Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NXJTIMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu, » 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 " Sfmi 91-674000 9 I íniinn FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER1990 Exemsjúklingar þora ekki lengur til Dauðahafsins: Persaflóastríðið eykur aðsóknina í Bláa lónið Eins dauði er annars brauð. Ófriðurinn við Persaflóa er nú far- inn að hafa áhríf á ferðamannastraum til íslands. Vart hefur orð- ið við aukinn áhuga erlendra ferðaskrífstofa, sem selja exem- og psoríasissjúklingum ferðir til heilsulinda við Dauðahafið, að selja ferðir í Bláa lónið. Dönsk ferðaskrifstofa hefur þegar ákveð- ið að senda hingað tvo hópa og fieiri aðilar hafa sýnt Bláa lóninu áhuga. Það var Jóhann Einvarðsson al- þingismaður, sem greindi frá þessum aukna áhuga á Bláa lón- inu á Alþingi í gær, en Jóhann bar fram fyrirspurn fyrir hönd Níelsar Árna Lund varaþing- manns um hvað heilbrigðisráðu- neytið hafi gert til að kanna möguleika Bláa lónsins sem heilsulindar. Guðmundur Guöbjörnsson starfsmaður Bláa lónsins stað- festi það við Tímann að vart hefði verið við aukinn áhuga erlendra ferðaskrifstofa á að senda exem- og psoriasissjúklinga til íslands vegna stríðshættu við Persaflóa. Við Dauðahafið eru heimsþekktar heilsulindir sem ferðamenn hafa um áraraðir sóst mikið eftir að fá að baða sig í. Dregið hefur úr áhuga ferðamanna á þessum heilsulindum vegna ófriðarins við Persaflóann. Ferðaskrifstofur hafa því á síðustu vikum verið að leita fyrir sér annars staðar. Guðmundur sagði að þegar hefði verið ákveðið að dönsk ferðaskrifstofa, Heklarejsen, sendi hingað tvo litla hópa til prufu. Næsta sunnudag koma hingað tvær manneskjur til að kanna aðstæður. Þær munu dveljast hér í tvær vikur. í fram- haldi af því koma hingað tveir fimmtán manna hópar, en þeir munu einnig dvelja hér í tvær vikur. Guðmundur sagði áhuga Dananna á Bláa lóninu nú vera kominn til í beinu framhaldi á Persaflóadeilunni, en ferðaskrif- stofan hefur um nokkurra ára skeið sent ferðamenn til Dauða- hafsins. Ferðaskrifstofan hefur nú hætt þessum ferðum og snúið sér til íslands. Bæði er að áhugi ferðamanna á að ferðast til Dauðahafsins er lítill um þessar mundir og eins hefur ferðaskrif- stofan ekki áhuga á að vera með ferðamenn á þessum slóðum ef stríð brýst út eins og margt bend- ir tii að muni gerast. Fleiri ferðaskrifstofur hafa sýnt því áhuga að senda fólk til Bláa lónsins vegna stríðshættu við Persaflóa. Forráðamenn sænskr- ar ferðaskrifstofu hafa boðað komu sína hingað til lands í des- ember. Þeir ætla þá að skoða að- stæður og hugsanlega gera samninga um ferðir hingað. Fyr- irspurnir hafa borist víðar að úr heiminum. Forráðamenn dönsku ferðaskrifstofunnar fullyrða að ef vel tekst til með dvöl hópanna tveggja sem koma hingað á næstu vikum, megi búast við að margir leggi leið sína í Bláa lónið á þeirra vegum. Talað eru um að fóík dvelji hér í tvær til fjórar vik- ur. „Það má kannski segja að Persa- flóastríðið sé kærkomið fyrir okkur," sagði Guðmundur. For- ráðamenn Bláa lónsins hafa unn- ið allmikið markaðsstarf erlendis og er árangur af því smátt og smátt að koma í ljós. Við þetta er það að bæta að heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að kanna framtíð- ar möguleika Bláa lónsins. f nefndinni verða fulltrúar frá for- sætis- heilbrigðis- og samgöngu- ráðuneyti, Samtökum exemsjúk- linga, landlækni og frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. - EÓ KASK skilar hagnaði fyrstu 9 mánuðina. Hermann Hansson kaupfélagstjóri: Fiskverð til vinnslunnar spennt til hins ýtrasta Hagnaður á rekstrí kaupfélags Austur-Skaftfellinga fyrstu 9 mánuði þessa árs nemur rúmlega 92 milljónum króna, að meðtöld- um verðbreytingaráhrífum sam- kvæmt skattalögum. Þetta kom fram á stjómarfundi kaupfélags- ins á þriðjudag þar sem lagt var fram endurskoðað milliuppgjör þessara mánaða. í tilkynningunni frá kaupfélaginu kemur fram að samkvæmt upp- gjörinu námu rekstrartekjur fé- lagsins 1810 milljónum króna