Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 9. nóvember 1990 ÚTLÖND frakar hafa í hótunum: Arabíuskagi verð- ur lagður í írakar hótuöu því í gær að leggja Arabíuskaga í eyði eins og hann leggur sig ef á þá verði ráðist. „Mesta styrjöld allra tíma færist óðum nær,“ sagði blað stjórnar- innar í gær en þetta er afdráttarlausasta hótun, sem fram hefur ver- ið sett, frá upphafi deilunnar. Hótunin barst daginn eftir aö Margaret Thatcher lýsti því yfir að þrengjast færi að Saddam Hussein. írakar gerðu það ljóst að þeir myndu ekki hika við að beita efna- og sýklavopnum. „Ef valdi verður beitt gegn írökum munu logar þekja allt, brenna allt og beinast í allar áttir. Aðeins helgi- stöðum múslima í Mekka og Med- ína mun verða hlíft ef herir þeir, sem safnast hafa saman undir stjórn Bandaríkjamanna, reyna að hrekja íraka út úr Kúvæt," sagði ennfremur í fréttinni. Blaðið birti þessa grein í kjölfar ögrandi yfirlýsinga Breta og Banda- ríkjamanna sem juku á styrjalda- rótta um heim allan og ollu við- brögðum á fjármálamörkuðum. Thatcher sagði á þingfundi að ef Saddam sleppti ekki takinu á Kú- væt yrði hann neyddur til þess. „Hann verður sigraður hvaða af- leiðingar sem það kann að hafa,“ sagði hún. Viðbrögðin frá Bagdað voru óvægnari og harðskeyttari en nokkru sinni fyrr. Upplýsinga- og menningarmálaráðherra íraks, Latif Nassim al-Jassem, kallaði Thatcher gamla norn sem ekki væri lengur í andlegu jafnvægi. Helsti talsmaður írösku stjórnar- innar sagði að ef það 380.000 manna herlið, sem nú er til staðar í Saúdi-Arabíu, réðist til atlögu við íraka myndi það hafa hinar hroða- eyði legustu afleiðingar. „Ekkert mun verða eftir nema rústirnar einar. Aðeins eldhaf mun verða eftir af þeirri olíu sem þá dreymir um að ná yfirráðum yfir.“ Þessi hótun gengur enn lengra en fyrri hótanir íraka um að leggja helming ísrael í eyði og sprengja upp olíulindir við Persaflóa. írakar reiddust einnig samkomu- lagi um sameiginlega stjórn herja Bandaríkjamanna og Saúdi-Araba. Utanríkisráðherra íraka sagði sam- komulagið bera ljósan vott um árásar- og nýlendustefnu erlendra herja sem staðsettir væru í Saúdi- Arabíu. Samkomulagið, sem gert var í vik- unni eftir viðræður utanríkisráð- herra BNA og leiðtoga Saúda, ruddi úr vegi vandamáli sem hefði getað orðið alvarleg hindrun samræm- ingar hernaðaraðgerða ef til styrj- aldar kæmi. Fjölþjóða herliðið, sem saman er Saddam Hussein reynir að höföa til trúar araba og segist munu hlífa helgistöðum múslima er Arabíuskagi verður lagður í rúst komið við Persaflóa, er frá 23 lönd- írakar hafa mikið reynt að höfða um, þar á meðal arabalöndum. til trúar araba sér til stuðnings. Stjórnarkreppa á Indlandi: Gandhi neitar að taka að sér stjórnarmyndun Rajiv Gandhi neitaði tilboði Indlandsforseta um að taka að sér stjóm- armyndun. Sovétríkin: Glæpir hafa margfaldast síðastliðna sex mánuði Rajiv Gandhi skýrði frá því í gær að hann hefði neitað tilboði um að mynda nýja stjóm á Indlandi og kvaðst myndu styðja Chandra Shek- har. „Við munum ekki taka að okkur stjómarmyndun þar sem við höfum ekki nægilegan þingstyrk," sagði Candhi en flokkur hans missti meirihluta sinn í kosningunum í nóvember sl. „Við höfum ákveðið að styðja Chandra Shekhar." Gandhi sagðist hafa skýrt forseta landsins frá þessari ákvörðun en hann bað hann um að mynda stjórn í gærmorgun eftir að þingið hafði lýst yfir vantrausti á stjórn Singhs. Gandhi sagðist hafa afþakkað stjórnarmyndunartilboðið eftir fund með þingflokki Kongressflokksins. Neitun hans hefur verulega styrkt kröfu Chandra Shekhar um að hann fái að mynda nýja stjórn en hann klauf flokk Singhs, Janatabandalag- ið, á mánudaginn eftir margra vikna stéttadeilur og trúarbragðaátök sem að lokum urðu stjórninni að falli á miðvikudaginn. Singh vék formlega úr embætti í gærmorgun eftir að forsetinn hafði samþykkt afsögn hans. Venkataraman forseti sagði að sér litist illa á þá hugmynd að Chandra Shekhar leiddi ríkisstjórn landsins en fýlgismenn hans eiga aðeins 56 þingsæti af 545. En neitun Gandhis gerir það að verkum að forsetinn á fárra kosta völ nema þá að stofna utanþingstjórn, en Singh hefur stutt þá hugmynd. Chandra Shekhar taldi sig eiga for- setaráðherraembættið víst í desem- ber í fyrra, en komst þá að því að samningar höfðu verið gerðir á bak við hann sem tryggðu Singh emb- ættið. Hann hefur verið óspar á að láta óánægju sína og óvild í garð Singhs í Ijós undanfarna 11 mánuði og hef- ur a.m.k. tvisvar gert tilraun til að