Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. nóvember 1990
Tíminn 9
Kostir og gallar
frelsisins
Lítum nú nánar á einstaka liði
málsins og þá fyrst á markaðs-
verndina. Þegar þessi stærð er
skoðuð, tæpir 4,4 milljarðar króna
samkvæmt nýgerðum AMS út-
reikningum, er mikilvægt að átta
sig á því að hér er ekki um beinan
fjárstuðning að ræða heldur er
þetta reiknuð stærð. Þessir reikn-
uðu fjármunir verða því aldrei
sendir heim til neytenda í ávísun.
Markaðsverndin er þannig fundin
að tekinn er mismunur á heims-
markaðsverði hverrar vörutegund-
ar og niðurgreiddu heildsöluverði
vörunnar hér innanlands. Með öðr-
um orðum, metið er það fjárhags-
lega óhagræði sem neytandinn hef-
ur af því að geta ekki keypt vöruna
á heimsmarkaðsverði.
En hversu raunhæf er þessi við-
miðun við heimsmarkaðsverð og
hvaða líkur eru á að hún haldi gildi
sínu til lengri tíma litið?
Ef við tökum dæmi af mjólk og
kjöti þá eru það Ástralir og Nýsjá-
lendingar sem boðið hafa hvað
lægst verð á þessum vörum. En á
hverju byggist geta þessara þjóða til
að geta boðið svo Iágt verð? Flestir
munu benda á hagstæð náttúru-
skilyrði, en fleira kemur til. Lágur
framleiðslukostnaður bænda í
þessum löndum byggist ekki síst á
gífurlegum fjárstuðningi hins op-
inbera á undanförnum áratugum.
Bændur í þessum löndum hafa því
getað afskrifað mikinn hluta af því
fjármagni sem bundið er í fram-
leiðslunni. Þeir búa enn að þessum
mikla stuðningi. Það geta liðið 20
ár áður en þeir ná eðlilegum fram-
leiðslukostnaði á ný þannig að
framleiðslan beri eðlilegan þunga
af fjárfestingum.
Hvað með Japani? Hvers vegna
eru þeir hæstir í útreikningum um
stuðning við landbúnaðinn? Hvar
eru þeir staddir í þróuninni?
Og áfram má spyrja. Hvar stæði
íslenskur landbúnaður ef verulegur
hluti af fjárfestingum hans væru af-
skrifaðar? Til þessara atriða þarf að
taka tillit til í samanburðarfræðun-
um?
Hvað kostar
að framleiða ekki?
Fróðlegt er að velta því fyrir sér
hvað það kostaði ef við hættum að
mestu matvælaframleiðslu í land-
inu og hver yrði ávinningur neyt-
enda. Ef við lítum fyrst á ávinning
neytenda þá er gert ráð fyrir að verð
landbúnaðarvara á heimsmarkaði
hækki um 30-40% í kjölfar GATT-
samkomulags um lækkun útflutn-
ingsbóta og annarra markaðs-
truflandi stuðningsaðgerða. Því til
viðbótar kæmi svo dreifingarkostn-
aður varanna, því að tæpast er hægt
að gera ráð fyrir að ódýrara sé að
dreifa erlendum matvælum en ís-
lenskum. í sumum tilfellum kæmi
einnig til hluti vinnslukostnaðar og
pökkunarkostnaður. Þá verður
rýrnun meiri eftir því sem varan
verður eldri og flutningaleið leng-
ist.
Hætt er við að ávinningurinn
væri farinn að rýrna þegar matvæl-
in yrðu komin á borð íslensks al-
mennings.
Þetta gæti verið hlutur neytand-
ans. En hvað þýðir það fyrir samfé-
lagið í heild ef við framleiðum ekki
búvörur? Fyrir samfélagið þýddi
þetta beint tap ríkis og sveitarfélaga
vegna ýmissa opinberra gjalda svo
sem aðstöðu- og fasteignagjalda,
svo og opinberra gjalda bænda og
þeirra sem vinna við úrvinnslu.
