Tíminn - 06.12.1990, Qupperneq 12

Tíminn - 06.12.1990, Qupperneq 12
12 Tíminn Fimmtudagur 6. desember 1990 UMSJÓN; SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR SUF-SIÐAN Mikið Irf hjá ungum framsóknarmönnum xæíjUF Fjáraflanir Fjáraflanlr SUF em m.a. jólahapp- drætti og sala spilastokka með fram- sóknarmerldnu. Sala spilanna hófst nú (haust og má nálgast þau á skrif- stofu Framsóknarflokksins. Spilin eru nú þegar komin í hendur margra vel- unnara flokksins og trúlega lenda þau í einhverjum jólapökkum. SUF-arar hafa prófað spilin á vís- indalegan hátt til að sannreyna gæði þeirra, sbr. meðfylgjandi mynd. SUF-klúbburinn SUF-klúbburinn er hópur ungs fólks sem hittist sér til skemmtunar í tengslum við stærri samkundur Framsóknarflokksins. Flokksþing var í nóvember og hélt SUF-klúbburinn þá opnunarhóf í nýju og glæsilegu húsnæði flokks- ins að Hafnarstræti 20. SUF-klúbburinn var að þessu sinni opinn öllum framsóknarmönnum og var mæting mjög góð. Boðið var uppá léttar veitingar, spilað á gítar, rökrætt um stjórnmál og sungið. Limbókeppnin sem átti að vera varð að fresta vegna fólksfjölda í húsinu. Ómögulegt var að koma keppninni fyrir, þó svo þátttökutilkynningar hefðu verið margar og fjölgaði eftir því sem leið á kvöldið. Stofnun félags ungra framsóknarmanna á Seltjamamesi Þriðjudaginn 30. okt. boðaði Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF, til stofnfundar FUF-Nes í húsnæði Framsóknarfélagsins á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Siv gerði grein fyrir starfsemi SUF og aðdraganda að stofnun FUF-Nes. Lög félagsins voru samþykkt og kosin var fyrsta stjórn þess. For- maður var kjörinn Sigurgeir Sig- mundsson lögreglumaður, varafor- maður og ritari Hróðný Garðars- dóttir þroskaþjálfari, og gjaldkeri Karl Hilmarsson nemi. Stofnfundurinn var hinn ánægju- legasti og ljóst er að ungir fram- sóknarmenn eru í sókn á Nesinu. Kjördæmisþing Nú í haust hafa verið haldin kjör- dæmisþing hjá Framsóknarflokkn- um um land allt. Hvarvetna hefur ungt fólk sett svip sinn á þingin, tekið virkan þátt í störfum þeirra og haslað sér ,oii á framboðslistum. Formaður eða varaformaður SUF hafa sótt þingin og flutt ávarp frá SUF. Á þingunum hefur unga fólkið hist sérstaklega og fundað um starfsemi SUF og hvernig efla megi þátttöku ungs fólks í starfi flokksins enn frekar. Á Austfjörðum er drífandi kraftur hjá framsóknarmönnum og vilji til að stofna FUF-Austfjörðum. Eftir áramót mun SUF aðstoða við að hrinda því í framkvæmd. Þing- menn flokksins í Austurlandskjör- dæmi leggja þar einnig hönd á plóg- inn, enda traustir menn. Hjálparhellur SUF Æskulýðsstarfsemi innan stjórn- málaflokka er umsvifamikil og krefjandi ef vel á að vera. Mikil vinna lendir á stjórn og fram- kvæmdastjórn SUF við að halda uppi ungliðastarfsemi flokksins. SUF hefur átt því láni að fagna að geta notið dyggrar aðstoðar skrif- stofu flokksins við starfsemi sína. Egill Heiðar Gíslason, Hannes Karlsson og Þórunn Guðmundar- dóttir taka alltaf vel á móti SUF-ur- um á skrifstofunni og leysa allar flækjur og vandamál fyrir þá, sann- kallaðir haukar í horni. Ef FUF-fé- lögin þurfa aðstoð er þeim bent á að hafa samband við þau eða fram- kvæmdastjórn SUF. Af högum Steingrímsþúfu Á liðnum haustdögum kom sú hugmynd upp innan nýkjörinnar framkvæmdastjórnar SUF að það gæti verið sniðugt að gangast fyrir ferð að hinni margfrægu Stein- grímsþúfu. Fyrir þá sem ekki þekkja til skal þess getið að þúfa þessi er rofabarð sem SUF-arar tóku til uppgræðslu fyrir nokkrum árum þegar sem mest var verið að hvetja þjóðina til að taka flag í fóstur og vildi SUF þannig sýna gott fordæmi. Leitað var til Landgræðslunnar í Gunnarsholti eftir svæði til upp- græðslu og var SUF úthlutað myndarlegu rofabarði skammt vestan við bæinn Galtalæk í Lands- sveit. Þaðan er einnig stutt yfir í Galtalækjarskóg sem margir kann- ast við. Þar um slóðir er hann að vísu nefndur Dráttur, en það nafn mun þó vera síðan löngu fyrir allt útihátíðahald á staðnum. SUF-arar efndu síðan til hópferðar austur að baröinu þar sem þeir girtu það af og stungu niður. Þar „Afbrigði af Framsóknarvist" SUFarar prófa á vísindalegan hátt gæði spilanna. Eins og sjá má hefur uppgræðslan tekist vel. Meira að segja Stein- grímshríslan fremst á myndinni lifir. endum að þau náðu í hópinn uppi á flokksskrifstofu áður en hann íagði af stað. Var þeim vel fagnað og þótt- ust menn góðir með slíkan liðsauka og lögðu upp við