Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 30. október 1990 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir við setningu Fiskiþings að 245 þús. leí FISKVEIÐISTOFK FISKVEIÐISTJORI RÆÐA SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR, Á FISKI- ÞINGIMÁNUDAGINN 29. OKTÓBER 1990 I. INNGANGUR. Hægt og bítandi hefur tetdst að vinna sjávarút- veginn út úr þeim öldudal sem hann var í á ár- inu 1988. Er nú svo komið að nokkur hagnað- ur er af rekstrí margra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þjóðhagsstofnun hefur nú lokið uppgjörí sjávar- útvegsins fyrir síðasta ár og gert nýja spá um af- komu hans á þessu árí. Að mati Þjóðhagsstofn- unar er nú tæplega 1 % hagnaður af rekstri veiða og vinnslu samanboríð við tæplega 2% halla á öllu síðasta ári. Er hagnaður botnfiskveiðanna nú áætlaður 2.5% en halli vinnslunnar 1%. Nýr Verðjöfhunarsjóður sjávarútvegsins tók til starfa í sumar. Útlit er fyrir verulegar inngreiðsl- ur í sjóðinn á þessu ári vegna hækkandi mark- aðsverðs á sjávarafurðum frá meðaltali fimm síð- ustu ára. Þetta er jákvæð þróun. Ýmsar blikur eru þó á lofti og verða menn að fara varlega í töku ákvarðana í rekstri. Á þessari stundu er það fyrst og fremst hin mikla hækkun á olíu sem hafa verður í huga. Þá er mikilvægt að menn átti sig á þeim sveiflum sem ávallt eru á verði sjávarafúrða og taki ekki ákvarðanir sem eingöngu miðast við það verð sem fæst í dag. Ekki er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á verði sjávarafúrða á næsta ári en reynslan sýnir að í kjölfar mikilla verðhækkana er hætta á sölutregðu og verðfalli. Hafa verður í huga að allir mikilvægustu fiski- stofnamir eru fullnýttir og því kann svo að fara að nauðsyn beri til að draga úr veiðum á næstu árum. Ég nefni þetta hér því mér finnst menn oft fara geyst þegar vel gengur og taka ákvarðanir út frá stöðu dagsins án þess að taka mið af áhættu framtíðarinnar. Fyrir sjávarútveginn sem er mjög skuldsettur er brýnast að viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur í stjóm efnahagsmála. Opna þarf fyrirtæki í sjávarútvegi fyrir nýjum eigendum og nýta þann meðbyr sem er hjá almenningi til kaupa á hlutabréfúm í vel reknum fyrirtækjum. Með því móti skapast meira aðhald fyrir stjómendur fýr- irtækja til að reka þau á sem hagkvæmastan hátt og auk þess eykst skilningur almennings á mik- ilvægi þess að sjávarútvegurinn verði rekin með hagnaði. Standa þarf vörð um hin nýju lög um stjóm fiskveiða sem koma til framkvæmda um áramót- in. Lögin marka almennar reglur um nýtingu auðlindarinnar og skapa möguleika til verulegr- ar hagræðingar í sjávar- útvegi sem mun skila þjóðinni bættum lífskjörum. Lögin eru þegar farin að hafá áhrif þrátt fyrir að þau komi ekki til framkvæmda fyrr en um áramót. Sá árangur sést m.a. á því að engin lánsumsókn um nýsmíði fiskiskips liggur fyrir óafgreidd hjá Fiskveiða- sjóði. Á næstu árum mun fiskiskipum fækka verulega sem mun leiða til meiri arðsemi í sjáv- arútvegi og batnandi kjara. II. TILLÖGUR HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR UM HÁMARKSAFLA. Seinni hluta júlímánaðar kom Hafrannsókna- stofnun með tillögur um hámarksafla helstu nytjastoftia fyrir árið 1991. Á næstu dögum má vænta tillagna frá stofnuninni um hámarksafla á úthafsrækju fyrir næsta ár. Á þessu ári var stefnt að því að heildarþorskafl- inn yrði 300 þúsund lestir en nú er útlit fyrir að aflinn verði um 325 þúsund lestir. Hafrann- sóknastofnun leggur til að heildarþorskaflinn á næsta ári verði 300 þúsund lestir miðað við heilt ár en 240 þúsund lestir fyrir fiskveiðitímabilið sem nær til 31. ágúsL Tillögur stofnunarinnar byggja á að þorskganga komi frá Grænlandi. Ákvörðun