Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. október 1990 Tíminn 7 Gissur Pétursson: Menntun og heilbrigði kosta sitt Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna virðast ávallt verða mönnum tilefni til umræðna og deilna. í ræðum stjórnmála- manna á hátíðis- og tyllidögum skortir ekkert í orðum þeirra um gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag. Gjaman er það tínt til að möguleikar íslendinga á sviði hugbúnaðar ýmiss konar séu óþrjótandi, þar sé vettvangur hvar við eigum að hasla okkur völl. Þegar kemur að því að ákveða framlag ríkisins til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna virðist sem há- tíðarræðurnar séu gleymdar. Ausið er yfir lánþega sjóðsins að þeir ástundi óráðsíu mikla, svíki út fjár- muni úr sjóðnum til að kaupa sér verðbréf, hljómflutningstæki og bfla og séu yfirhöfuð hinir verstu menn. Einn stjórnmálamann heyrði ég meira að segja eitt sinn óskapast yfir því að námsmenn greiddu ekki einu sinni skatta af lánunum sínum. Sá ég þá að eitthvað verulega skorti á við að upplýsa ráðamenn og líklega almenning um tilgang, uppbygg- ingu og markmið lánasjóðsins. Sennilega hefur enginn einn þáttur jafnmikla þýðingu fyrir menntunar- stöðu þjóðarinnar og Lánasjóður ís- lenskra námsmanna. Því skal vissu- lega ekki neitað að sjóðurinn er stór og fiárfrekur og þegar margir bítast um sömu krónurnar er úr vöndu að ráða. En það er vandi stjómmála- manna sem þeir hafa sjálfir gefið sig út í að leysa. Lánasjóður íslenskra námsmanna er jöfnunarsjóður sem lánar til framfærslu án tillits til fiárhagslegr- ar stöðu, kyns eða búsetu öllum þeim sem vilja leita sér menntunar. Þessu markmiði sjóðsins mega menn aldrei gleyma. Hann gerir lág- launafólki kleift að senda börn sín til mennta, hann jafnar stöðu fólks hvað þetta varðar. Lánþegar sjóðsins eru nú um átta þúsund. Hópur foreldra og aðstand- enda, sem þyrftu að aðstoða þessa námsmenn ef sjóðsins nyti ekki við, er því stór. Hér er hvatt til þess að æsingasög- ur um svik og óráðsíu sem vafalaust koma alltaf upp, jafnt í þessum sjóði sem öðrum og eru þá aðeins örlítið brot af því sem þar fer fram, verði ekki til þess að ákvarðanir séu tekn- ar sem vinna gegn markmiði sjóðs- ins. Heilbrigðisráðherra reynir að spara Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, lagði nú á dögunum fram frumvarp að lögum sem leggur til að stofnað verði samstarfsráð spítalanna þriggja sem ríkið rekur hér í Reykjavík. Ráðinu er ætluð fiárhagsleg skipulagning spítalanna þriggja til að samræma störf þeirra, gera þau markvissari og vonandi ódýrari án þess að gæði starfanna rýrni. Geysilegt harmakvein hefur komið upp úr stjómendum spítalanna sem greinilega telja sig vera að missa spón úr sínum aski. Eins hafa sumir prófkjörskandidatar sjálfstæðis- manna hér í Reykjavík reynt að nota þetta mál sér til framdráttar og kynningar í baráttunni, talsvert meira af kappi en forsjá. í andmælum þeirra sem gegn til- lögu heilbrigðisráðherra standa virðist manni sem kjarni málsins Gissur Pétursson gleymist ávallt. Hann er sá að verið er að spara, ná hagkvæmari rekstri, ná höndum utan um þetta kostnað- arsama verkefni sem