Ekki er heldur sjálfgefið að fyrir
hendi væru nægilega mörg verð-
mætaskapandi atvinnutækifæri
fyrir þá sem hefðu ekki lengur störf
við landbúnaðinn.
Hvað myndi það kosta okkur ef
við framleiddum ekki landbúnaðar-
vörur sjálf? Hvað kostar það Færey-
inga og Grænlendinga að framleiða
ekki sínar búvörur sjálfir? Er það
einskær tilviljun að þau lönd sem
hafa hliðstætt AMS-gildi og við,
Japan, Sviss, Noregur, Svíþjóð og
Finnland, eru meðal þeirra landa
þar sem eru hæstar þjóðartekjur og
ráðstöfunartekjur? Er það þrátt fyr-
ir að þau styðja landbúnað sinn
jafnmikið og raun ber vitni eða er
það vegna þess að stuðningur við
landbúnað er sameiginlegt ein-
kenni þjóða sem búa við góðan hag
og liður í að tryggja öryggi þeirra?
Og hvernig er svo með talsmenn
frelsisins í búvöruviðskiptum? Col-
umbíu, Brasilíu, Thailand, Argent-
ínu, Chile, Indonesiu, Malasiu, Fil-
ippseyjar og Uruguay? Er það tilvilj-
un að þessar þjóðir sem eru í hópi
frelsis þjóðanna eiga það sameigin-
legt að þar ríkir lítill kaupmáttur og
almenn fátækt. Er það vegna lítils
stuðnings við landbúnaðinn eða er
það vegna hans?
Góðir fundarmenn!
Ég hef hér að framan leitast við að
skýra ýmsar hliðar þess flókna máls
sem hér er til umræðu. Enda þótt
ég hafi í máli mínu dregið í efa rétt-
mæti ýmissa atriði í þeim saman-
burðarfræðum sem menn stunda
þegar meta skal landbúnaðarkerfi
einstakra þjóða vil ég taka fram að
ég álít að það geti á margan hátt
verið til bóta að fastari skipan kom-
ist á alþjóðaviðskipti með búvörur.
Til dæmis mundi heimsmarkaðs-
verð sem nálgaðist meira fram-
leiðslukostnað draga úr þeim vill-
andi samanburði sem sífellt er ver-
ið að gera við verð á búvörum hér
innanlands.
Á síðasta aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda var samþykkt ályktun
þar sem tekið er undir nauðsyn
þess að koma fastari skipan á við-
skipti með búvörur á alþjóðamark-
aði en lögð áhersla á að vegna hins
fjölþætta hlutverks landbúnaðarins
og mikilvægis hans fyrir sjálfstæði
hverrar þjóðar hafi þjóðirnar frelsi
til að ráða landbúnaðarstefnu sinni
sjálfar.
Hvað þýðir tilboð
ríkisstjómarinnar?
Samkvæmt tilboði ríkisstjórnarinn-
ar í GATT-viðræðunum er gert ráð
fyrir að draga úr hinni reiknuðu
markaðsvernd og niðurgreiðslum
um 15-25% fram til ársins 1996 og
úr útflutningsbótum um allt að
65%. Almennt um útgjöld ríkisins
til landbúnaðarmála vil ég segja að
það hefur verið stefna stjórnvalda sl.
10 ár að úr þeim skuli dregið. Þessi
stefna var mörkuð með breytingu á
Framleiðsluráðslögunum árið 1979
og ítrekuð með setningu Búvörulag-
anna árið 1985.
Ef útgjöld til landbúnaðarmála
samkvæmt ríkisreikningi eru skoð-
uð frá árinu 1980 kemur í Ijós að þar
er um stöðugan samdrátt að ræða ef
frá eru talin áhrif niðurgreiðslna
vegna matarskattsins, frá ársbyrjun
1988.
Rétt er að taka fram að í þessum
tölum er að sjálfsögðu ekki meðtalin
hin reiknaða markaðsvernd.
Varðandi þann samdrátt sem felst
í tilboði ríkisstjómarinnar þarf að
hafa í huga að þar er lögð til grund-
vallar staða ársins 1988 svo að aug-
Ijóst er að hinn ráðgerði samdráttur
er að nokkru leyti þegar kominn
fram.