um heildarafla kemur til endurskoð- unar þegar Ijóst verður um göngu þorsks ffá Grænlandi. Ég vil við þetta tækifæri ítreka skoð- un mína á nauðsyn þess að nýta verður Græn- landsgönguna til að byggja upp þorskstofninn. Það er enn brýnna þegar haft er í huga að allir ár- gangar þorsks frá 1986 hafa verið slakir en veið- amar munu byggja á þessum árgöngum fyrri hluta næsta áratugar. Útlit er fyrir að ýsuafli fari í fyrsta sinn fram úr þeim mörkum sem sett hafa verið og verði um 68-70 þúsund lestir á árinu. Hafrannsóknastofn- un hefúr lagt til að ýsuafli næsta árs verði miðað- ur við 50 þús. lestir en 38 þúsund lestir fyrir fisk- veiðitímabilið. Veruleg aukning hefur orðið í ufsaveiðum og má gera ráð fyrir að aflinn verði hátt í 100 þús- und lestir samanborið við 80 þúsund lestir á síð- asta ári. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að leyfilegur heildarafli af ufsa verði 90 þúsund Iest- ir og af því magni verði veiddar 65 þúsund lestir á fiskveiðitímabilinu 1. janúar til 31. ágúst Um síðustu mánaðamót var karfaaflinn orðinn 64 þúsund lestir en þar af var úthafskarfi tæpar 4 þúsund lestir. Á sama tíma í fyrra var aflinn 61 þúsund lestir. Á síðasta ári var karfaaflinn um 92 þúsund lestir en gera má ráð fyrir að heildarafl- inn á þessu ári verði um 95 þúsund lestir. Leyfi- legur heildarafli þessa árs var 80 þúsund lestir og er lagt til að sama magn verði veitt á næsta ári. Af því verði 55 þúsund lestir veiddar til 31. ágúst. Veiðar á úthafskarfa eru nú orðnar þáttur í rekstri nokkurra útgerðarfyrirtækja. Ráðuneytið hefur á undanfömum ámm styrkt þessar veiðar með aflaheimildum í grálúðu en Ijóst er að ekki getur orðið um framhald þar á. Grálúðuaflinn hefúr dregist saman milli ára. Gert er ráð fyrir að aflinn á þessu ári verði um 35 þúsund lestir sam- anborið við 58 þúsund lestir árið á undan. Lagt er til að heildarafli í grálúðu verði 30 þúsund lestir á næsta ári þar af verði 27 þúsund lestir veiddar fyrir lok ágúst. í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar er lagt til að hámarksafli úr skarkolastofninum verði 10.000 tonn á árinu 1991 eða 6.300 tonn til ág- ústloka. Er mikilvægt að verða við tillögum stofnunarinnar og ákveða leyfilegan heildarafla úr þessum stofni. III. ÁKVÖRÐUN HÁMARKSAFLA 1991 tímabilið sem nær frá 1. janúar til 31. ágúsL í greinargerð með frumvarpinu var gerð ítarleg grein fyrir þessum vandamálum og er því ekki ástæða til að endurtaka það hér. Ákvörðun um veiðar á úthafsrækju verður tek- in jafnskjótt og tillögur Hafrannsóknastofnunar liggja fyrir. Veiðar hafa gengið betur á þessu ári en því síðasta og því ástæða til nokkurrar bjart- sýni um ástand stofhsins. Á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar hefúr verið tekin ákvörðun um hámarksafla af botnfiski fyrir fiskveiðitímabilið frá 1. janúar til 31. ágúst á næsta ári. Leyfilegur heildarafli verð- ur sem hér segir: Þorskur 245 þúsund lestir Ýsa 40 þúsund lestir Ufsi 65 þúsund lestir Karfi 55 þúsund lestir Grálúða 30 þúsund lestir Skarícoli 7 þúsund lestir Áður en til úthlutunar á aflamarki til einstakra fiskiskipa kemur verður áætlaður hálfur líhuafli í janúar og febrúar sem er utan aflamarks dreginn frá þessum tölum. Ákvörðun ráðuneytisins er að mestu leyfi í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofúunar. Vegna breyttra reglna um stjóm fiskveiða má búast við því að raunverulegur heildarafli verði í fyrsta skipti í bærilegu sam- ræmi við upphaflegar ákvarðanir. Rétt er að ít- reka að tillögur um þorskveiðar eru byggðar á þeirri forsendu að ganga komi ffá Grænlandi. Framangreind ákvörðun hlýtur því að koma til endurskoðunar ef sú forsenda bregsL Eins og menn rekur minni