Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 11. desember 1990 Gísli Sigurösson laeknir loksins frjáls: ISLENSKIGISLINN ER NÚ Á HEIMLEIÐ Gísli Sigurðsson læknir, sem haldið hefur verið sem gísl í Kúvæt og írak frá því því í byrjun ágúst, er nú frjáls maður og er kominn til London. Gísli yfirgaf írak á sunnudag og fór fyrst til Amman í Jórd- aníu þar sem Stefanía Reihantsdóttir, ræðismaður íslands í Jórdan- íu, tók á móti honum. Gísli er væntanlegur til íslands á morgun, miðvikudag, en Birna Hjaltadóttir, eiginkona Gísla, fór til London að taka á móti manni sínum. í tilkynningu sem utanríkisráðu- "Sggg5555555555555'^^^^^— neytið sendi frá sér á sunnudag kem- ur fram að frá því í byrjun september sl., þegar Birna Hjaltadóttir og Krist- ín Kjartansdóttir og börn hennar komu til landsins, hefur miklum þrýstingi verið beitt til að fá Gísla lausan frá Kúvæt. Framan af voru það sendiráð Svíþjóðar og Danmerk- ur sem önnuðust hagsmunagæslu fyrir Gísla, en síðar tók v-þýska sendi- ráðið við þegar norrænu sendiráðun- um í Kúvæt var lokað. Eftir að Gísli fór til Baghdad þann 9. nóv sl. voru Svíar beðnir um að veita honum alla þá fyrirgreiðslu sem möguleg væri og gekk íslenska utan- ríkisráðuneytið f ábyrgð fyrir öll út- gjöld sem féllu til vegna Gísla. Þann 12. nóv. skrifaði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra Marwan Qasem, utanrfkisráðherra Jórdaníu, bréf þar sem hann óskaði eftir lið- sinni hans. Qasem ritaði að bragði bréf til starfsbróður síns í frak, Tariq Aziz, og óskaði eftir að Gísli fengi brottfararleyfi. Þann 27. nóv. fékk ís- lenska utanríkisráðuneytið skeyti frá Moskvu þar sem boðið var að sovésk- ir erindrekar beittu sér fyrir því í írak að Gísli fengi brottfararleyfi og var sú aðstoð þegin. Þegar síðan fréttist að Norðmenn hygðust þann 30. nóv. gera úrslitatilraun til að ná löndum sínum brott frá írak var norski utan- ríkisráðherrann beðinn að hafa Gfsla í huga ef gripið yrði til aðgerða norskum gíslum til hagsbóta. Var því vel tekið. Þann 5. des. sl. var síðan sendiherra Jórdaníu á íslandi afhent bréf frá Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta íslands, til Husseins Jórdaníukonungs þar sem konungurinn var beðinn um að beita persónulegum áhrifum sínum máli Gísla til framdráttar. í tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins er sérstaklega talað um fram- göngu sænska sendiherrans í Baghd- ad, Henrik Amneus, sem fór daglega í íraska utanríkisráðuneytið til að árétta kröfur um brottfararheimild fyrir Gísla. Þá hefur komið fram hjá Gísla sjálfum að samtal Jóhönnu Kristjónsdóttur við forseta íraska þíngsins hafi komið á heppilegum tíma, en hann mun hafa litið á dvöl Jóhönnu í Baghdad sem eins konar heimsókn íslensks sendimanns. Frásögn Gísla af ástandinu í Kúvæt, einkum af ástandinu á sjúkrahúsum þar, hefur vakið mikla athygli í heimspressunni, eins og viðtalið við Reutersfréttastofuna hér á síðunni ber með sér. Vanheill maöur heldur barni Sjö ára gamals drengs var sakn- að frá því kl. 18:00 á laugardag þar til klukkan að verða hálf þrjú aðfaranótt sunnudags, er hann fannst í húsasundi við Baróns- stíg þar sem andlega vanheill maður hafði haldið honum allan tímann. Drengurinn hafði farið að fylgja stúlku á svipuðu reki heim til sín, en stúlkan bjó við Laugaveg en drengurinn á Njálsgötu. Þegar drengurinn kom ekki fram var