Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 23 Laugardagur 27. október 1990 IÞROTTIR Hnefaleikar: „Buster“ rotaður í þriðiu lotu Nýr heimsmeistari í þungavigt var krýndur t Las Vegas ( Bandarfkjun- um í fyrrinótt Sá heitir Evander Holyfleld og er 28 ira gamall. Hann rotaöi James „Buster“ Dou- glas, þegar 1:10 mín. voru Hðnar af þriðju lotu bardagans. Douglas átti aldrel möguleika gegn Holyfield. Þrátt fyrir hæðar- og þyngdarmun var það Holyfield sem réð ferðinni frá upphafi. Dou- glas, sem er 30 ára gamall, virtist ekki vera í neinni æflngu, drattað- ist um hringinn eins og súkkuiaði- búðingur, enda 111,6 kg. Fyrir bardagann hafði Douglas Douglas varð heimsmcistari í sagt að sér liði vel að vera 111 kg. I febrúar sl„ er hann rotaði sjálfan Eftir bardagann í fyrrinótt sagði Mike TVson í Tokyo. Fyrir bardag- Lou Duva, þjálfari Holyfields: „Eg ann í fyrrinótt fékk hann greiddar er ánægður fyrir hönd Douglas að | 24 milíjónir dala, eöa 1320 millj- honum skuli líða vel að vera 111 ónir ísl. króna. Holyfield fékk 440 kg. Það er ágæt þyngd fyrir svefn | mllljónir ísl. króna í sinn hlut, eða og rólegheít, en ekki fyrir hnefa- 8 milljónir dala. Ieika.“ Sjálfsagt hefur Douglas verið Gert er ráð fyrir að Holyfield verji nokkuð sama um hvort hann ynni titil sinn í mars ð næsta ári og þá I eða tapaði, alla vega var komið að verður áskorandinn hinn fertugi honum steinsoíandi í búningsklefa George Foreman. Sfðan kemur | sfnum hálftíma fyrír bardagann. röðin að Tyson. BL Rallakstur: Hörð barátta framundan um íslandsmeistaratitilinn Síðasta rallkeppni ársins fer fram á morgun, sunnudag, og nefnist keppnin Armstrong-rallið. í keppn- inni ræðst hvaða áhöfn verður ís- landsmeistari í íþróttinni. Fyrir keppnina hafa þeir feðgar Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson forystu með 65 stig. Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson koma næstir með 60 stig. Aðrar áhafnir eiga ekki möguleika a titlinum. Fyrsta sérleið nefnist TVöIlháls og liggur frá Þingvöllum til norðurs að Kaldadal. Fyrsti bíll verður ræstur inná leiðina kl. 08.40 á sunnudags- morgun. Einn af öðrum aka kepp- endur síðan sömu Ieið til baka, fyrsti bíll kl. 09.40. Næsta leið er Lyngdals- heiði frá Gjábakka við Þingvelli að Laugarvatni. Fyrsti bfll fer leiðina kl. 10.30 og til baka sömu leið kl. 11.30. Kl. 13.00 verða rallkapparnir á ferð- inni í Reykjavík. Ekin verður sérleið frá verslun Halldórs Jónssonar við Skútuvog og í átt að Miklagarði. Leiðin verður ekin tvisvar. Nokkrum þjóðkunnum mönnum hefur verið boðið að setjast í sæti aðstoðaröku- manns á þessum tveimur leiðum og fróðlegt verður að sjá hverjir þora upp í rallbflana. Kl. 14.30 veður haldið á sérleið, sem liggur framhjá Djúpavatni og að Krísuvík. Endamark verður svo við Hjólbarðahöllina við Fellsmúla kl. 18.00, en þá fyrst verða úrslit í ís- landsmeistarakeppninni 1990 ráðin. Sigurvegari keppninnar fær 20 stig og annað sætið gefur 15 stig. Sigri Ásgeir og Bragi og Rúnar og Jón verða í öðru sæti, eru báðar áhafnirn- ar jafnar með 80 stig. Ásgeir og Bragi mundu þá hreppa titilinn, þar sem þeir fengu fleiri stig fyrr en Rúnar og Jón. Rúnar og Jón verða því að sigra í keppninni, en að öðrum kosti að verða framar en Ásgeir og Bragi. Eftirtaldir keppendur eru skráðir til leiks í keppninni, rásröðin er þessi: 1. Rúnar/Jón Ford Escort RS 2000 2. Ásgeir/Bragi MG metro 6R4 3. Birgir/Þorgrímur Toyota 1600 4. Páll/Witek Ford Escort RS 2000 5. Sigurður/Rögnvaldur Escort 2000 6. Guðmundur/Bjarki Nissan 240 RS 7. Þröstur/Viktor Ford Escort 2000 8. TVyggvi/Laufey Citroén Axel 1300 9. Jón E./Birgir M. MMC Lancer 1600 10. Guðný/Lára Toyota Starlet 1200 11. Úlfar/Guðmundur Ch. Camaro 5300 12. Pétur/Magnús Ford Escort Iþróttir helgarinnar: Heil umferð leikin í úrvalsdeildinni Um helgina verður ekki leikið í í deildakeppninni í handknattleik, vegna fjölliðamóta yngri flokka. Hins vegar verður heil umferð í úrvals- deildinni í körfuknattleik á sunnudag. í dag er einn leikur á dagskrá í 1. deild karla, Skallagrímur og Reynir eigast við í Borgarnesi kl. 