Tíminn - 13.12.1990, Page 5

Tíminn - 13.12.1990, Page 5
Fimmtudagur 13. desember 1990 Tíminn 5 Lognið á fjármagnsmarkaðnum ekki svikalogn. Efnahagsráðunautur fjármálaráðherra telur: Vart von á fjárfestinga- fyllirfi að öllu óbreyttu „Um þetta „svikalogn“ Seðlabankans er það að segja, að samkvæmt þjóðhagsspá er ekki gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu í atvinnulíf- inu, eins og raunar einnig kemur fram í skýrslu Seðlabankans. í öðru lagi, þá liggur það fyrir að íslensk atvinnufyrirtæki virðast, kannski sem betur fer, hafa áttað sig á því hvað lánsfé kostar, sér- staklega það innlenda. Þau munu þar af leiðandi ekki verða allt of viljug til að fjármagna sínar framkvæmdir að fullu með lánsfé, eins og þau hafa gert til þessa, heldur sækja frekar út á hlutafjármarkað- inn, og þar af leiðandi ekki í gegn um bankana.“ Það álit Seðlabankans, að vissar lík- ur bendi til þess að nú sé „svika- logn“ á lánamarkaðnum, sem breyst geti skyndilega þegar atvinnulífið kemst upp úr lægðinni voru hér borin undir Má Guðmundsson að- stoðarmann fjármálaráðherra, hvers ráðuneyti hefur á þessu ári fengið bróðurpartinn af öllum nýjum út- lánum bankakerfisins. Már neitar því ekki að hlutabréfa- markaðurinn geti þá að nokkru leyti orðið í samkeppni við ríkissjóð varð- andi sölu spariskírteina. Hann hefði hins vegar ekki áhrif á sölu ríkis- víxla, eða skammtímamarkaðinn, í neinum teljandi mæli. Þótt gert sé ráð fyrir 5% aukningu íbúðarhúsabygginga, og þar með nokkurri aukningu húsbréfa á markaði, ætti sú aukning að geta rúmast innan þess sem áætlað er að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna auk- ist á næsta ári. Það ráðstöfunarfé sé áætlað 27,4 milljarðar kr. á árinu. Miðað við 55% regluna þýðir það um 15 milljarða kr. fyrir húsnæðis- lánakerfið, hvar af um 4,9 milljarðar mega fara til kaupa á húsbréfum. „Miðað við þessar horfur og miðað við spár, Seðlabankans m.a., um aukinn sparnað, þá virðist okkur að dæmið geti gengið upp,“ sagði Már. Þ.e. að ríkissjóður geti aflað þeirra 11,7 milljarða brúttó, sem íjárlög gera ráð fyrir, á innlendum lána- markaði. Enda sé þarna í krónum talið um nær sömu upphæð að ræða og á þessu ári, á sama tíma og búist er við auknu fé á lánsfjármarkaðn- um. „Já, vitanlega getur allt breyst skyndilega á einn veg eða annan. En miðað við núverandi horfur í þjóð- arbúskapnum á næsta ári. Miðað við þau áform sem eru í þjóðhagsáætl- un og þann halla sem er í fjárlaga- frumvarpinu á þetta því að geta gengið upp. Ef menn hins vegar stórauka þann halla, annað hvort með því að fara að tillögum Sjálfstæðisflokksins í skattamálum, eða með því að hemja ekki ríkisútgjöldin, þá gengur þetta vitanlega ekki upp. Þá hækka líka raunvextir innanlands, sem eðlilegt er. Og menn verða þá bara að sæta því.“ Hvað snertir þá hættu sem Seðla- bankinn bendi á, að bankarnir kunni að láta freistast til þess að ávaxta ríkisvíxlapeningana sína í er- lendum skammtímabréfum, sagði Már um einhvern misskilning að ræða. Því samkvæmt reglum sem Seðlabankinn hafi sjálfur sett, hvíli sú kvöð á bönkunum að gæta þess sem kallað er gjaldeyrisjafnaðar, milli erlendra krafna og eigna. Þeir geti þar af leiðandi ekki gert þetta, nema eignast þá skammtímaskuldir í erlendri mynt þar á móti. „Þeir geta því ekki breytt ríkisvíxlum í er- lend skammtímabréf," sagði Már Guðmundsson. - HEI Ætlar að slappa af í nokkra daga áður en hann fer að hugsa um framtíðina: Gísli læknir kominn heim Gísli Sigurðsson læknir og Birna Hjaltadóttir, eiginkona hans, komu heim frá London í gær. „Nú ætla ég ætla að slappa af í nokkra daga áður en ég fer að hugsa um framtíðina," sagði Gísli við heimkomuna. Miklir fagnaðarfundir urðu á flugvellinum þar sem böm þeirra þijú og foreldr- ar Gísla tóku á móti þeim, ásamt fleirum. Gísli sagðist telja það ólíklegt að hann og fjölskylda hans færu aftur til Miðausturlanda. „Ég ætla að at- huga hvernig fjölskyldunni líður á íslandi og mestu máli skiftir hvar þau vilja búa,“ sagði Gísli þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist fara að vinna hér heima. Birna tók á móti Gísla í London á mánudaginn, þegar hann kom frá Amman í Jórdaníu eftir þriggja mánaða dvöl í miðjum stríðsrekstri Persaflóadeilunnar. Gísli kom til Amman frá Bagdad í írak þar sem hann hafði beðið í óvissu eftir farar- leyfi í um einn mánuð. Gísli varð eftir í Kúvæt þegar kona hans Birna Hjaltadóttir kom heim eftir innrás íraka í Kúvæt í september. Frásögn Gísla í breska útvarpinu BBC af ástandinu í Kúvæt eftir árás íraka, hefur vakið heimsathygli, en útdráttur úr henni er á bls. 4. Gísli starfaði einna lengst vest- rænna manna í Kúvæt eftir innrás- ina. Hann var yfirlæknir á Mubarak al-Kabeer sjúkrahúsinu þar til um miðjan nóvember, en þá hafði hann verið handtekinn 11 sinnum og var að endingu skipað að fara til Bagd- ad. —GEÓ Ruslahaugur í íbúðarbyggð? Á auðri, en afgirtri byggingarlóð við Bnlarás hefúr verið komið fýrir margs konar drasli, svo sem timburafgöngum, vörubrettum og bflhræj- um. Draslið er síður en svo augnayndi, en auk þess hefur nokkuð borið á því að fokið hefur úr haugunum. (búar í nágrenninu hafa ítrekað kvart- að við borgaryfirvöld undan þessum einkennilegu ruslahaugum. Timamynd: Pjetur SKUGGSJÁ i BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji f atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nitjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áfölí og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri f einkalífinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðíll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Ermótlætiflífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? MYNDIR ÚR LÍFIPÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN 0G ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sínu f öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum Qölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.