Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. desember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Ólafur Ólafsson landlæknir: Framfarir í heilbrigðis- þjónustunni skapa biðlista Tæplega 3000 manns bíða eftir meðferð á nokkrum deildaskipt- um sjúkrahúsum, þ.e. bæklunar-, þvagfæra-, æða-, háls-, nef- og eyrnadeildum. Fólk með framangreinda sjúkdóma hefði enga eða litla úrlausn fengið fyrir 10-20 árum, en miklar framfarir í læknisfræði hafa skapað aukna þörf og skila mörgu af þessu fólki aftur til starfa og allflestum verulega aukum lífsgæðum. Við nytjagreiningaútreikninga hagfræðinga gleymist oftast að kostnaður við bið eftir aðgerð (greiðsla vegna veikindadaga, framleiðslutaps o.fl.) verður yfir- Ieitt mun meiri en kostnaður við aðgerðina. Ekki er verjanlegt út frá mannúðar- og þjóðhagslegu sjónarmiðí að draga meir úr fjár- streymi til þessara deilda en orðið er. Landlæknisembættið þekkir nokkur dæmi þess að sjúklingar hafa orðið fyrir verulegu heilsu- tjóni vegna langrar biðar. Svipaður vistunarvandi er á ferðinni í ná- grannalöndum. Af þessu hefur orðið vart vaxandi óánægju kjós- enda, sem átt hefur þátt í því, að sögn stjórnmálaskýrenda, að stjórnarflokkar í nágrannalöndum hafa tapað fylgi (Verdens Gang 1987- 1988 og Dagens Nyheder 1990). Langir biðlistar hafa skapast þrátt fyrir mikla „framleiðsluaukningu" á sjúkrastofnunum (tafla). Fjöldi sjúklinga á almennum og deildaskiptum sjúkrahúsum hefur tvöfaldast, þó að rúmum hafi ekki fjölgað. Til eru þeir sem eru talsmenn samkeppni og telja að barátta „frumeindanna", þ.e. samkeppni sjúkrastofnana, sé forsenda hag- sýni og góðra afkasta í heilbrigðis- þjónustunni. Staðreynd er þó að heilbrigðisþjónustan líkt og sam- félagið blómgast best með sam- vinnu og samhjálp, eins og best hefur komið fram á íslandi. Þessi vandamál verða því ekki leyst nema með náinni samvinnu heil- brigðisstarfsfólks, fulltrúa neyt- enda, þ.e. sjúklingafélaga o.fl. 1. Með samvinnu þeirra er reka sjúkrahúsin (og starfa þar) við stjórnmálamenn og sjúklinga mætti ná frekari hagræðingu, t.d. í Reykjavík, en nú er, með því að: * Sameina (eða reka í samvinnu) Borgarspítala og Landakotsspítala (betri nýting) án þess að dregið verði úr starfsemi þeirra. * Fækka bráðavaktarsjúkrahúsum í tvö í stað þriggja. * Fækka og sameina bakvaktir lækna. * Fjölga fimm-daga deildum. * Meiri samvinna um nýtingu sjúkrarúma. Breytingar á fjölda rúma, sjúklinga og legudagar á 1000 íbúa á árun- um 1960-19871) Fjöldi rúma á 1000 íbúa Almenn sjúkrahús, deildaskipt sjúkrahús 1960 19872) Hjúkrunardeildir, endurhæfingar- stofnanir, áfengismeðferðarstofnan- ir og stofnanir fyrir þroskahefta 1960 1987 9,8 Fjöldi innlagðra sjúklinga á 1000 íbúa 113 Fjöldi legudaga á hvern íbúa 3,4 10,9 226 3,3 1,9 5,3 0,4 7,2 39,4 2,5 1) Heilbrigðisskýrslur, Landlæknisembættið 1990. 2) Berkladeildir og holdsveikideildir lagðar niður á tímabilinu 1970-1987. * Fjölga hjúkrunarrúmum svo að hjúkrunarsjúklingar „teppi" ekki rúm á sérhæfðum deildum. Reykjavíkurborg virðist seint og um síðir hafa tekið við sér f þessu efni og farið að margra ára óskum lækna og fjölgar nú hjúkrunar- rúmum í borginni. Kostnaður við að sinna sjúklingi í heimahúsi er að öllu jöfnu talinn 1/4 af kostnaði miðað við að sinna sjúklingi á stofnun. Mætti að ósekju fjölga fulltrúum heilbrigðisstétta og full- trúum sjúklingafélaga í stjórn borgarinnar. * Frekari tilraunir verði gerðar með að sérhæfðar aðgerðir, svo sem þvagfæra- og bæklunarskurð- aðgerðir, verði framkvæmdar á vel búnum sjúkrahúsum á lands- byggðinni. Landlæknisembættið vinnur að þessu í samvinnu við sérfræðingafélögin. 