Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 SUÐ- AUSTURLAND Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER1990' 49. Fiskiþing var sett í Reykjavík í gær og þar kom m.a. fram að: Hagnaður af botnfisk- veiðum ekki undir 2% 49. Fiskiþing var sett í gær, en um 39 fulltrúar sitja þingið, víðs- vegar af landinu. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri setti þingið og minntist þriggja manna er látist hafa frá síðasta Fiskiþingi, þeirra Ármanns Friðrikssonar skipherra, Ásbergs Sigurðssonar fyrrv. borgarfógeta og Kristjáns Ingibergssonar. Mörg mál verða tekin fyrir á þinginu og iýkur því á föstudag 2. nóvember. Á fyrsta degi þingsins voru fluttar nokkrar framsöguræður og greinir frá því helsta hér á eftir. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur ræddi um stærð loðnustofns- ins og stjóm veiðanna. Hann benti meðal annars á sérstöðu loðnunnar, miðað við flesta aðra nytjastofha hér við land. Hún er skammlíf, hrygnir við þriggja ára aldur og drepst eftir það. Auk þess er loðnan mikilvæg sjávarfæða, t.d. fyrir þorskinn. Þess vegna lýtur stjórnun loðnuveiða allt öðrum lögmálum en veiði annarra tegunda; mikil hætta væri á ofveiði, sérstaklega þegar stofninn er lítill. Hann bentí á tvennt, sem þyrfti að hafa í huga við stjóm veiða á fiskteg- undum eins og loðnu. „í fyrsta lagi verður að sjá til þess að nægilega mikið sé skilið eftir til þess að hrygna og viðkoma skerðist ekki vegna veiðanna. í annan stað þarf að fyrirbyggja svo sem frekast er kost- ur, að veiddur sé ókynþroska smá- þorskur." Hann greindi frá niðurstöðum mælinga sem sýna að frá 1978 til 1989 hefúr loðnustofninum hrakað vemlega og við því hefði mátt búast. Þrátt fyrir að stofninn hafi náð sér á strik eftir ofveiði uppúr 1980 og afl- inn á næstu vertíðum á eftir verið um og yfir milljón tonn, hafi hallað undan fæti frá síðustu vertíð. „Því miður virðist framhald á þeirri þró- un, a.m.k. í bili,“ sagði Hjálmar. Eftir framsögu Hjálmars fjallaði Markús Möller, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, um þá fullyrðingu að skipulag í sjávarútvegi standi lífs- kjömm á Islandi fyrir þrifum. Hann sagði þegar sjást merld um að hafið væri nýtt hagræðingarskeið, eftir að ákveðið var að fella niður gamla sóknarmarkið og undanþágur fyrir smábáta. Hann sagðist hafa reynt að meta hversu mikið sparast í útgerð og vinnslu vegna kvótans og frjáls- ara fiskverðs. Niðurstaða hans var sú að innlendur kostnaður lækkar um 9 milljarða á ári, en erlendur kostnaður um 6 milljarða. Hann sagði hins vegar að augljóst væri, að ef útgerðin feer kvótann af- gjaldslaust til eignar um alla fram- tíð, þá fá menn í hendumar verð- mæti sem þeir þurfa ekkert fyrir að hafa. „Og án þess ég telji mig hafa neitt einkaleyfi á réttlæti og sið- gæði, þá finnst mér alger óþarfi og ofrausn af almenningi í landinu, að taka ekki jafnan hlut af svo fyrir- hafnarlausum gróða." Einar K. Guðfinnsson í Bolungar- vík sá ástæðu til að mótmæla þessu. Hann benti á að sjávarútvegur stæði betur hér en í Noregi t.d. og hefur ráðdeildin skilað um 25 milljörðum á ári. Hann sagði íslenskan sjávarút- veg vera búinn að borga auðlinda- skatt með rangri gengisskráningu. Þannig hefúr auðlindaskattur verið greiddur linnulaust og allir hafa staðið skil á því gjaldi. Eftir þessar umræður ræddi Ámi Benediktsson um afkomu sjávarút- vegsins. í máli hans kom fram að botnfiskafurðir hafi á þessu ári hækkaö um 12% umfram meðal- verð síðustu ára. Saltfiskur hefur hækkað um tæp 30% á árinu, sjó- frystur fiskur um 28%, landfiskur um 20%. Alls hafa botnfiskafúrðir hækkað um 23% á þessu ári. Þá hef- ur verð á hörpudiski og rækju í skel hækkað, en pilluð rækja og fryst síld hafa lækkað. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar er botnfiskvinnsla rekin með 1,2% tapi í október. En vegna góðrar stöðu á fyrri hluta árs- ins má reikna með að hagnaður vfir allt árið verði ekki undir 2%. Ámi sagði hallann nú vera fyrst og fremst vegna innri vanda fiskvinnsl- unnar. Á síðasta Fiskiþingi var kosin nefnd, sem átti að endurskoða lög félagsins og skipulag þess og um það mál yrði leitað samstarfs við Sjávarútvegsráðuneytið, sem skip- aði einn mann í nefndina. Álit og til- lögur nefndarinnar verða kynntar þegar starfsemi Fiskifélagsins verð- ur tekin fyrir á þinginu og má búast við miklum umræðum um þær. Þingið heldur áfram í dag og lýkur því ekki fyrr en á föstudag, eins og áður sagði. -hs. LH ÞINGAR Á HÚSAVÍK Þing Landssambands hestamanna var haldið á Húsavík nú um helgina. Þar var Kári Amórsson endurkjörinn formaður LH; einnig var Gunnar Bjamason heiðraður sérstaklega og honum veitt gullmerki LH fyrir þau störf sem hann hefur unnið að hesta- mennsku í gegnum árin. Aðalmál þingsins að þessu sinni voru skipulagsmál LH í næstu ffamtíð og hvernig staðið skuli að stórmótahaldi, þ.e. fjórðungsmótum og landsmót- um. Lagðar voru fram tillögur um stofnun fjórðungsráða í hverjum landsfjóröungi, sem er einskonar samráðsvettvangur heima í héraði og voru lagðar fram ákveðnar reglur fyr- ir fjórðungsráðin. „Þær reglur voru samþykktar sem slíkar, en menn vildu ekki taka þetta inn í lög LH; því var þessu vísað heim í félögin til frekari umfjöllunar," sagði Kári Amórsson í samtali við Tímann. Málefni varðandi fjórðungsráð verða því tekin upp á næsta þingi. Einnig var tillaga varðandi stórmóta- hald lögð fyrir þingið. í henni er gert ráð fyrir að landsmót verði á þriggja ára fresti í stað fjögurra, en verði bæði kynbóta- og gæðingamót Við þessa tillögu var lögð fram breytingatillaga þar sem lagt er til að landsmót verði annað hvert ár. Annað árið verði lögð megináhersla á gæðinga en hitt árið á kynbótahross. En báðar þessar breyt- ingar ættu ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en eftir 1994. Afgreiðslu á þessum tillögum var vísað til stjórn- arinnar og ákveðið að halda þyrfti sér- staka ráðstefnu um rnótahald, en hún yrði líklega haldin í vetur. Félögin hafa frest til 1. apríl til að koma með tillög- ur varðandi skipulagsmál LH, sagði Kári einnig í samtali við Tímann. —GEÓ, hs. inn útbúnað að ræða, enda var íbúðin undirlögð af tækjum og bruggi. Viðamikil bruggstarfsemi fór fram í tveimur íbúðum Rannsóknadeild lögreglunnar í Rcvkjavík kom upp um tvær brugg- verksmiðjur nú um helgina. í báðum tilfellum fór starfsemin fram í heimahúsum, önnur í Garðabæ og hin í austurborginni. UmfangsmM sala á bruggi tengist þessum málum einnig, en lögreglan telur að þau séu óskyld með öllu. Lögreglan gerði húsleit í íbúð í aust- urborginni aðfaranótt sunnudags. Túgir lítra af landa, ásamt nokkur hundruð lítrum af bruggi í gerjun, fundust í íbúðinni, sem var öll undir- lögð af bruggtækjum og bruggi. Eig- andi húsnæðisins, 24 ára gamall karl- maður, var handtekinn vegna málsins og hefúr lögreglan óskað eftir gæslu- varðhaldi yfir honum. Hann hefur áð- ur komið við sögu lögreglunnar vegna svipaðs máls. AIIs hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna máls- ins og nokkrir aðilar hafa viðurkennt að hafa verið viðriðnir skipulagða sölu á brugginu. Tálið er að starfsem- in hafi verið í gangi frá því síðastlið- inn vetur, en salan virðist hafa farið fram að miklu leyti við stórmarkaði og verslanir í borginni. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins, þar sem ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Bruggverksmiðjan í Garðabæ virðist hafa verið miklu smærri í sniðum en sú í austurborginni. 350 lítrar af bruggi í gerjun fundust, er lögreglan leitaði í íbúðinni um helgina. 25 ára gamall maður hefur játað að hafa staðið -að framleiðslunni, en hann hefúr áður komið við sögu hjá lög- reglunni í svipuðu máli. Alls yfir- heyrði lögreglan sex manns í tengsl- um við málið og þar af viðurkenndu tveir piltar að hafa staðið að sölu á brugginu. Að sögn lögreglunnar ligg- ur málið ljóst fyrir og búið er að gera tæki og brugg upptæk. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.