Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. október 1990 Tíminn 9 >ta þorskafli verði leyfður 1991 og viðrar nýjar hugmyndir um yfirstjóm sjávarútvegsins: IUN ANNIST M.A. NUN OG EFTIRLIT mót íái fyrirtæki í sjávarútvegi loks starfsfrið til að sinna innri málefhum. Tímabundin lög og reglur um stjóm fiskveiða hafa skapað mikið óöryggi í rekstri og of lítið ráðrúm hefúr gefist til að vinna að skipulagi framleiðslunnar, vöruþró- un og markaðsmálum. Nú, þegar menn vita bet- ur hvar þeir standa og hver þeirra hlutur er geta þeir einbeitt sér að því að gera sem mest úr því sem þeir hafa milli handa. Menn eru æ betur að standandi erfiðleika í laxeldi megum við ekki missa móðinn og gefast upp. Sjávarútvegsráðu- neytið vinnur nú að sérstakri rannsókna- og þró- unaráætlun í eldi sjávardýra. Svo virðist sem sér- staða okkar og samkeppnishæfni geti verið mun meiri í eldi ýmissa kaldsjávarfiska eins og lúðu, steinbít, þorski o.fl. en í laxeldi. Metnaðarfúll áform Norðmanna á þessu sviði hljóta að ýta við okkur. Við höfum að mörgu leyti ágætar forsend- íSiliIfS Halldór Ásgrimsson (ræðustóli á Fiskiþingi í gær. gera sér ljóst að afli f tonnum ræður ekki einn og sér afkomu sjávarútvegsins og þar með þjóðar- búsins. Hráefnisgæði, vöruþróun og framsækni á erlendum mörkuðum ræður endanlegu skila- verði til íslenskra fyrirtækja. Nú er lag til að út- gerð og fiskvinnsla einbeiti sér í mun meira mæli að þessum þáttum og nái m.a. beinna sambandi við neytendur. Við íslendingar getum ekki sætt okkur við þá framtíðarsýn að komandi kynslóðir puði hér við illa launaða hráefnisframleiðslu. Viðleitni okkar í gæða- og þróunarmálum hlýt- ur að byggjast á því meginmarkmiði að auka þau verðmæti sem við höfúm til skiptanna. Fisk- neysla í heiminum heldur áfram að vaxa á með- an flestir fiskstofnar eru nú þegar fullnýttir. Þessi þróun skapar íslendingum mikla mögu- leika. Líklegt er að verð á fiskafurðum muni í framtíðinni fara hækkandi, ekki síst frá haf- svæðum sem hafa þá sérstöðu að vera að mestu laus við mengun. Um þessar mundir er unnið ötullega af Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins við athuganir á mengun í sjó og aðskotaefnum í fiskholdi. Það er ljóst að helstu viðskiptalönd okkar munu í vaxandi mæli kreQast beinna vottorða um þessi efni. Við þurfum með öðrum orðum að sanna það að auglýsingar okkar um ferskleika og heil- næmi sjávarfangs séu sannleikanum samkvæm- ar. Nú blasir við nýtt fyrirkomulag í Evrópu í sambandi við prófun og vottun vöru í milliríkja- viðskiptum. Við munum þurfa að aðlaga gæða- og efdrlitskerfi í vaxandi mæli að kröfum EB. Mikilvægt er að standa þannig að málum að sú aðlögun verði íslenskum sjávarútvegi til fram- dráttar en ekki hindrun. Annar möguleiki sem vaxandi eftirspum eftir fiski leiðir af sér er stórsókn í fiskeldi, þ. á m. sjáv- árfiska. Norðmenn áætla að árið 2010 verði þeir kamnir í um það bil 1 milljón tonna framleiðslu í fiskeldi og að verðmæti framleiðslunnar geti numið hærri upphæð en olíuiðnaður þeirra gef- ur af sér. Við fslendingar getum ekki setið hjá sem áhorfendur í þessari þróun. Þrátt fyrir yfir- kemur með afla fiskiskipa, einkum hjá frystitog- urum. Og í fjórða lagi að leita leiða til að gera sem mest úr því hráefni sem ekki verður nýtt til manneldis, með framleiðslu fiskimjöls, meltu eða lýsis. Nú þegar sér fram á góðan árangur af þessum verkefnum sem leiða mun til tekjuaukn- ingar fyrir þjóðarbúið sem nemur hundruðum milljóna. Sem dæmi um mikilvægan árangur af þessu ur og jafnvel forskot á þessu sviði ekki síst með hliðsjón af möguleikum í fóðurframleiðslu. í þessu sambandi vakna einnig spumingar hvort bilið milli framboðs og eftirspumar verði að ein- hverju leyti brúað með því að bræðslufiskur