2. Kostnaður heilbrigðisþjónustu er vegna hinna óvirku þegna en minni vegna þeirra virku. l'ó að fjöldi 65 ára og eldri sé hlutfalls- lega minni á fslandi en í nágranna- löndunum, vistast fleiri hér á um- önnunarstofnunum (almenn sjúkrahús, endurhæfingardeildir, hjúkrunardeildir og elliheimili) en í nágrannalöndunum. Þessi stefna hefur í för með sér verulegan um- framkostnað, því að stofnanavist- un hefur venjulega í för með sér óvirkni fólks og gerir það hjálpar- þurfi. Ástæður ótímabærra vistana eru aðallega tvíþættar: a) ónóg heimaþjónusta og b) að vistunar- mat er ekki undanfari vistunar á umönnunarstofnun. Ófaglært fólk ræður um of innlögnum. Það er óskiljanlegt með öllu að Alþingi hefur hvað eftir annað komið í veg fyrir að innlagnir á vistheimili skulu háðar sömu skil- yrðum og innlagnir á aðrar sjúkra- stofnanir, þ.e. samkvæmt faglegu mati. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að á elliheimilum vist- ast nú hlutfallslega helmingi fleiri en í nágrannalöndum sem búa við svipuð skilyrði og við. 3. Heimahjúkrun og heimahjálp hefur ekki verið sinnt í takt við þróunina. Hlutfallslega fá færri 65 ára og eldri þá þjónustu á íslandi en í nágrannalöndunum. Ráð að efla heimahjúkrun og heimahjálp og draga úr elliheimilisbygging- um. Ótímabær elliheimilisvistun dregur úr virkni fólks. Niðurstöð- ur fjölmargra rannsókna á við- horfum eldra fólks víða um landið gefa eindregið til kynna að eldra fólk kýs að búa heima sem lengst. Hvers vegna er ekki farið að vilja fólks ogjafhframt farið gætilegar með almannafé? 4. Reisa hverfisbundin hjúkrun- arheimili þar sem eldra fólkiö á rætur. Eldra fólk vill ekki flytja úr því umhverfi er það hefur alið ald- ur sinn í og myndað tengsl við. Margar niðurstöður benda ein- dregið til þess að stóru hjúkrunar- heimilin hafa lifað sína daga. Heppilegasta rekstrareiningin er 50-60 rúma hjúkrunarheimili en ekki risastofnanir, eins og sumir stjórnmálamenn álíta. Þetta fyrir- komulag virðist draga úr meðal annars „stjórnunarkostnaði" stofnana sem nú fer ört vaxandi. Stofnanir af þeirri stærð standa undir heimilisnafninu. Samskipti vistmanna og starfsfólks verða mannlegri og vistunin heimilis- legri. Aðstandendum falla betur minni stofnanir en þær stærri. Veigamikill liður í að draga úr kostnaði við hjúkrunarþjónustu er að aðstandendur taki vaxandi þátt í umönnun vistmanna og slfk þátt- taka er mun auðveldari ef heimilið er reist í hverfinu. Bygging þjónustuíbúða er að mörgu leyti góð þróun. En þær eru dýrar og margir kvarta um að þjónustu skorti, sem þó hefurver- ið lofað. Áætlun um að byggja þær íbúðir fyrir helming allra 70 ára og eldri hefur litið dagsins ljós. Þetta er viðkvæmt efni og rétt að fara með gát. Allar götur má ekki byggja „gamalmenna"-hverfi. 5. Efla til muna heilsugæsluna í hverfum og sækja þjónustu þang- að. Sem dæmi má nefna að Finnar, er búa við svipaða velferð og við, verja um 43% af heildargreiðslum vegna heilbrigðisþjónustunnar til heilsugæslu, en við mun minna. Hlutfall Finna til heilbrigðisþjón- ustunnar af vergri þjóðarfram- leiðslu er nú um 6,5, en á íslandi 8,4 (OECD 1990). Lokaorð Flest það fólk sem er á biðlistum í dag hefði enga úrlausn fengið fyrir 10-20 árum. Menn hafa ekki brugðist rétt við aukinni þörf er framfarir í heilbrigðisþjónustunni hafa skapað. Nú eru heilbrigðis- starfsmenn gerðir að blóraböggl- um og skapast við það óviðunandi andrúmsloft á stofnunum. Stjómmálamcnn eiga þó ekki einir sökina á þessum vanda, því að læknar hafa ekki verið nægi- lega samhuga í tillögugerð til úr- bóta. Þó að við læknar eigum ráð undir rifi hverju er að lækningu kemur, höfum við ekki sinnt skipulagsmálum í þágu sjúklinga nægilega vel. Úrbætur nast líklega ekki nema með náinni samvinnu stjórnmálamanna og heilbrigðis- starfsfólks, en einnig með þátttöku fleiri aðila, svo sem fulltrúum