Tíminn - 13.12.1990, Síða 4

Tíminn - 13.12.1990, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 13. desember 1990 HH! ÚTLÖND 1 Persaflói: Sovétmenn verða ekki með í hernaðaraðgerðum Bduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði á þriðjudagskvöldið að ekki kæmi til greina að Sovétríkin tækju þátt í hemaðaraðgerðum við Persaflóa. Hann sagðist binda mikla von við viðræður Bandaríkjamanna og íraka um fríðsamlega lausn á deil- unni. Þegar hernaðaríhlutun hefur borið á góma til lausnar á Persaflóadeil- unni, hafa Sovétmenn látið lítið á sér bera, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir iýsa yfir stefnu sinni afdráttar- laust. Fréttaskýrendur telja að þessi yfirlýsing Shevardnadzes komi til með að grafa undan samningsstöðu Bandaríkjanna þegar þeir munu ræða við íraka um friðsamlega lausn á deilunni. Nú eru allir þeir erlendu borgarar, sem vilja fara frá írak og Kúvæt, farnir. Þeir seinustu fóru í gær. frakar hafa nú yfir 500 þúsund her- menn í Kúvæt, þar af 20 þúsund ný- komna og óþreytta. Fjölþjóðlegi herinn í Saudi-Arabíu er 480 þús- und menn, helmingurinn Banda- ríkjamenn, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Frakkar sögðust á þriðjudaginn ætla að senda 4 þúsund hermenn til viðbót- ar þeim 6 þúsund hermönnum sem þeir hafa þegar sent. Saddam Hussein skipaði nýjan varnarmálaráðherra í gær. Sá sem tekur við heitir Saadi Tu’ma Abbas og kemur í staðinn fyrir Abdul- Jab- bar Shanshal sem verður hermála- ráðherra. Shanshal, sem er 70 ára, var orðinn of gamall til að vera varn- armálaráðherra, að sögn Saddams. Breskt dagblað sagði á sunnudag að verið væri að semja um lausn á deil- unni, þannig að írakar fengju að halda litlum hluta Kúvæts innan sinna landamæra. Þessu var harð- lega neitað í Baghdad og sagt að ír- akar myndu aldrei gefa þumlung eftir af Kúvæt. Reuter-SÞJ Sovétmenn ætla ekki að veita hemaðarstuðning, ef til átaka kemur við Persaflóa. Pólland: Tyminski fór Ríkissaksóknari í Póllandi lofaði í gær forsetaframbjóðandanum og milljónamæringnum Stanislaw TVminski að fara til Kanada, eftir að hafa borgað 100 þúsund dollara tryggingu. Tyminski þarf að snúa aftur til Pól- lands vegna rannsóknar á því hvort hann hafi brotið lög með ásökunum á hendur Mazowiecki forsætisráð- herra. Hann kemur aftur til Póllands þann fimmta janúar. FRETTAYFIRLIT Baghdad - Saddam Hussein for- setl Iraks skipaði reyndan hers- höfðingja I stöðu varnarmálaráð- herra í stað Abdul-Jabbar Shansh- ai, aö sögn útvarpsstöðvar f Baghdad. Brussel - Iraskur stjórnmálamað- ur hitti Giulio Andreotti, forsætis- ráðherra Italíu, að máli I Róm og sagði hann að (rakar myndu ekki yfirgefa Kúvæt, nema Palestínuar- abar fengu málum slnum eitthvað framgengt. Belgrad - Einn stúdent hefur látið lífið og margir særst nú á seinustu tveimur dögum I átökum við iög- reglu I Tirana, höfuðborg Albaníu, að sögn júgóslavnesku fréttastof- unnar Tanjug. Vfn - Kommúnistaflokkur Albaníu leyfði starfsemi annarra stjórn- málaflokka á þriðjudaginn og strax i gær var nýr stjómmálaflokkur stofnaður. Dhaka - Her og lögregla I Bangla- desh handtóku I gær fyrrverandi forseta Iandsins, Ershad. Gdansk - Lech Walesa sagði af sér formennsku Samstöðu I gær, eftir að hafa verið formaður 110 ár eða allt frá þvl að óháðu verka- lýðssamtökin vorn stofnuð. Stokkhólmur - Sænska þingið samþykkti í gær að sækja um aðild að EB áriö 1991. Búkarest - Forsætisráðhen-a Rúmeníu, Petre Roman, sagði að ríkisstjóminni yrði breytt og er hann þá að bregöast við gagnrýni sem ríkisstjómin hefurfengið á sig. I gær fóru kennarar, hjúkrunarkon- ur og læknar i verkfall. París - Frakkar sögðu ( gær að þeir ætluðu að senda fleiri her- menn, skriðdreka, orrustufiugvélar og þyrlur til Saudi-Arabíu áður en árið er liðiö. London - Sjö sjómanna frá Skot- landi var saknað eftir óveður sem gekk yfir Norðursjó. Nikósía - frönsk „góðgerðastofn- un“ hefur endurtekið tilboð sitt um að greiða þeim manni, sem drepur rithöfundinn Salman Rushdie, milljón dollara. Rush-díe kom fyrst fram opinberlega fyrir fáeinum dögum, en hann fór f felur fyrir nærri tveimur árum, þegar stjóm- völd í Teheran dæmdu hann til dauða. Reuter-SÞJ Albanía: Nýr stjórnmála- flokkur stofnaður tjm það bil 50 þúsund Albanir stofnuöu nýjan stjómmálaflokk síðdegis í gær, aðeins degi eftir að kommúnistar, sem hafa veríð