Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. desember 1990 Tíminn 3 Mat Seðlabankans á þróun og horfum í peninga-, gjaldeyris- og gengismálum: Botninum náð og tekin að mjakast upp á við „Bendir flest til þess að botni þcirrar efnahagslægðar, sem þjóðar- búskapurinn hefur gengið í gegnum undanfarin tvö ár, sé náð, þótt engin örugg merki almenns afturbata séu enn farin að koma fram," segir í nýrri greinargerð Seðlabankans um þróun og horfur í efna- hagsmálum, sem á þessu ári hafi einkennst annars vegar af stöðn- un í framleiðslu og hins vegar af góðu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Verðhækkun sjávarafurða og nokkur merki aukinnar eftirspurn- ar eftir innflutningi og vinnuafli á síðari hluta ársins rennir stoðum undir spár um hægfara aukningu á þjóðarframleiðslu á næsta ári. Telj- andi hagvöxt sér Seðlabankinn ekki í náinni framtíð, nema að ný stóriðja eða önnur tækifæri til hagvaxtar komi til. Með hinni víðtæku sátt í kjara- málum og aðgerðum ríkisvaldsins til að standa við hana, „hefur um sinn verið lögð tryggari kjölfesta að stöðugleika í verðlagsþróun en oftast áður", segir Seðlabankinn. Árangurinn hafi þegar komið fram í því að verðbólga sé komin niður í 7- 8%, frá upphafi til loka þessa árs, og eigi að geta haldist nálægt þeim mörkum út samningstímann. „Hjöðnun verðbólgunnar á þessu ári markar tímamót í efnahagssög- unni hér á landi." Seðlabankinn segir mikilvægt að þetta reynist upphafið að varan- legri jafnvægisstefnu í efnahags- málum. íslendingar eygi nú í fyrsta skipti um langan aldur, að hægt er að ná því markmiði að verðbólga hér á landi verði svipuð og meðal annarra iðnvæddra þjóða. Eigi þetta að takast verði menn bæði að gefa verðstöðugleika meiri forgang sem markmiði í stjórn efnahagsmála en gert hefur verið um langt skeið og jafnframt að draga réttar ályktanir af þeim ár- Reykjavík: Kveikt á Óslóar- trénu Það var mikið fjölmenni á Austur- velli á sunnudag, þegar ljósin voru tendruð á „Óslóarjólatrénu", jóla- tré sem Óslóarbúar gefa Reykvík- ingum. Það var norski sendiherr- ann sem afhenti tréð og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, tók við því fyrir hönd Reykvíkinga. Að því loknu brugðu jólasveinar á leik og skemmtu viðstöddum með söng og leik. Jólasveinarnir eru að vísu aðeins á undan áætlun, því þeir eiga ekki að koma til byggða fyrr en á morgun, 12 desember, og því viðbúið að þeir hafi skroppið í bæinn í leyfisleysi. Engu að síður skemmtu börn og fullorðnir sér konunglega. Þaö var fjölmenni sem fylgdist með því þegar Ijós voru kveikt á „Óslóartrenu" og kjöriö tækifæri fyrir þá sem ætla aö verða lögg- ur þegar þeir verða stórir, að æfa varðstöðustellingamar inn- anvið kaðalgirðinguna. Timamynd: Pjetur Jólasveinamir eru sívinsælir, jathvel þó þeir séu full snemma á férðinni. Tlmamynd Pjetur angri sem náðst hefur. Gengismálin segir Seðlabankinn hafa verið í góðu jafnvægi að und- anförnu, jafnframt því sem greiðsluhalli við útlönd hafi verið tiltölulega lítill bæði í ár og í fyrra. Sú stefna stöðugleika í gengismál- um, sem fylgt hefur verið um eins árs skeið, virðist því ekki í mikilli hættu í náinni framtíð. Umræða um framtíðarstefnu í gengismál- um sé þó nauðsynleg, þar sem hún geti skipt sköpum við nýja kjara- samninga haustið 1991. ítrekar Seðlabankinn þá skoðun, að stöð- ugt gengi sé æskileg meginfor- senda í stjórn