Tíminn - 17.11.1990, Side 6
6 Tírpinn
Laugardagur 17. nóvemb'er1990
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
SkrflstofiirLyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreiflng 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Tilboð með fyrirvara
Utanríkisráðherra sem fer með þau málefni, er snerta
hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti, svo-
kallað GATT-samkomulag, hefur sent frá sér tilboð til
umræðu um hvernig íslendingar gætu hugsanlega
stutt þá hugmynd sem uppi er á vettvangi GATT að að-
ildarríkin stuðli að því að viðskipti með landbúnaðar-
vörur landa milli verði sem frjálsust.
íslendingar geta ekki látið þessar umræður framhjá
sér fara. Hjá því verður ekki komist að ýmsu verður að
breyta í stuðningsaðgerðum við landbúnað hér á landi
eins og annars staðar. Hins vegar er það á misskilningi
byggt að íslendingar hafi verið komnir svo í eindaga
með að leggja fram tillag af sinni hálfu til þessarar um-
ræðu, að utanríkisráðherra hefði ekki haft ráðrúm til
að kynna hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum
nánar en hann gerði, hvert yrði efni og orðalag tilboðs-
ins.
Fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Stéttar-
sambands bænda við Tímann í fyrradag að tilboðið hafi
ekki verið borið undir stjórnendur sambandsins. For-
maður Landssambands kúabænda lýsir einnig í viðtali
við Tímann óánægju sinni með það að tilboðið hafi
ekki verið borið undir forsvarsmenn bændasamtak-
anna.
Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttar-
sambandsins, tók fram að sambandið myndi skrifa rík-
isstjórninni bréf þar sem komið yrði á framfæri at-
hugasemdum við tilboðið, enda væri ýmislegt óljóst í
því skjali. Einnig að Stéttarsambandið muni fara fram
á að fulltrúar þess fengju að vera viðstaddir lokahrinu
samninganna í Genf og að haft yrði náið samstarf við
bændur um framkvæmdina hér heima.
Utanríkisráðherra hlaut að sæta gagnrýni fyrir máls-
meðferðina, eins og líka fram hefur komið í orðum
forystumanna bændasamtaka. Gagnrýni þeirra er rétt-
mæt. Hitt kann satt að vera að efnisleg gagnrýni á til-
boð utanríkisráðherra vegi þyngra en andmæli gegn
formsatriðum og vinnubrögðum ráðherra. Efnislega
gagnrýni mun heldur ekki skorta, því að efni og orða-
lag tilboðsins er engan veginn svo Ijóst að það megi
ekki túlka á ýmsa vegu.
Að vísu kemur fram í aðfaraorðum tilboðsins að það
er „fyrsta tilboð og háð tilboðum annarra þáttakenda í
samningaviðræðunum. Því áskilur ísland sér rétt til
þess að breyta og/eða draga til baka sérhvern hluta til-
boðsins.“ í þessum orðum felst fyrirvari sem ráðherra
ber að sýna fram á að hafi raunhæft gildi. Sönnur á því
fást þó ekki fyrr en á reynir við samningaborðið. Betra
er þó að hafa þennan fyrirvara en ekki. Á grundvelli
hans er möguleiki til þess að breyta efni tilboðsins, ef
staðið er af einbeitni að því að halda honum fram á síð-
) ari stigum málsins.
Eins og bent var á í forystugrein Tímans á fímmtu-
daginn er andinn í GATT-viðræðunum í Genf þannig
að allt er í óvissu um samkomulag milli Evrópubanda-
lagsins og Bandaríkjanna um alþjóðaviðskipti með
landbúnaðarvörur. Með hliðsjón af því lá ekkert á að
utanríkisráðherra íslands hraðaði tilboði sínu með
þeim hætti sem hann gerði. Að ganga framhjá hags-
munaaðilum um samráð er aðfinnsluverð embættis-
færsla.
F
llokl
, lokksþing Framsóknarflokksins
er haldið um þessa helgi og sótt af
hundruðum fulltrúa víðs vegar af
landinu. Þetta er 21. flokksþing sem
haldið er frá því flokkurinn var
stofnaður í árslok 1916 sem minnir á
að hann hefur starfað óslitið í 74 ár,
ávallt undir sama nafni, að jafnaði
verið naeststaersti stjómmálaflokkur
landsins og atkvæðamikill í þjóð-
málum allan þennan tíma. Sporin
sem Framsóknarflokkurinn hefur
markað í framfarasókn íslensku
þjóðarinnar eru mörg, áhrif flokks-
ins á gang þjóðmála eru margvísleg.
