Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. desember 1990 Tíminn 9 / Vandaðar kiljur Ut eru komnar hjá Máli og menningu fjórar bækur í nýjum bókaflokki sem hlotið hefur nafnið Syrtlur. Hér er um að ræða þýdd skáldverk í mjög vandaðri kiljuútgáfu og er mark- mið forlagsins að koma með þessum hætti á framfæri athygl- isverðum erlendum bókmermt- um undanfarinna ára og áratuga, ekki síst eftir höfunda sem hing- að til hafa alltof lítið verið kynnt- ir á íslensku. Bækurnar fjórar eru: Heimur feigrar stéttar, skáldsaga eftir suður-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer sem oft hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun. Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugar- ins. Söguna segir hvít millistétt- arkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráð villtur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Konunni verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefn- unni. Ólöf Eldjám þýddi bókina sem er 128 bls. Blekspegillinn er smásagnasafn eftir argentínska rithöfundinn og íslandsvininn Jorge Luis Borges. Þessi mikli brellumeistari tuttugustu aldarinnar leikur sér að mörkum draums og veruleika og skáldskapar og fræða. Grunntónninn í sögum hans er seiðmagnaður og suður- amerískur; þær eru í senn fyndn- ar og spennandi. Sigfús Bjart- marsson valdi og íslenskaði sög- umar og ritar einnig eftirmála. Bókin er 119 bls. Undirleikarinn er skáldsaga eft- ir rússnesku skáldkonuna Ninu Berberovu, en verk hennar hafa verið þýdd víða um heim und- anfarin ár. Aðalpersónan, Sonja, er fædd utan hjónabands og flyt- ur til Pétursborgar með móður sinni á ámm rússnesku bylting- arinnar. Hún fetar í fótspor móð- urinnar og gerist píanóleikari og hlutskipti hennar verður að leika undir hjá frægri söngkonu. Sonja lifir sig inní einkalíf stjömunnar og þráir að leika stærra hlutverk í lífinu en hún gerir — en allt kemur fyrir ekki. Ámi Bergmann þýddi bókina sem er 85 bls. Utz er skáldsaga eftir enska rit- höfundinn Bmce Chatwin sem dó fyrir aldur fram árið 1989. Söguhetjan Kaspar Utz á óvið- jafnanlegt safn af Meissenpostu- líni, matarílát og skrautmuni, sem honum hefur tekist að varð- veita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulínssafni sínu og þjónustu- stúlku í tveggja herbergja íbúð í Prag. Sögumaður kemur á fund hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrotatímum. Unnur Jökulsdóttir og Þorbjöm Magnússon þýddu bókina sem er 117 bls. Allar em bækumar prentaðar í Prentsmiðjunni Odda hf. Robert Guillemette hannaði kápu. Stórkostlegur prakkari Komin er út hjá Máli og menn- ingu Percival Keene eftir sæfar- ann Kaptein Marryat sem var uppi á fyrri hluta 19. aldar. Percival Keene er óforbetranleg- ur prakkari sem gerir uppreisn gegn hefðum heimilis og skóla og fer ungur til sjós þar sem hann lendir í stórkostlegum æv- intýmm, omstum og lífsháska. Sagan af honum er talin meðal sígildra strákabóka og hefur ver- ið endurútgefin margoft víða um heim, m.a. hér, en hefur lengi verið ófáanleg. Grikkir hræddir við dekrið við lyrki vegna Persaflóadeilunnar AUSIANI) Turgut Özal Tyrklandsforseti hefur þótt laginn við að koma landi sínu í sérstöðu vegna landfræðilegrar legu og hemaðarlegrar í Persaflóadeilunni. Hér er hann á tali við furstann af Quatar. Tyrknesklr skríðdrekar á hersýningu. Ekki er hlustað á ótta Gríkkja við hemaðaruppbyggingu Tyrkja, en þjóðimar tvær hafa eldað grátt silfur um langa hríð. Gríska ríkisstjórnin ótt- ast um öryggi lands síns. Síðan deilan við Persa- flóa hófst getur TVrkland, helsta óvinaríki Grikkja, reiknað með aukinni hernaðaraðstoð® Pólitfsk sinnaskipti grísku ríkis- stjómarinnar í þá átt að taka upp vinsamlegri afstöðu gagnvart Bandaríkjunum áttu sér stað þegar í stað þegar íhaldssami forsætisráð- herrann Konstantin Mitsotakis tók við stjórnartaumunum eftir kosn- ingarnar í apríl sl. En eftir að deilan við Persaflóa blossaði upp eru farn- ar að renna tvær grímur á Grikki. Grikkland hafði á stjórnartímum sósíalistans Andreas Papandreou verið í hópi mikilvægustu vopnaút- flytjenda til íraks, en hefur nú leyft Bandaríkjamönnum að fljúga yfir landið á leið til Saúdi-Arabíu, opnað hafnir sínar fyrir stríðsskipum Bandaríkjanna (og líka þýskum sprengjuleitarbátum), sent freigát- una „Limnos" á hættusvæðið og jafnvel lofað að senda frekari liðs- auka til Persaflóa. Hjálpsemin ekki í óeigingjömum tilgangi Þessi skyndilega hjálpsemi er síð- ur en svo í óeigingjömum tilgangi. Þar sem Týrkland, eina landið í Na- tó sem á landamæri að írak, er í