neytenda, þ.e. sjúklingafélaga. BOKMENNTIR A góöu spjalli með Guömundi Ómar Valdimarsson: Guðmundur J. Guðmundsson — Baráttusaga Vaka-HelgafeU 1990 Hér er komið framhald bókar þeirra Ómars Valdimarssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar, „Jakinn í blíðu og stríðu" sem út kom á fyrra ári. Hér er enn sá háttur á hafður að skiptast á kaflar með minningum söguhetjunnar frá því fyrir all- mörgum áratugum og svo kaflar er fjalla um nýrri og allt að því nýliðna atburði. Þessi leið er skynsamlega valin, því hún kemur í veg fyrir að of lengi sé dvalið við áþekka efnis- liði, eins og t.d. frásagnir af samn- ingaþófi í vinnudeilum eða þá pól- itískum tildragelsum ýmsum, sem Guðmundur hefur að sjálfsögðu kynnst í hinum margvíslegustu myndum. Er óhætt að segja að bók- in er hin skemmtilegasta aflestrar og má hiklaust skipa henni í flokk með bókum sem menn „leggja ekki frá sér fyrr en að lestrinum lokn- um", eins og gjarna er tekið til orða í auglýsingum um bækur. Bók þeirra Ómars og Guðmundar stendur þó skrumlaust undir þess- ari einkunn. Ómari Valdimarsson er trúr frá- sagnarmáta viðmælanda síns og fyrir vikið finnst lesanda að það sé eins og hann sitji þarna á spjalli yf- ir kaffi með Guðmundi J. og að jafn oft sé skipt um umræðuefni og bollinn tæmist — og vitanlega boð- ið í nefið í milli! Sá er kostur fyrirferðarmikillar ævisagnaritunar á íslandi að þótt mönnum þyki oft nóg um í svip, þá mun þessi elja án vafa verða þökk- uð af síðari tíma mönnum — a.m.k. í mörgum dæmum. Þannig er ekki ólíklegt að sitthvað það er Guðmundur hefur hér að segja um það sem baksviðs hefur átt sér stað í stjórnmálalífi, verkalýðsmálum og ýmsu er snertir félagsleg framfara- mál eigi eftir að greiða marga þokuslæðu frá augum þeirra er seinna munu efna til lærðra rita um þessi efni. Gott dæmi gæti ver- ið frásögnin af því „þegar Breið- holtið varð til". Hin eftirminnilega frásögn af „gentleman"-samkomu- lagi þeirra Bjarna Benediktssonar og Guðmundar á skilið að geymast í annálum. Margur mun að vonum skima eft- ir ummælum Guðmundar um ýmsa andstæðinga á vettvangi verkalýðsbaráttu og stjórnmála á þessum síðum — og þó kannske enn frekar um samherja, þar sem oft hefur gefið hressilega á bátinn hin síðustu ár, einkum nokkru áð- ur en hann sagði skilið við sinn gamla flokk, er hann hafði fylgt frá 16 ára aldri. Þótt frásögn Guð- mundar sé afdráttarlaus finnst á að hann vill láta hvern mann njóta sannmælis og takist honum það ekki einhvers staðar, þá er varla öðru um að kenna en því að enginn er 'nú alréttskyggn. Frásagnir af ýmsum eftirminni- legum einstaklingum er Guð- mundur hefur kynnst á æskuárum og seinna í daglegu amstri hjá Dagsbrún og margir bundu bagga sína ekki sömu hnútum og sam- ferðamenn eru fróðlegar og mæl- skar um sinn tíma og mannlífið um leið. Þá segir Guðmundur svo frá baráttunni gegn svívirðilegum húsakosti í Reykjavík á fyrri árum og áfangasigrum í því stríði að úr verður blátt áfram spennandi lesn- ing, ef oss leyfist að komast svo að orði. Vænst kveður hann sér og þykja um þann hlut er hann átti í því er framkvæmdanefndaríbúðirn- ar komust upp, svo og fastráðningu hafnarverkamannanna. Um ágreining við nýja kynslóð menntamanna í flokki sínum og ástæður þess að hann varð snemma utangátta þar í sveit fjallar Guð- mundur í eilítið gamansömum tóni og hlífir sjálfum sér þá ekki alls kostar. En að loknum lestri bókar- innar er eiginlega ekki örðugt að skilja að svo ólíkir reynsluheimar og þar hafa mæst — Guðmundur og „68-kynslóðin" eða ígildi hennar önnur — hafa trauðlega fallið sam- an. Enn og aftur: Þetta er bók sem menn munu leggja frá sér hressari í bragði af góðu spjalli og ekki svo litlu að fróðari. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.