farið að leita hans og hjálparsveitir með hunda voru kallaðar út. Maður- inn var yfirheyrður á sunnudag, en hann mun ekki hafa skaðað barnið lfkamlega. Frásögn Gísla Sigurðssonar vekur heimsathygli: : • • ]ái aiit[^xhk Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa birt viðtöl við Gísla Sigurðsson lækni, eftir að hann var laus úr prísundinni í írak, enda hefur hann frá mörgu að segja sem ekki hefur áður komið fram. Vlð birtum hér viðtal Reutersfréttastofunnar við Gísla: Smábörn deyja á sjúkrahúsum í Kúvæt vegna þess að innrás íraka hefur rekið á brott starfslið sem gæti hafa bjargað lífi þeirra, að sögn vestræns læknis sem starfaði í sigr- aða furstadæminu þar til fyrir þrem vikum. íslendingurinn Gísli Sigurðsson lýsti því hvernig ung kúvæsk börn urðu að fá meðhöndlun eftir að íraskir hermenn höfðu skotið þau í brjóstið. En hann sagði líka frá því að fregnir af vísvitandi slæmri með- ferð á starfsliði sjúkrahúsanna af hendi íraskra hermanna hefðu verið orðum auknar. „Þær fregnir eru ekki sannar," sagði Gísli um útbreiddar frásagnir af því að íraskir hermenn hefðu tek- ið fyrirbura úr hitakössum og flutt útbúnaðinn til Bagdad. „Reyndar tóku þeir ekki tæki úr sjúkrahúsum, nema hersjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum," sagði Gísli. Hins vegar dóu fjölmörg ungbörn vegna skorts á starfsfólki síðustu vikurnar, að sögn Gísla. Útlagar frá Kúvæt hafa sagt Sam- einuðu þjóðunum og Bandarfkja- þingi sögur af því að kornabörnum hafi verið hvolft úr hitakössum og hefur George Bush Bandaríkjafor- seti haft þær eftir. írakar hafa mót- mælt þeim. Gísli Sigurðsson, eini íslenski gísl- inn í haldi íraka og einn af síðustu vestrænum mönnum sem héldu áfram að starfa í hinu hersetna furstadæmi, dvaldist í fimm ár í Kú- væt. Hann var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildarinnar á stóru sjúkrahúsi, Mubarak al-Kabeer, og kenndi við Háskóla Kúvæt. Það sem Gísli upplifði er einhver greinar- „Gling - Gló" í Operunni! Það var þétt setinn bekkurinn í fs- lensku óperunni sl. fimmtudags- kvöld, þegar Tríó Guðmundar Ing- ólfssonar og Björk Guðmundsdóttir kynntu í fyrsta sinn lög af nýút- komnum geisladisk sínum. Tón- leikagestir tóku vel á móti þessari nýbreytni og klöppuðu sveitina upp í þrígang í lokin. Djasstríó Guð- mundar, sem samanstendur af Guð- mundi Steingrímssyni og Þórði Högnasyni, auk Guðmundar Ing- ólfssonar, er löngu landsþekkt. Það verður hins vegar að teljast til meiriháttar viðburða þegar þeir fé- lagar fá til liðs við sig náttúrubarn eins og Björk Guðmundsdóttur. Af- raksturinn er „Gling - Gló", sextán djassblandin dægurlög frá sjötta áratugnum, þrykkt á plast og borin af fingrum fram. - ÁG besta og nýlegasta lýsingin á því sem hefur átt sér stað á sjúkrahús- um í Kúvæt eftir innrás íraka 2. ág- úst sl. „Ég vann á sjúkrahúsinu þar til um miðjan nóvember, en það var óger- legt að starfa þar lengur vegna þess að það var sífellt verið að handtaka mig," segir hann. Gísli sagðist hafa verið tekinn fastur ellefu sinnum og hefði að síðustu verið gefin skipun um að fara til Bagdad. Hann sagði að sjúkrahúsið, sem hann starfaði við og hefði verið eitt það sjúkrahús í Kúvæt sem hvað best hefði verið skipað starfsliði fyrir innrásina, hefði ekki ráðið yfir nema 10-15% eðlilegs starfsmannafjölda þegar hann fór. Þetta bitnaði hvað verst á smábörn- um vegna