Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 5
FimrtrtuttacjurB.nóvember 1990 Tíminn Með nýjum lögum um gjaldþrotaskipti er stefnt að því að Islendingar haetti þeim „ósið“ að krefjast þess að eignalaus bú verði tekin til gjaldþrotaskipta: Fækkar gjaldþrotum um 90% með nýjum lögum? Líkur eru á að ef nýtt frumvarp um gjaldþrotaskipti o.fl. verði samþykkt á Alþingi fækki gjaldþrotaúrskurðum um 85-90%. Verði þetta niðurstaðan missir ísland af forystusætinu hvað varðar fjölda gjaldþrotabeiðna, en fullyrða má að hvergi í vest- rænum heimi séu kveðnir upp eins margar gjaldþrotaúrskurðir og hér á landi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lánadrottinn borgi sjálfur kostnað vegna gjaidþrotaskipta séu engar eignir til í búinu. Við 85-90% gjaldþrotaskipta í Reykjavík koma engar eignir fram. í frumvarpi um gjaldþrotaskipti o.fl., sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er stefnt að því að faekka þessum ónauðsynlegu gjaldþrotaskiptum. Það eru fyrst og fremst þessi gjald- þrot sem gera það að verkum að ís- land á að öllum líkindum heimsmet í fjölda gjaldþrota. Ekkert bendir þó til að íslendingar séu neitt sérstak- lega óskilvísir. Skýringin á þessu liggur fyrst og fremst í þeim reglum sem unnið er eftir hér á landi. Þegar bú er tekið til gjaldþrota- skipta hafa lánadrottnar í flestum tilfellum gert margar tilraunir til að fá skuld sfna greidda. Undir venju- legum kringumstæðum hefur þeim tekist að fá eins mikið upp f skuldina og vænta má, þ.e. allar eigur skuld- arans hafa verið teknar af honum. í flestum löndum hætta lánadrottnar tilraunum til að innheimta skuld þegar þeir hafa sannfærst um að ekki verði lengra komist. Á íslandi þykir hins vegar sjálfsagt að krefjast gjaldþrots þrátt fyrir að öllum sé ljóst að ekkert kemur út úr slíkri að- gerð. Markús Sigurbjörnsson pró- fessor, sem tók þátt í að semja frum- varpið, kallar þetta ósið. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sá sem krefst gjaldþrotaskipta beri kostnað af störfum skiptastjóra og af skiptum að öðru leyti, ef eignir koma ekki fram við skiptin sem standa undir útgjöldum. Ætla má að lánadrottinn hugsi sig tvisvar um áður en hann krefst gjaldþrotaskipta ef hann veit að skuldarinn er eigna- laus. Markús Sigurbjörnsson sagði í samtali við Tímann að áætla mætti að kostnaður vegna dæmigerðs gjaldþrots þar sem engar eignir koma fram, væri varlega áætlaður í kringum 30 þúsund krónur. Hingað til hefur ríkissjóður borið þennan kostnað, en verði frumvarpið sam- þykkt verða lánadrottnar að bera kostnaðinn. Sparnaður ríkissjóðs ætti því að verða umtalsverður. Markús sagði að með frumvarpinu væri einnig steftit að því að stytta eitthvað þrautagöngu skuldaranna. „Frumvarpið ætti að draga úr því að menn séu ekki bara svínbeygðir, heldur dustaðir líka.“ Frumvarpið um gjaldþrotaskipti o.fl. er mikið að vöxtum. Það er í 192 greinum og telur 130 blaðsíður með greinargerð. Að stofni til er það byggt á lögum um gjaldþrot frá 1978. Inn í það eru einnig dregið lög um nauðasamninga frá 1924. í frumvarpinu er það nýmæli að skipa skal skiptastjóra við öll gjald- þrotaskipti. Þetta ákvæði byggir á þeirri forsendu að gjaldþrotum fækki verulega. Hingað til hefur gilt sú meginreglan að héraðsdómarar fari með þessi störf. Heimild er í lög- unum frá 1978 að skipa sérstaka skiptastjóra og það er oftast gert ef talið er að einhverjar eignir séu til í búinu. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau að óeðlilegt þykir að dómar- ar skipti sér að gjaldþrotaskiptum. Það getur gefið tilefni til að draga óhlutdrægni þeirra í efa ef leysa þarf úr ágreiningi í tengslum við skiptin fyrir dómstólum. í öðru lagi fara gjaldþrotaskiptin fram í þágu lána- drottna þrotamanns, en í því ljósi er nærtækt að skiptin fari þá fram á kostnað þeirra, með því að sérstak- lega ráðinn maður framkvæmi skiptin og fái þóknun greidda af fjár- munum sem hefðu ella komið í hlut lánadrottna. Þá þykir reynslan af störfum bústjóra og skiptastjóra vera góð. Það hefur sýnt sig að meira fæst út úr gjaldþrotaskiptum þegar sérstakur maður hefur unnið að þeim en þegar héraðsdómarar hafa unnið þessi störf. í lögunum frá 1978 voru í fyrsta sinn lögfest hér á landi ákvæði um greiðslustöðvun. Með þeim átti í senn að veita mönnum sérstakt úr- ræði til að leitast við að koma nýrri skipan á fjármál sín og að stuðla um leið að því að fyrr kæmi til kasta gjaldþrotaskipta en áður hafði verið, væntanlega með því að greiðslu- stöðvun gæti gefið hlutaðeigendum tóm til að