rekstur spítal- anna er. Mótmæli stjórnendanna sjálfra eru eðlileg og í raun skólabókardæmi um það vandamál sem ávallt kemur upp þegar reynt er að brjóta upp úr sér gengið fyrirkomulag og skapa annað betra. Bírókratarnir hanga ávallt á sínu eins og hundur á roði. Mótmæli starfsmanna sjúkrahús- anna sem fúllyrða að verið sé að vinna gegn hagsmunum sjúkling- anna eru hins vegar alvaríegri og þarfnast ígrundunar. Er líklegt að menn setji fram slíkan rökstuðning við skoðunum sínum án þess að hann sé fyllilega verjandi? Geri það á vafasömum forsendum? Já, mér sýnist það. Ekkert hefur komið fram í þessu máli sem gefur til kynna að gæði þeirrar vinnu sem unnin er á spítölunum eftir að þetta samráð verður komið á laggimar rými. Ef eitthvað þá verður þessi vinna betri og markvissari. Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála nema nú um helmingi allra ríkisút- gjalda. Þegar svo er komið og ljóst er að skattheimta verður ekki aukin meira þá verða menn að vinna sem allra best úr þeim fiármunum sem þeir fá í hendurnar. Það er markmið- ið með tillögum heilbrigðisráðherr- ans. Ég vona að allir rökhugsandi menn taki höndum saman við að koma þessum tillögum á framfæri. Þórarinn Þórarinsson: VANTRÚIN Á ÍSLAND Þess gætir nú í vaxandi mæli að íslendingar séu að missa trúna á ísland sem auðugt land er gæti tryggt þjóðinni mannsæmandi Iífskjör. Það verði Islendingum því nauðsynlegt að afsala fullveldi sínu og gerast eins konar útkjálki í hinu stóra ríki, sem ýmsa leiðtoga EB dreymir um að stofna. Þessi vantrú á ísland er í algerri mótsögn við þá trú á landið, sem á síðustu öld knúði Jón forseta og félaga hans til að hefja baráttu fyr- ir fullu sjálfstæði á einhverjum erfiðustu tímum, sem yfir þetta land hafa gengið og eftirmenn þeirra leiddu til fulls sigurs á þess- ari öld. Sagan sýnir að þessir menn höfðu rétt fyrir sér, því að aldrei hafa orðið hér meiri fram- farir á öllum sviðum en síðan landið fékk fullveldi. Þessi glæsilegi árangur hefur leitt það í ljós að ísland er miklu auðugra land en menn héldu áð- ur; það hefur ekki aðeins sannast að ísland búi yfir einum auðug- ustu fiskimiðum heimsins, heldur yfir mikilli vatnsorku, bæði kaldri og heitri, sem á eftir að tryggja ís- landi sæti meðal auðugustu landa veraldar. Ótalið er svo það að hér eru betri skilyrði til landbúnaðar en víðast annars staðar, enda framleitt meira af landbúnaðaraf- urðum en þjóðin þarf á að halda. Vantrúin á landið stafar ekki af því að menn geri auðæfi landsins sér ekki Ijós. Vantrúin er sprottin af því að menn óttast að illa gangi að selja fiskafurðir okkar ef við tryggjum okkur ekki fiskmarkaði í Vestur-Evrópu, enda þótt því fylgi sá baggi að þjóðin verði að afsala sér fullveldi sínu og láta lög EB fá meira vægi en íslensk lög. Þessi vantrú er jöfnum höndum sprottin af fáfræði og hugsunar- leysi. Þeir, sem þannig hugsa, gera sér ekki grein fyrir því, að milli ís- lands og EBE er í gildi fríverslun- arsamningur, sem er að flestu leyti íslandi hagstæður og tryggir því að verulegu leyti aðgang að markaði EB. Sá ágalli er að vísu á þessum samningi, að fylgir allhár tollur á saltfiski og örfáum öðrum sjávar- afurðum. Því