Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 27. október 1990 Laugardagur 27. október 1990 , Tíminn 17 Gullbrúðkaup Hallbjargar Bjarnadóttur og Fischers: Björt mey og hrein í hálfrar aldar hjúskap Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona, myndlistarmaður, — eigum við kannski að segja jjöllistakona — og maður hennar Fischer — Jens Fischer Nielsen lyjjafrœðingur, apótekari, myndlistarmaður og líka fjöllistamaður þótt ekki hafi farið sögum af sönglist hans — eiga gullbrúðkaup á mánudaginn kemur. A dögunum barst Garra hér á Tímanum bréf frá þeim hjónum þar sem segir meðal annars: „Mánudaginn 29. okt. hefur okkur heppnast— þrátt fyrirýmsa spádóma og getgátur — að vera kvœnt hvort öðru í 50 ár. Með listrænni kveðju: Hallbjörg og Fischer. “ Heiðurshjónin Hallbjörg og Fischer eru í helgarviðtalinu að þessu sinni. Hjónaband þeirra átti sér óvenju skamman aðdraganda og ekki var því spáð langlífi. Hallbjörg var því fyrst spurð hvort hún hefði sjálf getað ímyndað sér í upphafi þess, hvort það myndi halda jafn lengi og raunin er orðin. „Já, ég trúði því og það gerði hann líka. En það voru aðrir aðilar sem trúðu því ekki. Það voru margir sem töldu það óvíst að hjónabandið héldi lengur en kannski hálfan mánuð. Sigurður Hlíð- ar, dýralæknir á Akureyri, sem var góð- ur vinur okkar sagði, kannski í gríni án þess að ég viti þaö: „Þetta stendur ekki lengi yfir.“ — Voru fleiri hrakspár? „Já, já. Auðvitað frá fjölskyldu og venslafólki. Ein frænka mín á Akranesi spurði mig hvernig á því stæði að ég væri að giftast gömlum manni, en henni fannst Fischer vera gamall vegna þess að hann hafði svo hátt enni. Fisher hafði og hefur alltaf haft hátt enni, svona eins og gáfumenn hafa, og hann hafði líka mikið hár í hnakkanum. En frænku minni fannst kannski þess vegna hann vera gamall maður og hún hálf skammaði mig fyrir að vera að gift- ast svona gamlingja. En henni fannst það þó huggun harmi gegn að þetta hjónaband okkar myndi ekki endast neitt, kannski nokkrar vikur sem væri svo sem ágætt og í lagi. En þegar því lyki væri ég þar með hólpin, enda væru svo margir ungir og fallegir menn á ís- landi að ég yrði ekkert á flæðiskeri stödd, þrátt fyrir frumhlaupið með „gamlingjanum“.“ Hamingjuhjónaband í hálfa öld — Hefur alltaf ríkt eindrægni milli ykkar? Hafið þið Fischer alltaf verið sátt? ,AHtaf. Það hefur aldrei hrotið eitt styggðarorð milli okkar. Aldrei. Það er vegna þess að við höfum bæði sömu áhugamál, svo sem að mála. Raunar höfum við bæði áhuga á öllu listrænu. Við erum bæði á sama sviði og þegar svo er trúi ég að hjónabönd haldist lengur en ef konan og maðurinn hafa sitt hvert áhugamálið og ég tala nú ekki um ef þau standa um leið fast á sínu, eins og flest fólk gerir. En við erum bæði ákaflega meyr við hvort annað og á milli okkar hafa aldrei hrotið styggð- aryrði. Við erum alltaf sammála í öllu, hvort sem það út af (yrir sig er rétt eða rangt — en það er gott að vera sam- mála.“ — Hafið þið aldrei litið í kring um ykkur? „Ef þú átt við landslagið og umhverfið þá er svarið já. Ég gat til dæmis aldrei lært á bíl í Ameríku, vegna þess hve ég var hrifin af landslaginu og sífellt að horfa út um bílgluggann á það. Þetta endaði með því að ökukennarinn henti mér út og sagði að ég væri of annars hugar til að geta nokkru sinni lært á bfl.