þess að flestir fæðingar- og barnalæknar hefðu verið útlend- ingar. Arabískir læknar og hjúkrun- arkonur lögðu á flótta við innrásina, rétt eins og Vesturlandamenn. „Á hverjum degi koma upp flókin sjúkdómstilfelli á spítölunum sem þarf að fylgjast mjög vel með og þeg- ar hvorki eru til tæki né starfsfólk er ekkert hægt að gera," segir hann. „Fársjúk smábörn köfnuðu vegna þess að enginn gat fylgst með með- ferðinni á þeim. Tæki voru ónothæf vegna þess að enginn var til að gera við þau. Fúkalyf og hjartalyf voru af skornum skammti. Á þeim fimm sjúkrahúsum, sem starfrækt eru í Kúvæt, voru ekki gerðar skurðað- gerðir nema um líf og dauða væri að tefla." Gísli sagði að á sjúkrahúsinu sem hann starfaði við hefði verið tekið á móti særðum írökum og mörgum hundruðum Kúvæta, þ.á m. ungum börnum, þegar eftir innrásinu. Þeg- ar hann fór komu þrír til tíu sjúk- lingar á dag með skotsár. Þeir voru á öllum aldri, allt frá eins árs til aldr- aðra. „frösku hermennirnir skjóta alltaf í þeim tilgangi að drepa. Þeir skjóta ekki í fótleggi eða handleggi, þeir miða alltaf á brjóstið," segir Gísli. „Það var skotið á fólk að tilefnis- lausu — við fengum fólk sem hafði verið skotið á götunni við að skipta peningum. Ég man vel eftir einum Kúvæta. Hann var að mótmæla því að hann hefði beðið í tvær klukku- stundir í biðröð eftir brauði. Ein- hverjir íraskir hermenn voru að troða sér áfram í biðröðinni. Hann viðhafði einhverja athugasemd og var ýtt út úr biðröðinni og skotinn í brjóstið og magann." Gísli sagði að komið hefði verið á sjúkrahúsið hans fyrir u.þ.b. mán- uði með yfirmann íraska hersins, sundurskotinn eftir kúlnahríð þegar hann yfirgaf þorp í Kúvæt. Hann lést við komuna á sjúkrahúsið. Gísli sagði að yfirmaður íraska al- þýðuhersins hefði fengið aðhlynn- ingu á sjúkrahúsinu eftir að kú- væska andspyrnuhreyfingin hefði skotið á hann. Svo mörg mikilvæg líffæri hefðu hins vegar orðið fyrir skotum að ekki hefði reynst unnt að bjarga lífi hans. Blaðamenn í Bagdad segja að ekki sé ljóst hver liðsforinginn sé sem Gísli ræðir um. Engar fregnir hafa verið sagðar í írak um breytingar á yfirstjórn alþýðuhersins í Irak, en í því Iiði eru þeir karlmenn sem eru of ungir eða of gamlir til að gegna herþjónustu í sjálfum hernum. „Astandið í Kúvæt var afar, afar slæmt. Það var lítið orðið eftir af matvælum og það sem til var var dýrt. Fólk er hrætt," segir Gísli. „Það var allt annað að koma til Bagdad, það var næstum eins og að fara í frí." Tveir menn á Þorskafjarðarheiði: Sátu fastir í biluöumjeppa Tveir menn höfðust við í biluö- um jeppa á Þorskafjarðarheiðii fyrrinótt Þeir höfðu lagt upp frá Nauteyri við ísafjarðardjúp um kl. 18 á sunnudag áleiðis til Reykjavíkur á upphækkuðum Willysjeppa með blæjum. Þegar þeir höfðu ekki komið fram um kl. 10 í gærmorgun var haft saniband við lögreglu og hún hafði satnband við Landhelgis- gæsluna og Slysavamafélagið. Gæslan var komin í viðbragðs- stöðu og björgunarsveitír SVFl á Hólmavík og í Reykhólasveit vóru farnar til leitar á !>orska- fjarðarhciði óg Slein grímsfjarð- arheiði þegar bóndi úr Nauteyr- arhreppi fann mennina um kl. 11 á sunnanverðri Þorskafjarð- arheiðinni. Ekkert amaöi að mönnunuin, en iixull hafðl brotnað í bílnum um kl 20 á sunnudagskvöid 'og iétu þeir fyrirberast þar sem þeir voru og biðu hjálpar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.