Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 30 október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrffstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. S(ml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Gegn konum og launþegum Fátt kom óvænt fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um röðun á framboðslista í komandi al- þingiskosningum. Eins og víst var fyrirfram var borgarstjóraembættinu tryggt fyrsta sætið á listanum. Slík úthlutun er sam- kvæmt flokkshefð. Barátta Friðriks Sophussonar um sætið var ekki háð á jöfnum grundvelli. Hann sótti ffam í eigin nafni og persónu án stuðnings af embætt- istitli eða Morgunblaðsfylgi og hlýtur annað sætið. Það var auk þess löngu fyrirffam vitað að Engeyja- rættinni yrði séð fyrir öruggu sæti á listanum í stað Ragnhildar Helgadóttur, þótt í mynd Bjöms Bjama- sonar komi að vísu karl í konu stað, enda var konum ekki ætlaður stór hluti í þessu prófkjöri. Öðm nær. Sól- veig Pétursdóttir varð í sjöunda sæti í prófkjörinu, sem er e.t.v. vonarsæti á framboðslista ef vel gengur, en langt ffá því sæti sem hún stefndi að og dugði ekki til þótt hún tengist háaðli flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett konur út í kuldann, jafnvel konur úr bestu húsum. Hulduher Alberts Guðmundssonar fær sinn fulltrúa eins og gera mátti ráð fyrir. I því er fólgin umbunin fyr- ir að hafa skilað sér heim og „sameinað Sjálfstæðis- flokkinn“ eftir brotthlaupið ffæga fyrir síðustu alþing- iskosningar. Og víst munar um minna. Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður féll með sæmd í prófkjörinu og á tæpast von á endurreisn þegar farið verður að raða á ffamboðslistann eins og komið er. Þótt Guðmundur tengist þeim hluta launþegastéttar- innar sem talinn hefur verið hollur Sjálfstæðisflokkn- um, er hann fyrst og fremst íhaldsmaður af gamla skól- anum. Sá eiginleiki hefur m.a. komið frarn í varfæmi hans gagnvart Evrópustefnu Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Guðmundur H. Garðarsson má heita eini maðurinn í þingflokknum sem hefur sinnu á að andæfa akvörðun flokksforystunnar um að undirbúa inngöngu íslands í Evrópubandalagið. Guðmundur Hallvarðsson sýnist að vísu langt ffá vonarsætum á ffamboðshstanum eftir prófkjörið, en náði þó síst verri árangri en margir höfðu spáð honum. Hann telst ekki til óskabama flokksveldisins, þótt hann byði sig ffam í nafni verkalýðsforingjans og storkaði flokknum með því gamla slagorði að Sjálfstæðisflokk- urinn sé flokkur „allra stétta“. Hvort sem Guðmundur Hallvarðsson trúir sannleiksgildi þessara orða eða ekki ber það vott um pólitíska kænsku hans að beijast undir þessu vígorði, sem Sjálfstæðisflokkurinn féldc að láni frá Mússólíni og Mústafa Kemal Atatiirk á sinni tíð. Floldcseinræðishyggja Reykjavíkuríhaldsins speglast óneitanlega vel í þessum einkunnarorðum og í veikri stöðu sinni sem fulltrúi verkalýðsins í flokki auðstétt- arinnar gerði hann rétt í því að slá um sig með svo hjartnæmum boðskap um einsflokkskerfíð. Nú er eftir að sjá hvar verkalýðsforingjanum verður valinn staður á framboðslistanum. Varla sættir hann sig við tíunda sætið á lista „flokks alfra stétta“. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins er að vísu mikil sýning sem leggur sig á milljónir sem renna úr vösum ffam- bjóðenda milliliðalaust í rétta sjóði auglýsingafurst- anna og Morgunblaðsins, en breytir engu um stefnu- mál, hugarfar og baráttuaðferðir Reykjavíkuríhaldsins. Þar er allt við það sama. GARRI GölH Valdasonurlim & ferð með 3ja sæti af voru örsllt á VestQöröum, Austur- landl og í Reyfcfavík. Á SuöuHandi náöi Eggert HaukdaJ aöelns þrlöja sætí iþdtt bæöl Haraldur Blöndal og Garri baeöu honum friöar, Eggert Haukdal sá aö mestu sjáifur um aö efsti maður á lista flokksins á Austurlandi. Hann varí ööru sæti á listanum með Sverrí viidi hann frckar en þriöja sætiö. Sú framsetning hans átti meö cin- j>essa Jnjá menn hafl ríkt f prófkiör- ser ekki aö sitja út allt næsta kjör- mannatölu Sjálfstæðisflokksíns fyrír vestan er litið Svo á, að Guðjón að sætiö, Kjósendur skildu hann bara etód og því lenti hann niður um eitt sætl á listanum. Annars hafa þeir Göllar Valdasynir í Vest- mannameyjum veriö Eggerti Hauk- dal erfiðir. Kggert spilar ekki á gítar og hann syngur ekká, en það eru þingmannseiginieikar, sem ganga í augun á Eyjapeyjum og pysjum. Árni Johnsen hlaut annað sætið, en sluðningsmenn hans gáfu úí blað fyrir kostiinguna með grfnmyndum af EggertJ Haukdai eftlr Sigmuud. in á faði Þorvalds. En góöur og gegn þiogmaður fellur ekki meÖ þcssum hætti í prófldöri ööruvísi en kjósendur tefji sig hafa eitthvað á móti honum. Eins var í prófkjör- inu í Reykjavík. Þar hraktist Guð- mundur Garðarsson niður í tótfta sæti án þess að nokkur byggist við slíku. cnda um þingmann að ræöa. Eyjólfur Konróö fékk aftur á móti góða kosningu, Hann hefur um Pétursson við. Hann skipar enn þriðja sæti á iistanum og befur þvf Aftur á móti Waut Hrafnkell A. Jónsson annaö sætið á listanum. Hann hefur um sinn verið fyrir- feröarmikill á Eskifíröi og raunar í verkalyöshreyflngunni eystra. í prófkjörinu komu m.a. yfír sjÖtíu atkvæöi á Djúpavo^, þar sem flokkurinn hefur haft um seytján veldisms, þ.e. jæirrar skarfabyggöar sem fyrirfinust á Rockalf. Tveir ný- bagga. Hrafnkefl var f.Alþýðubanda- Eskifirði. Nú er Eglll á Seljavöllum kominn í aöstööu, sem hann á eftir aö njóta veL Hann hefur verið upp- bótarmaður, og stóð tæpt síðast. Þá var hermt svar upp á Sverri, sem Egill getur kannslá tckið scr í munn þegar uppbótin verður til- kynntt Hvaöa andskotans Hrafn- ITT (J ( • Vikivaki allaballa í Vikivaka Gunnars Gunnarssonar vafra framliðnir um og eiga erfitt með að Iosna úr táradalnum vegna þess að þeir vita ekki að þeir eru dauðir. Þessi sérkennilegi söfnuður sem strandaður er í ljósaskiptum tilverustiganna kann engin skil á fortíð né framtíð og er tilbúinn að búa sér til guðshugmynd úr stað- festulítilli, dauðlegri mannveru. Útí í hinum stóra heimi er komm- únisminn sálaður og átrúnaðurinn á Marx, Lenín og þá félaga alla far- inn veg allrar veraldar. Andlát kommúnismans varð með svo skjótum hætti að óhætt er að segja að hann hafi orðið bráðkvaddur. Þeir sem fást við að rannsaka líf eft- ir dauðann halda margir hverjir því fram að þeir sem hallast af heimi með einhvers konar ofboði séu svo seinir að átta sig á umskiptunum að þeir lenda í einhvers konar ruglingi milli heims og Heljar og er það talið óttalegt vandræðaástand og að æskilegt sé að leiðbeina svona villu- ráfandi sálum út úr ógöngunum. Svona er farið fyrir mörgum kommúnistum. Þeir skilja ekki að kommúnisminn er dauður og streitast við að halda merkinu á lofti. Þeir geta ekki gert upp við for- tíðina af því þeir skilja hana ekki og framtíðina skynja þeir ekki. Þeir vafra um í villu og svima nútíðar- innar