komast að raun um að til- gangslaust væri að verja frekari tíma í viðleitni til að komast hjá gjald- þroti. í greinargerð með frumvarp- inu segir að þessar reglur hafi í ýms- um atriðum reynst vel, en þær hafi þó verið misnotaðar í nokkrum mæli og því markmiði þeirra að flýta fyrir að til gjaldþrotaskipta komi, hafí varla verið náð. í frumvarpinu eru því gerðar nokkrar breytingar á reglum um greiðslustöðvun, sem byggja aðallega á fenginni reynslu. íeldri lögum um gjaldþrotaskipti eru ákvæði um aðstoðarmann skuldara. Ákvæðin eru hins vegar óljós og því hefur ríkt óvissa í fram- kvæmd í þessu efni. í frumvarpinu er kveðið fasta á um hlutverk að- stoðarmanns. Tekið er af skarið með að aðstoðarmaður verði að taka virkan þátt í öllum fjárhagslegum ráðstöfunum skuldarans og í reynd er aðstoðarmaður gerður ábyrgur gagnvart lánadrottnum fyrir því að ekkert verði aðhafst á greiðslustöðv- anatímabilinu þeim til tjóns. Með þessu er verið að reyna að minnka líkur á skuldari nái að koma eignum sínum úr gjaldþrotabúi, en nokkur dæmi eru um að það hafi verið reynt. -EÓ Almannavarnir ríkisins: Björgunarskóli tekur til starfa Hólmavík: Hafnarframkvæmdum er lokið að sinni f gær, 7.nóvember var Björgunar- og ruðningsskóli Almannavarna og Slysavamafélags íslands settur. Fyrsta námskeiðið er haldið á veg- um Slysavamafélags íslands og er það samkvæmt samkomulagi AI- mannavaraa ríkisins við landsfélög björgunarsveita frá 29. júlí 1986. Þetta fyrsta námskeið fer fram í Salt- vík á Kjalarnesi, en þar hefur verið komið upp búnaði sem nauðsynleg- ur er til þessarar kennslu. Svo sem eins og búnaðareiningu til rústa- björgunar í sérstökum gám sem komið hefur verið upp á svæðinu og nauðsynlegustu rústaeftirlíkingum í útihúsum Saltvíkur til að skapa að- stöðu til verklegrar þjálfunar. „Með þessu er stigið stórt skref á sviði almannavarna og björgunar- mála á íslandi, þar sem með því hefst sérhæfð þjálfun í björgunarstörfum vegna náttúruhamfara" segir í fréttatilkynningu frá Almannavöm- um. Þór Magnússon, Kristján Frið- geirsson og Ásgeir Böðvarsson frá Slysavamafélagi íslands eru leið- beinendur á þessu námskeiði, en þeir hafa allir öðlast réttindi sem kennarar í björgunar- og ruðnings- störfum frá Tækniskóla Almanna- vama Danmerkur í Tinglev. En Haf- þór Jónsson aðalfulltrúi hjá Al- mannavömum ríkisins sér um fræðslu á sviðið skipulags almanna- vama og umsjón með námskeiðun- um. —GEÓ Frá Stefáni Gíslasyni fréttarítara Tímans á Hólmavík: Nú er lokið byggingu hafnargarðs við Hólmavíkurhöfn, en verkið hófst um mitt sumar. Nýi garðurinn er norðaustanvert við höfnina og teng- ir svonefndan Hólma eða Árnaklakk við land. Grjót í nýja hafnargarðinn var fengið úr skriðu ofan við Hólmavík- urflugvöll, og fóru alls um 12.000 rúmmetrar af grjóti í garðinn. Heildarkostnaður með innsiglingar- Ijósi og öllum frágangi var um 14,8 milljónir króna, en upphafleg kostn- aðaráætlun var um 14 milljónir. Hluti af nýja garðinum er byggður ofan á grjótgarð, sem Óskar Hall- dórsson stórútgerðarmaður lét hlaða vorið 1948, en ætlun hans var að gera þarna plan til síldarsöltunar. Óskar lést skömmu síðar og varð ekki af frekari framkvæmdum. Á næsta ári er áformað að byggja viðlegukant úr tré innan við skjól- garðinn frá því í sumar, en viðlegu- rými hefur ekki dugað fyrir bátaflot- ann síðustu ár. Vinna við hafnargarðinn í sumar var nær öll unnin af heimamönn- um, en verkstjóri var Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Hafnamálastofnun. Borgarráð samþykkir fjárveitingu til Hjúkrunarheimilisins Eirar: Kostar 840 milljónir Á fundi borgarráðs á s.l. þriðjudag Hafnarflrði, aðstandendur alz- Framkvæmdarsjóður aldraða legg- var lÖgð fram samþykkt fyrír heimersjúklinga og sjálfseignar- ur til 240 millj. og aðrir um 100 Hjúkrunarheimilið Eir fyrir aldr- stofnunin Skjól. milljónir samtals. aða sem byggja á í Grafarvoginum. Rcykjavíkurborg leggur alls fram Samtals em þetta um 840 mi- Að byggingunni standa Reykja- um 330 miljjónir króna til bygg- ljónir, sem talið er að heimilið víkurborg, Seltjamamesbær, ingar þessarar og áætlar um 75 muni kosta. Áætlað er að Eir verði Framkvæmdarsjóður aldraðra, milljónir á ári næstu fjögur árin. fullbúin árið 1994, en vonast er til Versunarmannafllag Reykjavíkur, Seltjamamesbær icggur 85 millj- að taka einhvem hluta hennar t bUndravinafélögin og samtök sjó- ónir til byggingarinnar, Verslunar- notkun árið 1992. mannadagsins í Reykjavik og mannafélagið 85 milljónir og —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.