Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 9. nóvember 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 L Bankar og þjóðarsátt Frá því að stjóm íslandsbanka hf. ákvað að hækka vexti fyrir einni viku hafa umræður um það efhi eðli- lega snúist um hver sé hlutur bankanna í „þjóðarsátt- inni“ og hvað það er sem þjóðarsáttin felur í sér. Viðbrögð stjómar Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar og Verkamannasambands íslands hafa ífamar öðm beint sjónum manna að tengslum bankavaldsins við allsheijarsamkomulagið um baráttu gegn verðbólgu og virkri leið til þess að treysta verðgildi íslensku krónunnar. Verkamannafélagið Dagsbrún er stór hluthafi í íslandsbanka hf. eftir sanuuna Alþýðu- bankans við þessa bankasamsteypu og hefur sýnt trúnað sinn við Islandsbanka með því að geyma þar fé sitt og eiga mikil viðskipti við hann. En þrátt fyrir þessi nánu viðskiptatengsl Dagsbrún- ar við íslandsbanka og þótt einkaviðskiptum félags- ins við bankann væri ekki stefnt í voða við vaxta- hækkunina, telur stjóm Dagsbrúnar eigi að síður að vaxtastefna bankans bijóti gegn gmndvallarreglu þjóðarsáttarinnar í verðlagsmálum. Stjóm Dagsbrúnar bar þetta mál undir almennan fé- lagsfúnd sem ályktaði að ákvörðun bankans um vaxtahækkun sé tekin á sama tíma og verkalýðsfé- lögin „leggja sig öll fram um að hindra verðhækkan- ir og nýtt verðbólguflóð." Framkvæmdastjóm Verka- mannasambandsins ályktaði í sama anda, taldi vaxta- hækkunina ótímabæra og andstæða þeim markmið- um sem felast í kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins. Hins vegar bregður svo við að Vinnuveitendasamband íslands hefúr ekkert við r vaxtahækkun Islandsbanka að athuga og jafnvel við- skiptaráðherra þykir þessi ákvörðun eðlileg og í sam- ræmi við samkeppnisreglur í viðskiptum. Viðskiptaráðherra er þar á öndverðum meiði við for- sætisráðherra, Steingrím Hermannsson, sem hefúr lýst yfir því að ríkisstjómarflokkunum beri að fylgja því eftir við þingkjöma fúlltrúa í bankaráðum ríkis- bankanna að ekki komi til vaxtahækkunar hjá þeim. Forsætisráðherra telur að afkoma bankanna sé góð, en vill á hinn bóginn að Seðlabankinn láti í té skýrslu um fjárhagsafkomu viðskiptabankanna til þess að stjómvöld og almenningur hafi betri aðstöðu til að meta réttmæti vaxtahækkana um þessar mundir. Ut af fyrir sig em ekki bomar brigður á að stjómir bankanna hafi ákvörðunarvald um vaxtatöku. Hins vegar verður jafnframt að líta svo á að bankaveldið sé aðili að þjóðarsáttinni og bundið af þeim skyldum sem valda- og áhrifaöfl þjóðfélagsins hafa tekið á sig í því sambandi. íslandsbanki getur ekki skorast und- an skyldu sinni í þessu efni ffemur en bankaveldið í heild. A bankana verður að líta sem hluta af milli- liða- og atvinnurekendavaldinu og án allrar sérstöðu þegar til þess kemur að meta skyldur þess í þjóðar- sáttinni. Viðbrögð Dagsbrúnar og Verkamannasam- bandsins em réttmæt áminning um að skyldur við þjóðarsáttina em ekki bara á eina hlið. Öll valda- og hagsmunaöflin í þjóðfélaginu hafa þar skyldum að gegna. Margt gengur okkur öndvert fs- lendlngum á tftnum, þegar mest er bugiHtð og talaö um Evtúpubanda- laglö og bannaö er að veiöa hvalL Þetta riQaöist uþp, þe$w afónvörp landsins birtu myndir af úldmnn marsvínum, sem fundust á §örum aiutur á LanganesL Þar var skoriö Hí........................... in. Fólk var nefnilega að veha því fyrir sir hvort nú fcngist súr hvalur. En þvf varekki að heilsa. í árverÖur enginn súr hvalur. Þaö er hægt aö þakfca útfcndingum, sem f vaxandi mæli siripta sér af málum