mikilvægri stöðu í deilunni við Saddam Hussein, bæði hemaðar- lega og landfræðilega, óttast Grikk- ir að þessum fjandsamlega granna vaxi fiskur um hrygg vegna hættu- ástandsins, en þeir eiga enn f deil- um við Tyrki um yfirráð yfir Eyja- hafi. Nú biðla Vesturlönd til Týrkja með peningum og vopnum, og það vek- ur skelfingu Grikkja. Ioannis Var- vitsiotis varnarmálaráðherra kvart- aði við Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóra Nató, undan því að eftir innrásina í Kúvæt álíti Grikkir að vaxandi ógnun steðji að sér. Allt þar til hættuástandið skapað- ist við Persaflóa hafði Grikkjum tekist ágætlega að koma í veg fyrir aukningu á vopnvæðingu Týrkja einhliða. Stórtækustu vopnasalarn- ir, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar, urðu að jafna niður hemaðaraðstoð við bæði löndin á þann hátt að jafn- vægið beggja vegna Eyjahafsins raskaðist ekki. Núna sýnir sig að Bandaríkin eru reiðubúin að launa fyrirframframlag Týrkja í Persaflóa- deilunni rausnarlega og láta áhyggjur Grikkja lönd og leið. Reyndar ákvað bandaríska þingið að hin venjulegu hlutföll 7:10 við úthlutun bandarískrar hemaðar- hjálpar til Grikklands og Tyrklands skuli einnig haldast á fjárlagaárinu 1991 (Grikkland fær 381,5 og Tyrk- land 545 miiljónir dollara) og þetta hlutfall gildir einnig fyrir afhend- ingu viðbótarherbúnaðar. í sérat- kvæðagreiðslu um lög um erlenda aðstoð varð hins vegar George Bush um megn að skera úr um að eigin mati hversu mikið af vopnabúnaði úr eigu bandaríska hersins stæði til boða. Fá TVrkir auka hemaðaraðstoð bakdyramegin? Það er í þessum vanmætti Bush sem stjómin í Aþenu sér hættuna á að bandaríska hermálaráðuneytið kunni að veita Tyrklandi viðbótar vopnaaðstoð „bakdyramegin", eins og formælandi grísku ríkisstjórnar- innar kemst að orði. Stjórnvöld í Washington beita bandamenn sína þrýstingi um að veita Tyrklandi ekki einungis efna- hagslega aðstoð heldur einnig hernaðarlega. Grikkir leituðu strax upplýsinga um áætlanir þýskra yfir- valda um að afhenda TVrkjum hern- aðartól af birgðum hersins. Antonios Samaras, gríski utanrík- isráðherrann, hótaði því við um- ræðurnar í Vín um fækkun í hefð- bundnum herafla í Evrópu, að Grikkir áskilji sér rétt til að virða ekki samninginn þegar þar að kem- ur, ef þeir álíti þjóðarhagsmunum sínum stefnt í voða. Til þessa hafa þeir fyrst og fremst beitt sér gegn því að svæðið umhverfis hafnarbæ- inn Mersin í Litlu-Asíu verði und- anþeginn afvopnun, en þaðan lögðu Týrkir upp í innrás sfna á Kýpur 1974. Evrópubandalagið orðið vinveittara TVrk- landi en fyrr Ríkisstjóm Mitsotakis rak sig líka á óvenjulega vinsamlega afstöðu til Tyrklands innan Evrópubandalags- ins. Það er ekki lengra síðan en í júní að Evrópuráðið beygði sig fyrir þrýstingi frá Aþenu um að tengja eðlileg samskipti bandalagsins og Tyrklands lausn Kýpurmálsins. Enginn minnist nú lengur á það. Kröfu Grikkja um að Týrkland og írak skuli lögð að jöftiu sem árásar- aðilar, og að Tyrkir skuli þvingaðir til að draga herlið sitt frá Kýpur tekur enginn lengur alvarlega. Grikkjum finnst þeir máttlausir gagnvart tilraunum Tyrkja til að taka sér stöðu forysturíkis í Austur- löndum nær. Túrgut Özal forseti nýtir sér Persaflóadeiluna til að tryggja sér rétt til að taka þátt í lausn vandamála á svæðinu og nýt- ur þar stuðnings Bandaríkjamanna. Forsetinn, sem hefur hrifsað til sín öll völd í utanríkismálum og kom bæði utanríkis- og vamarmálaráð- hermm sínum úr embættum í október, hefur fyrirfram afgreitt vandamálið Saddam Hussein og gerir sér vonir um landvinninga, þegar „landabréf fyrir botni Mið- jarðarhafs tekur breytingum". Geysileg vopnvæðing er undirbúningur fyr- ir forystuhlutverkið Undirbúningur hans fyrir þetta nýja draumahlutverk Tyrklands felst í geysilegri vopnvæðingu. Tyrkneski loftherinn á að hafa yfir meira en 1000 orrustuflugvélum að ráða um miðjan næsta áratug og yrði þá mesta flugherveldið í vestrænu hernaðarbandalagi, á eftir Bandaríkjunum. Nú beita Grikkir sér til hins ýtr- asta fýrir því að fá meiri skilning á óttanum sem þeim stafar af granna sínum, og grípa þá stund- um til örþrifaráða. I októberlok kom Samaras utanríkisráðherra í veg fyrir samkomulag Evrópu- bandalagsins við Tyrkland í efna- hagsmálum á fundi bandalagsins í Lúxemburg. En að þeirri af- greiðslu lokinni báru starfsbræð- ur hans frá Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi sérstakt lof á Tyrki fyrir „mikilvægt hlutverk" þeirra í Persaflóadeilunni, til að sýna hver hugur þeirra er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.