Pólitísk þjóðrækni
Framsóknarflokkurinn var stofnað-
ur í öndverðu til þess að vera þjóð-
legur umbótaflokkur sem felur í sér
þá grundvallarstefnu að íslendingar
séu stjómarfarslega og fjárhagslega
óháðir erlendu valdi og íhlutun. Svo
mikil áhersla sem á þetta var lögð í
upphafi, á þeim tíma þegar enn var
háð sjálfstæðisbarátta við Dani, er
ástæða til að minna á, að þetta mik-
ilvæga stefnuskráratriði er í fullu
gildi. Umræður síðustu ára um sjálf-
stæðis- og fullveldismál þjóðríkja
em farnar að snúast á þann veg að
vökullar pólitískrar þjóðræknis-
stefnu er þörf á íslandi sem aldrei
fyrr. Það á að vera hlutverk Fram-
sóknarflokksins að halda þeirri
stefnu fram í orði og verki. Þess er að
vænta að það flokksþing sem nú sit-
ur ítreki með skýrum yfirlýsingum
hina síungu grundvallarstefnu að ís-
land sé fullvalda ríki sem ekki getur
tengst neinu ríki né ríkjabandalagi
stjórnskipulega og megi ekki stíga
nein þau spor í milliríkjasamning-
um sem leiði til skerðingar á full-
veldisrétti íslenska lýðveldisins og
sjálfstæði þjóðarinnar.
Flokksþingið verður því að vara
þjóðina alvarlega við þeim boðskap
sem sækir á í íslenskri þjóðmálaum-
ræðu, að alþjóðleg þróun í milli-
ríkjasamskiptum, einkum evrópsk
þróun, geri það nauðsynlegt að ís-
lendingar „endurmeti" fullveldis-
stöðu sína, gangi jafnvel svo langt að
búa sig undir að verða fylki í þeim
evrópsku bandaríkjum sem stórveldi
álfunnar stefna að. íslenskir stjóm-
málamenn verða umfram allt að átta
sig á hverjar pólitískar og stjóm-
skipulegar breytingar felast í því að
fullvalda ríki gengst undir stjóm-
skipulag bandaríkja. Þjóð sem það
gerir lýtur upp frá því alríkisvaldi
sem ekki virðir þjóðlegt fullveldi
eins og íslendingar njóta nú og kost-
aði mikla baráttu að öðlast.
Með því að gangast undir alríkisvald
sambandsríkis eða bandaríkja er því
alls ekki verið að tryggja neinn efna-
hagslegan ávinning sem margir sjá í
því, heldur felst íyrst og fremst í því
skerðing á pólitísku frelsi. Þjóðin er
ekki lengur sjálfráð í landi sínu, hún
er beygð undir alríkisvöld um allt
það sem varðar hana mestu, sem er
umfram allt pólitískt frelsi, fullveldi
ríkisins og yfirráð yfir auðlindum
landsins. Þetta eru þau félagslegu og
efnislegu gæði sem þjóðinni em dýr-
mætust ásamt frjómætti og endur-
nýjunarkrafti þjóðlegrar menningar
og skapandi athafnaþrá hvers ein-
staks manns.
Það er hins vegar sérstakt hlutverk
stjórnmálaflokks og stjómmála-
manna að hlúa að hinum félagslegu
og pólitísku menningarverðmætum,
þjóðfrelsinu og athafnafrelsinu í
sínu eigin landi. Það geta stjóm-
málamenn ekki gert með neinu öðm
en gæta fullveldisins eins og stjóm-
arskráin ákveður, láta sér ekki koma
til hugar að tengjast neins konar
bandaríkjum Evrópu, hversu laus-
tengd sem þau látast vera, bregðast
ekki hinni „pólitísku þjóðrækni"
sem hefur verið svo ríkur þáttur í ís-
lenskum manndómi. Það er þessi
pólitíska þjóðrækni sem var hvatinn
að því að ísland varð fullvalda ríki og
síðar lýðveldi. Lýðveldið er ekki og á
ekki að vera ytra tákn um einhverja
meiningarleysu, heldur sjálft efhi
þess að þjóðin sé frjáls í landi sínu.
Það var hin pólitíska þjóðrækni sem
gaf íslendingum kraftinn til þess að
hafa forystu á alþjóðavettvangi um
að tryggja haflægum þjóðum eðli-
legan eignar- og afnotarétt yfir auð-
lindum sjávar. Baráttan fyrir stækk-
un landhelgi og auðlindalögsögu
stóð í 30 ár. Sú barátta vannst íslend-
ingum í hag eingöngu vegna þess að
þjóðin var frjáls og sjálfstæð og
stjórnskipulega óháð Evrópuríkjum,
sem tregust voru til að viðurkenna
slík réttindi og eru það enn í orði og
verki.
