Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. desember 1990 Tíminn 5 Innkaupaferðir almennings á erlenda grund aukast þegar jólin nálgast: Fimm til átta tösku fólk snýr heimleiðis Ásókn í helgarferðir og innkaupaferðir á erlenda grund hefur auk- ist í ár miðað við í fyrra, þrátt fyrir minni kaupmátt. Aukningin er mest í hópferðum, en svokallaðar „árshátíðarferðir" njóta mikilla vinsælda, þar sem starfsfólk fyrirtækja og félagasamtaka tekur sig saman og skreppur yfir helgi utan í stað hefðbundinnar árshátíð- ar. Kaupmenn eru þó bjartsýnir, þrátt fyrir að svo margir geri jólainnkaup- in erlendis, en óska þess að sama verði látið yfir alla ganga og einstak- lingum verði gert að borga tolla og gjöld af sínum innflutningi sem er umfram leyfilegt magn, til jafns á við þá. Einhver dæmi eru nefnilega um að einstaklingar komi hlaðnir fimm til átta ferðatöskum úr helgar- innkaupaferðum erlendis. Magnús Finnsson, formaður Kaup- mannasamtakanna, sagði, er hann var inntur eftir því hvort kaupmenn hefðu almennt áhyggjur af þessari þróun: Já, það virðist vera lítið eft- irlit með því hvað fólk kemur með, en í lögum er sagt til um hámarks- upphæð sem hver ferðamaður má koma með og í mörgum tilfellum er því ekki framfylgt. Hið eina sem við óskum eftir er að við stöndum jafn- fætis ferðamanninum, þ.e.a.s. að borga skatta og gjöld af þeirri vöru sem flutt er inn. Við teljum ekki rétt að ferðamaðurinn megi flytja inn fullt af varningi án þess að borga nokkuð af honum, af þeim gjöldum sem lögboðin eru, eins og t.d. virðis- aukaskattinn." Magnús sagðist ekki þekkja þess dæmi að einstaklingar reyni að selja þann varning sem þeir koma með úr slíkum innkaupaferðum, en sagði þó að hægt væri að láta sér detta ýmislegt í hug þegar einstaklingar koma jafnvel með 5 töskur fullar úr svona ferðum. Þótt Magnús taki ekki dýpra í árinni en að nefna fimm tösku fólk, þá þekkir Tíminn dæmi þess að fólk hefur komið til landsins með átta troðfullar ferðatöskur af fatnaði og öðrum varningi. Inga Engilberts hjá Ferðaskrifstof- unni Sögu sagði í samtali við Tím- ann að ásókn í helgarferðir hafí auk- ist frá í fyrra. „Asókn í ferðir til Glasgow hefur aukist áberandi mik- ið og er búið að vera fullt meira og minna síðan í október," sagði Inga. Ferðir til Amsterdam eru einnig vin- sælli en í fyrra, að sögn Ingu, en vin- sældir London hafa dvínað, því þar er tiltölulega óhagstætt að versla um þessar mundir, pundið sterkt og vöruverð ekki mikið lægra en hér- lendis. Einnig hefur verið farið mik- ið í ferðir til Lúxemborgar og Trier í Þýskalandi. Ásókn í hópferðir þar sem starfs- mannahópar, félagasamtök, sauma- klúbbar og slíkt taka sig saman og skella sér í stuttar ferðir hefur auk- ist all verulega, að sögn þeirra hjá ferðaskrifstofum sem Tíminn talaði við. Til dæmis fyllti stór hópur frá einu fyrirtæki í Reykjavík flugvél til Dublin á írlandi á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar nú í haust, tjáði Unnur Helgadóttir hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn Tímanum. Svokallaðar „árshátíðarferðir" virð- ast rjúka upp í vinsældum um þess- ar mundir og voru viðmælendur Tímans hjá ferðaskrifstofum sam- mála um það. Inga hjá Ferðaskrif- stofunni Sögu sagði að flestar helg- arferðir í haust og nú fyrir jólin væru þessar hefðbundnu helgar- ferðir, en upp úr áramótunum og al- veg fram að páskum væri bókað í þessar árshátíðarferðir. Dröfn Björnsdóttir hjá Úrval/Útsýn sagði að þau hefðu orðið vör við að einstaklingar sæktu jafnvel frekar eftir að komast í fyrirfram skipu- lagðar hópferðir með fararstjóra um helgar heldur en áður. „Það er eins og að fólk vilji fá meira út úr ferðun- um heldur en eintómt verslunar- ráp." —GEÓ Alþjóðaráðstefna um varnir gegn olíumengun í sjó: Samræmdar reglur um neyðarviðbrögð við olíumengun Á ráðstefnu Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar, sem nýlega er lok- ið, var gengið frá nýrri alþjóðasam- þykkt um viðbúnað, hreinsun og samstarf ríkja vegna olíumengunar í sjó. Fulltrúar 90 ríkja og 17 al- þjóðasamtaka og - stofnana sátu ráðstefnuna. Samþykktin öðlast gildi þegar 15 ríki hafa staðfest hana. Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri sat ráðstefnuna fyrir hönd íslands. Samþykkt þessari er ætlað að tryggja að alls staðar þar sem hætta er á olíumengun í sjó, séu fyrir hendi áætlanir um viðbrögð við ol- íuslysum, svo takast megi að draga sem mest úr olíumengun og hættu sem lffrfkinu stafar af henni. Þannig verður sérhverju rfki skylt að hafa sérstaka neyðaráætlun tiltæka sem miðast skal við aðstæður á hverjum stað. Þá verður aðildarrfkjum að sam- þykktinni skylt að veita hverju öðru aðstoð þegar óhöpp verða, bæði með því að Iána tæknibúnað eða að veita ráðgjöf. Jafnframt er hvatt til svæð- isbundinnar samvinnu nálægra ríkja um neyðaráætlanir sem tækju til stórslysa. Þess verður krafist að öll stærri skip, olíubirgðastöðvar, borpallar og olíuvinnslustöðvar á hafi úti og önn- ur starfsemi, sem getur valdið olíu- mengun sjávar, séu með sérstakar neyðaráætíanir til að bregðast við mengun frá eigin starfsemi. Siglingamálastofnun íslands hefur lagt til við umhverfisráðuneytið og fjárveitinganefnd Alþingis að veitt verði tæpum 19 milljónum á fjár- lögum næsta árs til þess að koma upp búnaði til olíumengunarvarna í kringum landið. Þessi fyrirhugaði búnaður verði í samræmi við sam- þykkt Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar og komist hann upp, ætti að verða auðveldara fyrir ísland að staðfesta samþykktina. —sá Frá ráöstefnu BHMR. BHMR heldur ráðstefnu um mannréttindi á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna: Verðum að virða leik- reglur samfélagsins Félagið í Miðbænum: Jólastemning í Hlaðvarpanum Þessi mikla skákþjóð verður að fara að skilja að það er auðvelt að vinna eina skák með því að fara ekki eftir mannganginum, m.ö.o. að svindla á andstæðingnum. En ef út af leikreglunum er brugðið er á hinn bóginn hætt við að tafl, eins og við þekkjum það í dag, muni fljótt Iíða undir lok. Búast má við að andstæðingurinn hætti einnig að virða mannganginn. Þá spyr maður sjálfan sig: Hvers virði var það að hafa unnið eina skák eða tvær með því að svindla á mann- ganginum?" Aukin starfsemi verður í Hlaðvarp- anum í desember og verður þar jólatréssala sem opin er alla daga til jóla. Hljómsveitarpalli hefur verið komið fyrir í portinu þar sem þekktar hljómsveitir landsins munu skemmta og árita plötur sín- ar. Tónlistarfólkið mun skemmta á laugardögum til jóla og mun Dóm- kórinn, Megas, Rokklíngarnir, Björk Guðmundsdóttir og tríó Guð- mundar Ingólfssonar, Langi Seli og skuggarnir, Bubbi og fleiri koma fram. í kjallaranum í Hlaðvarpanum verður bókamarkaður fyrir þá aðila sem eru að gefa út verk sín sjálfir, auk annarra bóka. Einnig mun listafólk verða sjálft með varning sinn til sölu, svo sem textíl, myndir, silki og fleira. Margt fleira er á boðstólum í Hlaðvarpan- um að Vesturgötu 3 —GEÓ Þetta sagði Eiríkur Tómasson lög- fræðingur á ráðstefnu sem Bandalag háskólamenntaðra rfkisstarfsmanna og Bandalag háskólamanna héldu til að minnast Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en ráðstefnan var haldin á Mannréttindadegi Sam- einuðu þjóðanna. Efni ráðstefnunar var siðferði stjórnvalda. Framsögu- menn á ráðstefnunni auk Eiríks voru Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræð- ingur, Guðrún Agnarsdóttir læknir og Atli Harðarson heimspekingur. Ráðstefnunni stýrði sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. í erindi sínu talaði Eiríkur um það sem hann kallaði stjórnkerfisvanda í íslenskum stjórnmálum. Hann sagði að þessi vandi væri ekki síður alvar- legur en margumræddur efnahags- vandi. Hann sagði stjómvöld um- gangast réttarreglur með ákveðinni léttúð. Skýringar á þessu sagði hann m.a. vera að leita í því að reglum og reglugerðum færi stöðugt fjölgandi. Á sama tíma færðist það í vöxt að þessum reglum væri ekki fylgt eftir. Svo virtist sem enginn gerði neina at- hugasemd við það. Skýringarinnar væri einnig að leita í því að fram- kvæmdavaldið væri stöðugt að teygja sig inn á valdsvið löggjafarvaldsins. Eiríkur sagði að það væri ekki við því að búast að í þjóðfélagi þar sem stjórnmálamenn umgangast réttar- reglur með léttúð, hefðu þróast pólit- ískar siðferðisreglur á sama hátt og í öðrum lýðræðisríkjum. Eiríkur sagðist telja bráðabirgðalög- in frá því í sumar aðeins eitt dæmi af mörgum um siðferðiskreppu í ís- Ienskum stjórnmálum. Hann tók fram að allir flokkar sem átt hafa aðild að ríkisstjórnum væru sekir í þessu efni. Eiríkur sagði ekki einungis við stjórnmálamennina að sakast Öll þjóðin bæri hér nokkra sök. „Við þurfum að gera miklu skýrari greinarmun á leikreglunum í þjóðfé- laginu annars vegar og hins vegar þeim efnahagsmarkmiðum sem stefnt er að. Þessu tvennu má með engu móti blanda saman, því þá er voðinn vís," sagði Eiríkur að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.