til kom fram tillaga á síðasta Fiskiþingi um að breyta fiskveiðiárinu. Tillagan fékk hljómgrunn í ráðgjafanefnd um mótun fiskveiðistefnu sem og á Alþingi við af- greiðslu málsins. Breytingin hefur marga góða kosti í för með sér. Fram hjá því verður hins veg- ar ekki litið að hún skapar viss vandamál vegna úthlutunar veiðiheimilda fyrir fyrsta fiskveiði- IV. VIGTUNARMÁL, FISKVEIÐISTOFNUN, FISKIFÉLAG ÍSLANDS f Iögum um stjóm fiskveiða, sem samþykkt voru á Alþingi er skylda lögð á hafnaryfirvöld að hafa yfirumsjón með vigtun afla og söfnun upp- lýsinga um landaðan afla. Jafnframt segir í lög- unum að ráðuneytið skuli í samráði við sam- gönguráðuneytið og Hafnarsamband sveitarfé- laga kveða nánar á um hvemig afli skuli veginn og söfnun upplýsinga um landað magn. I framhaldi af samþykkt þessara laga hefur ráðu- neytið, í samstarfi við Hafnarsamband sveitarfé- laga, mótað nýjar reglur um vigtun sjávarafla. Þessu verkefni hefur miðað vel þótt ekki hafi það gengið átakalaust fyrir sig, enda vart við öðru að búast því aðstæður eru mismunandi í einstökum verstöðvum. Með þessari breytingu er stefnt að því að vigtun afla og skráning á aflaupplýsingum fari fram á þeim stað sem aflanum er landað og undir eftir- liti þeirra sem best þekkja til aðstæðna í viðkom- andi verstöð. Nýlega var gerður samningur milli ráðuneytis- ins, Hafnarsambands sveitarfélaga og Tölvuþjón- ustu Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð tölvukerfis, sem setja á upp og taka í notkun á næsta ári í höfnum landsins. Hafnimar munu tengjast tölvu Hafrannsóknastofnunar og senda daglega upplýsingar um landaðan afla í viðkom- andi byggðarlagi. Með þessu móti skal tryggt að allur sjávarafli verði veginn með sambærilegum hætti. Jafnframt er unnið að því að upplýsingar um landaðan afla berist til stjómvalda í tölvu- tæku formi beint frá vigtunaraðilum. Allt ffá árinu 1986 þegar gagnger breyting varð á sjóðakerfi sjávarútvegsins og Aflatrygginga- sjóður var lagður niður hef ég í ræðum mínum hér á Fiskiþingi lýst þeirri skoðun að hlutverk og starfsemi Fiskifélags íslands þyrfti að endur- skoða. Þær öru breytingar sem orðið hafa í ís- lensku þjóðfélagi og breyttar aðstæður í sjávarút- vegi hafa nú skapað knýjandi þörf á viðbrögðum af hálfu félagsins og endurmati á hlutverki og starfsemi þess. Ráðuneytið hefúr lýst sig reiðu- búið til að aðstoða við að marka félaginu framtíð- arstefnu sem tæki mið af hagsmunum stjóm- valda, félagsmanna og starfsmanna Fiskifélags- ins. Það var því skref í rétta átt þegar Fiskiþing setti á fót milliþinganefnd til að endurskoða lög og skipulag Fiskifélagsins. Fulltrúi ráðuneytisins hefur tekið þátt í störfum nefndarinnar. Ég hafði vonað að nefndin myndi í samvinnu við hags- munaaðila innan vébanda félagsins móta skýrar tillögur til nauðsynlegra breytinga á félaginu og aðlögun þess að breytingum í stjómkerfi sjávar- útvegsins. Nefndin mun væntanlega gera grein fyrir starfi sínu hér á þinginu. Það er samt sem áður ljóst að nefndin hefur ekki komið sér sam- an um tillögur til lausnar þeirra viðfangsefna sem blasa við. Þetta eru mér nokkur vonbrigði því óbreytt ástand er ekki til farsældar fyrir fram- tíð Fiskifélags íslands. Ég hef sett fram þá hugmynd, m.a. á fúndi með formanni milliþinganefndar, að sett yrði á fót sér- stök stofhun, sem kalla mætti Fiskveiðistofnun, sem tæki við hluta þeirrar stjómsýslu og eftírlits- starfsemi sem nú fer ffam hjá sjávarútvegsráðu- neytinu, Fiskifélagi íslands og Haffannsóknastofn- un. Ennfremur mætti huga að því hvort heppilegt væri að fella starfsemi sem nú fer fram hjá Ríkis- mati sjávarafúrða undir þessa nýju stofnun. Fiskveiðistofhun myndi annast ýmsa fram- kvæmd