“ Engin hlióarhopp — Ég á nú við hvort þú hafir aldrei lit- ið á aðra menn og Fischer á aðrar kon- ur? „Nei, aldrei. Aldrei, aldrei, aldrei, aldr- ei. Hjónabandið hefur alltaf verið of gott til slíks í öll þessi ár. Hins vegar veit ég ekki hvað gæti komið fyrir þessa síðustu daga fram til brúðkaupsdags- ins, þess tuttugasta og níunda. En það hefur haldið hingað til.“ — Þið kynntust á Akureyri. Var mikill rómans á Akureyri í þann tíð? „Ekki fannst mér það nú. Það var hins vegar engin snjókoma þennan dag. Mér fannst ekki sérstaklega mikið til um Ak- ureyri. En það var þó mjög fallegur garður þarna skammt utan við sjálfan bæinn. En ég veit ekki hvað ég á að segja um Akureyringa sjálfa eða Norð- lendinga yfirleitt, annað en það að þeir eru ólíkir okkur á Suðurlandi og í sjálfu sér er ekkert ljótt við að segja það, enda segi ég það í góðri meiningu." Senn til íslands — Hvað eruð þið hjón að gera núna? „Við höfum verið að mála og selja mál- verk í allt sumar og höfum staðið á bólakafi í málverkum. Við erum búin að selja málverk út um alla Evrópu og höf- um haft gríðarlega mikið að gera. Þá hefur það verið ætlun okkar að fara suður til Ítalíu, þar sem ég ætla að ná mér í marmara í höggmynd af betlikerl- ingunni sem ég hef hugsað mér að gera. Við höfum bara ekki haft tíma til þess enn, þar sem hjá okkur hefur verið fullt hús af gestum og viðskiptavinum. Þeir sfðustu fóru fyrir fáum dögurn." Hallbjörg og Fischer reka gallerí í stóru húsi sem þau eiga, skammt utan við Ebeltoft á austurströnd Jótlands í Danmörku. í húsinu voru áður sýning- arsalir og eru enn, þótt nú séu þar ein- vörðungu verk þeirra hjóna. Hallbjörg segir að þau hugsi sér nú að flytja senn til íslands, þótt gott sé að vera í Ebelt- oft. En hvers vegna þá að fara þaðan? „Það er of mikið af skordýrum hér, sem eru mig lifandi að drepa. Þar að auki eru hér eiturnöðrur eða höggormar, en hvergi í Danmörku er meira af þeim kvikindum en hér á Mols. Þeir eru stór- hættulegir. Eitt sinn í sumar gengum við yfir litla trébrú hér í grenndinni og það kom heili flekkurinn af snákum beint á móti okkur, svo við máttum forða okkur á harðahlaupum undan ósköpunum. Þetta er því nokkurt hættusvæði,“ segir Hallbjörg. „En hér er mikið um ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, og t.d. er ekki langt síðan Samkór Selfoss var hér á ferðinni og söng við afskaplega góðar undirtektir. Þá er hér lystibátahöfn og margt sigl- ingafólk hvaðanæva kemur í hana. Nú, en húsið okkar er allt of stórt fyrir okkur tvö — 206 fermetrar, sem er allt of stórt. Við erum því að hugsa um að losna við húsið og við komum heim til íslands alkomin einhvern tímann. Ég veit ekki hvenær, það fer eftir fjöl- skylduástæðum, en við komum alkom- in.“ — Syngurðu ennþá? „Já, elskan mín góða. Ég hef reyndar ekki verið með hljómsveitum hér, eins og ég gerði í gamla daga. En ég fékk þó tilboð um daginn um að koma fram með jazzstórhljómsveit sem refrain- söngkona, svipað eins og í gamla daga, þegar ég var að byrja. Eg vildi þó ekki taka þessu tilboði. Ég ætla ekki að enda eins og ég byrjaði.