Þer því dálítið undarlegt þegar
einstakir ráðherrar í ríkisstjóminni
tala um þetta sem einhvem nýjan
áfanga í pólitískri baráttu sinni og
stórgjöf til neytenda.
Það hefur verið afstaða Stéttar-
sambands bænda til þessara mála að
landbúnaðinum sé það nauðsyn að
lifa í sem bestri sátt við samfélagið á
hverjum tíma. Stéttarsambandið
hefur því allt frá árinu 1979 kosið að
vinna með stjómvöldum að aðlögun
landbúnaðarframleiðslunnar að
breyttum aðstæðum. Um það bera
Framleiðsluráðslögin frá 1979 og
Búvörulögin frá 1985 gleggst vitni
og þeir búvörusamningar sem gerð-
ir hafa verið í framhaldi af þeim. Við
höfúm í þessu sambandi lagt á það
megin áherslu að landbúnaðurinn
fái nauðsynlegan tíma til aðlögunar.
Nú standa yfir viðræður um nýjan
búvörusamning sem taka á gildi
1992. f þeim viðræðum hefur sá
möguleiki verið ræddur að færa nú-
verandi niðurgreiðslur sem mest yf-
ir í beinar greiðslur til bænda.
Slíkt kerfi þarf samkvæmt mínum
skilningi ekki að þýða minni stuðn-
ing við Iandbúnaðinn en getur, eins
og áður sagði, skapað möguleika á
mun markvissari nýtingu fjármun-
anna. Ég tel að þar verði menn að
hafa fyrir sér tiltekin byggðamark-
mið og að með þeim verði stuðlað að
aukinni hagræðingu og lægra vöru-
verði.
Varðandi niðurskurð á útflutn-
ingsbótum þá eru þær í stórum
dráttum innan þeirra marka sem
rætt hefur verið um í tengslum við
nýjan búvörusamning.
Þá vil ég víkja örfáum orðum að
hugmvndum um innflutning bú-
vara. I þessu sambandi vill það alltof
oft gleymast að við íslendingar flytj-
um inn meira af matvælum okkar,
mælt í hitaeiningum, en flestar aðr-
ar þjóðir í Vestur-Evrópu eða um
50%.
Þótt við séum stórútflytjendur af
próteinum flytjum við inn megin-
hlutann af kolvetnafæðunni og að
sjálfsögðu alla ávexti og vín. Þessa
stöðu þuríúm við að hafa í huga þeg-
ar við ræðum hugmyndir um auk-
inn innflutning búvara.
Annað atriði í þessu sambandi vil
ég einnig nefna en það eru heil-
brigðiskröfumar.
I ályktun síðasta aðalfundar Stétt-
arsambandsins um GATT-málið er
sú krafa gerð, að komi til frekari
innflutnings á búvörum verði tryggt
að ekki verði gerðar minni kröfur til
þeirra en innlendra búvara varðandi
aðbúnað á framleiðslustigi og notk-
un lyfia, hormóna og eiturefna.
Að lokum, gott
fundarfólk
Bændum er það vel Ijóst að þeir
verða á næstunni að aðlaga sig
breyttum aðstæðum og leggja höf-
uðáherslu á að finna leiðir til þess að
Iækka framleiðslukostnað. Til þess
eru ýmsar leiðir færar, en til þess að
vinna úr þeim möguleikum þurfum
við tíma. Stundum heyrast þær
raddir að þvinga beri fram hagræð-
ingu í landbúnaðinum með því að
opna fyrir innflutning búvara. Þetta
myndi jafngilda því að skjóta fýrst og
spyrja svo. Slík vanhugsuð skyndi-
aðgerð myndi leiða til hmns í flest-
um greinum landbúnaðarins á ör-
skömmum tíma og þegar menn átt-
uðu sig á mistökunum eftir nokkur
ár væru framleiðslutækin ekki til
staðar lengur.
Það er ekki hægt að stöðva land-
búnaðinn í tilraunaskyni og setja
hann svo í gang aftur eins og hverja
aðra verksmiðju þegar tilrauninni er
lokið. Landbúnaðurinn er eins og
lífið sjálft, honum verður stöðugt að
viðhalda og þróa hann.