fer hins vegar fjarri að þessi tollur standi í vegi fyrir því að saltfiskur seljist í Vestur-Evr- ópu. Það sem af er þessu ári hefur verðlag á saltfiski hækkað um 60%, eða sem nemur þreföldum tollinum. Þetta stafar af því að eft- irspurnin eftir fiski er miklu meiri en framboðið. Fátt bendir til þess að þetta muni breytast. Eftirspurn- in eftir fiski fer vaxandi en fram- boðið minnkar vegna samdráttar víða í fiskveiðum. Flest bendir til þess, að fiskur haldi áfram að vera trygg söluvara. Við þetta má svo bæta því, að inn- an ríkja EB virðist vaxandi skiln- ingur á því, að fríverslun verði með allar fiskafurðir, ef Spánn er undanskilinn. Það eru því allgóðar horfur á því að íslendingar fái salt- fiskinn undanþeginn tollinum án þess að afsala sér fullveldi yfir fiskimiðum sínum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir heldur áfram áróður fyrir því að ísland sæki um aðild að EB og lýsi sig þannig reiðubúið til að afsala sér fullveldi sínu. Tveir flokkar hafa þegar lýst því yfir að þeir vilji sækja um aðild að EB, ef ekki tak- ast samningar milli þess og EFTA. Þeir virðast vantrúaðir á framtíð fslands nema það gangi í EB og gerist útkjálki þess. Gegn þeirri vantrú á ísland, sem kemur fram í þessari af- stöðu, verður Framsóknarflokk- urinn að hefja harða baráttu. Það hefur verið hlutverk hans frá upphafi að standa vörð um trúna á Island og fullveldi þess. Það getur hann nú með betri sann- færingu en nokkru sinni áður. Það má með fyllstu rökum halda því fram, að ísland sé auðugt land og íslendingar séu færir um að nýta það, ef þeir gæta þess að fullveldi þeirra yfir landinu glat- ist ekki. Trúin á ísland á að vera kjörorð framsóknarmanna í komandi kosningum. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU FJÁRLAGAVANDIBANDARÍKJANNA Fréttnæmt þótti í byrjun október 1990, að Bandaríkin urðu 2 daga milli fiárlaga, eftir að þjóðþingið hafnaði - um sinn - samkomulags- gerð George Bush forseta og forystu þingflokkanna frá 30. september, en hún var síðan samþykkt lítt breytt. Lýtur samkomulagsgerð þeirra að því að draga skref af skrefi úr halla á fjárlögum, uns hallalaus verði 1995, en til þess þarf sparnað eða tekju- auka upp á 500 milljarða $. Að sögn Time 15. október 1990 eru megin- liðir samkomulagsins á þessa leið: (i) Lækkun útgjaldaliða: til hersins um 67 milljarða $ á næstu þremur árum, til bústyrkja um 13 milljarða $, til lífeyrisgreiðslna til opinberra starfsmanna um 8 milljarða $, til námsmannalána um 2 milljarða $, til styrkja til fyrrverandi hermanna um 2,7 milljarða $. (ii) Álagning söluskatts á neyslu- vörur, frá bjór, vindlingum, bensíni til gimsteina og loðfelda. (iii) Lækkun hlutdeildar ríkisins í sjúkrakostnaði um 60 milljarða $ á næstu fimm árum. (iv) Lækkun skattafrádráttar ein- staklings eða hjóna með umfram 100.000 $ árstekjur, en hækkun skattafrádráttar tekjulágs barna- fólks. Að auki skattafrádráttur vegna kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum í tilnefndum greinum með innan við 50 milljónir $. Kaupir Matsushita Universal? í fyrra keypti Time Inc. kvikmynda- og fiölmiðlafyrirtækið Warner Communications og Sony keypti