Tíminn - 13.12.1990, Síða 8

Tíminn - 13.12.1990, Síða 8
8 Tíminn AÐ UTAN : Kaldastríðshetjan sem bráðnaði: Yfirmaður innrásarinn- ar í Tékkóslóvakíu gerir yfirbót Ástarhjónaband dóttur sovésks hershöfðingja batt enda á frama föður hennar. Hann hefur nú hrundið sinni einkaperestrojku í framkvæmd. Það eina sem Alexander Dubcek var fáanlegur til að samþykkja að hann ætti sameiginlegt með fyrr- um yfirhershöfðingja í sovéska hernum, ívan Dmitrijevitsj Jersjov, var heldur lítilfjörlegt. „Gráu hár- unum hefur svolítið fjölgað hjá okkur báðurn," sagði Dubcek. Að öðru leyti aðskildi þá djúpgróin andúð. Um miðjan mars sl. sátu við sama borð í Hradsjín-kastala í Prag forn- ir andstæðingar. Alexander Dubc- ek, sem nú er orðinn 68 ára og for-_ seti tékkneska þingsins, hetja’ „vorsins í Prag“ 1968, sem Sovét- menn bældu niður með hervaldi, sat stífur á stól sínum og svipur hans bar þess merki að hann var ekki tilbúinn að gleyma né fyrir- gefa þá atburði sem áttu sér stað fyrir 22 árum. Andspænis honum var maðurinn sem hafði undirbúið innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu og ruðst inn í Prag með sovésku herafli. ívan Dmitrijevitsj Jersjov er orðinn 69 ára og feitlaginn, og nú sat hann á stólbrúninni og neri vandræðalega saman höndunum. Yfírhershöfðinginn fyrrverandi biðst afsökunar 22 árum eftir að stjórn Dubceks var steypt af stóli var Jersjov kom- inn til Prag til að sýna iðrun. Sem „aðili að innrásinni og hernáminu" færði þessi fyrrum voldugi sovéski hershöfðingi Dubcek og tékknesku þjóðinni sína „einlægustu fyrir- gefningarbæn". En það varð ekkert af því að Jer- sjov fengi aflausn fyrir gerðir sínar. Dubcek veitti að vísu afsökunar- beiðninni viðtöku, en fyrirgefn- ingu gat hann ekki gefið. „Ég verð að segja að þér komið of seint. Það væri of erfitt að fyrirgefa," sagði hann við hershöfðingjann fyrrver- andi. Daginn eftir heimsóknina í kastal- ann í Prag tókst Jersjov á hendur aðra píslargöngu. Hann fór á Venc- eslásartorg og kraup á kné við blómum skreyttar myndirnar af píslarvottinum Jan Palach. E.t.v. hefði Dubcek farið mildari höndum um Sovétmanninn ef hann hefði vitað ástæðuna til þess- arar nýju auðmýktar — „innri perestrojku“ eftir að hershöfðing- inn hefur orðið fyrir geysilegu per- sónulegu áfalli og lítillækkun, en gert sitt besta til að reisa sjálfan sig úr rústunum. Ástæðumar fyrir sinnaskiptum hershöfðingjans opinberaðar Nú hafa ástæðurnar verið gerðar breskum og þýskum sjónvarps- áhorfendum ljósar í heimildamynd Ivan Dmitrijevitsj Jersjov var yfirhershöfðingi í heríiði Varsjárbandalagsríkja sem gerði innrás í Tékkóslóvakíu 1968. Hann gekk á fund Alexanders Dubceks í mars sl. til að biðja hann og tékknesku þjóðina afsökunar. sem skýrir frá örlögum hershöfð- ingjans fyrrverandi, sem áður hafði ekki verið skýrt frá. Það er breskur framleiðandi sjónvarpsþátta sem hefur gert myndina; hann kom líka á fundi Jersjovs og Dubceks, en sá síðarnefndi var mjög ófús til leiks og dró tvisvar til baka samþykki sitt við að hitta þennan fyrrverandi erkifjanda sinn augliti til auglitis. Athygli sjónvarpsfréttamannsins á ferli Jersjovs var vakin þegar hann rakst af tilviljun á athugasemd í bandarísku tímariti