Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. desember 1990 Tíminn 3 Forseti íslands afhenti í gær Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélagi íslands gjafir sem eru framlag til skógræktar á íslandi: Gjöfunum fylgir vel- vilji annarra í gær afhenti forseti íslands, frú Vijgdís Finnbogadóttir, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélagi íslands stórgjafír þær sem forseta hafa borist erlendis frá og eru framlag til skóg- ræktar á íslandi. Þær gjafir sem um ræðir eru 5 kg af lerkifræjum sem Mauno Koivisto Finnlandsforseti færði frú Vigdísi þegar hún var á ferð í Finnlandi í október sl. Hinn virti skógtækniskóli EkenSs í Finnlandi gaf í tilefni af stórafmæli forseta íslands 15. aprfl sl. tvo námsstyrki fyrir íslendinga til 4-5 ára náms í skógtæknifræðum og ná styrkimir bæði til skólagjalda og uppihalds á meðan á námi stendur. Francois Mitterrand, forseti Frakk- lands, gaf í tilefni af eigin afmæli 74 birkitré og verða trén afhent á næsta vori. Höfðinglegar gjafir hafa einnig borist frá Japan, sem ætlaðar eru til skógræktarátaks. í Japansheimsókn forseta íslands nýverið afhenti for- stjóri og stofnandi fyrirtækjasam- steypunnar „Sugar Island", hr. Mitsuo Satoh, forseta íslands eina milljón jena. Framkvæmdastjóri sama fyrirtækis lagði fram 300 þús- und jen og ónefndur Japani sem var viðstaddur afhendingu fjárframlag- anna afhenti forseta 5000 jen í sama skyni. Verðmæti þessara peninga- gjafa í íslenskum krónum eru um 650 þúsund krónur og eiga pening- arnir að renna til skógræktarinnar í Vmaskógi í Þingvallasveit, líkt og birkitrén 74 frá Frakklandsforseta. Aðspurð hvernig stæði á þessum áhuga erlendra ráðamanna á skóg- rækt á íslandi, sagði frú Vigdís Finn- bogadóttir að á ferðum sínum talaði hún mikið um mikilvægi þess að græða sár jarðar. „Hvert tré sem við gróðursetjum stuðlar að því að fjar- lægja gróðurhúsaáhrifin, laufkrónur trjáa heimsins sjúga í sig þau efni sem skapa þessi áhrif. Þar á ofan vita allir að ég hef mikinn áhuga á að reyna að græða sem mest það sem hefur fokið upp á íslandi og það sem hefur eyðst af gróðri á íslandi, og ráðamenn annarra þjóða sem og aðr- ir hafa sýnt mér og landinu þann vel- vilja að vilja leggja mér lið. Þeir hafa áttað sig á því að þeir gefa mér ekkert betra heldur en að gefa mér tré. Öðr- um gestum sínum gefa þeir ef til vill bækur, konum gefa þeir skartgripi, en ég fæ hjá þeim trjágróður. Mér er Ijúft að koma með gróðurinn heim til íslands, því að með trjánum fylgir einnig velvilji annarra þjóða í okkar garð,“ sagði frú Vigdís Finnbogadótt- ir. Jón Loftsson skógræktarstjóri og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg- ræktarfélags íslands, þökkuðu fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Hulda sagði að frú Vigdís Finnbogadóttir Loks hyllir undir að vsk. verði afnuminn w af tækjagjöfum til rannsóknarstofnana: Oeðlilegt að stofnanir borgi vsk. af gjöfum Verið er að athuga í fjármálaráðu- neytinu með hvaða hætti hægt sé að afnema virðisaukaskatt af rann- sóknartækjum sem rannsóknar- stofnanir í landinu nota. Stofnanir, eins og t.d. Veðurstofan, hafa þurft að borga vsk. af tækjum, t.d. jarð- skjálftamælum, meira að segja af þeim tækjum sem stofnunin hefur fengið að gjöf frá erlendum vísinda- stofnunum. Júlíus Sólnes bar upp það erindi á ríkisstjórnarfundi í gær að þessi vsk. yrði felldur niður. Hann sagði í sam- tali við Tímann að það væri mjög óeðlilegt að tæki sem kæmu hingað sem gjöf til rannsóknarstofnana þjóðarinnar væru virðisaukaskatt- skyld. Hann sagði að þau fyrirtæki, sem vilji stunda rannsóknir auk hefðbundins reksturs, lentu ekki í þessum vandræðum. Þau gætu nýtt sér það að innskatturinn