Ég vona að forsjónin forði okkur
frá öllum slíkum tilraunum. Snúum
okkur heldur að því í alvöru að skapa
landbúnaðinum skilyrði til þess að
takast á við þær breyttu aðstæður
sem framundan eru.
Ein mikilvægasta niðurstaða
þjóðarsáttarinnar í febrúar sl., var að
aðilar vinnumarkaðarins féllust á að
taka sæti í nefnd ásamt bændum og
fulltrúum stjórnvalda til að endur-
skoða verðmyndunarkerfi búvara og
finna leiðir til þess að verð búvara
geti lækkað. Ég geri mér von um að
þetta starf muni með tímanum færa
bæði bændum og neytendum mik-
inn ávinning og efla skilning á eðli
og högum landbúnaðarins.
Horfur í áliðnaði í Suður-Ameríku,
Ástralíu og við Persaflóa
Um stöðu og horfur áliðnaðar í
heimi öllum, að sósíalískum lönd-
um undan skildum, hafa tvö kunn
fyrirtæki birt yfirlit 1990, Shear-
son Lehman Brothers í apríl og Bil-
liton-Enthoven Metals í september.
Suðúr-Ameríka. Árleg vinnslugeta
áliðnaðar í Venezúela 1995 verður
um 1.838 þú?und tonn, að Billiton-
Enthoven Mejals þykir sennilegast,
en gæti þó orjðið allt að 3.188 þús-
und tonn. Og segir í greinargerð
þess: „... þetta kann að virðast hug-
arflugskennt, en staðreyndin er sú,
að vandfundið mun land jafn vel
fallið til álvinnslu sem Venezúela."
Og tilnefnt er nám bauxíts þarlend-
is, fallvatns-raforkuver, gnótt ódýrs
vinnuafls og góðar samgöngur. Ekk-
ert land annað býður upp á slíka
kosti, að segir í greinargerðinni. En
við dálítið annan tón kveður í grein-
argerð Shearson Lehman Brothers:
„Skuldabyrði (landsins), matvæla-
uppþot og áburður um spillingu
hrella fyrirtæki frá fjárfestingu í
grænengjafyrirtækjunum í Venezú-
ela, þrátt fyrir auðsæjan kostnaðar-
legan ávinning af fjáríestingu í land-
inu.“ — í Brasilíu er verið að stækka
tvö álver, Albras og Alumar.
Ástralía. Árleg vinnslugeta ástr-
alskra álvera er nú 1.275 þúsund
tonn, og mun aðeins vaxa um
10.000 tonn fram til 1992. Ráðgert
er nýtt álver í Vestur-Ástralíu, í
Kemerton. Og fyrirhugað er að auka
vinnslugetu álveranna í Gladstone,
Tomago og Portland, sem til starfa
tóku 1982, 1983 og 1987. Líkindi
eru þannig á, að vinnslugeta ástr-
alskra álvera 1995 verði á bilinu 1,5-
2,0 milljónir tonna.
Persafiói. í Bahrain, Dubai og íran
er unnið að stækkun þriggja álvera.
Núverandi samanlögð árleg vinnslu-
geta þeirra er um 445.000 tonn, en
verður um 765.000 tonn 1995, ef að
líkum lætur. Þá eru þrjú álver í und-
irbúningi við Persaflóa, í írak, Quat-
ar og Saudi-Arabíu. Samanlögð ár-
leg vinnslugeta þeirra verður um
563.000 tonn. Um þessa fyrirhug-
uðu útþenslu áliðnaðar við Persa-
flóa hafa Shearson Lehman Broth-
ers fyrirvara í greinargerð sinni.
Afríka. Á næstu árum mun ekkert
nýtt álver taka til starfa í Afríku. En
í Álsír og Nígeríu eru uppi ráðagerð-
ir um álver, í Alsír með 220.000
tonna árlegri vinnslugetu (sem auka
megi upp í 330.000 tonn); í Nígeríu
(í samvinnu við Reynolds Metals)
með 200.000 tonna árlegri vinnslu-
getu.
