Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 6. desember 1990 Fimmtudagur 6. desember 1990 Tíminn 11 IVIik ar breytingar framundan á eignarhaldi í íslenskum atvinnurekstri: „Líklega gildir það sama um 5 ára bam og hluta- bréfomarkaðinn á íslandi. Hvort tveggja er byijað að tala, leika sér og jafnvel skrifo og lesa einföld- ustu orð, en skólinn er rétt að byrja. Við verðum að standa okkur í uppeldishlutverkinu og gæta þess að engin slys verði meðan markaðurinn er enn á skólaskyldualdri. Það verður örugglega fullt af slysagildrum á vegi okkar.“ „Verð hlutabréfa hér á landi er orðið svipað og á þróuðum hlutabréfamörkuðum, ef ekki ögn hærra. Þetta kallar ekki á þá ályktun að verð hlutabréfa sé orðið háskalega hátt og verðhmn sé yfirvofandi. En þetta hlýtur að þýða að nú sé að komast á jafnvægi á hlutabréfamarkaði hérlendis og draga taki úr þeim gífurlegu hækkunum sem verið hafa.“ „Á þessum tíma (þeim fimm árum síðan teljandi viðskipti með hlutabréf hófust hér á landi) virðast hlutabréf almenningshlutafélaga hafe gefið þeim mun hærri ávöxtun, því minni áhætta sem var tekin. Ég get fúllvissað viðstadda um að þessu tímabili er nú lokið. Hlutabréfaviðskipti á fslandi eru komin á það stig að ávöxtun mun framvegis ekki lengur standa í öfugu hlutfalli við þá áhættu sem tekin er.“ Þetta eru tilvitnanir í erindi þeirra Þorkels Sig- urlaugssonar framkv.stj. þróunarsviðs Eim- skips, Svanbjöms Thoroddsen deildarsj'. VÍB og Sigurðar B. Stefánssonar framkv.stj. VÍB á ráð- stefnu um hlutabréfamarkaðinn á íslandi. En hún var haldin í tilefni af 5 ára afmæli HMARKS - Hlutabréfamarkaðarins hf. Allir telja þeir miklar breytingar framundan. Bæði á markaði með hlutabréf, sem hefur vaxið gífurlega hratt á undanfömum árum. Og ekki síður á eignarhaldi og rekstri íslenskra fyrirtækja - sem í saman- burði við erlend fyrirtæki hafa þá sérstöðu að skulda gríðarlega og eiga hvað minnst verð- mæti. Fjórfaldast á þrem árum „Oft skapast hætta á að verð hlutabréfa falli úr samhengi við þau verðmæti sem felast í viðkom- andi fyrirtæki. Lögmál framboðs og eftirspumar ræður ferðinni á hlutabréfamarkaði og í sumum tilfellum getur það teymt verð hlutabréfanna út fyrir raunvirði fyrirtækjanna," sagði Svanbjöm Thoroddsen, sem ræddi um verðmyndun á ís- lenskum hlutabréfamarkaði. Hlutabréfamarkaðurinn hefur fjórfaldast á einu ári og tífaldast á síðustu þrem árum. Verðbréfa- fyrirtæki skrá nú kaup og sölugengi hlutabréfa í 24 almenningshlutafélögum og markaðsvirði þeirra er nú um 28 milljarðar króna. Astæður þessa gífúrlega vaxtar á stuttum tíma sagði Svanbjöm vera að í fyrsta lagi hafi skráðum fyrirtækjum fjölgað, í öðm lagi hafi mörg þeirra boðið út nýtt hlutafé á árinu og í þriðja lagi gífúr- legar verðhækkanir á hlutabréfum að undan- fömu, td. að meðaltali 80% frá síðustu áramót- um. Bréfín dýr og lítill arður... Arð af hlutabréfum sagði hann þó hafa verið heldur lítinn hér á landi, td. að meðaltali 2,8% af markaðsverði hlutabréfa s.l. vor. Þetta merki að annað hvort séu arðgreiðslur lágar eða verð hlutabréfaofhátt Svokallað Q-hlutfall hefúr verið algengasta að- ferðin við mat á hlutabréfum hér á landi. Q- hlut- fallið ber saman verð hlutabréfanna og verðmæti þeirra eigna sem bundnar eru í fyrirtækinu sam- kvæmt bókfærðu eiginfé. Q- híutfallið fyrir ís- Frá síðasta aðalfundi Eimskips. lenskan hlutabréfamarkað í heild er nú um 1,16, sem þýðir að markaðurinn er tilbúinn að greiða 16% hærra verð fyrir bréfin en samsvarar bók- færðum eignum fyrirtækjanna. Erlendis sé algengast að nota svonefnt V/H-hlut- fall (V = markaðsverð bréfanna / H = hagnaður fyrirtækisins) sem mælikvarða á verð hlutabréfa (Price-eamings ratio). V/H-hlutfallið 10 fyrir ákveðin bréf þýðir þá td. að greiðaþarf hagnað 10 ára fyrir bréf. Á íslenska markaðnum í heild er V/H-hlutfallið nú 13,2 (en mjög mismunandi milli fyrirtækja). Samkvæmt framangreindum tölum segir Svan- bjöm verð hlutabréfa hér á landi orðið svipað og á þróuðum hlutabréfamörkuðum erlendis, ef ekki ögn hærra. Hljóti því að draga úr þeim gífurlegu verðhækkunum sem verið hafa á hlutabréfum. Og jafnframt að hluthafar fari að setja fram ákveðnari kröfúr um að fyrirtækin skili meiri hagnaði. Ella selji þeir bréfin og þar með lækki verð þeirra. Afkoman svo léleg að... Sigurður B. Stefansson bendir á að meðal skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði séu nokk- ur af traustustu og sterkustu fyrirtækjum lands- manna. Tölur Þjóðhagsstofnunar um afkomu fyrirtækja í landinu í heild sýni aftur á móti al- mennt miklu lakari afkomu. „FVrirtæki sem hafa með höndum mikinn hluta atvinnureksturs í landinu, í fiölmörgum atvinnu- greinum, hafa raunar sýnt svo lélega afkomu fram til þessa, að lítil eða engin von er til þess að unnt verði að selja hlutabréf þeirra á frjálsum markaði - hvorki hérlendis né erlendis." Markaðsvirði hlutabréfa almenningshlutafélaga áætlar Sigurður um 30 milljarðar um áramót, sem er þá liðlega fimmtungur af heildarandvirði verðbréfa á innlendum markaði (140 milljarðar), en um 8-9% af landsframleiðslu. Þetta segir hann afar lágt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Al- gengt sé að verðmæti hlutabréfa á markaði sé 50- 100% af landsframleiðslu. Að íslenski markaðurinn nái þvílíkri stærð næsta áratuginn telur Sigurður afar ósennilegt, nema að atvinnulíf þjóðarinnar taki að blómstra með óvæntum hætti á næstu árum. Um 25-30% aldamótahlutfall sé líklegra, þ.e. að fjórðungur at- vinnustarfseminnar verði í höndum skráðra fyrir- tækja. Ástæðan sé einfaldlega sú að minni verð- mæti séu fólgin í fyrirtækjum á íslandi en að jafn- aði meðal iðnríkja. Miklar breytingar framundan .d’að virðist augljóst að fiamundan eru miklar breytingar á eignarhaldi í íslenskum atvinnu- rekstri," sagði Sigurður. Ein helsta ástæða þess sé sú 20% hækkun raunvaxta - úr 12-14% nei- kvæðum upp í 6-8% jákvæða raunvexti - sem varð í landinu um miðjan áratuginn. Sú upp- spretta eigin fjár sem fólst í neikvæðum vöxtum sé liðin tíð. Hlutabréfamarkaður sé þar með ein- asta úrræði fjölmargra fyrirtækja. Hagnað íslenskra fyrirtækja segir Sigurður að Eftir Heiði Helgadóttur jafnaði mun minni en í samkeppnislöndunum. Eigi íslendingar ekki að dragast rækilega aftur úr nágannaþjóðunum sé þörf á verulegum breyting- um í viðhorfum til atvinnureksturs. .Aðeins þróttmikil fyrirtæki með jafnmikla eða enn meiri framleiðni en sambærileg fyrirtæki annarra þjóða geta veitt íslendingum þau lífskjör sem ná- grannaþjóðir okkar búa við. Innlendur hluta- bréfamarkaður er ein af forsendum fyrir því að slík öflug og þróttmikil fynrtæki rísi upp og þríf- ist og að þeim fjölgi." Að mati Sigurðar gætu hlutabréf fyrir 100 til 150 milljarða króna komið á markaðinn næsta ára- tugina Á Sprengisand með hálfan tank... „Fjármögnun fyrirtækja; Hlutafé eða lánsfé?" var umræðuefni Þorkels Sigurlaugssonar. Sagði hann ffemur litla þekkingu og reynslu á þessu sviði hér á landi og reyndar með ólíkindum hvað lítið hafi verið fjallaö um þetta efni. Skoðanir fjöl- miðla og stjómmálamanna séu oft litaðar af pól- itískum sjónarmiðum, fordómum, hugsjón, þröngsýni eða sveitamennsku. Að stofnun fyrirtækja segir hann yfirleitt staðið öðruvísi hér á landi en erlendis. Þar sé undirbún- ingur meiri og lengri, allar áætlanir ítarlegri, við- skiptaáætlun lögð fram og dæminu síðan lokað með hlutafé og lánsfé. „Hér sjáum við skrapað Tfmamynd Áml Bjama saman hlutafé og talað um að auka það síðar. Svona fyrirtæki verða oft strand. Þetta er eins og að ætla yfir Sprengisand með hálfan tank af bens- íni í þeirri von að tankur sé á leiðinni." Hlutafé ekki ódýrara en lánsfé Að hlutafé sé eða eigi að vera