Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. desember 1990 Tíminn 5 Raunvextir.verðtryggðra lána hafa stöðugt þokast upp á við undanfarið ár: Raunvextir á þessu ári miklu hærri en í fyrra Raunvextir óverotryggðra skuldabréfa verða allt að tvöfalt hærri að meðaltali á þessu ári heldur en í fyrra, eða 8,6% borið saman við 4,7% á síðasta ári að mati Seðlabankans. Og raunvextir vísitölu- bundinna lána verða allt að fjórðungi hærri, eða að meðaltali 7,5% á þessu ári borið saman við 6% á því síðasta. Að árinu 1988 frátöldu hafa raunvextir aldrei verið hærri heldur en á yfirstandandi ári. „Raunvaxtaþróunin á árinu bendir til þess að viðskiptabankar og spari- sjóðir hafi ekki náð að Iáta vaxta- lækkanir alveg fylgja takti verð- bólguhjöðnunar. Þessi tregða bank- anna var áberandi seinnihluta sum- ars“, segir m.a. í Hagtölum Seðlabankans um vaxtaþróun ársins 1990. Þar kemur í ljós að raunvextir óverðtryggðra lána urðu 12-13% bæði á fyrsta fjórðungi þessa árs og þeim þriðja. Raunvextir hér að framan reiknar Seðlabankinn út frá vísitölu fram- færslukostnaðar, eins og hann hefur gert síðan í febrúar 1989. Reiknaðir út frá lánskjaravísitölu (eins og al- gengast er á innheimtuseðlum bank- anna) eru raunvextir um 0,5% hærri á þessu ári en að framan greinir. Á mælikvarða lánskjaravísitölu hafa raunvextir verðtryggðra lána stöð- ugt verið að þokast upp á við: Úr 7,4% að meðaltali í október í fyrra. í 7,8% í byrjun þessa árs. Síðan í 7,9% þegar kom fram á vor- ið. Áfram upp í 8% í sumar. Og enn upp í 8,2% á haustmánuð- um, eins og þeir eru nú að meðaltali. Seðlabankinn rifjar upp (oft til vitn- að) loforð (yfirlýsingu) sem bankam- ir gáfu við gerð kjarasamninganna í upphafi ársins, sem tók til þriggja at- riða: f íyrsta lagi lækkun vaxta al- mennra skuldabréfa um 7% hinn 1. febrúar og annarra vaxta til sam- ræmis. í öðru lagi að íylgja næstu Ijóra mánuði þeirri reglu við vaxta- hækkanir að miða við 3ja mánaða breytingar lánskjaravísitölu (LKV). Og í þriðja lagi að miða vaxtaákvarð- anir síðar á árinu við það að ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra út- lána verði sem jöfnust yfir árið. Vafasamt sjálfshól hjá „frjálsu“ útvarpi Siðanefnd um auglýsingar fjallaði í gær um kæru vegna dreifirits ffá út- varpsstöðvunum Bylgjunni og Stjörnunni og unnið var af Auglýs- ingastofunni Góðu fólki. Niðurstaða siðanefndarinnar var að brotnar hefðu verið 4. og 5. gr. siðareglna um auglýsingar. Með bréfi hinn 29. nóvember s.I. til Siðanefndar um auglýsingar lagði Ríkisútvarpið fram kæru á hendur útvarpsstöðvunum Bylgjunni og Stjörnunni fyrir mjög villandi sam- anburð á útvarpshlustun og gildi auglýsinga hjá mismunandi útvarps- rásum í kjölfar könnunar, sem Gall- up gerði á íslandi í byrjun nóvember. í bréfinu segir að þessi samanburður brjóti mjög alvarlega gegn grundvall- arreglum um sanngimi í samkeppni og hafi verið birtur í sölubæklingi Bylgjunnar-Stjörnunnar og í blaða- auglýsingum. Segir ennfremur að samanburðurinn byggist á rang- færslum og fölsunum á niðurstöðum Gallup. í niðurstöðu Siðanefndar um kær- una er það staðfest að siðareglur um auglýsingar hafi verið brotnar á mjög alvarlegan hátt af hálfu útvarpstöðv- anna Bylgjunnar- Stjömunnar með vísvitandi rangfærslum og fölsunum. Siðanefndin hefur gert athugasemdir við auglýsingamar sem kærðar voru. í fréttatilkynningu frá Siðanefnd seg- ir að nefndin vænti þess að íslenska útvarpsfélagið taki athugasemdimar til greina og noti ekki það efni sem fundið hefur verið að til frekari kynn- ingar eða í auglýsingum sínum. khg. Uppfylling þriðja liðar „loforðsins" (sem íslandsbanki vísaði m.a. til við vaxtahækkun í nóvember) þýðir í raun umtalsverða vaxtahækkun, vegna þeirra stöðugu hækkana, sem bankamir hafa gert á vöxtum verð- tryggðra lána, eins og rakið er hér að framan. Nafnvextir óverðtryggðra inn- oi útlána lækkuðu hratt til 1. apríl. skuldabréfum t.d. úr 22,2% í febrúar niður í 14% í aprfl. Breytingar voru síðan óverulegar þar til í október- byrjun þegar enn varð um nokkra lækkun nafnvaxta að ræða. íslands- banki hækkaði sína vexti svo aftur í nóvember sem frægt varð. - HEI Bankarnir láta ekki að stjórn við framkvæmd þjóðarsáttar. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar: Hart að bankarnir einir á „Bankamir virðast alveg standa á öndinni yfir því að verðbólga hafi lækkað og óttast bcinlínis um líf sitt þess vegna. Að fróðra mannayfirsýn erálitiðaðhagnaðurafrekstribanka og sparisjóða í heild árið 1990 verði 2,5-3 mlQjarðar. Samt ráðgera bank- arair nú 1% vaxtahækkun". Þetta eru orð Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins í gær. Guðmundur sagði að mjög værí þungt í launþegum vegna fram- komu banka og peningastofnana í þjóðarsáttarmállnu, ekki síst nú þegar nýbúið værí að framlcngja samningunum. „Það er hart að í ÖUu þessu frafári og bardaga um þjóðarsátt þá skuU einn aðUi sleppa frá því að taka á sig byrðar vegna hennar, - bankamir,“ sagði Guð- mundur og bætti við að það værí ansi hart að raunvextir skuli vera jafh háir og þeir eru þrátt fyrir að lánskjaravísitala hafi hrapað niður. Guðmundur sagði að bæði vaxta- hækkanir og tregða bankanna tU að breyta vÖxtum í samræmi við þjóð- arsáttina hefði sldlað bönkunum mjög mUdum tekjum umfram tekj- ur siðasta árs. En bankarnir ætluðu ekki að láta þar viö sitja og því væri uggur í launþegum enda bUkur á lofti. OKuverð stefnir upp á við, sUd- arsölusamningar eru tvísýnir og sama er að segja um loðnuvertfðina. „Maður gæti búist við að í þessum slag við að halda verðbólguni niðri legðu bankarair baráttunni eitthvert Uð, en það er öðru nær. Þvert á móti ætla þeir að svara með 1% vaxta- hækkun. Núna fyrir jólin er víst meiningin að skella yfir fólk vaxta- hækkunum en predika svo fyrir öðr- um að ekkert annað megi hækka. Ætla þeir að heilsa þannig upp á okkur eftir að þjóðarsáttin hefúr nú verið framlengd? Ætía þelr að standa fyrir hækkuöu vöruverði og hærri fjármagnskostnaði hjá at- vinnufyrirtækjum í undirstöðu- greinum? Maður spyn Hvað á að segja við lág- launafólk með 40-60 þús. kr. laun sem ekki hækka á sama tíma og bankamir hækka útlánavexti þrátt fyrir mun betri afkomu en í fyrra? Vaxtahækkanimar fara nefnilega beint út í verðlagið að stórum hluta. Og annað verra: Það vetða alls kon- ar hækkanir fóðraðar vegna þeirra. Það er því furðulegt að þeir sem hvað erfiðast er að fá til að standa við bakið á markmiöum þjóðarsáttar eru peningastofnanir, meira að segja þær þelrra sem eru í eigu ríldsins. Peningastofnanlmar hafa bókstaf* lega ekki látið að stjóm.“ Guðmundur gagnrýndi einnig Seðlabankann fyrir að hafa b'tið beitt sér í því að halda niðri vöxtum. „Ég er hræddur um að sfjómendur hans séu að dunda eitthvað annað,“ sagði hann. „En bankamir láta ekki bara við sitja að heimta síhækkandi raun- vexti á útlán. Þeir hafa stórhækkað þjónustugjöld, fjölmörg þeirra um þjónustu sem áður var ókeypis“. Guðmundur J. Guðmundsson fbrmaður Dagsbrúnar: „Eiga bankamir einir að fá að maka krókinn meðan aðrir halda í við sig?“ Tímamynd; Pjetur Sem dæmi um hið síðastnefnda sagði Guðmundur að íslandsbanld hefðl nýlega teklð að innheimta sér- stakt afgreiðslugjald af launum sem greidd væru af atvinnurckanda í ís- landsbanka en sfðan send áfram til annarrar peningastofnunar. Þá hef- ur lántökugjald verið hækkað á gild- istíma þjóðarsáttar úr 1,5% í 1,8% 1. júlí og hjá íslandsbanka í 2% frá 1. septcmber. Við bankasamrunann um síðustu áramót hækkaði leiga fyrir bankahólf í gamla Alþýðubank- anum vlð Laugaveg um 100%. ,4s* landsbanki er almennt hæstur með allt nema innlánsvextí,“ sagði Guð- mundur. —sá SJUKRAHUSIN VILJA MILJARÐ í VIÐBÓT Á NÆSTU 5 ÁRUM í heilbrigðisráðuneytinu liggur fyrir áætlun frá stjómum þriggja stærstu sjúkrahúsa landsins. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að fjárveitingar til heU- brigðismála aukist á föstu verðlagi um einn miljarð á næstu fimm árum, þ.e. fari úr 11,8 miljörðum upp í 12,8 mil- jarða. Þetta kom fram í ræðu sem Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra hélt í efri deild í gær, þegar hann mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðis- þjónustu, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stofnað verði sérstakt sam- starfsráð stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. í upphafi ræðu sinnar vék Guðmund- ur að þeim kröfum sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustunnar. Hann upp- lýsti að á þessum áratug hafa útgjöld til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsffamleiðslu, aukist úr 6,6% í 8,5%. Svíar eru nú einir Norðurlanda- þjóðanna með hærra hlutfall en íslend- ingar. „í þjóðfélagsumræðunni að und- anfömu hefur nokkuð borið á harðri andstöðu við aukna skattheimtu, en jafnframt mjög ákveðnum og hávær- um kröfum um aukin útgjöld til heil- brigðismála og að hér sé ávallt veitt hin besta fíanlega þjónusta með þeim til- kostnaði sem hún að sjálfsögðu kallar á.“ Heilbrigðisráðherra sagði erfitt að samræma þessar ólíku kröfur. Hann sagðist ekki telja líklegt að heilbrigðis- mál fai mikið stærri hlut af landsfram- leiðslu á næstu árum nema að til komi aukinn hagvöxtur. Hann sagði ólíklegt að samstaða náist um að auka skatt- heimtu til að standa straum af viðbótar útgjöldum til heilbrigðismála. Guðmundur vitnaði í viðtal sem Tím- inn átti nýlega við Þórð Harðarson, yf- irlækni á lyflækningadeild Landspítal- ans. í viðtalinu segir Þórður m.a. að svo geti farið að í ffamtíðinni verði íslend- ingar að sætta sig við að þeir geti ekki veitt bestu þjónustu, sem völ er á, vegna vaxandi kostnaðar. Hann minnti á gífúrlegan Iyfjakostnað einstakra sjúklinga, en einn sjúklingur Landspít- alans kostaði á þessu ári um 30 millj- ónir. Fyrir þessa upphæð væri hægt að reka öldrunardeild í 4-5 mánuði. Síðar í viðtalinu vék Þórður að þeim mikla siðferðilega vanda, sem búast má við að læknar standi ffami fyrir í fram- tíðinni, en svo kann að fara að læknar verði að neifa sumum sjúklingum um læknismeðferð vegna þess hversu dýr hún er. Hann sagði slíkar ákvarðanir vandasamar og sársaukafullar og óvíst væri hvort íslenskir læknar væru til- búnir til að axla slíkar ákvarðanir óstuddir. Ráðherra vék síðan að sjállú frum- varpinu og rakti tilurð þess. Hann sagði mjög brýnt að reyna að auka samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hann sagðist líta á stofnun samstarfs- ráðsins sem mikilvægt skref í þá átt. í ffumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðið verði skipað fimm mönnum, þ.e. for- mönnum stjóma Landspítala, Borgar- spítala og Landakotsspítala og tveimur mönnum skipuöum af ráðherra. Ráð- herraskipuðu fulltrúamir verða skip- aðir til eins árs í senn og er það gert svo að nýr ráðherra geti skipt um þessa fulltrúa ef honum þykir það nauðsyn- legL Hinir verða skipaðir til tveggja ára í senn. Aðalhlutverk ráðsins á að vera að gera tillögur um mótun framtíðarstefnu sjúkrahúsanna þriggja, starfsvið þeirra og verkaskiptingu. Einnig að gera áætlanir um fjárfestingar og stuðla þannig að sem hagkvæmastri verka- skiptingu milli sjúkrahúsanna í ffam- tíðinni. Þá er gert ráð fyrir að sam- starfsráðið fylgist með að sjúkrahúsin starfi innan þess fiárveitingaramma sem þeim er settur á fjárlögum. Það á einnig að skipta fjárveitingum milli sjúkrahúsanna þriggja. Undir lok ræðunnar sagði Guðmund- ur um framtíðarverkefni í heilbrigðis- þjónustu: „Við þurfum að bæta húsa- kost, við þurfúm að endumýja tækja- búnað og við þurfúm að gæta þess að stofnanimar séu vel mannaðar. Þessu náum við því aðeins fram að við séum viss um að skipulagið sé það besta og hagkvæmasta sem völ er á. Ég er sann- færður um það sjálfur að það má koma því betur fyrir heldur en er í dag og liggja fyrir ýmsar áætlanir því til stað- festingar." Deilur urðu um þetta mál í haust, en heilbrigðisráðherra sagðist telja að all- flestir málsaðilar væru sáttir við ffum- varpið í þeirri mynd sem það er í nú. Hann sagðist vonast til að það verði að lögum fyrir áramótum. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.