skipuleggja byltingu gegn honum. Chandra Skekhar tókst að kljúfa flokk Singhs þegar Ijóst varð að Singh vildi efna til aukakosninga varðandi atvinnumál stéttlausra manna og kröfur hindúa til að byggja sér musteri á lóð mosku frá 16. öld. Margir í Janatabandalaginu og öðr- um stjórnmálaflokkum voru því andvígir að efna til kosning í því eld- fima ástandi sem ríkt hefur undan- farnar vikur um allt Indland. Forseti landsins var sama sinnis. Gandhi lýsti því yfir á þriðjudaginn að Kongressflokkurinn, stærsti flokkur landsins, myndi styðja Chandra Shakhar. Daginn eftir beið Singh mikinn ósigur í atkvæða- greiðslu um hvort lýsa ætti van- trausti á stjórn hans. „Við munum starfa saman að öllum meiriháttar stjórnmálalegum ákvörðunum en á flokksgrundvelli." sagði Gandhi og gaf þar með til kynna að um samsteypustjórn yrði ekki að ræða. Sovéskir lögreglumenn segjast verða að gera miklar umbætur á liði sínu til að standa gegn mikilli glæpaöldu sem flæðir nú yfir land- ið. „Glæpamenn hafa orðið mun hættulegri og grimmari undanfarið hálft ár,“ sagði Vladimir Ibraghimov Iögreglufulltrúi, sem nú er staddur í Lundúnum ásamt tveimur kolleg- um sínum í sambandi við samstarf lögregluliða Bretlands og Sovétríkj- anna. .Aginn hefur minnkað með auknu frelsi,“ sagði sovéski lögreglumað- urinn í viðtali f gær. Lögreglumennirnir drógu upp dökka mynd af ástandinu í Sovét- ríkjunum en þar verður undir- mannað lögreglulið æ oftar fyrir árásum glæpamanna. Laun og vinnuaðstaða sovéskra lögreglu- manna eru mun lakari en á Vestur- löndum. Mikil aukning hefur orðið á versl- un með fíkniefni, vopnuðum ránum og greiðslum fyrir vernd. Lögreglu- mennirnir vildu einnig kenna vöru- skortinum um þessa aukningu. Þeir sögðu að upp væri komin sov- ésk mafía sem skipulegði glæpi og notaði til þess glæpaflokka sem kallast „herdeildir“. „Það er lítið mál að ná einum og einum her- manni, en guðfeðurnir eru erfiðari viðfangs." Eiturlyfjabarónar smygla heróíni og kannabis í samvinnu við vopna- smyglara. Ibraghimov sagði að við töku eiturlyfjasmyglara hefði lög- reglan fundið eldvörpu. „Þetta er styrjöld," bætti hann við. Fyrsta skrefið í samvinnu lög- regluliða Sovétríkjanna og Bret- lands var stigið þegar þrír breskir lögreglumenn dvöldu í viku í Sovét- ríkjunum og fylgdust með þarlend- um glíma við götuglæpi og innbrot. Aðspurður hvort þeir sovésku hefðu lært eitthvað af breskum koll- egum taldi Ibraghimov að svo væri ekki. „Glæpatíðni er mun hærri í Sovét- ríkjunum en héma. Við munum geta kennt Bretum er fram líða stundir," sagði hann. FRETTAYFIRLIT: BEIJING — Kfna vill að leitað verði allra ráða til aö finna frið- samlega lausn Fersaflóadeilunn- ar meðan nokkur vonarglæta er eftír. BAGDAÐ — Átta breskir bygg- ingaverkamenn og einn sautján ára nemi, sem haldið hefur verið í frak, hafa fengið brottfararleyfi, að sögn breska sendiráðsins. Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, hefur ákveð- ið að framlengja dvöl sina i Bag- dað og verður þar að öllum lik- indum ffarn á laugardag. VÍN — Ramiz Alia, forseti Al- baníu, hefur nú krafist róttækra breytinga á stjómarskrá lands sins, eina staliníska rikínu sem enn er við lýði. Breytingar þessar munu setja hömlur á vald fiokks hans og leyft yrði að opna kirkjur og moskur sem hafa verið lokað- ar i tvo áratugi. JERÚSALEM — Palestinu- maður stakk israelskan fanga- vörð til bana þegar ibúar Gaza- svæðislns og Vesturbakkans minntust moröanna á Musteris- hæð fyrir einum mánuði. f Al- Ouja á Vesturbakkanum létust Israelskur hermaður og arabi í skotbardaga sem varð þegar fimm arabar föru yfir landamærin í því skyni að gera árás i hefndar- skyni fyrir Musterishæðardrápin, að sögn yfirvalda israelska hers- ins. DHAKA — Hundruð lögreglu- manna bÖrðust viö nær 3 þúsund stúdenta með byssustingjum og táragasi til að stöðva mótrnæla- göngu að skrifstofu Mubaraks Egyptalandsforseta sem gengin var vegna lokunar háskólans I Dhaka. VARSJÁ — Verkalýðsfélagiö Samstaða hefur nú boðaö til alls- herjarverkfalls i kolanámum Pól- lands, hinn 20. nóvember, fimm dögum fyrir forsetakosningar, þrátt fýrir aðvaranir um að það kunni að veikja stöðu Lech Wa- les, leiðtoga Samstöðu, i kosn- íngunum. FRANKFURT-ODER, Þýska- iandi — Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Tedeusz Mazo- wiecki, forsætisráöherra Pól- lands, halda áfram viðræðum um landamærasamninga, vega- bréfsáritanir og stöðu Þjóöverja í Póllandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.