Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 30. oktöber 1990 IÞROTTIR ■Hl Körfuknattleikur-Urvalsdeild: Sannfærandi sigur Valsmanna á Haukum — Enn verða Þórsarar að sætta sig við nauman ósigur Valsmenn unnu óvæntan en sann- færandi sigur á Haukum, 67-82, í Hafnarfirði á sunnudag, er liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Valsmenn hófu leikinn mun betur en heimamenn, komust í 9-30, en Haukar minnkuðu muninn í 12 stig fyrir hlé, 33-45. Valsmenn höfðu ör- ugga forystu allan síðari hálfleik og sigruðu örugglega eins og áður segir, 67-82. Bandaríkjamaðurinn David Grissom lék best Valsmanna í leiknum, en aðr- ir leikmenn liðsins börðust vel og uppskáru samkvæmt því. Jón Amar Ingvarsson var bestur í liði Hauka, en athygli vakti hve lítið kom út úr Bandaríkjamanninum Mike Noblet. Stigin Haukar: Jón Arnar 24, ívar 17, Pálmar 10, Henning 5, Noblet 5, Hörður 4 og Pétur 2. Valur: Grissom 28, Ragnar 14, Guðni 11, Helgi 11, Magnús 10 og Svali 2. Stigin Tindastóll: Pétur 28, Jonas 27, Pétur Vopni 26, Haraldur 20, Einar 10, Valur 6, Karl 3, Sverrir 2 og Krist- ján 2. ÍR: Shouse 41, Hilmar 12, Jó- hannes 9, Bjöm L. 8, Bjöm B. 6, Aðal- steinn 4, Broddi 4 og Andri 2. Enn tapa Þórsarar naumlega Þórsarar urðu enn einu sinni að sætta sig við nauman ósigur í úrvals- deildinni, er þeir töpuðu með einu stigi, 75-76, fyrir íslandsmeistumm KR í Höllinni á Akureyri í sunnudags- kvöld. KR-ingar leiddu lengst af fyrri hálf- leiks með 6-11 stigum, en 10 stig Þórsara fyrir hléið gaf þeim eins stigs forskot þegar gengið var til búnings- herbergja í leikhléi, 41- 40. KR-ingar leiddu allan síðari hálfleik mest með 15 stigum, en undir lokin rötuðu þriggja stiga skot Þórsara í KR-körfuna og eitt stig skildi liðin að þegar upp var staðið, 75-76. Rallakstur: Feðgarnir meistarar Síðasta rallkeppni ársins, Armstrong-rallið, var haldið á sunnudag. Sigurvegarar urðu feðgamir Rúnar Jóns- son og Jón Ragnarsson á Mazda 323 4WD á 1:15,03 klsL Með sigri sínum urðu þeir feðgar íslandsmeistarar í rallakstri 1990, hlutu 85 stig. Rúnar í fjórða sinn, en Jón í áttunda sinn. Lengst af var mikil keppni milli þeirra feðga og Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guð- mundssonar á Metro. Á síðustu sérleið keppninnar bil- aði Metro bíllinn og þeir Ásgeir og Bragi féllu úr keppni, en þeir höfðu þá forystu. Þar með misstu þeir af titlinum og urðu að láta sér annað sætið á íslandsmót- inu nægja, með 60 stig. f örðu sæti í keppninni á sunnudag urðu Páll Harðarson og Witek Bogdanski á Escort RS 2000 á 1:19,43 klst. og í þriðja sæti urðu Birgir Vagnsson og Þorgrímur Þráinsson á Toyota Co- rolla á 1:21,53 klst. Alls luku níu bílar keppni, en sjö heltust úr lestinni. BL Yfirburðir Tlndastóls ÍR-ingar fengu ekki stöðvað sigur- göngu Tindastóls í úrvalsdeildinni. Tindastóll vann yfirburðasigur, 124- 86. Pétur Guðmundsson var óstöðvandi hjá „Stólunum", skoraði 28 stig í fyrri hálfleik, en hvfldi allan síðari hálfleik. Ivan Jonas var einnig mjög drjúgur og ungu „heimastrákarnir" Pétur Vopni Sigurðsson og Haraldur Leifs- son áttu báðir mjög góðan leik. At- hygli vakti hve lítið fór fyrir Val Ingi- mundarsyni í leiknum. Douglas Shouse var yfirburðamaður hjá ÍR og skoraði tæplega helming stiga liðsins. Aðrir voru lagt ffá sínu besta, ef undan er skilinn Hilmar Gunnarsson sem lék ágætlega. Varn- arleikur ÍR-inga var í molum í þess- um leik, Tindastólsmenn áttu lengst af greiða leið upp að körfu ÍR-inga og fá voru þau fráköst sem leikmenn liðsins hirtu. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafs- son og Kristinn Óskarsson og dæmdu þeir ágætlega. Feðgamir Rúnar og Jón brostu breitt þegar þeir komu f mark í Armstrong rallinu sem sigurvegarar og íslandsmeistarar. Jonathan Bow og Guðni Guðnason voru bestir KR-inga í þessum leik, en hjá Þór var Cedric Evans góður í fyrri hálfleik og Jón Örn Guðmundsson átti góða spretti. Stigin Þór: Jón Örn 25, Evans 16, Guðmundur 12, Konráð 9, Sturla 8, Ágúst 3 og Bjöm 2. KR: Bow 28, Guðni 20, Bjöm 6, Gauti 6, Böövar 5, Axei 5, Matthías 4 og Páll 2. Góður leikur Njarðvíkinga Njarðvíkingar unnu nágranna sína Grindvíkinga 60-93 á sunnudag. Grindvíkingar léku án erlends leik- manns, en Bandaríkjamaður að nafni Don Krebbs er væntanlegur til liðsins bráðlega. Grindvíkingar náðu aðeins að veita Njarðvíkingum keppni í fyrri hluta fyrri hálfleiks, en 14 stig f röð frá Njarðvíkingum gerðu út um leikinn. í leikhléi var staðan 3545, en lokatöl- ur vom 60-93. Grindavíkurliðið hefur aðeins unnið einn af fimm fyrstu leikjum sínum f deildinni í vetur og betur má ef duga skal. Njarðvíkingar áttu góðan leik á sunnudagskvöldið og eru til alls lík- legir í deildinni. Stigin Grindavík: Guðmundur 19, Sveinbjöm 10, Steinþór 10, Marel 9, Jóhannes 4, Bergur 3, Hannibal 3 og Ellert 2. Njarðvík: Robinson 26, Tfeit- ur 15, Friðrik 12, ísak 11, Kristinn 10 og Ástþór 7. ÍBK vann Snæfell Keflvíkingar sigruðu Snæfell 91- 122 í Keflavík á sunnudags. í leikhléi var staðan 64-49. Stigin ÍBK: Falur 21, Sigurður 20, Albert 20, Lytle 16, Jón Kr. 14, Hjört- ur H. 13, Egill 10, Júlíus 6 og Skúli 2. Snæfell: Brynjar 28, Peregeout 16, Bárður 14, Ríkharður 13, Þorkell 7, Hreinn 5, Eggert 4, Þorvarður 2 og Hjörleifur 2. Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: A-riðill: KR 5 5 0 416-367 10 Haukar 5 3 2 386-384 6 Njarðvík 5 3 2 428-351 6 Snæfell 5 1 4 400-465 2 ÍR 5 0 5 352-465 0 B-riðill: Tindastóll 5 5 0 519-443 10 Keflavík 5 4 1 532-47 28 Valur 5 2 3 444-459 4 Þór 5 1 4 471-473 2 Grindavík 5 1 4 398-467 2 í kvöld leika Valur og ÍR á Hlíðar- enda kl. 20.00. BL AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1987-1.fl.SDR 1987-1.fl.ECU 01.11.90-01.05.91 12.11.90-12.05.91 16.11.90 16.11.90 kr. 47.605.98 kr. 49.704,01 kr. **) kr. **) *)lnnlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Sjá skilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1990. SEÐLABANKI ÍSLANDS Vinningstölur laugardaginn 27. okt. '90 VINNINGAR FJÖLDI j VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 ] o 5.837.853 4af5^JÍ 2 311.095 3. 4af5 161 6.666 4. 3af5 | 6.073 412 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.035.345 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.