Tíminn - 13.12.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. desember 1990
Tíminn 7
111111 BOKMENNTIR
Njósnir á styrjaldarárum
Ásgeir Guðmundsson, Önundur Bjömsson:
Með kveðju frá Sankti Bemharðshundinum
Halldóri
Skjaldborg 1990
Málefni íslands í síðari heimsstyrj-
öld og á árunum fyrir styrjöldina
hafa verið könnuð af ýmsum mæt-
um fræðimönnum og sagnfræðing-
um nú hin síðustu ár og ber þar á
meðal einkum að nefna rannsóknir
dr. Þórs Whitehead. Bækur sem um
efnið fjalla hafa vakið verulegan
áhuga almennings og er það í sjálfu
sér ekki furðulegt, þar sem sitthvað
nýtt hefur verið að koma upp á yfir-
borðið sem menn ekki renndu grun
í áður. Dæmi um vakandi áhuga al-
mennings eru þær viðtökur er bókin
„íslenskir nasistar" eftir Hrafn og
Illuga Jökulssyni hlaut er hún kom
út fyrir tveimur árum. Eftir sem áð-
ur mun stórvirki Gunnars heitins
M. Magnúss „Virkið í norðri" verða
meginritið um ísland í báli ófriðar-
áranna, en velflestu því er menn síð-
ar hafa verið að rannsaka eru gerð
þar a.m.k. allgóð skil. Bók þeirra
Ásgeirs Guðmundssonar og Önund-
ar Björnssonar ber undirtitilinn „ís-
lendingar í þjónustu þriðja ríkisins"
og er ekki óskiljanlegt að það efni
veki áhuga. Einna athyglisverðast af
efni bókarinnar þótti undirrituðum
þó frásagan af skiptum þeirra Guð-
brands Jónssonar og dr. Alexanders
Jóhannesonar við Þýskaland í fyrri
heimsstyrjöld og á næstu árum eftir
hana og all kostulegur hráskinns-
leikur bresk- og þýsksinnaðra
manna hérlendis í því sambandi. Er
ekki ótrúlegt að einmitt þessi kafli
utanríkismálasögunnar með ívafi
tilrauna til að efla flugsamgöngur í
landinu verðskuldi að áhugasamur
sagnfræðingur geri sér hana að bók-
arefni.
Hér er svo rakin saga ýmissa ein-
staklinga sem af mismunandi
ástæðum urðu innlyksa í Danmörku
eða þá í Þýskalandi á stríðsárunum
og eru þessar frásagnir vissulega
markverðar. Þó verður ekki hjá því
komist að benda á (sem höfundum
er auðvitað manna Ijósast) að frá-
sagnirnar eru flestar meira og
minna vel kunnar. Trúlegt er að
ýmsum þyki mest nýjung að lesa
sögu Péturs Thomsen, sem var ljós-
myndari á vegum þýska hersins
langan tíma, en saga hans er hin æv-
intýralegasta og hefur ekki oft verið
tíunduð það vér best vitum, a.m.k
ekki jafn vel og hér. En höfundar
hafa vissulega gert sér far um að
leita fyllri upplýsinga um fjölmarga
þætti fleiri og ætti bókin fyrir það að
verðskulda að áhugafólk um efnið
kynnti sér hana. Langítarlegast er
fjallað um Arctic-málið og harm-
sögu áhafnarmanna og hafa höfund-
ar farið yfir dómskjöl og ýmis erlend
gögn, til þess að frásögnin megi
verða sem ljósust og sannfróðust.
Ávinningur er að því hve vel hefur
tekist til um öflun myndefnis í þess-
ari bók, svo af mönnum sem öðru er
frásögnina varðar. Þannig eru
vinnubrögð og frágangur efnisins til
fyrirmyndar. Ákafir áhugamenn um
sögu landsins á stríðsárunum munu
finna hér sitthvað nýtt og þeir er
annars lítt eða ófróðir um þessa at-
burði taka sér bókina í hönd mun
efalaust þykja hún bæði læsileg og
spennandi frá upphafi til enda. AM
slendingar
þjónustu
triðja
iki&íns
Munafullur
Halldór
í DVALARHEIMI
Höf: Halldór Kristjánsson
Útg: Líf og saga, 1990.
í Dvalarheimi er afmælisrit Hall-
dórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli
frá því í haust. Heitið er sótt í Sólar-
ljóð þar sem segir: „Dvalarheim /
hefur Drottinn skapað / munafullan
mjög.“ Bókin er að verulegu leyti
samsafn greina og pistla Halldórs
og ættu lesendur Tímans að sjá þar
eitt og annað kunnuglegt ef þeir
hafa fylgst lengi með skrifum hans.
