki og neyðarútgangar
væru staðsett, hvar eldfim efni væru
geymd og yfirhöfuð hvernig bruna-
hönnun hússins væri. Síðan væri
hugmyndin sú aö húseigendur
kæmu með þessa teikningu til
þeirra og þeir myndu setja hana inn
í tölvu og í bílunum á leiðinni í út-
kall væri hægt að kalla fram teikn-
ingu af viðkomandi húsi og ákveða í
samræmi við brunahönnun hússins
hvernig staðið yrði að slökkvistarfi.
Hrólfur sagði að ef vel til tækist
myndi þetta auka öryggi þeirra sem
skilað hefðu inn teikningu og gera
slökkvistarf mun markvissara og ör-
uggara.
Þá væru önnur forrit sem ekki yrðu
í slökkvibílunum en með þeim væri
hægt að skoða hvert hús eða hverja
teikningu fyrir sig og meta frá áður
gefnum forsendum hvað gerast
myndi ef eldur kviknaði í ákveðnu
herbergi. Tölvan gæti þá reiknað út
hvað langan tíma tæki að tæma hús-
ið ef ákveðið margir væru inni í einu
herbergi. Þar að auki væri hitastig
og reykmagn alls staðar í kring gefið
upp og hefði það sýnt sig eftir fjöl-
margar tilraunir að þessir útreikn-
ingar stæðust að miklu leyti í raun-
veruleikanum. (
Hrólfur sagði að til stæði að semja
við tryggingafélögin um lækkun á
iðgjöldum þeirra sem skiluðu inn
teikningu og því myndi kostnaður-
inn við að gera teikninguna borga
sig upp á nokkrum árum í lækkuð-
um iðgjöldum auk þess sem öryggi
íbúa og starfsmanna hússins myndi
aukast.
Hrólfur sagði að einnig væru þeir
með tölvuforrit sem notað væri við
áhættugreiningu efnaslysa og til að
meta afleiðingar bruna og efnaslysa.
Á ráðstefnunni flytja þrír íslend-
ingar auk Hrólfs erindi. Það eru þeir
Haukur Ingason, verkfræðingur hjá
rannsóknarstofnun sænska bygg-
ingariðnaðarins, Björn Karlsson,
hjá brunavarnaverkfræðistofnun
háskólans í Lundi, og Jón Viðar
Matthíasson, verkfræðingur hjá Fire
Safety Design AB í Lundi. Á ráð-
stefnunni voru í gær og dag flutt er-
indi um menntun brunavarnaverk-
fræðinga, helstu þætti brunatækni-
legrar hönnunar, brunaeðlisfræði,
reyklosun, burðarvirki í bruna, hug-
myndir um nýjan frágang teikninga
og slökkviáætlanir byggðar á hönn-
un hússins, efnahagslegan ávinning
brunavarna, vatnsúða og viðvörun-
arkerfi, reykútbreiðslu í loftræsti-
kerfum, áhættugreiningu, hættuleg
efni og fleira.
Ráðstefnan er haldin af áhuga-
mönnum um brunavarnir og bruna-
mál í félagi við Brunamálastofnun
ríkisins. —SE
Leiksýning
fyrir grunn-
skólanema
Þjóðleikhúsið er nú að fara af stað
með leiksýningu sem ætlað er að
sýna í grunnskólum. Sýningin er
gerð í samvinnu við menntamála-
ráðuneytið og fræðsluyfirvöld, en
markmiðið er að kynna nemendum
list leikhússins og tengja starfsemi
Þjóðleikhússins skólakerfinu.
Hugmyndin er, að á hverju ári komi
leikarar í skólana með leiksýningu,
sem með einum eða öðrum hætti
tengist námsefninu. Sýningarnar
yrðu skólanum að kostnaðarlausu
og hugsaðar sem framlag Þjóðleik-
hússins til skólastarfsins. Á vorin
yrði skólamönnum kynnt sýning
næsta skólaárs, og þannig gæfist
svigrúm til þess að fella heimsókn
leikhússins að kennslunni.
Þegar hefur verið frumsýnt leikrit-
ið Næturgalinn í Félagsheimili Sel-
tjarnarness og var sú sýning ætluð
nemendum Mýrarhúsaskóla. Hópur
listamanna Þjóðleikhússins hefur
samið leiksýningu eftir hinu þekkta
ævintýri H.C. Andersens. Næturgal-
inn fjallar m.a. um fjölmarga þætti
sem drepið er á í samfélagsfræði-
kennslu og tekur sýningin 40 mín-
útur. Nemendur fá síðan tækifæri til
þess að ræða við leikhópinn eftir
sýninguna.
Þátttakendur í sýningunni eru:
Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon
Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld,
Margrét Guðmundsdóttir og Þór-
hallur Sigurðsson. Tónlist er eftir
Lárus Grímsson.
Þjóðleikhúsið annast sjálft skipu-
lagningu leikferðarinnar í samráði
við einstaka skóla. Ekki er þörf að
panta leiksýninguna. khg.
Vinningar í
happdrætti
Hjartaverndar
Dregið var í happdrætti Hjarta-
verndar þann 12. október síðastlið-
inn, hjá borgarfógeta.
Fyrsti vinningur, til íbúðarkaupa
fyrir 1.500.000 krónur, kom á miða
nr. 93.233. Annar vinningur, Galant
hlaðbakur bifreið árg. 1990, kom á
miða nr. 57.779. 3.-5. vinningur,
íbúðarkaup fyrir 500.000 krónur,
komu á miða nr. 49.328, 59.901 og
90.116. 6.-15. vinningur, bifreiða-
kaup lyrir 450.000 krónur komu á
miða nr. 16.137, 23.356, 25.048,
25.448, 30.707, 31.500, 48.838,
59.579, 84.292 og 94.720.
Vinninga má vitja á skrifstofu
Hjartaverndar að Lágmúla 9,3 hæð,
sími 83755. khg.
í BÆNDATRYGGINGU
SJÓVÁ-ALMENNRA
SAMEINAST
,
EINKATRYGGINGAR
FJÖLSKYLDUNNAR 0G
VÁTRYGGINGAR
SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM
LANDBÚNAÐARINS
SJÓVÁQgALMENNAR