fari í meira mæli beint til manneldis. Á ég hér fyrst og fremst við sfld en loðna kemur einnig þar til greina. Þessi spuming er mjög brennandi ein- mitt nú þegar blikur eru á lofti varðandi sölu sfldarafúrða okkar. Aukin gæði og vöruþróun felur bæði í sér bætta nýtingu hráefna og meiri verðmætasköpun. Að sjálfsögðu er það fyrst og fremst á færi fyrirtækj- anna sjálfra að takast á við slíka þróun. Samt sem áður sýnir reynslan að stuðningur og hvatning frá stofnunum ríkisins getur skipt miklu. Þess vegna hefúr Sjávarútvegsráðuneytið staðið að tveimur verkefnum á þessu sviði, annað á sviði aflanýtingar og hitt á sviði gæðastjómunar. Þessi verkefni eru unnin í mjög náinni samvinnu við fyrirtæki í sjávarútvegi. Ég hef oft rætt um það að stefna beri að því að flotinn komi með allt að landi sem upp úr sjó kemur, þ.e. aukaafla og úrgang. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur þó enn sem komið er ekki talið raunhæft að setja slíkar reglur þar sem mögu- leikar á arðbærri vinnslu úr slíku hráefni hafa ekki verið nægir. Hins vegar er mikil þróun í þessum málum og mega menn búast við því að slíkar kröfúr verði gerðar áður en langt um líður. Raunar væri í sumum tilfellum fullkomlega eðli- legt að krefjast fullvinnslu úrgangs eingöngu vegna umhverfissjónarmiða. Ataki til betri aflanýtingar hefúr verið stýrt af Aflanýtingamefnd sjávarútvegsráðuneytisins, sem starfað hefur frá ársbyrjun 1989. Unnið hef- ur verið að verkefnum nefndarinnar á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Verkefnin hafa fjögur meginmarkmið: í fyrsta lagi að bæta flakanýtingu frystitogara, í öðru lagi að auka nýt- ingu aukaafurða til manneldis, svo sem með mamingsvinnslu og söfhun hrogna og lifrar. í þriðja lagi að hvetja til nýtingar aukaafla sem Tímamynd; Áml Bjama starfi má nefna að í desember sl. kom út skýrsla með niðurstöðum úttektar á flakanýtingu um borð í frystitogurum sem unnin var á vegum sjávarútvegsráðuneytisins sumarið 1989. Megin- markmið verkefnisins var að þróa aðferð til að meta flakanýtingu um borð í frystitogurum með því að skoða flökin í landi. Farið var um borð í fjóra togara og nýting mæld á u.þ.b. 1000 flökum um borð í þeim. Niðurstöður þessarar úttektar komu af stað brennandi umræðum í þessum efnum. Nú spyrja skipstjórar iðulega f talstöðinni „Hver er nýtingin hjá þér núna?“ í stað þess að spyrja „Hvað hafið þið veitt?“. Er að því stefnt að frá næstu áramótum verði teknir upp einstak- lingsbundnir nýtingarstuðlar fyrir hvem frysti- togara. Af öðrum verkefnum má nefna að aflakaupa- banki hefúr starfað frá ársbyrjun og er reynslan af honum góð og sýnir að markaður er fyrir flest- ar tegundir aukaafla. Fyrst um sinn hefur aðal- lega verið safhað aukaafla frá frystiskipum. Nokkuð hefúr verið unnið í að gera meltu að fýsi- legum kosti fyrir skipin og þó nokkrum árangri hefur verið náð í mamingsvinnslu um borð í ffystitogurum og byrjuðu nokkur skip að vinna maming á síðasta ári. Verið er að þróa vinnslu- feril fyrir hann. Þessi verkefhi sýna og sanna að með hvatningu og stuðningi má vinna stórátak til bættrar nýtingar á sjávarfangi. VI. ALHLIÐA GÆÐASTJÓRNUN SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA. Nýlega heimsótti ég SÍAL matvælasýninguna í París. Þar var lögð mikil áhersla á að sýna sjávar- afurðir í neytendaumbúðum. í viðræðum við helstu viðskiptavini íslensku söluaðilanna gerði ég mér far um að spyrja um viðskipti þeirra með íslenskar fiskafurðir. Það virtist almennur dómur þeirra að gæði frystra og saltaðra afúrða ffá ís- landi hefðu farið vaxandi á undanfömum árum. Áreiðanleiki virtist vera það sem skipti þessa við- skiptavini okkar höfuðmáli. í því sambandi er lögð megináhersla á jöfn gæði, að hægt sé að treysta á afhendingartíma