Ísknd- um hvalreka. Meon slógust á hval- 6öru ogþeir Btuá retónn hval eins og hveija aöra er alin ur vind í öðrutn heimsálfum um \áö aö sHfct athæfi sé I svoáð , nú eftir aö nú hvetju því, sem i á Oöror ofckar, og sfciptir engu þótt farið sé aö sló í það. Sfaand marsvfn- anna var þó ekki fallegt strand. Þau heyra til Böinni tíö, t £ Qörum Suðursveitar f æsku Þór- Þórðarsonar á meðan Steinn meta fáUeg strönd, og tnáli þótt hann væri lagstur f kör. Þetta voro efcki úkHn strönd, heidur franskar fisidduggur og urðu tÖ margar sögur af mannbjörg og reka. Þá rak upp stórar tunnur meft vín- um, og var mjöfturinn kallaftur mæravín. Þegar Megu ströndm voru aft koma tók Steinn afi til vift aft skjálía í kör sinni. Umhyggjusöm honum væri kalt og hvort hún ætti aft brelfta meira ofan á hann. Steinn brást hinn versti vift og harftneitafti yfirbreiftslu, Ég skelf af bug, kona, um. Þetta vindtal nær enn einungis baráttuna almennt mun það ná til innan tíftar og kallast þá dömuvindur. Stundum ervitnaöídynkattarins, enaMreier vitnaft f dyn hvaia. Hins hvalavinir haft eru orönir úfchúr. __________________ er að vdða hvaL mest vegna áhirifa i somu lönd vfla eldd fyrir ar þaft kemur til sjávar drepur þaft allt Iff í sjónum. Ut af þvi er lftið kvartaó og engar Úldiö strand Þannig fór fyrir mörgum sem sáu hræin af marsvínunum á fjorum Langaness. Þeir skulfu af hug út af svona Megu strandi, þangaft til uppjýstist aft hræin voro oröin úld* árangri aft vift megum ekki veifta hvalL Jafnvel var orðaft að banna ætti aft sláhta sauftfé, en þau stefnu- mift voru kveftln í kútinn áöur en vift gátum apað þau eftir. Að vísu er ekki víö því að búast aft hvalavinir hafi orðið öllu lengur, enda er tíminn andstæður svona orðasfcafcsfóIkL Þaö hefur lika fundið upp nýtt vift- fangsefni, sem mun gripa hugþess allan. Kjaroorkulaus úthöf eru pró- grammift í dag og ólífct skynsamari vettvangur en banna hvalveiöi eða telja mifflónamæringa á aö taka hval í fóstur, sem er helsta fiáröflunar- idðin. Nú getur þetta fólk snúið ser að þvf að fá fólfc tii að taka fcjam- orkufcafbát f fóstur. Súran hval í fóstur Mt eru þetta þó annars konar atrifti en að hafa misst af súra hvalnum. Á að hvalnum ætia rocnn vitlausir að verða sé hann vekídur til manneldis og raunar í Htlum mæB. Fólk sem meft þessum hætti neitar okkur um súran hval á efctó upp á paJIborðið hjá vinum súra hvalsins. Þeir virðast þekfcja b'tið tíl hnossgætís. Þeir þekfcja meira tíl miQjónamæringa, sem þeir plata tíi að taka hval í fóst- ur. Eins og alkunna er þá cru millar súrs hvals. En tÖ þess að það væri hægt þyrftí Ifldega að teQa þeim trú um að hvalurinn súmaði í sjónum. Þeír ættu að geta trúað því, fyret þeir tiúa því að þeir séu að fóstra dýr i undirdjúpunum. Öðru máli gegndi færu þeir aft taka fcjamorkukafbáta í fóstur. Þeir fcæmust öftru hvetju að AF ERLENDUM VETTVANGI I! I' HHÍM! Aö loknum kosningum Kosningar í Bandaríkjunum eru eðlilega mikið fréttaefni í heims- pressunni. Þar ber margt til, fyrst og fremst það að Bandaríkin eru risa- veldi umfram öll önnur stórveldi og mikils ráðandi um heimsmálin. Auk þess er það næstum viðtekin skoðun að Bandaríkin séu forystuþjóð lýð- ræðisríkja og í fremstu röð um lýð- ræðislega stjómarhætti og þjóðfé- lagsgerð. Allt eru þetta réttmætar ástæður til þess að heimurinn fylgist af áhuga með bandarískum kosning- um, þótt á hinn bóginn veki það at- hygli hversu kjörsókn í bandarísk- um kosningum er oft lítil sem bend- ir til þess að almenningur þar í landi sé ekki ýkja áhugasamur um að neyta