og höfðu aukist um 11,3% miðað við sama tíma árið 1989. Rekstrargjöld hafa hinsvegar hækkað um 18,2% og nema samtals 1722 milljónum króna. Munar þar mestu um mikl- ar fiskverðshækkanir, en hráefnis- kaup félagsins hafa hækkað um 31% og námu samtals 555 milljón- um króna fyrstu níu mánuðina, þrátt fyrir að um magnminnkun sé að ræða í bolfiski. Eigið fé félagsins í lok september nam rösklega 500 milljónum króna og er um 28% af niðurstöðutölum efnahagreiknings. Veltufjárstaða er tiltölulega góð enda hefur ekki ver- ið lagt í miklar fjárfestingar á þessu ári. í fréttabréfinu segir að litlar launahækkanir og aðrar kostnað- arhækkanir aðrar en fiskverð hafi haft mjög jákvæð áhrif á rekstur- inn og einnig vaxtakjör og gengis- þróun. En að sögn Hermanns Hannsonar kaupfélagsstjóra er þó að sjá ýmis hættumerki í rekstrin- um og nauðsynlegt að vera á varð- bergi því fljótt getur brugðist til hins verra. Bendir hann á að nú er markaðsverð sjávarafurða erlendis afar hátt og lækkun á því mun strax hafa neikvæð áhrif, því hrá- efnisverð til fiskvinnslu er spennt til hins ýtrasta og hafi hækkað mun meira en afurðarverðið á er- lendum mörkuðum. —GEÓ Lausn á máli geðsjúkra afbrotamanna: Andstaða í kerfinu Guðmundur Bjamason heilbrígð- isráðherra sagði á þingi í gær að hann vonaðist til að hægt yrði að koma upp fljótlega deild fyrir geð- Isafjörður og Súðavík: Þrír slasast 17 ára stúlka missti fingur í færi- bandi þar sem hún var við vinnu sína í fiskvinnslu Frosta í Súða- vík. Hún var flutt á sjúkrahúsið á ísafirði. Þá lak klórgas við fisk- vinnsluna ísver á Isafirði með þeim afleiðingum að tveir menn voru fluttir á sjúkrahúsið. —SE sjúka afbrotamenn í einhverri sjúkrastofnun. Hann sagðist mik- ið hafa gert til að finna lausn á þessu erfiða vandamáli og að menn væru nú að skoða nokkra ákveðna staði sem hugsanlega gætu tekið við þessum sjúku mönnum. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður spurði ráðherrann út í þetta mál á þingi í gær. Karl Stein- ar sagði það ástand, sem ríkti í þessum málum í dag, yrði ekki með orðum lýst. Hann sagðist einnig hafa undir höndum upplýs- ingar um að „smákóngar í heil- brigðiskerfinu", eins og þingmað- urinn orðaði það, stæðu gegn því að lausn fyndist á málinu. Heil- brigðisráðherra staðfesti að vart hefði orðið við ákveðna andstöðu lækna í kerfinu við þær lausnir á vandamálinu sem menn hafa sett fram. Hann sagði að andstaðan hefði á ýmsan hátt tafið úrlausn þess og gert það erfiðara. Salome Þorkelsdóttir gagnrýndi harðlega aðgerðaleysi stjórnvalda í þessu máli. Hún minnti á umræð- ur sem urðu um málið á Alþingi fyrir 10 árum í kjölfar tillögu sem Helgi Seljan flutti. Salome sagði ekkert hafa gerst í málinu síðan þessi umræða fór fram. -EÓ Islenska ólympíusveftin f skák. i aftari röð em þeir Jóhann HJartar- son, Helgl Ólafsson og Maraeir Pétursson. Fremst: Héðlnn Steln- grímsson, Jón L. Ámason og Björgvin Jónsson. ISLENSKA 0LYMPIU- I cirÁir 9VCII N vlVAIi Ólympíuskákmótið verður að Áskell öm Kárason og sérlegur þessu sinni haldið í Vovi Sad í Júgóslavíu dagana 16. nóvember til 4. desember. Á mótið koma skáksveitlr frá rúmlega 100 þjóð- um í opnum flokki. íslenska skák- sveitin, sem teflir á mótinu, er skipuð stórmeisturunum Helga Ólafssyn), Margeírí Péturssyni, Jónl L. Ámasyni og Jóhanni Hjartarsyni. Til vara era þeir Héð- inn Steingrímsson, sem var skák- meistari Islands í ár, og Björgvin Jónsson sem er alþjóðlegur meistari. Fararstjóri verður Þrá- inn Guðmundsson, liðsstjóri er aðstoðarmaður sveitarínnar er Gunnar Eyjólfsson. Þátttaka í ólympíuskákamótinu er stærsta verkefni íslenskrar skákhreyfingar. Verkefnið er í þetta sinn styrkt af Eimskíp, sem leggur til 1,5 milljóna króna U1 fararínnar. Á mótinu verða tefldar 14 umferðir eftír monrad-kerfi. Besti árangur íslensku sveitarinn- ar til þess er í Dubai árið 1986, en þá hafnaði sveitin í 5. sæti. Á síð- asta móti hafni sveitln í því 15. og þá var teflt í Þessalóníku fyrír tveimur árum síðan. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.