og að varan sé til reiðu þegar neytendur vilja fá hana. Ef það bregst þýð- ir lítið að útskýra hvers vegna varan er ekki til, því menn snúa sér einfaldlega annað. Það komu hins vegar ffam önnur sjónarmið þegar talið barst að ferska fiskinum ffá íslandi. Hann þótti misjafn og af öðmm og minni gæðum en aðrar íslenskar sjávarafurðir. Hvað sem um útflutning á ferskum fiski verður sagt að öðm leyti virðist sem hann auki ekki orðstír okkar sem framleið- enda og útflytjenda á gæðavöm. Meðhöndlun okkar á ferskum fiski og sá tími sem fer í að flytja hann á markað virðist einfaldlega ekki skila kröfuhörðum neytendum nægilega góðum af- urðum. Þetta er raunin þrátt fyrir að við fáum oft á tíðum hátt verð vegna lítils framboðs á fiski. Við eigum tvímælalaust að hafa þann metnað að af- urðir okkar séu frambærilegar á kröfúhörðustu mörkuðum heims. Á Fiskiþingi fyrir tveimur ámm benti ég á að þeim árangri sem náðst hefði í stjóm fiskveiða yrði að fylgja eftir með átaki í gæðamálum og taka þyrfti til athugunar leiðir til að tengja betur saman veiðar og gæðastjóm fyrirtækja. Á þeim tíma sem liðinn er hefúr sjávarútvegsráðuneytið unnið að því að leita leiða til umbóta í gæðamál- um sem skipt geía sköpum fyrir afkomu sjávar- útvegsins. Meðferð og nýting sjávarfangs er ekki einkamál þeirra sem aðgang hafa að fiskveiði- auðlindinni þar sem gæði sjávarafúrða og þar með verð þeirra ræður miklu um lífskjör þjóðar- innar. Til að ná árangri í gæðastjómun verða stjómendur fyrirtækjanna að taka upp nýja stjómunarhætti. Þess vegna leitaði sjávarútvegs- ráðuneytið í byrjun þessa árs til þriggja vel rek- inna fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi, Útgerð- arfélags Akureyringa, Fiskiðjusamlags Húsavík- ur og Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað til að út- faera nýjar hugmyndir í gæðastjómun. Með þessu mótí vildi ráðuneytið leggja áherslu á að með gæðastjómun má gera góð fyrirtæki betri. Sjávarútvegsráðuneytið hefur í samvinnu við þessi fyrirtæki komið af stað samstarfsverkefni um svonefnda alhliða gæðastjómun sjávarút- vegsfyrirtækja. í því felst að aðlaga þær aðferðir sem notaðar hafa verið við gæðastjómun við framleiðslu iðnaðarvara í Bandarikjunum og Japan að aðstæðum í íslenskum sjávarútvegi og koma þeim á til reynslu í þessum þrem fyrirtækj- um. Nú er verið að þjálfa starfsfólk til að taka upp breyttar aðferðir og er þess vænst að árangurinn muni sjást í auknum hagnaði fyrirtækjanna. Lík- legt er að þegar vinnan í þessum þremur fyrir- tækjum hefúr staðið í um eitt ár verði hægt að sjá merki breytinga, sem munu skila sér með vaxandi hraða þaðan í frá. / / LOKAORÐ. / / Góðir þingfulltrúar! Mikil þróun og framfarir hafa orðið í sjávarút- vegi á undanfömum árum. Framfarimar hafa ekki síst byggt á því að við höfum tekist á við að- steðjandi vandamál á hverjum tíma og leitað nýrra leiða til að minnka kostnað og auka verð- mæti framleiðslunnar. Þótt ýmislegt megi betur fara er Ijóst að okkur hefúr almennt tekist betur en keppinautum okkar en eins og kunnugt er hafa miklir erfiðleikar steðjað að sjávarútvegi í Noregi, Færeyjum, Kanada og Evrópubandalag- slöndum. Þetta er helsta skýringin á því að tekist hefur að varðveita lífskjör þjóðarinnar enda þótt samdráttur í afla hafi reynst nauðsynlegur. Þótt hagvöxtur hafi ekki verið eins mikill og ýmsir hefðu óskað er hagvöxtur sem byggir á ofriýtingu auðlindanna blekking ein. Við verðum að halda áfram á sömu braut þannig að íslenskur sjávar- útvegur geti staðið undir þeim miklu kröfum sem gerðar em til hans. Ég veit að Fiskiþing mun með störfúm sínum hafa áhrif á þróun íslensks sjávarútvegs og ég óska þinginu farsældar í störfum. - ■■ ■ •' - • >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.