kosningaréttar síns. Tveir flokkar Þær kosningar sem nú áttu sér stað í Bandaríkjunum gengu út á að kjósa hluta öldungadeildarþing- manna í alríkisþinginu í Washing- ton, svo og hluta fulltrúadeildar- þingmanna þess, auk allmargra rík- isstjóra í einstökum ríkjum. Eins og jafnan áður stóð baráttan í kosning- unum svo til eingöngu milli aðal- flokkanna tveggja, demókrata og repúblikana, önnur framboð skipta yfirleitt engu máli, það er aðeins í undantekningartilfellum að kjós- endur styðji aðra flokka eða framboð en þessa gömlu og grónu stjóm- málaflokka. Hins vegar fylgja banda- rískum kosningum oft ýmiss konar skoðanakannanir á tilteknum mál- um, oftast staðbundnum, sem setur sérstæðan svip á bandarískar kosn- ingar. Atkvæðaseðlar í bandarískum kosningum geta því orðið býsna fyr- irferðarmiklir. Bandarísku kosningarnar á mið- vikudaginn breyttu naumast heild- armynd stjórnmálanna. Andstæð- ingaflokkur Bush forseta, Demó- krataflokkurinn, hélt vel í meiri- hlutaaðstöðu sína í báðum deildum alríkisþingsins, en náði þó síst betri árangri en við var búist. Demókratar hafa auk þess fleiri ríkisstjóra en repúblikanar, eins og áður. Úrslitin leiddu í Ijós þá þekktu staðreynd að þótt svo vilji til að forseti Bandaríkj- anna sé repúblikani, fer fjarri því að Repúblikanaflokkurinn sé meiri- hlutaflokkur í landinu. Forsetakosn- ingar eru fremur persónulegar en flokksbundnar. Ósigur forsetans Þrátt fyrir það eru kosningaúrslitin túlkuð sem ósigur fyrir Bush for- seta, ekki síst vegna þess að hann beitti sér sjálfur mikið í kosningun- um með hörðum ádeilum á demó- krata en lofsöng um sig og sína menn hvar sem hann fékk því við komið og hvergi meira en í Flórída- ríki og Texas (heimaríki sínu), en þar töpuðu repúblikanar ríkisstjóra- embættunum, sem þeir höfðu haft undanfarin kjörtímabil. Forsetinn náði ekki til kjósenda með málflutn- ing sinn sem snerist að miklu leyti um ábyrgðarleysi demókrata í skattamálum, en umfram allt um einbeitta forystu sjálfs sín í átökum við Saddam Hússein í Persaflóamál- inu. Forsetinn reyndi að breiða yfir fjármála-, efnahags- og atvinnu- ástandið heima fyrir, en kjósendur fundu á sjálfum sér að í þeim mál- flutningi var holur hljómur. Sam- dráttareinkennin í amerísku efha- hagskerfi leyna sér ekki og uppi- vöðslusemi spákaupmanna og óprúttinna milliliða fer ekki fram hjá kjósendum. Eftirleikurinn Þótt í efnahags- og fjármálum sé Bush að súpa seyðið af margra ára efnahagskukli Reaganstjómarinnar, hvort heldur er í fjármálastefhu rík- isins eða lausatökum á atferli spá- kaupmanna, finna kjósendur enga afsökun í því fyrir forsetann. Það er heldur engin vissa fyrir því að Bush geti gert sig góðan í augum vonsvik- ins almennings með því að útmála hreysti sína í átökum við Saddam Hússein. Þó er það e.t.v. ekki síst í því máli sem heimurinn bíður eftir framhaldinu hjá Bandaríkjaforseta, hvaða ályktanir hann dregur af mót- tökum þeim sem hann og hans menn fengu meö málflutning sinn í kosningabaráttunni og úrslitum kosninganna almennt. Ef Bush telur, að þrátt fyrir ósigur sinn og repúblikana í nýafstöðnum kosningum, hafi hann bandarísku þjóðina með sér um það að fara í op- ið stríð við íraka, er ekki ólíklegt að hann herði á þeim áróðri á næst- unni. Ef forsetanum tekst að sann- færa þjóð sína um að oiíustríð við Persaflóa sé óhjákvæmilegt, þá kann að vera stutt í styrjaldarátök. Því ræður Bandaríkjaforseti sjálfur og ber það ekki undir kjósendur úr þessu. En hvað segja forystumenn annarra þjóða? I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.