í lok síðasta árs. Svo ótrúlega sem það hljómar var þar sagt frá falli hins heiðurs- merkjaprýdda ívans Jersjovs frá því að vera stjórnandi hersveita og eld- flauga, frá því að vera hernáms- stjóri í Prag, æðsti maður varnar- liðsins á Kíev-svæðinu og meðlim- ur æðsta ráðs sovétríkisins Úkra- ínu niður í að vera rétt eins og hver annar ellilífeyrisþegi, sem nú stendur með loðhúfú og skjala- tösku í biðröð eftir að fá keypt brauð. Þetta metorðafall var bein afleiðing af ágreiningi föður og dóttur. Ástin og KGB kljást Sagan hófst í Moskvu 1970. Til að undirbúa 17 ára dóttur sína, Ta- tjönu, sem best undir framhalds- nám fékk Jersjov Eduard Losanski, sem þá var 27 ára, til starfa sem heimiliskennari. Unga fólkið varð ástfangið og vildi giftast. Jersjov var miður sín. Eduard Losanski var síður en svo æskilegur tengdason- ur gæðings í flokknum. Hann um- gekkst andófsmenn og í ofanálag var hann gyðingur, sem ekki var vel séð á stjórnarárum Leonids Bré- snjef. Dóttirin hafði sitt fram, gegn vilja föður síns. í febrúar 1971 giftist hún Eduard sínum og tveim árum síðar fæddist þeim stúlkubarn sem gefið var nafnið Tánja. Nú fór KGB að þjarma að Jersjov, sem lagði fast að tengdasyni sínum að skilja við Tatjönu, bara til mála- mynda. Síðan skyldi hann gerast útflytjandi til Bandaríkjanna. Jafn- óðum og hann hefði komið undir sig fótunum þar, skyldi Jersjov senda til hans mæðgurnar Tatjönu og Tönju. Eduard treysti tengda- föður sínum, hjónaskilnaði var komið á og 1976 flutti hann til Washington. Þar sat hann svo og beið eftir eiginkonu og dóttur — í heil sex ár. Hershöfðinginn hafði nefnilega alls ekki í huga að senda dóttur sína og dótturdóttur í annan og fjandsamlegan heimshluta. Afleið- ingin varð algjör vinslit með föður og dóttur. Fyrst greip únga fólkið til þess ráðs að giftast á ný 1982, fjarbrúðkaupi, að því loknu dró hershöfðingjadóttirin sig í hlé í lít- illi íbúð í Moskvu og hóf hungur- verkfall, umsetin af lögreglu og KGB. KGB tapar stríðinu Eftirlitsmennirnir lugu því nú að hershöfðingjanum að dóttir hans neytti matar í leyni og henni liði vel. Það var ekki fyrr en Jersjov heimsótti Tatjönu að hann gerði sér grein fyrir að hún var orðin nær dauða en lífi eftir að hafa solt- ið í 33 daga. Þá loks rann upp fyrir hershöfð- ingjanum að KGB vildi hreinlega að dóttir hans dæi. „Það hefði verið einfaldasta lausnin," komst hann að raun um. Jersjov tók afleiðing- unum af niðurstöðu sinni, hann sagði skilið við kerfið og undirrit- aði 1982 útflutningspappíra fyrir dóttur sína og dótturdóttur. Gjaldið varð hátt. Herinn losaði sig við margverðlaunuðu hetjuna sína og hann var sviptur öllum for- réttindum. En stríðsmaðurinn úr kalda stríðinu notaði nýjan frítíma til að endurmeta og endurreisa sína eigin persónu. Tveim árum áður en perestrojka Míkhaíls Gor- batsjov varð opinber stefna, fram- kvæmdi Jersjov fyrrum hershöfð- ingi sína eigin perestrojku. Ytra frelsi fékk Jersjov ekki þó að opinbera perestrojkan hefði orðið ofan á. Það var ekki fyrr en í fyrra- haust sem hann fékk í fyrsta sinn leyfi til að ferðast utan Sovétríkj- anna. Fyrstu ferðina fór hann til fjölskyldunnar sinnar í Washing- ton. Og síðan lá leiðin til