“ Höfundarlautiin til Svíþjóöar? — Þú söngst ung inn á plötu virðulega söngtexta um bjarta mey og hreina og um að vorið væri komið með nokkuð öðrum hætti en tíðkast hafði og undir öðrum lögum. Olli sú plata ekki tals- verðu uppnámi í viðkvæmum sálum á sínum tíma? „Jú, það gerði hún og hún var ekki spiluð í útvarpi framan af. Hins vegar hefur Pétur Pétursson spilað hana tals- vert í útvarpinu í seinni tíð. Ég hef hins vegar aldrei fengið krónu fyrir spilun plötunnar í útvarpi. Ég talaði við út- varpsstjóra um það, síðast þegar ég var á íslandi, en menn vildu ekkert gera fyr- ir mig í þessu máli, og ekki Stef heldur. Það er eitthvað óábyggilegt í sambandi við þessi mál þarna heima og ég vil helst ekki hreyfa við þessu meira, því að ég fékk bara hálf leiðinlegan anda á móti mér, þegar ég fitjaði upp á þessu. Lagið Vorið er komið er lag sem ég hef samið sjálf. Upphaflega lagið, sem venjulega er sungið við textann Vorið er komið, er hins vegar eftir Svíann Lind- blad. Fyrir einhver mistök var nafn Lindblads prentað á plötumiðann. Það getur verið ástæða þess að ég hef engin Stefgjöld fengið fyrir lagið. Útvarps- stjóri taldi sig ekkert geta gert í málinu og ég vildi því ekki aðhafast neitt frekar í því — setja lögfræðing í það eða slíkt. Ég hef aldrei átt í þess konar stríði og hef haft og hef annað að gera við minn tíma en standa í slíku.“ — Hefurðu þá aldrei fengið krónu fyr- ir lagið? „Nei. Það er sjálfsagt vegna nafns Sví- ans á plötunni og í það hengja menn sig.“ — En er ekki hægt að ganga úr skugga um að Svíinn samdi aldrei neitt í lík- ingu við þitt lag? „Sjálfsagt væri það ekki neitt mál, ef ég gæfi mér tíma til þess að fara til Sví- þjóðar og ganga úr skugga um þetta. Þann tíma hef ég bara ekki. En ríkisút- varpsmenn hafa ekki viljað segja mér hvort þeir hafi alla tíð greitt Stefgjöld til Svíþjóðar fyrir lagið eða ekki. Og auðvitað er Lindblad dáinn fyrir löngu, svo það hlyti þá að vera fjölskylda hans sem fengið hefur peningana. Sé það svo, vona ég bara að þetta fólk hafi not- ið peninganna og að þeir hafi komið niður þar sem þeirra var þörf. í sjálfu sér gerir það mér ekkert til, því ég hef aldrei verið í neinum peningakrögg- um.“ Betlikerling t marmara — Hverjar eru framtíðaráætlanir ykkar hjóna fyrir utan að flytja til íslands? „Ég er að hugsa um nú í haust og vet- ur að taka tíma hjá þekktum dönskum myndhöggvara sem ætlar að hjálpa mér við betlikerlinguna. Hann hefur ráðlagt mér að byrja ekki á að fást við marmar- ann, heldur ætti ég að byrja á að gera lágmyndir (relief) og sjá hvernig það gengur fyrst. Ég hef hins vegar undir- búið kerlinguna vandlega og gert teikn- ingar sem myndhöggvarinn er ánægð- ur með og telur góðar og er ekki í vafa um að ég ráði við verkið með hans hjálp.“ Eiginmaður Hallbjargar, Jens Fischer Nielsen, er lyfjafræðingur og starfaði sem slíkur á Akureyri, þegar hann og kona hans kynntust í fyrsta sinn. Hann talar fyrirtaksgóða íslensku bæði frá því hann bjó og starfaði á íslandi. Auk þess segist hann halda málinu við með því að tala íslensku á miðvikudögum. Hann var spurður hvernig tilfinning það væri að hafa verið giftur sömu konunni í hálfa öld. Hallbjörg eða Bing Crosby ,Alveg dásamlegt. Það hefur aldrei ver- ið einhæfninni eða tilbreytingarleysinu fyrir að fara. Hallbjörg hefur alltaf haft kímnina í lagi og þegar ég hringdi heim í gamla daga, vissi ég aldrei hvort sá sem svaraði væri Bing Crosby, Ella Fitz- gerald, Eisenhower, Ólafur Thors eða hún sjálf. Það