peningamála hér á landi. „Mjög örar breytingar hafa orðið undanfarin ár á starfsemi lána- markaðarins í heild, þar sem verð- bréfaviðskipti og frjáls markaðs- ákvörðun vaxta skiptir æ meira máli." Seðlabankinn segir mikla lánsfjárþörf ríkissjóðs mjög hafa sett svip sinn á markaðsþróunina. Innlend fjármögnun á halla ríkis- sjóðs og markviss samdráttur á lántökum hjá Seðlabanka dragi hvort tveggja úr þeirri hættu að halli rfkissjóðs leiði til innlendrar peningaþenslu. Hve mjög hefur dregið úr láns- fjáreftirspurn fyrirtækja segir Seðlabankinn meginástæðu þess að ríkissjóður hafi getað aflað mik- ils lánsfjár í bankakerfinu án veru- legrar útþenslu og peningamynd- unar. Fyrirtækin hafi dregið veru- lega úr fjárfestingum og þess í stað lagt megináherslu á fjárhagslega endurskipulagningu og lækkun skulda. Almennt hafi fjárhagsstaða fyrirtækja batnað á þessu ári, þótt mörg eigi enn mikil vandamál óleyst, einkum vegna offjárfesting- ar og skuldasöfnunar, sem rekja megi til þensluáranna 1986 og 1987. Seðlabankinn telur hins vegar óæskilegt að hlutur rfkissjóðs í út- lánum bankakerfisins vaxi að ráði frá því sem nú er, ef bankarnir eigi að geta þjónað atvinnulífinu með eðlilegum hætti þegar efnahags- starfsemin glæðist á ný. Verði því að reikna með að ríkissjóður þurfi að fjármagna greiðsluhalla sinn í vaxandi mæli með almennri verð- bréfasölu utan bankakerfisins á næstu árum. -HEI Sigfús Halldórsson, sem löngu er orðinn landskunnur af lögum sfn- um, hefur opnað málverkasýningú á Kjarvalsstöðum. Sýningin er haldin í tilefni af því að í haust varð listamaðurínn sjötugur. Um er að ræða sýningu á rúmlega 100 vatnslitamyndum sem Sigfús hefur málað af mannlífi og mótívum úr Reykjavík. Sýningin var formlega opnuð um helgina og voru þeir fjölmargir sem komu til þessarar veislu. Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur af lögum Sigfúsar og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd höfðu þau Sigfús og kona hans nóg að gera við að taka á móti gestum. Tímamynd: ge Hitaveita Reykjavíkur: ORSÖKIN OFUNDIN Eins og kunnugt er bárust yfir 500 kvartanir til Hitaveitu Reykja- víkur yfir helgina og héldu þær áfram að berast í gær, en yfir 100 kvartanir bárust í gærmorgun. Flestar kvartanirnar hafa komið frá íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Líkiega er um að ræða stíflu sem heftir rennsli og var enn verið að leita að rót vandans í gær. Gunnar H. Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að „vinnuhópar frá Hitaveit- unni eru við skoðanir og mælingar en niðurstaða hefur ekki borist enn, en ég vonast eftir henni fyrir kvöld- ið". Ekki er því enn vitað hversu víð- tækur vandinn er. Ástandið hefur þó eitthvað lagast samfara minni notk- un sem kemur í kjölfar hlýrra veð- urs, sagði Gunnar. Gunnar sagði jafnframt að hér væri ekki um að ræða þær magnesíumútfellingar og óhreinindi sem hafaborist frá Nesja- vallavirkjun. Viðgerðir við Miklubraut og Álf- hólsvegi í Kópavogi, sem stóðu yfir nú um helgina, voru á venjulegum ryðskemmdum, að sögn Gunnars, og eru því ekki í tengslum við skort á heitu vatni sem er ástæðan fyrir meirihluta þessara kvartana. —GEÓ DUA leikfangabílarnir landsþekktu eru úr tré. Pöntunarsími 94-8181. Sendum hvert á land sem er. Leikfangaverksmiðjan ALDA HF., Þingeyri Dýrafirði, sími 94-8181

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.