Tékkó- slóvakíu og Dubceks. Fimmtudagur 13. desember 1990 og kvæði Ný útgáfa á ljóðum og textum Guðmundar Haraldssonar Guðmundur Haraldsson, skáld frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, hefur gefið út margar bækur með textum sínum, dagbókarbrotum, kvæðum, drápum, umsögnum um daglæti samtíðarmanna, ferðaþætti og aðrar almennar at- hugasemdir um mannlíf á ís- landi fyrr og nú. Allar fyrri bækur Guðmundar Ámesingaskálds eru nú uppseld- ar og því hefur skáldið, sem er jafnframt útgefandi verkanna, látið prenta nýja útgáfu með úr- vali verkanna. Þetta er í tveim bindum, nokkuð stórum, skreytt myndum úr lífi höfundarins, nýju efni fagurfræða og athuga- semda og ýmsu öðm efni úr samtímanum, sem skáldinu og aðstoðarmönnum hans þykir eiga erindi við lesendur hans. Bókavarðan sér um dreifingu verksins, en sala þeirra fer aðal- lega fram hjá skáldinu sjálfu, sem hefur viðtalstíma á ýmsum stöð- um í miðborg Reykjavíkur alla virka daga kl. 8-12. Einar Heimisson. íslensk bók um ástir í evrópskri ólgu Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Einar Heim- isson. Sagan heitir Villikettir í Búdapest og segir frá tveim ung- um manneskjum frá ólíkum stöð- um á sérstökum tímum vorið 1989. Einar Heimisson er ungur rithöf- undur sem vakti mikla athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Götuvísa gyðingsins. Sú bók kom út í fyrra og var ein af tíu bókum þess árs sem hlutu til- nefningu til íslensku bókmennta- verðlaunanna. Einar leggur stund á sagnfræðinám í Þýska- landi, en jafnframt námi og rit- störfum hefur hann lagt stund á þáttagerð fyrir útvarp og sjón- varp. í bók Einars segir frá ungri ís- lenskri konu sem ætlar að leggja stund á söngnám í stórri borg í Evrópu, en leiðir hennar verða aðrar en til stóð í upphafi. Her- borg er efni í góða söngkonu, en hún villist af leið sinni að mark- inu um stund. Þegar hún kynnist Mihály opnast fyrir henni nýr, ástríðufullur heimur, blandinn sorg og trega. Ástin, listin og lífið fá nýja merkingu í huga Her- borgar, en jafnframt vakna spumingamar: Hver er hann? Hver er hún? Mýrarenglar Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Mýrarenglamir falla eftir Sigfús Bjartmarsson. í bók- inni eru sex samtengdar sögur úr íslenskri sveit. Sögumaður er ýmist drengur sem keppist við að tileinka sér siði, visku og verklag hinna fullorðnu til að öðlast fullan þegnrétt í heimi sem þó er eyðingunni merktur, ellegar fullorðinn maður sem snúið hefur aftur á vit þess seiðs sem umlykur heimasveitina. All- ar snúast sögurnar um hringrás náttúm og mannlífs og viðnám gegn framrás hins óumflýjan- lega. Þetta em fyrstu sögur Sigfúsar Bjartmarssonar, en hann hefur áður vakið athygli fyrir ljóða- bækur sínar. Égman Mundu mig, ég man þig heitir ný bók eftir Andrés Indriðason sem ætluð er fyrir böm og ung- linga. Bókin iijniheldur sex smásögur sem allar fjalla um 12 ára krakka, viðfangsefni þeirra og áhugamál. Flestar söguhetjumar lenda í ein- hvers konar erfiðleikum, en finna lausnir og læra eitthvað nýtt um tilvemna. Þetta er bók sem tekur á gamansaman hátt á málum sem koma öllum við og er ætluð jafnt fyrir stelpur og stráka.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.