ódýrara en lánsfé, eins og sumir halda, segir Þorkell mikinn mis- skilning. í raun sé hlutafé dýrara en Iánsfé, því hluthafinn taki áhættu og hljóti að gera meiri arðsemiskröfúr. Þótt skattareglur séu þannig að menn geti lækkað skattana sína með hlutabréfa- kaupum megi það ekki verða til þess að slakað sé á arðsemiskröfúm fyrirtækja. Bankar óþarfur milliliður...? „É g er þeirrar skoðunar að við eigum núna stór- kostlega möguleika á því að nýta okkur hluta- bréfamarkaðinn til að flytja (jármagn ffá fyrirtækj- um með mikið eigið fé, almenningi, sjóðum og ffá ríkisvaldinu inn í fyrirtækin, sem þurfa að auka sitt eigið fé, eru í þróunar- eða nýsköpunarverk- efnum. Hvers vegna á almenningur að leggja milljarða inn í bankakerfið, sem síðan lánar fiár- muni til alls konar fyrirtækja á hærra verði, þar sem í besta falli er hugsað um að fasteignaveð sé til staðar, sem síðan er lítils virði. Horfa þarf miklu ákveðnar á það hverju reksturinn er að skila." Þorkell kvað það hafa komið sér á óvart hversu bankamir séu oft illa á verði og hve lítið aðhald þeir veiti fyrirtækjunum. Þama þurfi að verða mikil breyting. Hlutafélagalöggjöfina hér á landi telur hann ffumstæða og litlar breytingar hafa verið gerðar við nýlega endurskoðun laganna. Einangraðir í fílabeinstumi fræðanna... Þá segir Þorkell dómsvaldið vanbúið að takast á við flókin fjármálaleg dómsmál, enda leggi menntakerfið áherslu á að uppffæða menn um refsirétt, sögulegar staðreyndir og ýmis sérhæfð dægurmái. Hinar öru breytingar í viðskiptum hafi aftur á móti orðið útundan. í þeim stóm mál- um sem dómstólar hafi tekið sér fyrir hendur hafi komið í Ijós að menn drukknuðu í smáatriðum, kynnu ekki að spyrja réttu spuminganna og hafi verið illa að sér í fyrirtækjarekstri. Þetta sé mjög hættulegt fyrir atvinnureksturinn. Eigið fé frá 100% niður fyrir 0 Þorkell gerði m.a. grein fyrir stöðu helstu at- vinnugreina. Eiginfjárhlutfall (eigið fé í % af heildareignum) allra einkafyrirtækja utan banka segir Þorkell undanfarin ár hafa verið á bilinu 25- 30%, en mjög mismunandi milli fyrirtækja. í sumum sé eigið fé mikið en öðmm lítið og jafiivel neikvætt. Útgerð og fiskvinnslu segir Þorkell almennt með of lítið eigið fé. Þessi grein þarfnistáframhaldandi uppstokkunar og öflunar eigin fjár - ekki ffá sjóð- um heldur ffá fyrirtækjum og almenningi. Þessi grein verður áfiam sú sem skiptir okkur megin- máli og því mikilvægt að hún átti sig á því hvem- ig hún ætlar að vera með á hlutabréfamarkaðn- um. „Ég spái því að breytingar og uppstokkun í fiskvinnslunni séu varla hafnar, miðað við það sem við eigum eftir að sjá á næstu ámm.“ Nokkrir stórir standa eftir... Byggingariðnaður þurfi 3040% eigið fé. ,Þessi grein á eftir að fara í gegnum miklar breytingar. Nokkur stór og sterk fyrirtæki munu standa eftír.“ í iðnaði (öðmm en stóriðju) hefúr eiginfjárhlut- fall farið lækkandi og afkoma almennt verið óvið- unandi. „Hefðbundinn iðnaður mun eiga erfitt uppdráttar hér á landi í framtíðinni. Stóriðja, hugbúnaður og sérhæfður iðnaður tengdur Ld. fiskvinnslu mun þó eiga ffamtfð fyrir sér.“ í verslun segir Þorkell mikinn stöðugleika, æm.k. þegar horft sé á eigið fé. Innbyrðis svifting- ar séu aftur á móti miklar, samkeppni hörð og þeir stóm virðist verða sterkari. Hótel og veitingahús segir Þorkell hafa algera sérstöðu: Með vemlega neikvæða afkomu og ekk- ert eigið fé í heildina litið. Alvarleg mistök hafi verið gerð við hönnun, fjármögnun, rekstur og markaðssetningu nokkurra hótela og veitinga- hús sprottið upp eins og gorkúlur án eigin fjár og markaðar. Þama sé botninum náð og uppbyggingarstarf ffamundan. Um sölu hlutabréfa á þessu ári er m.a. búist við að hlutabréf fyrir 2 milljarða muni skipta um eig- endur og ný bréf seljast fyrir 3,5 milljarða króna. wmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.