hefúr því aldrei vantað gleðina eða tilbreytinguna. Ég held raunar að ég hefði aldrei getað verið giftur nema listakonu, ég tala nú ekki um ef maður hefur sjálfur snert af lista- manni í sér, eða eitthvað meira en snert. Ég hef alltaf haft listabakteríuna í mér. Karli föður mínum var hins vegar um og ó og vildi að ég menntaðist til ein- hvers fasts starfs. Þess vegna gerðist ég lyfjafræðingur. Það gladdi föður minn, því honum þótti það tryggara að blanda efnum í smyrsli og lyf, en að blanda saman litum og jafnvel fýndni.“ Ég kenndi Hallbjörgu töluvert að blanda í lyf, þegar ég var með apótekið í Hallbjörg Bjamadóttir og Jens Fischer Nielsen. Stykkishólmi um tíma og það gekk ágætlega. Hins vegar var Stykkishólm- ur fábreyttur og ekkert fyrir okkur. Við stóðum því stutt við þar en fórum það- an beina leið til Parísar. Annars bjargaði það okkur þarna í Stykkishólmi að við höfðum gott andlegt samneyti við hér- aðslækninn, Eyþór Dalberg, og hans ágætu bandarísku konu. Öðrum íbúum kynntumst við ekkert og mér skilst að þeir hafi mest undrast að kona apótekarans gengi um götur þorpsins með rauðlakkaðar táneglur. En það er nú svo með listrænt þenkj- andi fólk að það hagar sér stundum dá- lítið öðruvísi en annað fólk, enda hugs- ar það öðruvísi og nennir ekki að tala í sífellu um gluggatjöld, gardínur eða skyrhræring og slíkt." — Var mikið um rómans á Akureyri, þegar þið Hallbjörg kynntust þar, og varst þú rómantískur ungur maður? „Kannski ekki beint rómantískur, heldur forvitinn. Ég fór á söngskemmt- un Hallbjargar á Akureyri, sem hafði verið auglýst þannig að Hallbjörg myndi syngja í hljóðnema, sem var víst í fýrsta sinn á fslandi. Hún söng hrein- lega dásamlega, en hljómsveitin var hins vegar eins og hún væri að leika við jarðarför. Hljómsveitarmennirnir voru grafkyrrir og þeim stökk ekki bros á vör. Hallbjörg mín hundaheppni Ég kom mér síðan í kynni við Hall- björgu eftir skemmtunina og ör- skömmu síðar vorum við trúlofuð. TVú- lofunin stóð í hálfan mánuð, en þá tók ég mér far með litlu rauðu póstflugvél- inni til Reykjavíkur. Síðan giftumst við hjá fógeta í einum hvelli og gáfum okk- ur ekki tíma til að halda neina veislu, en fengum okkur bara gúllas í hádeginu í Ingólfskaffi, sem var ágætt á bragðið. Ég dreif mig síðan norður og Hallbjörg kom skömmu síðar.“ — Sástu einhverntímann eftir að hafa bundið þig í svona miklu hasti? „Nei, aldrei. Þvert á móti. Þetta var mín hundaheppni. Ég er heldur ekki frá því að íslenskar stúlkur séu betri en margar aðrar, — bæði tryggari og ekki eins kröfuharðar. Hallbjörg var í það minnsta ekki kröfuhörð til efnislegra gæða og við byrjuðum mjög smátt með einn sófa sem einasta húsgagnið í einu herbergi. Þessi sófi var hið merkasta þing. Við sátum á honum, sváfum í honum, mötuðumst á honum og fórum reyndar á honum ofan í bæ einu sinni, en það er önnur saga. En við matseld og bakstur var Hallbjörg ekki sérlega fim þarna í fyrstunni og skömmu eftir að við byrjuðum að búa, hélt kvenfélagið á Akureyri kökubasar til ágóða fyrir bygg- ingu kirkjunnar. Hallbjörg bakaði sand- köku fyrir basarinn. Ég heyrði seinna að sandkakan hefði verið notuð sem hornsteinn kirkjunnar, því að þetta var sterk kaka, ekki síður en sú sem bakaði hana.“ Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.