Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÉMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogotu, S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Slml 91-674000 Iímiiin ÞRIÐJUDAGUR11. NÓVEMBER1990 G -ramfærsluvísitalan mælir 4-5% verðbólgu síðasta hálfa árið: l\ a ■ :i ii r á sama \ re r ð ■ i og í byrjun þjóðarsáttar Verð á matvælum í byrjun jólamánaðar er hið sama að meðaltali eins og það var við upphaf þjóðarsáttar í febrúar s.l.f samkvæmt mælingum vísitölu framfærslukostnaðar. Rúmlega 1% lækkun varð á matvörulið vísitölunnar milli nóvember og desember. Mest varð hún á sykri, sem lækkaði um 16%, og ávöxtum og grænmeti sem lækkaði um tæplega 7%. Liðurinn mjólkurvörur og egg lækkaði einnig, sömuleiðis feitmeti og kaffi og súkkulaði. Á hinn bóginn hækkaði verð á kartöflum um 4%, mjölvörum um 1% og örlítil hækkun varð á kjötvörum og fiski. Framfærsluvísitalan í desember mældist 148,6 stig, sem er tæplega 0,3% hækkun frá byrjun nóvem- bermánaðar. Þriðjung þeirrar hækkunar er að rekja til nýlegrar verðhækkunar á áfengi og tóbaki. Nokkur hækkun varð einnig á „jólavörum11, svo sem fatnaði, hús- gögnum og eldhúsáhöldum og ýmsu fleiru sem vinsælt er til gjafa. Þar á móti kom hins vegar fýrrnefnd verðlækkun á matvör- um. Hækkun framfærsluvísitölunnar í desember svarar til aðeins rúm- lega 3% verðbólgu á heilu ári og síðasta hálfa árið hefur verðbólga verið rúmlega4%. Frá desember í fýrra hefur verð- Iag hækkað um rúmlega 7% að meðaltali. Verðhækkanir eru hins vegar mjög mismunandi á einstök- um liðum. Segja má að verð á brýnustu nauðsynjum hafi hækk- að lítið, en ýmislegt sem auðveld- ara er að vera án hækkað margfalt meira: Símakostnaður og bækur eru nú umtalsvert ódýrari en í desember í fýrra. Verð á matvælum hefur að- eins hækkað um tæplega 2% á heilu ári. Og orku- og húsnæðis- kostnaður er aðeins um 3% hærri en fýrir ári. Áfengi og tóbak hefur hækkað um rúmlega 6% og kostnaður við rekstur einkabílsins um rúmlega 7%. Snyrtivörur og snyrting eru á hinn bóginn 10% dýrari en fýrir síðustu jól. Húsgögn og margs konar hlutir fýrir heimilið hafa hækkað um rúmlega 12% á sama tíma. Jólafötin eru nú 14% dýrari en í fýrra. Og þjónusta veitinga- húsa og hótela er 19% dýrari en í byrjun desember í fýrra. - HEI Ungir afbrotamenn í Garðabæ grunaðir um fjölda glæpa, meðal annarra nauðgun: Unglingagengi í yfirheyrslu RLR Mál nokkurra 16 til 18 ára drengja úr Garðabæ hefur veriö til meðferð- ar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að undanfomu. Drengirair eru meðal annars taldir hafa nauðgað stúlku á svipuðu reki, ásamt fleiri afbrotum sem þeir hafa framið í Garðabæ og nágrenni undanfarið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Tíminn hefur aflað, er hér um þrjá drengi að ræða á aldrinum sex- tán til átján ára. Þeir voru teknir til yfirheyrslu Rannsóknarlögreglunn- ar í vikunni vegna ákæru um nauðg- un á stúlku á svipuðum aldri, en sá atburður gerðist fýrir stuttu síðan í Garðabæ. Við þá yfirheyrslu munu þeir hafa viðurkennt að hafa framið ýmis afbrot í sameiningu í Garðabæ og nágrenni undanfarið, innbrot og þjófnað eitthvað aftur í tímann. Vitað er að lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af þessum drengjum í nokkurn tíma vegna ýmiss konar af- brota og þeir munu ekki vera byrj- endur í slíkri ástundun. „Þeir hafa fengið að valsa mikið um, þessir sveinar, og hafa valdið hálfgerðu vandræðaástandi í Garðabæ og tölu- vert hefur borið á kvörtunum frá fólki sem býr við Garðatorg vegna óláta þar,“ sagði einn viðmælandi Tímans um þetta mál. Rannsóknarlögreglan hefur eins og áður sagði haft piitana í yfirheyrslu nú í vikunni vegna nauðgunar í Garðabæ. Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri vildi þó ekki segja neitt um þetta mál í samtali við Tímann, en sagði að eðli málsins samkvæmt yrðu mál af þessu tagi rekin fýrir luktum dyrum, bæði fýrir dómi og hjá lögreglu. Álmálið: Þokast í rétta átt Samningar um byggingu álvers á Keilisnesi þokuðust í rétta átt á fund- um sem fulltrúar stjómar Lands- virkjunar og álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsál-hópnum áttu um helgina. Fundimir fóru fram í borginni Atl- anta í Bandaríkjunum. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra hefur látið svo ummælt að ef ekki verði verulegur árangur af þessum fundum, sé hætta á að ekki verði hægt að undirrita ál- samningana næsta vor, eins og ráð- gert hefur verið. Þau efnisatriði sem einkum voru rædd á fundunum í Atlanta vora end- urskoðunarákvæði og ábyrgðarmál. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í gær í útvarpsviðtali á Bylgjunni að það stæði ekki síst á erlendu álfýrir- tækjunum að ná samkomulagi. Fyrir- tækin ættu eftir að samræma sjónar- mið sín á milli. „Því hefúr verið hald- ið að fólki að þetta væri allt klappað og klárt, en það er fjarri öllu lagi að það hafi verið.“ Það er fleira heldur en ágreiningur íslenskra stjómmálamanna sem get- ur haft áhrif á framgang álmálsins. Eitt þeirra eru aðstæður á eriendum lánamörkuðum. Persaflóastríðið hef- ur gert það að verkum að þar era að- stæður nú breyttar. Erfiðara er að fá lán og vextir hafa hækkað. Þetta getur haft áhrif á framgang málsins. -EÓ teljí ioðdýr braoður og systur manna. Ttmamynd Ami ejama Loðdýravinir láta til sín taka á íslandi i fámennum mótmælum gegn pelsasýningu. Loðdýravinir staðhæfa: .Mundu, viðtakandi góður, að hentuþeimbréfþarsemskoraðer Bréfiö hefur að geyma ýmsar kærleikur og virðing fýrlr öllu lífi í á fólk að kaupa eldd pcls. Kröfu- upplýsingar um villt og alin Ioð- hvaða formi sem er, loðdýranna spjöid voru þar einnig á ioftl. í for- dýr, m.a. um hveraig dýrunum er ekki síst, sem fáa sem enga tals- svari fýrir hópnum var Magnús H. lógað. Talað er um að dýrin búi við menn eiga sér opinberlega hér, er Sfearphéðlnsson, en hann er best „ómannúðlegar aðstæður**. Undir með göfugustu maricmiðum lífs þekktur fyrir baráttu fyrir friðun lok bréfsins er spurt: „Var okkur hvers hugsandí og kærleiksriks hvala. ekki kennt að við ættum að gæta manns.“ í bréfi loðdýravina er fólk hvatt yngri bræðra okkar og systra, ekki Þetta er brot úr bréfi sem „Loð- tll þess að bunsa sýninguna og síst hinna smæstu? Og var okkur dýravinir" sendu fjölmiölum í einnig að kaupa ekki loðdýrakápur ekld einnig kennt að við ættum gær. Tilefnlð var að efnt var til eða aðrar afurðir ioðdýra. Minnt er aldrei að gera nelnum það sem við sýningar á loðfeldum á Hótel Sögu á að hin síðustu ár hafi milljónir vildum ekki að okkur væri gert?“ í gær. Fimm eða tex loðdýravinlr „dýravina um allan heim og annað Svari hver iyrir aig. stóðu fyrir utan Hótel Sögu þegar góöhjartað íólk“ teldð höndum -EÓ sýningargestir streymdu að og af- saman og hætt að kaupa loðkápur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.