14.00. Leikið verður í úrvalsdeildinni á sunnudag sem hér segir: Kl. 14.00 Haukar-Valur í Strandgötu. Kl. 16.00 leika Keflavík-Snæfell í Keflavík. Kl. 20.00 Þór-KR í höllinni á Akureyri, Grindavík-Njarðvík í Grindavík og Tindastóll-ÍR á Sauðárkróki. í 1. deild karla leika Breiöablik- Vík- verji kl. 20.00 í Digranesi. í 1. deild kvenna leika kl. 20.00 ÍR- Keflavík í Seljaskóla. Badminton Haustmót TBR verður haldið í hús- um félagsins um helgina. Keppni hefst kl. 15.30 í dag, en kl. 10.00 á morgun. Handbók KKl komin út: SVERTINGJASTADIR OG ÍVAR í HÁAFELLI Út er komin handbók KKÍ 1990- 1991. Ýmsar upplýsingar er að finna í bókinni, en tvö gullkorn skáru sig þó úr. Þjálfari liðs UÍA í 1. deild er enginn annar en hinn eini sanni ívar Webster. Þeir austan- menn hafa fundið ívari viðeigandi samastað á Egilsstöðum, því kapp- inn býr í húsi nr. 3 við Háafell! Ekki væri síður amalegt fyrir Webster að færa sig um set yfir til 2. deildarliðs USVH, því Ingi Bjarnason, forsvarsmaður félags- ins, býr á Svertingjastöðum í V- Húnavatnssýslu. Þar yrði Webster áreiðanlega vel tekið. BL 2000 13. Sigurður/Ámi Ford Escort 2000 14. Páll/Jón Nissan Silvia 200SX1800 15. Haraldur/Sigurður Toyota 1600 16. Jóhannes/Aðalsteinn Escort 2000 BL Kúluvarp: Pétur Guðmundsson, kúluvarpari úr HSK, kastaði 20,77m á lást- móti Ármanns í fyrradag. Þar með jafnaði Pétur sinn besta árangur. Hreinn Halldórsson á íslandsmetið í kúluvarpi, en það er 21,09m. Kast Péturs í fyrradag er 9.-10. lengsta kast ársins. BL leikirnir! Samkvæmt spám tölvutippara er örugga spáin eftirfarandi: 1, IX, IX, 1, 1X2, X2, l.X, 1, IX, X2,1. Leikur númer 1: 71% PC-tippara veðja á heimasigur Arsenal gegn Sunderland. Leikur númer 4: 67“ tippa á hcimasigur Liverpool gegn Chelsea. Fyrir nokkmm vikum fékk Liverpool ekki undir 80% á heimavelli. Leikur númer 7: 87% veðja á heimasigur QPR gegn Nor- wich. Leikur númer 9:65% tippa á heimasigur Southampton gegn Derby. Leikur númer 12: 74% tippa á heimasigur Oldham gegn Notts County. Hlíðarendi: Valsmenn minnast Ólafs Sigurössonar Á síðasta ári voru liðin 50 ár frá því að Knattspymufélagið Valur keypti jörðina Hlíðarenda við Lauf- ásveg. Aðalhvatamaður að þeim kaupum var Ólafur Sigurðsson, sem þá var formaður félagsins. f ár eru liðin 30 ár frá andláti hans. í tilefni þess hefur fulltrúaráð Knattspymufélagsins Vals ákveðið að heiðra minnlngu Ólafs með því að afhjúpa minningarskjöld, sem festur verður á gamla félagsheim- ilið á Hlíðarenda. Athöfh þessi fer fram á Hlíðar- enda í dag, laugardag, kl. 16.00. Að lokinni stuttri athöfn utanhúss verða kaffiveitingar í nýja íþrótta- húsinu. AlHr Valsmenn og velunnarar fé- lagsins em hvattir til aó vera við- staddir þessa athöfn. (Fréttatilkynning) Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnús- dóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði, samtals að upphæð 1.200.000 krónur. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknar- tækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum ásamt ítarlegum greinargerðum skal skila til landlæknis, Laugavegi 116,150 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1991. Sjóðsstjórn. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Þroskaþjálfi og meðferðarfulltrúi Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og meðferðarfull- trúa frá og með 15. nóvember nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með fötluð börn. Um er að ræða kvöld-, helgar- og næturvaktir. AllarnánariupplýsingarveitirElísabetE. Jónsdótt- ir forstöðumaður alla virka daga frá kl. 13-16 í símum 678500 og 21682. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Q&O VÉLSKÓLI fSLANDS Sjötíu og fimm ára afmælisfagnaður Vélskóla Islands Laugardaginn 3. nóvember nk. heldur Vélskóli íslands afmælisfagnað. Dagskrá: Hátíðarfundur í hátíðarsal Sjómannaskólans kl. 13.30. Veisla á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 19.00. Borðapantanir og miðasala á skrifstofu Vélstjórafélags íslands, Borgartúni 18, sími 629933. Verð aðgöngumiða kr. 4.000,- Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.