eyðir vsk. af rannsóknartækjunum. Því séu það fyrst og fremst rannsóknar- stofnanirnar sem lendi í vandræð- um, vegna þess að þær hafa engan innskatt til þess að draga vsk. frá. Hann sagði að mikill vilji hefði verið innan ríkisstjórnarinnar að afnema þennan skatt og ráðherrar hefðu tekið undir þetta sjónarmið. Eins og áður sagði mun fjármálaráðuneytið kanna með hvaða hætti hægt verður að afnema þennan skatt. —SE Leikfélag Reykjavíkur: Reynsluheimur Dóra Reynsluheimur Dóra nefnist nýtt leikrit eftir Jón Hjartarson, leikara og rithöfund, sem verður leiklesið í Litla sal Borgarleikhúsins n.k. sunnudag kl. 16:00. Hlín Agnars- dóttir stjórnar lestrinum. Leiklestrar hafa verið í litla salnum undanfarna sunnudaga, þar af ein útsending í samvinnu við Ríkisút- varpið. Þessi máti á að kynna ný leikverk hefur mælst vel fyrir og hefur jafnan verið nokkur fjöldi áhorfenda/áheyrenda. Væntanlega verður framhald leiklestrum eftir áramótin. Næsta helgi er síðasta sýningar- helgi í Borgarleikhúsinu fyrir jól og er uppselt á Fló á skinni, Sigrúnu Ástrósu og Ég er meistarinn. Föstu- daginn 7. desember verður allrasfð- asta sýning á Ég er hættur! Farinnl Næstu sýningar á því leikriti verða 27., 28. og 30. desember og er upp- selt á þær sýningar. 29. desember verður frumsýndur nýr söngleikur sem nefnist Á köld- um klaka. Höfundar eru Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Sím- onarson, leikstjóri er Pétur Einars- son. Uppselt er á frumsýninguna. hefði alla sína embættistíð verið fremst í flokki þeirra sem berjast fyrir eflingu skógræktar á íslandi, gert gróðursetningu að embættis- tákni sínu og vakið almennan áhuga í landinu á skógrækt. Hvarvetna hefði hún talað máli skógræktar, ut- anlands sem innan, og kæmi nú færandi hendi með þessar góðu gjaf- ir. —SE Frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir Huldu Valtýsdóttur penlngagjöfina frá Japan og Jón Loftsson skógræktarstjóri fylgist með. Fyrir framan má sjá trékassa, en í honum eru lerkifræ firá Finnlandsforseta. Tímamynd: Áml Bjama MENNTASETUR ISLENSKRA BÆNDA I 100 AR Mót nýjum tímum með brosávör! Nú er það menntunin sem gildir ✓ A næstu árum þarf íslenskur landbúnaður að glíma við áður óþekkta samkeppni. Eigi landið að haldast í byggð verða nýjar búgreinar að leysa hinar eldri af hólmi Og umfram allt: Menn verða að geta rekið bú sín á eins hagkvæman hátt og mögulegt er, hver sem búgreinin er. -4\- jgr Bændaskólinn á Hvanneyri vill leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Þess vegna bjóðum við þegar í vetur upp á nýtt valsvið á lokaönn Bændadeildar, fjórðu önn. Það er rekstrarsvið. Og við gerum mefra: Við bjóðum nýja önn, fimmtu önnina, þar sem gamlir og nýir búfræðingar geta sest í skólann að nýju og menntað sig í rekstri. Á sama hátt geta nemendur af rekstrarsviði valið búfjárræktársvið á fimmtu önn. Vorið 1992 hefst kennslaánýju sviði, Landnýtingarsviði. Þeir nemendur sem innritast nú eftir áramótin eiga þess kost að sturjda nám á því sviði á fjórðu önn sinni. Valgreinar við Bændaskólann eru fjölmargár. Auk hinna hefðbundnu búgreina viljum við benda á nýjar greinar, svo sem Landnýtingu, Umhverfisfræði, Ullariðn og Sláturhúsastörf. Þá má ekki gleyma Skógrækt, Fiskrækt, Ferðaþjónustu, Alifuglarækt, Vinnuvélum, Búsmíði og Hrossarækt, svo nokkur dæmi séu tekin. Markmið okkar er að mennta íslenska bændastétt, svo hún sé reiðubúin að mæta nýjum tímum með bros á vor. Innritun á 1. önn lýkur 15. desember 1990. Nemendur þurfa a.m.k. að hafa lokið grunnskólanámi. Innritun stúdenta á 2. önn lýkur 15. desember. Innritun búfræðinga á rekstrarsvið lýkur 15. janúar, 1991.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.