kvikmyndafélagið Columbia Pictur- es. Og nú semur Matsushita um kaup á kvikmyndafélaginu Universal af MCA Inc., sem keypti Universal 1962. Á meðal eigna Universal eru Geffen Records, sem það keypti fyrir nokkr- um árum fyrir 545 milljónir $ af eig- in hlutafé, og G.P. Putnam’s Sons, safn liðlega 3.000 kvikmynda. Þá hef- ur Universal sett upp lystigarð í Flor- ida fyrir 650 milljónir $. Vergar tekj- ur MCA Inc. námu 3,4 milijörðum $ 1989. — Umrætt kaupverð Universal er sagt vera allt að 8,7 milljarðar $. Þýsk-sovésk samvinna um hátækni Deutsche Aerospace, dótturfélag Daimler-Benz, er að ganga til sam- starfs við fyrirtæki í Ráðstjórnar- ríkjunum um þróun og smíði flug- véla, sem ganga fyrir vetni-methan; þotu-mótora í litlar og miðlungi stórar flugvélar; fjarskipti um gervi- Liðin munu 15 ár síðan smaragðar fundust íberglögum um 170 km suð- vestan Sar-e-Sang. Athugun sovéskra jarðfræðinga 1977 leiddi í Ijós að all- mikið væri um þá í Panjshir-dal. í Sar-e-Sang hefur lapis lazuli verið numið í 4.000 ár. Og í gljúfrum í Hindu Kush hafa gimsteinar fundist frá ómunatíð. Námasvæðið mun hafa komist í hendur skæruliða 1988, og hafa þeir staðið að námi gimsteina og sköttun þeirra. Sagði Time svo frá 8. október 1990: ,Að staðarheimildum mun nám smaragða í Panjshir-dal verða á borð við nám þeirra í Zambíu og Brasilíu, öðru og þriðja helsta námalandi smar- agða, og jaðra við það í Kolumbíu, helsta námalandi þeirra... Gimsteina- hnetti; rannsókn og samsetningu nýrra hagnýtra efnisaðgerða; að- ferðir til umhverfisverndar; og smíði hljóðfrárrar farþegaþotu. Helsti samstarfsaðili Áerospace verða Tupolov-flugvélasmiðjurnar. uppgripin hafa umbreytt dalnum í eins konar EI Dorado, gullland.... For- ingi skæruliða á svæðinu, Ahmad Shah Massoud, telur, að 5.000 menn vinni í smaragða- námum, en samtök hans heimta 15% skatt af gimstein- um, metnum til verðs yfir 200 $.“ Alþjóðleg verslunarsamtök? í fiögur ár hefur nú svonefnd Uru- guay-lota samningaviðræðna um lækkun tolla enn á ný og afléttun ým- issa hamla á verslun milli landa. En hún fer fram undir merkjum Allsherj- ar samþykktar um verslun og tolla (GATT). I viðræðunum hefúr Kanada haft á orði, að upp af starfsemi kring- um GATT skyldi alþjóðleg stofnun sett á fót. Eins og kunnugt er, var á Bret- - Ráðherrar flugsamgangna hafa verið fyrir samninganefndum land- anna, Erich Riedl og Apollon Syszow. ton Woods- ráðstefnunni 1944 sam- þykkt tillaga um Alþjóðleg verslunar- samtök (Intemational TVade Organiz- ation, ITO), en þá tillögu felldi Þjóð- þing Bandaríkjanna 1948. í Uruguay- samningaviðræðunum í lok septem- ber 1990 gengu 15 þróunarlönd Kan- ada feti lengra og endurvöktu hina upphaflegu tillögu frá 1944. Og munu þau væntanlega flytja hana á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Lönd þessi em: Alsír, Argentína, Brasilía, Egyptaland, Indland, Indónesía, Jamaica, Malaysía, Mexíkó, Nígería, Perú, Senegal, Venezúela, Júgóslavía og Zimbabwe. Ráðherrar í löndum þessum, sem fara með alþjóðleg við- skiptamál, munu koma saman til fundar í Genf 5. nóvember 1990. Stígandi Smaragðar frá Afganistan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.