Úrelding. Til úreldingar munu átta
álver fara 1991-1993 í Kanada,
Bandaríkjunum, Ástralíu, Frakk-
landi og Þýskalandi. Samanlögð ár-
leg vinnslugeta þeirra mun 513.000
tonn.
Stígandi
ÁHRIF SAMKNÝTINGAR GJALD-
MIÐLA Á VERÐLAG OG LAUN
Fulltrúi Bretlands í framkvæmdanefnd Efna-
hagsbandalags Evrópu, Samuel Brittan, birti í
Financial Times 8. október 1990 grein um áhrif
upptöku sterlingspunds í gengis-samknýtingu
f aldmiðla (ERM) á verðlag og Iaun á Bretlandi.
greininni segir:
„(Hagdeild fjársýslubankans) Goldman Sachs
telst svo til, að vegna hlutdeildar sterlingspunds
að gengis-samknýtingu gjaldmiðla muni viðvar-
andi verðbólga á Bretlandi, nú nær 8% á ári,
hjaðna niður í 4% 1995, en hafa í för með sér
hægan hagvöxt og fjölgun atvinnuleysingja um
hálfa milljón. Líkur er í meginatriðum á þeim
kostnaði þess að setja niður verðbólgu með öðru
en sýndaraðgerðum (cosmetics).
Mat þetta er byggt á samdrætti framleiðslu á
Frakklandi, sem neytti tengsla við þýskt mark fyr-
ir gengis-samknýtingu gjaldmiðla til að setja nið-
ur verðbólgu á níunda áratugnum. En breskir for-
stöðumenn og verkamenn hafa einn ávinning
umfram Frakka: Aðstöðu til að læra af reynslu
Frakka af því að koma ekki til móts við verðbólgu-
kennda launasamninga. En sú lexía lærist ekki á
því einu að þylja fyrirheit; og við tekur tímaskeið
hægs hagvaxtar og uppsagnar starfsfólks, jafnvel
fram yfir lok núverandi afturkipps. Vaxtasælu-
víman dvín, og styrkt sterlingspund mun þrengja
að arðsemi, jafnvel á bataskeiði.
í hönd fer það, sem í kennslubókum er nefnt
starfsháttabreyting eða umskipti á leikreglum.
Þegar vegur flotgengis (floating rate) var sem
mestur, töldu ríkisstjórnir sér vera heimilt að
marka stefnu í peningamálum að þörfum inn-
lends efnahagslífs — og leiddi það loks til (árlegr-
ar) verðþenslu upp á tveggja stafa (hundraðstölu).
Síðan reyndu þær að setja vexti peninga mörk.
Upp á síðkastið hafa þær tekið „tillit til alls“. —
Héðan af verður gengið helsti leiðarvísir. Þegar
gengi sterlingspunds sígur, munu vextir hækka.
Þegar gengi þess lyftist, falla þeir.
Merkir þetta, að þörf verði annarra ráða gegn
verðbólgu og bakfalli, eins og málsvarar beitingar
fjárlaga og lánaskorða vona svo innilega? Ég er
hræddur um ekki.
Helsta vörn gegn verðbólgu verða nú tengsl
sterlingspunds við hið óverðþanda þýska mark,
sem er akkeri gengis-samknýtingar gjaldmiðla
(ERM).
Ef við þau fyrirheit verður staðið innan tíðar,
mun kostnaður og verðlag í þeim helmingi at-
vinnulífsins, sem að alþjóðlegum (viðskiptum)
veit, ekki getað hækkað hraðar en í Þýskalandi. í
hinum helmingi þess, sem innlends skjóls nýtur,
geta þau um sinn hækkað meira, — en nokkrum
takmörkunum er það bundið, hve mikill launa-
munur getur orðið greina á milli í hagkeríinu...
Það verður leitast við að hafa nær hallalaus fjárlög
öll ár hagsveiflunnar. Á því verða vandkvæði
frammi fyrir kröfum um aukinn fjárframlög (rík-
isins), nema fjárlög verði fínkembd.11