einráðir í landinu, sögðust vera reiðubúnir að taka upp fjöl- flokkakerfl. Stúdentar, verkamenn og margir menntamenn komu saman á lóð háskólans í Tirana til að stofna lýöræðisflokk sem heitir einfaldlcga Lýðræðis- flokkurinn. Kommúnistaflokk- urínn hefur verið einráður allt frá árinu 1944 þegar Enver Hoxha komst til valda. „Ég er mjög ánægður með að við getum sýnt heiminum fram á að það er hægt að koma á lýð- ræðiskerfl án ofbeldis," sagði Gramoz Pashko, 35 ára hag- fræðingur. Hann sagði að flokk- urinn mundi taka þátt í þing- kosningunum sem fram fara þann 10. febrúar. Reuter-SÞJ USA afléttir viðskiptabanni George Bush Bandaríkjaforseti hef- ur ákveðið að aflétta viðskiptahöml- unum á Sovétríkin til að hjálpa þeim í efnahagsörðugleikum þeirra, að sögn stjómvalda í Bandaríkjun- um í gær. Aðgerðin tekur til svonefndra Jack- son-Vanik-laga sem voru sett vegna takmörkunar Sovétmanna á ferða- frelsi þegna sinna og þá sérstaklega vegna Gyðinga, en nú hafa Sovét- menn leyft þúsundum Gyðinga að fara til ísraels. Lögin eru skírð í höf- uðið á höfundum sínum, Henry Jackson og Charles Vanik demókröt- um. Reuter-SÞJ Lech Walesa, nýkjörinn forseti Pól- lands, sagði af sér formennsku hjá Samstöðu í gær, en hann hefur verið formaður í tíu ár eða allt frá því að óháðu verkalýðssamtökin voru stofnuð árið 1980. Formaður verður kosinn innan tveggja mánaða. Þang- að til verður annar tveggja aðstoðar- formanna samtakanna formaður til bráðabirgða, Lech Kaczynski eða Stefan Jurczak. Reuter-SÞJ Gísli Sigurðsson í viðtali við BBC. Fyrsta vettvangslýsing Vesturlandabúa af hernámi íraka á Kúvæt: Fólk af !H Fal r ■ 1 VI iður- vist fjöl Is ky lur inar Frá David Keys, fréttaritara Tímans i London. Einn af gíslum Saddams Hussein, íslenski læknirinn Gísli Sigurðs- son, er fyrsti Vesturlandabúinn til aö gefa nákvæmar upplýsingar um líflát yfirmanns íraska hemáms- liðsins í Kúvæt og um banatilræði við forystumann borgaralegrar leppstjómar íraka í Iandinu. Gísli Sigurðsson greindi frá at- burðum í viðtali við heimsútvarp breska útvarpsins, BBC World Serv- ice, og sagði að herstjóri hefði verið felldur utan við húsið sem hann bjó í og sagði síðan: „Komið var með manninn helsærðan í sjúkrahúsið þar sem ég starfaði. Hann var það mikið særður að ekki reyndist unnt að bjarga honum." Gísli greindi einnig frá misheppn- uðu banatilræði andspyrnumanna við íraska landstjórann í Kúvæt. Það hafi átt sér stað við Hiltonhótelið í Kúvæt og í því féllu nokkrir íraskir stjórnarerindrekar. Landstjórinn hefði hins vegar yfirgefið hótelið nokkrum mínútum fyrr. Tilræðið var að sögn Gísla gert með bíl- sprengju. Hann gat þess einnig að slíkar bílasprengjur hefðu sprungið oftar og hefðu beinst gegn Irökum, Gísli Sigurðsson við komuna til fs- lands í gær. Tímamynd: Ami Bjama bæði hermönnum og borgurum og greinilega gerðar af kunnáttu. Gísli sagði líklegt að andspyrnu- hreyfmgin hefði nú bækistöðvar sín- ar utan Kúvæt, Því að undir lok september hefði írökum tekist að brjóta á bak aftur andspyrnuhreyf- inguna innanlands. Andspyrnu- menn kæmu því nú yfir landamærin til að koma fyrir bflasprengjum eða gera árásir á íraka. Á sjúkrahúsi Gísla voru bæði írask- ir og kúvæskir sjúklingar. Þeim yar haldið aðskildum, að sögn Gísla. ír- akarnir voru flestir lagðir inn vegna skotsára sem þeir höfðu hlotið í til- ræðum andspyrnumanna. Þá greindi Gísli frá sjálfsmorðs- sprengjutilræðum gegn írökum, meðal annars einu þar sem kona ók bíl hlöðnum sprengiefni á tankbfl sem sprakk í loft upp. „Ég kom á staðinn nokkrum mínútum síðar," sagði Gísli. Hann greindi einnig frá afdrifum fjölmargra andspyrnumanna: „Þeir voru gripnir hver eftir annan, yfir- heyrðir, pyntaðir og síðan farið með þá heim til þeirra þar sem þeir voru drepnir fyrir framan heimili sín í augsýn fjölskyldna sinna. Ég veit þetta með vissu, því að írakar létu líkin liggja á götunni. Ættingjarnir höfðu engin úrræði önnur en að koma með þau á spítalann. Þar sá ég að fólkið hafði allt verið drepið á sama hátt: skotið í höfuðið aftan við eyrað,“ sagði Gísli. Viðtal BBC við Gísla átti sér stað í bústað íslenska sendiherrans. í því kom fram að hann hefði fengið fjöl- mörg atvinnutilboð. í því sambandi sagði Gísli að eitt væri víst: hann hefði ekki áhuga á að starfa í Mið- austurlöndum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.