Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.12.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NtrrlMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu. _____a 28822____ SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS Essfl3 NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar | t f l Helgason hf. / L ' I / A ' ) Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 L - '—' m I íniinn FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER1990 Sakadómur Reykjavíkur dæmdi í gærtvo af forsvarsmönnum Þýsk-íslenska. Ómar Kristjánsson: SÍPARI HÁLFLEIKUR- INN ER ALLUR EFTIR Dómur féll í gær í Sakadómi Reykjavíkur í máli sem höfðað var gegn Ómari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Þýsk-íslenska hf. og Guðmundi Þórðarsyni, fyrrum fjármálastjóra sama fyrirtæk- is, vegna brota á lögum um tekjuskatt og eignaskatt og bóka- haldsbrota. Ómar var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og gert að greiða 40 miljónir í sekt til ríkissjóðs, Guðmundur var dæmdur í 5 mánaða fangelsi og gert að sjóðs. Til vara var Þýsk- íslenska gert að greiða þessar sektir, ella afpláni Omar 12 mánaða fangelsi og Guð- mundur 2 mánaða fangelsi. Þá var ákærðu gert að greiða allan sakar- kostnað. Dóminn kváðu upp Helgi I. Jónsson sakadómari og með- dómendur hans Sigurður Stefáns- son og Sigurður Hafsteinn Páls- son, löggiltir endurskoðendur. Ómar Kristjánsson sagði í samtali við Tímann að þetta hefði aðeins verið fyrri hálfleikur, dómnum hefði strax verið áfrýjað til Hæsta- réttar og allur síðari hálfleikur væri eftir. Forsaga þessa máls er sú að í nóv- ember 1985 hófst rannsóknardeild ríkisskattstjóra handa um rann- sókn á skattskilum og bókhaldi Þýsk- íslenska, sem leiddi í ljós stórfelldan undandrátt á tekjum greiða 1 miljón í sekt til ríkis- fyrirtækisins og eignum sam- kvæmt skattframtali frá 2. júlí 1985 ásamt misfellum í bókhaldi. Rannsókn var haldið áfram með aöstoð Iöggilts endurskoðenda, sem 6. janúar 1986 skilaði upp- gjöri yfir tekjur og gjöld félagsins 1984 og eignir þess og skuldir við lok þess árs. Sýndi það uppgjör stórkostlegan undandrátt. Ákærðu var einnig gefið að sök ýmsar rangfærslur í blekkingarskyni í ársreikningum fyrir árið 1984. Þá voru þeir sakaðir um vanrækslu og óreiðu á grundvallaratriðum í bókhaldi sama árs og að færsla bókhaldsins og gerð ársreikning- anna hafi almennt verið fjarri því að uppfylla kröfur um góða bók- halds- og reikningsskilavenju. í niðurstöðum dómsins segir að óhjákvæmilegt hafi verið við úr- lausn þessa máls að komast að niðurstöðu um hverju hafi numið sá tekjuskattur og eignaskattur sem undan hafi verið skotið. Ljóst sé að verulegt undanskot hreinna tekna hafi átt sér stað. Þess vegna hafi verið óhjákvæmilegt að fara yfir og endurgera alla ársreikn- inga Þýsk- íslenska fyrir árin 1981 til 1984 að báðum árum meðtöld- um, og að virtum þeim telur dóm- urinn að með framtalsgerð sinni eins og Þýsk- íslenska hagaði henni, hafi félagið skotið undan tekjuskatti eigi Iægri fjárhæð en 24.332.128 kr. og undan eignar- skatti og eignarskattsauka eigi lægri fjárhæð en 1.829.253 eða alls kr. 26.161.381. Ákærðu viðurkenndu fyrir dómi að við gerð skattframtals fyrir rekstrarár 1984 hafi þeir staðið uppi með stórt „gap“, sem þeir telja sig ekki hafa haft skýringu á, segir í niðurstöðum dómsins. Guðmundur Þórðarson kom með þrjár skýringar á þessu „gapi“. í fyrsta lagi geti hafa verið um að ræða vanframtaldar skuldir, í öðru lagi hafi þarna verið á ferðinni eignasala sem ekki hafi verið bók- uð og í þriðja lagi hafi þetta getað verið vanframtaldar tekjur. Þá sagði Ómar Kristjánsson að hann hefði gert sér grein fyrir að mi- ljónir króna hefðu ekki tekjufærst og sé skýringin á því fólgin í ásig- komulagi bókhalds félagsins, sem rekja megi til vandræða með tölvuforrit sem unnið hafi verið eftir. Sakadómur kemst að þeirri nið- urstöðu að sannað sé í málinu að ákærðu hafi gerst sekir um þann undandrátt á tekjum Þýsk-ís- lenska sem getið hefur verið um. Atferli þeirra varði við 1. mgr. 107 gr. laga nr. 75, 1981 og þar sem brot ákærðu er stórfellt hafa þeir einnig brotið gegn 6. mgr. sömu laga. Ákærðu voru einnig fundnir sekir um skjalafals og varðar sú háttsemi þeirra við 158. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þar að auki þykja ákærðu hafa orðið brotlegir, eins og segir í dómsniðurstöðu, við 262. gr. al- mennra hegningarlaga vegna bók- haldsbrota. Refsing Ómars þótti hæfileg 15 mánaða fangelsi og 40 miljón króna sekt en refsing Guð- mundar þótti hæfileg 5 mánaða fangelsi og 1 miljón króna sekt. Aðspurður hvernig honum litist á niðurstöðu Sakadóms sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Ómars Kristjánssonar, að búið væri að áfrýja dómnum til Hæsta- réttar og það þýði að skjólstæðing- ur hans sé mjög ósáttur við þessa niðurstöðu og það sem í henni felst. „Þetta er ekki endanlegur dómur sem þarna var kveðinn upp, Hæstiréttur mun fjalla um þetta mál“, sagði Jón Steinar. Ómar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Þýsk-íslenska, sagði í gær að hann ætti eftir að Iesa dóminn og gæti því lítið sagt um hann nema það að hann valdi gríð- arlegum vonbrigðum. Ómar sagði að hann hefði alls ekki átt von á þessari niðurstöðu. Aðspurður sagði Ómar að þeir hefðu ekki bú- ist við því að menn hefðu mikið til að dæma í þessu máli og þeir þyrftu að lesa dóminn til að átta sig á því hvað þarna væri á ferð- inni. „Við áfrýjuðum strax til Hæstaréttar, þetta var bara fyrri hálfleikur, seinni hálfleikur er eft- ir“, sagði Ómar Kristjánsson. —SE Þau sögðu frá kæru BHMR: Sólveig Sverrisdóttir, Eggert Lárusson, Páll Halldórsson og Birgir Bjöm Sigur- jónsson. Tímamynd; Ámi Bjama. Setning bráðabirgðalaganna fyrir Alþjóðavinnumálastofnunina: BHMR hefur kært ríkisstjórnina BHMR kynnti á blaðamannafundi gær efni kæru gegn ríkisstjórn ís- lands, sem þeir hafa lagt fram til Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. BHMR kærir þar ríkisstjórnina fyrir brot á alþjóðasáttmálum ILO, þ.e. samþykkt nr. 98 um beitingu grundvallarreglna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega og samþykkt nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess. BHMR menn gengu að Alþingishúsinu í gær og afhentu kæruna formlega. Meginrökstuðningur kærunnar, sem lögð er til ILO, er sá, að sögn BHMR manna, að þessi bráðabirgð- arlög, sem sett voru af ríkisstjórn- inni gegn frjálsum og lögmætum samningum, séu óþolandi árás á samningsrétt frjálsra stéttarfélaga. í öðru lagi er bráðabrigðarlögun- um beint gegn afmörkuðum hópi launamanna og felld úr gildi megin- ákvæði kjarasamnings hans við ríki- stjórnina. f þriðja lagi, með bráða- birgðarlögunum eru félagsmenn samflotsfélaga BHMR sviptir launa- hækkun, sem Félagsdómur hafði 11 dögum áður dæmt að þeir ættu lög- varinn rétt til. í fjórða lagi gengur ríkisstjórnin þvert á skyldu sína að verja lögmæta samninga og vernda stéttafélög gegn þvingun annarra stéttarfélaga og í fimmta lagi nefna BHMR menn það að bráðabirgðarlögin hafi verið byggð á ástæðulausum ótta ríki- stjórnarinnar að verðbólguskriða færi af stað f kjölfar efnda á samn- ingum. Einnig hafa BHMR menn stefnt fjármálaráðherra og menntamála- ráðherra fyrir bæjarþingi Reykjavík- ur vegna eins félagsmanns úr sam- flotsfélögum BHMR til að heimta þau 4,5% sem afnumin voru með bráðabirgðarlögunum frá 3. ágúst s.l. —GEÓ Bráðabirgðalögin á dagskrá í dag í dag mun Páll Pétursson alþing- ismaður mæla fyrir áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar á margumræddum bráðabirgðalög- um og Friðrik Sophusson mun mæla fyrir áliti minnihluta nefnd- arinnar. Fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar afgreiddi málið frá sér í gær. Eftir að mælt hefur verið fyrir álitsgerðunum verður umræðunni frestað til þriðjudags í næstu viku vegna þess að forsætisráðherra get- ur ekki verið viðstaddur þingfund í dag. Ástæðan er sú að forsætisráð- herra þarf að leggjast um stuttan tíma inn á sjúkrahús. Ekki er vitað hvort minnihluti fjárhags- og viðskiptanefhdar skilar sameiginlegu áliti. Minnihlutann skipa Friðrik Sophusson, Matthías Bjamason og Þórhildur Þorleifs- dóttir. Tálað hefur verið um að Matthías sé ekki samstíga þing- flokki sjálfstæðismanna í þessu máli og óvíst er hvort Þórhildur á samleið með Sjálfstæðisflokknum í þessu máli. Það kann því svo að fara að minnihlutinn skili tveimur eða þremur álitsgjörðum. -EÓ Sérfræðingar vinna verk aðstoðarlækna Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum standa nú í kjaradeilu þar sem þeir mótmæla löngum vinnuvöktum. Aðstoðarlæknarnir ákváðu að frá og með mánaðamótunum 1. desember s.l. myndu þeir ekki vinna lengur en 14 stundir á sólarhring og ekki meira en 90 yfirvinnustundir á mán- uði. Aðgerðir aðstoðarlæknanna hafa enn ekki valdið teljandi vanda á rekstri spítalanna þar sem sérfræð- ingar og yfirlæknar hafa gengið inn í störf þeirra. Framkvæmdastjórar sjúkrahúsanna í Reykjavík telja þó að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu mjög fljótlega, því ef aðgerð- ir aðstoðarlækna drægjust á langinn gæti þær farið að setja svip sinn á rekstur spítalanna. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.