Ekki hefur þó allt birst áður og er
að finna í fyrri hluta hennar grein
um höfundinn, uppruna hans, líf og
starf, eftir Kristján G. Guðmunds-
son. Gefur hún ágætt yfirlit yfir lífs-
hlaupið, en til baga er að betur hefði
mátt vanda prófarkalestur af hálfu
útgefanda á þessari grein.
Málfar Halidórs er öðrum til eftir-
breytni og gefa greinar hans, frá-
sagnir og Ijóð, góða mynd af því.
Stíll hans er jafnan kjarnyrtur. Er
það allt ritað undir merkjum ung-
mennafélagshugsjóna sem því mið-
ur hafa átt undir högg að sækja á
síðari tímum. Ljóð hans frá árinu
1985 er góð yfirskrift yfir markmið
Halldórs í lífinu: ,Að finna í glaum-
inum farsæla leið, / að fylkja til
varnar og dáða, / að sætta sig aldrei
við sjálfráða neyð / en sannleikann
kalla til ráða: / Til þess er vort frelsi,
til þess er vort starf / er þjónustu-
hugsjónir tókum í arf.“
í ljósi þess óeigingjarna og vand-
aða starfs sem Halldór hefur skilað
um tíðina hefði ég kosið að sjá meiri
natni við frágang afmælisbókar
hans. Er umbrot á ljóðasíðum t.d.
alls ekki nógu gott. Hvað sem því
líður er efni bókarinnar gott og
markmiðin munafull til heiðurs
merkum manni á stórafmæli.
Krístján Björnsson
FRA TYRTAJOSI
TIL KRISTJÁNS
EINN DAG ENN
(jóöabók
Höf: Krislján Ámason
Útg: Mál og menning, Reykjavík 1990.
Það hefur verið frekar hljótt um
ljóðaþýðingar í öllu því ljóðabóka-
flóði sem verið hefur á markaðn-
um í haust. Með ljóðabók sinni,
Einn dag enn, leitast Kristján
Árnason við að leiðrétta þennan
halla sem er á ljóðaskiptajöfnuði
við fjarlægari lendur Ijóðrænna til-
burða. Hefur hann helgað síðasta
hluta bókar sinnar þýddum Ijóðum
eftir Sapfó, Goethe, Heine, Rilke,
Lorca, Auden og marga fleiri.
Spanna Ijóðaþýðingarnar ekki að-
eins breitt svið f landfræðilegum
skilningi heldur er aldursdreifing
Ijóðanna mikil. Er hún allt frá
TVrtajos um 675 fyrir Krist, sem
yrkir áþekkt Orðskviðunum, og
fram til Roberts Graves og Philips
Larkin, sem báðir lifðu til ársins
1985.
Margt er skondið í þessum þýddu
ljóðum Kristjáns og margt er afar
djúprist. Dauðinn og hið ljúfa líf er
hlið við hlið í bókinni rétt eins og í
lífinu sjálfu. Samband kynjanna,
uppeldið, ellin og svipleg örlög.
Sjálfur er Kristján alls ekki einlit-
ur höfundur. Hann hefur til að
Kristján Ámason.
bera þá nauðsynlegu víðsýni yfir
menningarálfur og fjölbreytileika
mannlífsins sem því miður sér allt
of sjaldan stað í nýjum ljóðabók-
um.
Hann vill greinilega bæta og fegra
mannlífið, enda er hann kennari
uppvaxandi kynslóða og sannur í
sínum ljóðum. Þetta framlag hans
er vel úr garði gert og nægir að
nefna frágang bókarinnar til vitnis
um það. Á forsíðunni er þrískipt
mynd í fjölda lita til ábendingar
um að bókin skiptist í þrjá kafla.
Ég hef þegar minnst á þriðja kafl-
ann, Þýdd ljóð. Hinir eru Undir
ósonlagi og Þrettán þankabrot um
lífið. Það er samstæður Ijóðabálkur
undir sonnettuhætti, þar sem höf-
undur tekst óhræddur á við ýmsar
hégiljur um lffið, svo sem að það sé
skóli, draumur, gabb, saga sögð af
vitleysingi og „flakk um hina og
þessa hami“. Þegar tólf neitunar-
greinum er lokið kemst hann að
þeirri niðurstöðu að enginn ætti
að lá sér fyrir að grípa til orða Jó-
hannesar guðspjallamanns: „...
Hver sem ekki hatar / sitt líf í þess-
um heimi og honum deyr, / hann
hreppir ekki það sem varðar meir /
en leysist upp og sálu sinni glatar."
í heild er þetta bók sem skilur
mikið eftir við lestur og verður
gott að geta gripið til hennar á
íhugunarstundum og til uppbygg-
ingar, ekki síður en til afþreyingar.
Hér ber mikið á glettni og alvöru
lífsins, tímanlegum og síðstæðum
viðfangsefnum. Umfram allt er
hann sannur og hollráður, líkt og
sumir þeirra ljóðahöfunda sem
hann þýðir í þessari ágætu bók.