Skyldur
Framsóknarflokksins
Flokksþing Framsóknarflokksins
hefur þá skyldu að gera þessu efni
sérstök skil. Þótt það skuli viður-
kennt og að sjálfsögðu glaðst yfir
því, að það finnast menn í öllum
stjórnmálaflokkum sem óttast þau
áhrif sem nýkapitalismi og sósíal-
demókratiskur aumingjaskapur
hafa þegar haft á pólitíska þjóð-
rækni á íslandi, þá ætlast allir til
þess að Framsóknarflokkurinn hafi
forystu gegn frekari áhrifum þess
boðskapar að íslendingar tengist
Evrópustefnu alþjóðlegu auðhring-
anna. Þetta er ekki spurningin um
að láta undir höfuð leggjast að laga
viðskiptastefnu þjóðarinnar að þró-
un sem okkur er óviðráðanleg, því
að Evrópuþróunin fer sína leið,
heldur er um það að ræða að móta
aðlögunina í samræmi við hin pólit-
ísku rök sjálfstæðis og fullveldis
þjóðarinnar.
Þá hugsun sem í þessu felst hefur
formaður Framsóknarflokksins,
Steingrímur Hermannsson, orðað í
blaðaviðtali (Mbl. 19.8.) þannig: „Svo
sannarlega tel ég að við eigum ekk-
ert erindi í Evrópubandalagið ...
Okkar verkefni núna er að ná góðum
samningi við EB og aðlaga okkur því
sem þar er að gerast án þess að tapa
sjálfsforræðinu og fullveldinu ... Ef
við gerumst aðilar að EB er Evrópu-
búum frjálst að eignast hér land og
þá munar ekki um að kaupa landið
okkar... Viljum við að landið komist
í eigu erlendra aðila? Ekki ég.“
Nú kann að vera að einhverjum
finnist óþarfi að reka svo fast á eftir
þeirri skoðun að íslendingar eigi
ekki að ganga í Evrópubandalagið,
þegar þess sé gætt að ríkisstjómin
hefur síður en svo áform um slíkt og
allt sem varðar Evrópumálin af ís-
lands hálfu sé það að taka þátt í
samningum á vegum Fríverslunar-
samtakanna (EFTA) við Evrópu-
bandalagið um svokallað evrópskt
efnahagssvæði, og að íslendingar
ganga raunar til þeirra viðræðna
með miklum fyrirvörum um efni
hugsanlegra samninga og úrslit við-
ræðnanna á hvom veginn sem þau
verða. Framsóknarflokkurinn verð-
ur að halda fast við fyrirvarastefn-
una, því að hún giidir allt að einu
gagnvart aðild að evrópska efnahags-
svæðinu sem sjálfu Evrópubandalag-
inu. Eins og evrópska efnahagssvæð-
ið lítur út í augum ráðherraráðs og
framkvæmdastjórnar Evrópubanda-
lagsins mun óskomð aðild að því
leiða til pólitískrar valdskerðingar og
Sveinn Bjömsson, fýrsti förseti íslands,
yfirþjóðlegs valds yfir auðlindum
sem nálgast það sem er í Evrópu-
bandalaginu sjálfu. Ef íslendingar
ætla að halda fullveldi sínu og yfir-
ráðum yfir auðlindum landsins
verða ráðamenn þjóðarinnar að sýna
fulla aðgæslu í yfirstandandi viðræð-
um um evrópskt efnahagssvæði.
Óskilyrt er evrópska efnahagssvæðið
anddyri Evrópubandalagsins sjálfs,
vörðuð leið til Bandaríkja Evrópu.
Framsóknarflokkurinn verður að
hafa um þetta skýra afstöðu og halda
forystuhlutverki sínu í þeirri að-
gæslustefnu í milliríkjasamningum
sem þjóðinni er nauðsyn nú sem fyrr
og aldrei fremur en í samningum
EFTA og EB.
Horft um öxl
í þessu viðfangi er flokksþingi
Framsóknarflokksins gagnlegt að
horft sé um öxl og þess minnst að
þjóðin hefur áður staðið frammi fyr-
ir hugmyndum um náin stjórn-
skipuleg og efnahagsleg tengsl við
ríkjasamrunann á meginlandi Evr-
ópu. Þessar hugmyndir eru ekki ný-
tilkomnar. Þess er þá einnig að
minnast að skelegg andstaða Fram-
sóknarflokksins undir stjóm Her-