svo búið. Að afloknum löngum akstri eftir misjöfnum vegum var loks komið á áfangastað. Þar hittum við fyrir Bjarna Harðarson, ritstjóra Þjóð- ólfs, sem er blað framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi. Hann hafði verið kvaddur til að afla frétta af merkisviðburði þessum fyrir blað sitt. Ferðalangar tóku síðan þúfuna til gaumgæfilegrar skoðunar og varð niðurstaðan sú að uppgræðslan virðist hafa tekist mjög vel. Þó hef- ur aðeins flísast úr grassverðinum áveðurs á þúfunni og var sam- stundis ákveðið að fara í upp- græðsluferð í vor til að kippa því í lag. Annars þótti ferðalöngum sem Fyrir austan er kraftur í unga fólkinu. Hér eru væntanlegir stofnendur FUF á Austuriandi. var einnig sáð grasfræi og plantað trjám. Að verki loknu var staðnum gefið nafnið Steingrímsþúfa. Síðar kom í ljós að heldur slysalega hafði tiltekist með staðarvalið, rétt eins og með nýja álverið, því há- lærðir vísindamenn höfðu notað barðið til mælinga á uppblæstri til langs tíma. Þeim hefur víst þótt sem heldur hefði hægt á upp- blæstrinum við næstu mælingu og ef slíkt væri raunin þyrfti vart að hafa miklar áhyggjur af gróðureyð- ingu landsins. En þar sem greini- legt var að hér hafði mannshöndin komið nærri þótti vísindunum heldur að sér vegið með þessari uppgræðslu. SUF til varnar verður að segjast að samtökin fengu barðið til ráðstöf- unar hjá Landgræðslunni og ekki var á staðnum að sjá á nokkurn hátt, að þar færi fram vísindaleg rannsókn. En látum nú söguskýringum lok- ið. Framkvæmdastjórn SUF ákvað semsagt að efna til ferðar að Stein- grímsþúfu til að sjá hvernig hún hefðist við og skyldi farið þann 3. nóvember. Nú var drifið í að aug- lýsa vel og rækilega til þess að fólk gæti tilkynnt þátttöku. Svo leið og beið, en enginn gerði vart við sig. En þegar grannt var skoðað kom í ljós að símanúmerið í auglýsing- unni hafði misritast og var ekki á skrifstofu Framsóknarflokksins, heldur á lögfræðistofu úti í bæ. Það má eðlilegt teljast að mörgum hafið brugðið við að hringja þangað og haldið að lögfræðiaðstoð eða fógetaúrskurð þyrfti til að komast með í ferðina og horfið frá við svo búið. Allavega var hópurinn ekki stærri en kínversk vísitölufjöl- skylda að morgni brottfarardagsins. Á síðustu stundu bættust þó við múgur og margmenni sem beðið höfðu þolinmóð niður á BSÍ eftir rútu sem fyrirhugað hafði verið að færi þaðan, en hætt við af fyrr- greindum ástæðum. Það stóðst á SUF mætti stolt vera af þessu fram- taki sínu og fögnuðu því á viðeig- andi hátt. Telja má víst að Steingrímsþúfa eigi eftir að bera SUF fagurt vitni um ókomin ár, ef vel verður um hana hugsað, og heitum við ferða- langar á alla unga framsóknar- menn að fjölmenna í uppgræðslu- ferðina í vor, enda mun þess verða gætt að lögfræðistéttin þurfi þar ekki að koma nærri, nema síður sé. En þó að fjöldinn hefði verið tak- markaður í þessari ferð voru ferða- langar sammála um að hún hefði verið mjög vel heppnuð og gagnleg. Hluti hópsins fylltist svo miklum áhuga að hann settist niður eftir að heim var komið og samdi verkáætl- un fyrir næstu ferð í vor. Og við hlökkum til að að sjá alla með okk- ur þá sem ekki komust núna. F.h. ferðalanga, Sigurður Eyþórsson. SUF kynning Samband ungra framsóknarmanna eru landssamtök ungra framóknar- manna, yngri en 36 ára. SUF vinn- ur m.a. að því að auka þátttöku ungra manna í störfum innan Framsóknarflokksins. Innan SUF eru starfandi 16 félög ungra framsóknarmanna um land allt. Æðsta vald innan SUF er í höndum sambandsþinga SUF sem haldin eru annað hvert ár. Á síðasta sambandsþingi sem haldið var að Núpi í Dýrafirði í haust var kosin ný stjórn SUF. Stjórnina skipa: Siv Friðleifsdóttir Reykjanesi, for- maður Ragnar Þorgeirsson Vesturlandi, varaformaður Sigurður Eyþórsson Suðurlandi, ritari Anna Kristinsdóttir Reykjavík, gjaldkeri Meðstjórnendur: Jóhann Jónsson Austurlandi Bragi Bergmann Norðurlandi eystra Árni Gunnarsson Norðurlandi vestra Einar G. Einarsson Reykjanesi Ólafur M. Magnússon Reykjanesi Anna M. Valgeirsdóttir Reykjavík Hallur Magnússon Reykjavík Guðmundur B. Heiðarsson Reykja- vík Geir Sigurðsson Vestfjörðum Innan SUF starfa ýmsar nefndir, s.s. þjóðmálanefnd, utanríkismála- nefnd og umhverfismálanefnd. Þeir sem áhuga hafa á að starfa innan félaga ungra framsóknar- manna og SUF eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Hafnarstræti 20, Reykjavík, í síma 91-624480.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.