eins og söfnuður framliðinna í Vikivaka og finna hvergi jörð til að ganga á. Tilverustigin Flokkur Brynjólfs, Einars, Magn- úsar, Lúðvíks og Svavars hélt mið- stjórnarfund um helgina og vissu fæstir sem sátu hann í hvaða eða hvers konar flokki þeir eru núna. Einn fundarmanna orðaði tilverust- igið eitthvað á þá lund að flokkurinn segði þetta fyrir norðan, annað fyrir sunnan, hefði enn eina skoðun fyrir austan og þveröfugan málflutning fyrir vestan. Meðal miðstjómarfulltrúa gat að líta sveitarstjórnarfulltrúa Alþýðu- flokksins og burðarása Fylkingar- innar, formann sem ekki treystist til að leggja flokki sínum lið í kosning- um og launþegaskörunga sem eiga sína svömustu andstæðinga í ráð- herraliði flokksins. Þama sátu menn sem námu fræðin við fótskör eldheitra stalínista og hafa síðan ekkert lært og engu gleymt og inn- an um og saman við sakleysingjar sem halda að þeir séu komnir í bland við einhvers konar sósíal- demókratí og kúltúrtröll sem hvorki vita í þennan heim né annan annað en það að framsækin menn- ing á ætt sín og óðöl að rekja til kommúnismans sáluga og vita ekki hvemig komið er fyrir honum. Sterk miðja Sumir telja sig vera betri allaballa en aðra og vera kjörna til að halda merki verkalýðsbaráttunnar á lofti. Slíkt úrvalslið lagði til að fundurinn vítti ríkisstjómina og sérstaklega formann flokksins og varð hópur- inn furðu Iostinn þegar samkundan varð ekki við svo sjálfsögðum til- mælum. Gekk hópurinn snúðugt út í tómið og heldur að hann eigi enn hugmyndafræði að styðjast við og verk að vinna heimsbyltingunni til fremdar. Eftir þá grisjun fundarins lýsti for- maður því yfir að nú væri fundin sú sterka miðja sem halda muni flokknum saman um aldur og ævi og gera hann að því vopni verkalýðs- baráttu, sósíalisma og þjóðfrelsis sem leiðtogana dreymdi um á með- an flokkurinn var enn ofar moldu og menn og konur horfðu til fram- tíðar með stjömublik í augum, þar sem Sovét-ísland bar við sjóndeild- arhring baöað roðanum úr austri. Eða þannig. Draumurinn er núna að vísu eitthvað blandaður jafnaðar- þrasi og ekki er beinlínis slegið hendinni á móti erlendri stóriðju, hersetan er svona la-la vandamál, nú og ef við græðum eitthvað á því má svosem vel athuga hvort ekki getur farið notalegja um okkur í Evr- ópubandalaginu. 1 En svo skaut gamli góði Stakkan- óvitshinn hans Stalíns upp kollin- um og boðað var að menntamenn við kennslu og heilbrigðisþjónustu ættu að fá borgað í ánægju yfir sjálf- um sér og menntun sinni en ekki peningum. Því meira sem þú vinn- ur, því meira græðir þú — af ánægju yfir að fá að veita þjónustu. Annars staðar í heiminum söng Joe Hill um unað launalítillar vinnu: WorkandPray Live on Hay You Will Get Pie in the Sky When youDie. Vikivakadansi allaballanna er enn hvergi nærri lokið og hann mun verða stiginn þar til þeir átta sig kannski á að ekki er hægt að byggja á grunni þess sem ekki er til. Kommúnisminn er dauður og jafn- aðarstefnan var aldrei á hans snær- um og varð til og dafnaði án til- verknaðar lenínista. AJþýðubanda- lagið er afkvæmi steinbams og Eyj- ólfur hresstist aldrei. Þótt allaballamir þykist sterkir um miðjuna eftir að hafa boðað hver eigi að vera laun fyrir framlagða vinnu mun langt í að þeir fari að drattast af sínu vandræðalega tilver- ustigi og hafa sig eftir bökunni í því plássi sem látnum er ætlaður dval- arstaður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.