Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
ÞriÖJudagur '1V. desémber i 990
STOTJLÁ AB ANDMOUM
ÞROSKA
*
>y^ran — orkutlik mannsins — form, litir og ákrif
eftir Birgit Stepk ensen. Athyglisverá bók um jiað
livemig skynja má ámr og jiroska eigiá innsæi.
Heilun eftir Anne Sophie Jorgensen og Jorgen
Hoher Ovesen, fjallar um hvemig stuála megi aá
líhamlegu og anJlegu jafnvægi. Emanuel Swedenhorg
og eilífáartrúin mín eftir Helen Keller. Meá óhilandi
trú og hjarhi náái Helen Keller aá yfirvinna fötlun sína.
,„K<.n
n,mr. r-NlÚ*1
Orkii - vuund - mannþroski
A nnr topteJPmnuen i>zhwn Hfiher Ovrum
ORN OG ORLYGUR
Síöumúlu I 1 • Síiiii 84866
PÓSTFAX TÍMANS 687691
Vandaðar kiljur
Út eru komnar hjá Máli og
menningu fjórar bækur í nýjum
bókaflokki sem hlotið hefur
nafnið Syrtlur. Hér er um að
ræða þýdd skáldverk í mjög
vandaðri kiljuútgáfu og er mark-
mið forlagsins að koma með
þessum hætti á framfæri athygl-
isverðum erlendum bókmennt-
um undanfarinna ára og áratuga,
ekki síst eftir höfunda sem hing-
að til hafa alltof lítið verið kynnt-
ir á íslensku.
Bækumar fjórar eru:
Heimur feigrar stéttar, skáldsaga
eftir suður-afrísku skáldkonuna
Nadine Gordimer sem oft hefur
verið orðuð við Nóbelsverðlaun.
Sögusviðið er Suður-Afríka í
ólgu sjötta og sjöunda áratugar-
ins. Söguna segir hvít millistétt-
arkona. Fyrrum eiginmaður
hennar, vanmáttugur og ráð
villtur uppreisnarmaður, hefur
fyrirfarið sér. Konunni verður
hugsað til lífs þeirra saman og
baráttu gegn aðskilnaðarstefn-
unni. Ólöf Eldjárn þýddi
bókina sem er 128 bls.
Blekspegillinn er smásagnasafn
eftir argentínska rithöfundinn
og íslandsvininn Jorge Luis
Borges. Þessi mikli brellumeistari
tuttugustu aldarinnar
leikur sér að mörkum draums
og vemleika og skáldskapar og
fræða. Gmnntónninn í sögum
hans er seiðmagnaður og suður-
amerískur; þær em í senn fyndn-
ar og spennandi. Sigfús Bjart-
marsson valdi og íslenskaði sög-
umar og ritar einnig eftirmála.
Bókin er 119 bls.
Undirleikarinn er skáldsaga eft-
ir rússnesku skáldkonuna Ninu
Berberovu, en verk hennar hafa
verið þýdd víða um heim und-
anfarin ár. Aðalpersónan, Sonja,
er fædd utan hjónabands og flyt-
ur til Pétursborgar með móður
sinni á ámm rússnesku bylting-
arinnar. Hún fetar í fótspor móð-
urinnar og gerist píanóleikari og
hlutskipti hennar verður að leika
undir hjá frægri söngkonu. Sonja
lifir sig inní einkalíf stjörnunnar
og þráir að leika stærra hlutverk
í lífinu en hún gerir — en allt
kemur fyrir ekki. Ámi Bergmann
þýddi bókina sem er 85 bls.
Útz er skáldsaga eftir enska rit-
höfundinn Bmce Chatwin sem
dó fyrir aldur fram árið 1989.
Söguhetjan Kaspar Utz á óvið-
jafnanlegt safn af Meissenpostu-
líni, matarílát og skrautmuni,
sem honum hefur tekist að varð-
veita á tímum margvíslegra
ógna. Hartn er aðalsmaður af
gamla skólanum, sem býr með
postulínssafni sínu og þjónustu-
stúlku í tveggja herbergja íbúð í
Prag. Sögumaður kemur á fund
hans og verður margs vísari um
merkileg örlög á umbrotatímum.
Urtnur Jökulsdóttir og Þorbjörn
Magnússon þýddu bókina sem
er 117 bls.
Allar em bækumar prentaðar í
Prentsmiðjurini Odda hf. Robert
Guillemette hartnaði kápu.
Keflavík - Opin skrifstofa
Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga
milli kl. 17 og 18.
Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verðurá staðnum.
Síml 92-11070.
Framsóknarfélögin.
Borgnesingar- Bæjarmálefni
I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu
Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1.
Bæjarfulltrúar flokksins ( Borgarnesi verða á staðnum og heitt á
könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni
Borgamesbæjar eru velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness.
Norðuriand vestra
Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt
frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum i Fljótum. Hægt er að ná i rit-
stjóra alla daga I slma 96-71060 og 96-71054.
K.F.N.V.
Akranes — Bæjarmár
Opinn fundur með bæjarfulltrúum verður laugardaginn 8. desember kl.
10.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut.
Muniö morgunkaffið.
Bæjarmálaráð
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222.
K.F.R.
Fundur
verður haldinn I Framsóknarfélagi Garöabæjar og Bessastaðahrepps að
Goðatúni 2 i kvöld þriðjudaginn 11. desember kl. 20.30.
Fundarefni:
Afgreiðsla mála i bæjarstjóm
Önnur mál.
Stjómin.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmasambandslns að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222.
K.F.R.
Frá S.U.F.
6. fundur framkvæmdarstjómar S.U.F. verður haldinn 13. desember kl.
20.00 að Melabraut 5, Seltjamamesi
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á
þriðjudögum og fimmtudögum kt. 15.00-17.00. Síminn er 22547.
Félagar eru hvattir til að lita inn.
K.S.F.S.
MUNIÐ
að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e.
fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag.
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins 1990
Dregið verður I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk.
Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyr-
Ir þann tima.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða ( síma
91- 674580. Framsóknarfíokkurinn
Rangæingar, spilakvöld
Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum árlegu spila-
kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I
Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda.
Heildarverðlaun ferð til Akureyrar fyrir 2, glst á Hótel KEA 2 nætur.
Góö kvöldverðlaun. Mætiö öll. Stjómin
Jólahappdrætti S.U.F.
Eftirfarandi númer hafa verið dregin út i Jólahappdrætti S.U.F.:
1. des. 1. vinningur 2036, 2. vinnlngur 974
2. des. 3. vlnnlngur 3666,4. vinnlngur 20
3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinningur 3530
4. des. 7. vinningur 5579, 8. vinningur 1452
5. des. 9. vlnningur 3788,10. vinningur 5753
6. des. 11. vinningur 3935,12. vinningur 3354
7. des. 13. vinningur 5703,14. vinningur 4815
8. des. 15. vinningur 2027,16. vinningur 2895
9. des. 17. vinningur 3261,18. vinnlngur 2201
10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur5194
Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des.
Muniö að greiða heimsenda giróseðla.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20.
Sími 91-624480 eða 91-28408.
Með kveöju. S.U.F.