fiskveiðistjómunar og almenns veiðieft- irlits. Ennfremur myndi stofnunin annast alla öflun og skráningu upplýsinga um fiskveiðar og fiskvinnslu. Stofnun þessi myndi því f raun taka að veiga- miklu leyti við þeirri starfsemi ráðuneytisins sem snýr að daglegri stjóm fiskveiði, veiðieftirliti ráðuneytisins og öðmm verkefhum. Tæki hún einnig við allri skýrslusöfnun og úrvinnslu Fiski- félags íslands. Rekstur tölvumiðstöðvar Haf- rannsóknastofnunarinnar með skráningu og vinnsla ýmissa gagna myndi flytjast til þessarar nýju stofnunar. Gera má ráð fyrir að störf við stofnunina yrðu nálægt 35-40, sem flytjast myndu að mestu leyti frá fyrmefndum stofhun- um. Fjöldi starfsmanna yrði vitanlega meiri ef Ríkismat sjávarafúrða yrði einnig sameinað þess- ari stofnun. Virðist mér að slík sameining gæti að ýmsu leyti verið heppileg Ld. með tilliti til samvinnu veiðieftirlits og Ríkismatsins. Þessi hugmynd um sérstaka Fiskveiðistofnun set ég fram m.a. í kjölfar þeirrar umræðu sem varð þegar nýsamþykkt lög um stjóm fiskveiða vom til meðferðar á Alþingi sl. vor, en með slíkri stofhun má ná tveimur mjög mikilvægum markmiðum. í fyrsta lagi yrði um valddreifingu að ræða því þessi stofnun hefði opinbert vald í ýmsum mikilvægum málaflokkum sem snerta fiskveiðistjómun og veiðieftírliL í dag þykir samrýmast betur grundvallarreglum stjómsýslu að slík verkefhi séu færð til sjálfstæðrar stofnunar í stjómkerfinu. Með því myndi opnast möguleiki til þess að bera ákvarðanir þessarar stofhunar undir úrskurð æðrastjómvalds, þ.e. ráðuneytisins. í öðru lagi næst samræmd skýrslusöfnun og úr- vinnsla. I dag fer fram skýrslusöfnun og úr- vinnsla gagna hjá þremur stofnunum, þ.e. ráðu- neytinu, Fiskifélagi íslands og Hafrannsókna- stofnuninni. Öll skýrslusöfnun og úrvinnsla verður nákvæmari sé hún á einni hendi. Skapast þá auknir möguleikar til einföldunar og sam- ræmingar. Skýrslusöfhun og úrvinnsla gagna er mikilvægasti þátturinn í eftirliti með veiðum og nýtingu afla og fer því best á því að þessir þættir séu í höndum þess aðila, sem fer með stjóm veiðieftirlits. Eftir slíka breytingu, sem ég hef hér rakið yrði augljóslega nokkur breyting á hlutverki Fiskifé- lags íslands. Fiskifélagið myndi eftir sem áður halda uppi þeim félagslega þætti, sem það hefur gert og sem ég tel nauðsyn- legan. Á það skal lögð rík áhersla að Fiskifélag íslands verður að taka að sér ný verkefni og af nægu er að taka. Má hér sem dæmi nefna verkefni á sviði fræðslu- og upplýsingamála í sjávarútvegi enda er Fiskifélag íslands einkar vel til þess fallið því f félaginu koma fram sjónarmið flestra aðila sem við sjávar- útveg starfa. Það skal á hinn bóginn ítrekað að Fiskifélagið er hálfopinber stofhun áhugamanna og hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem ekki er hægt að fela beina stjómun fiskveiða því sá aðili sem því sinnir verður m.a. að hafa heimild til að fylgja eftir ákvörðunum sínum með valdboði. Að sjálfsögðu verður ekki ráðist í svo viðamiklar breytingar á stjómkerfi sjávarútvegsins án víð- tækrar umræðu og rækilegs undirbúnings. Er það von mín að þær hugmyndir sem ég hef reif- að geti orðið grundvöllur slíkrar umræðu. IV. MEÐFERÐ AFLA, RÆTT NÝTING. Á síðasta áratug hafa kraftar hins opinbera og hagsmunaaðila að miklu Ieyti farið í að móta og festa f sessi Iög og reglur um stjóm fiskveiða. Breytingin úr frjálsum veiðum yfir í kvótakerfi hefúr oft verið erfið og sársaukafull fyrir einstak- linga og fyrirtæki. Það er því ekki óeðlilegt að þessi aðlögun hafi tekið sjávarútveginn tæpan áratug. Það er sannfæring mín að þegar lögin um stjóm fiskveiða koma til framkvæmda um næstu ára- . ^ ^ . I "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.