Kristján Björnsson
Vönduð Ijóð og ævintýra
legar sögur
Halldór Kristjánsson frá Kirkju-
bóli.
Oddný Sv. Björgvins:
Þegar prentljósin dansa (ljóð),
Níu nornaljós (smásögur),
Skákprent, Rv. 1990.
Oddný Sv. Björgvins er nýtt nafn
í íslenskum bókmenntaheimi.
Hún kveður sér nú hljóðs, ekki
með einni bók heldur tveimur,
annarri ljóðabók og hinni smá-
sagnasafni.
í Ijóðabókinni er Ijóst að hún fer
þær slóðir sem hefðbundnar mega
orðið teljast í íslenskri ljóðagerð.
Hún yrkir stutt og hnitmiðuð ljóð
undir frjálsu formi, sem einkum
fela í sér myndir eða stemmning-
ar. Af slíkum ljóðum er búið að
yrkja heil reiðinnar býsn síðustu
árin og áratugina, svo að nýja-
brumið af þeim er út af fyrir sig
orðið lítið.
En aftur á móti er það greinileg-
ur styrkur hennar í ljóðunum að
hún hefur mjög gott vald á málinu
og beitingu þess. Gott ef hún hef-
ur ekki beinlínis lagt sig eftir því
að leita að sterkum og merkingar-
þrungnum orðum, sem gera
myndir hennar á tíðum töluvert
áhrifameiri en við eigum að venj-
ast í ljóðum sem þessum.
Að því er efni snertir er líka sitt-
hvað nýstárlegt þarna. Það felst
fyrst og fremst í því að hún er
greinilega víðförul og hefur komið
á marga fjarlæga staði. Af því leið-
ir að myndasafnið þarna er tölu-
vert alþjóðlegra en gerist og geng-
ur. Og jafnvel örlar þarna á pólitík,
þar sem er ljóðið Bjarminn yfir
Rússlandi og fjallar um pere-
strojkuna þar eystra. Það vekur þó
athygli að hún yrkir þarna síður
en svo af nokkurri pólitískri heift,
heldur er þar nánast um eina sam-
an mynd að ræða.
Á tveimur stöðum má einnig
segja að hún hlaupi út undan sér
og brjóti upp smáljóðaformið. Það
er í tveimur ljóðum (Við erum
bergnumin og Öður til indverskr-
ar konu) sem eru töluvert lengri
en hin. Ég held að það fari ekki á
milli mála að þar sé hún á réttri
braut.
Smásögur Oddnýjar verða aftur á
móti mun frekar að teljast af ætt
ævintýra. Það er sameiginlegt ein-
kenni þeirra að þær eru óraunsæj-
ar og gerast miklu fremur inni í
hugskoti sögupersóna heldur en
úti í hinum harða heimi. Og þær
Oddný Sv. Björgvins.
einkennast líka af því að yfirleitt
er þar dansað á ystu mörkum þess
sem raunverulega er á ferðinni í
þjóðfélaginu í kringum okkur og
hins sem eingöngu á sér vettvang í
mannlegu hugskoti og í einhvers
konar ævintýraheimum.
í rauninni má þá segja að hér séu
á ferðinni verk í ætt við andskáld-
söguna eða antirómaninn sem
höfundar hér hafa ræktað töluvert
síðustu tvo til þrjá áratugina. En
eigi að reyna að finna eitthvert
sameiginlegt meginþema í sögun-
um, þá má segja að þar sé víðast
hvar fjallað um angistina og
hræðsluna við að einangrast frá
öðru fólki.
Með slík efni er vandmeðfarið og
auðvelt að ofleika. Og má vera að
höfundur fari hér af og til yfir þau
mörk. Hins vegar fer ekki á milli
mála að hér eru á ferðinni sterkar
og vel samdar sögur sem grípa at-
hygli lesandans og halda henni allt
til loka. Ég nefni sérstaklega sögu
sem nefnist í skini rauða kjólsins
og er að ég held án nokkurs efa
hin áhrifamesta í bókinni. Þar er á
býsna haglegan hátt fléttað saman
lýsingu á fátækt, ást, örvæntingu
og örþrifaráðum ungrar stúlku, og
verður rauður kjóll þar að mið-
lægri táknmynd sem tengir alla
þræði. Þar er á ferðinni skáldskap-
ur sem verður að taka alvarlega.
Ég held að það fari ekki á milli
mála að Oddný Sv. Björgvins hafi
hér kvatt sér hljóðs með þeim
hætti að óhjákvæmilegt sé að tek-
ið verði eftir. Hún kemur fram í
báðum bókunum sem þroskaður
höfundur með gott vald á máli og
stíl. Það verður forvitnilegt að
fylgjast með henni framvegis.
Eysteinn Sigurðsson.