Tíminn - 13.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. desember1990 Tíminn 9 L , ^ JUg& m vBHB ||P " ; íwi ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Sumar á Sóllieimum Fjölbreytt útgáfa Hildar Reynsla undir leiðsögn eftir Síló (Mario Luis Rodriguez Cobos). 1989 kom út bókin „ Að gera jörð- ina mennska" eftir Síló. Sú bók hefur notið mikilla vinsælda. I þessari nýjustu bók Sílós er gerð ný bókmenntaleg tilraun, og það gerist vissulega ekki á hverjum degi. íslensk alþýðuskáld I. Engin er sú listgrein sem jafnmikið og al- mennt er stunduð, sem orðsins list, og það eru íslensku alþýðu- skáldin, sem að meginhluta hafa plægt jarðveginn fyrir þá menn- ingaruppskeru sem á íslandi þrífst. I þessari bók eru ljóð, mis- mörg og mislöng, eftir 100 höf- unda. í flestum tilfellum hafa ljóðin ekki birst áður á prenti. Steinunn Eyjólfsdóttir safnaði til þessarar útgáfu og ritar formála. Annalísa eftir Ib H. Cavling. Enn á ný kemur út bók eftir hinn sí- vinsæla danska höfund Ib H. Cavling, sem vart þarf að kynna íslenskum, svo þekktar og vin- sælar eru bækur hans hér á landi. Vemdargripur Sets eftir Söru Hylton. Þetta er þriðja bók Söm Hylton sem út kemur á íslensku. Ensk stúlka, dóttir fomleifafræð- ings, er gædd yfirskilvitlegum hæfileika til að upplifa í draum- um sínum mörg þúsund ára gamla atburði úr lífi egypskrar prinsessu. Hörkuspennandi bók frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Sumaf á Sólheimum. Bók eftir höfund sem ekki hefur áður kvatt sér hljóðs, Ágústu Ágústs- dóttur, söngkonu og prestsfrú að Holti í Önundarfirði. í bókinni lýsir höfundur viðburðaríku sumri krakkanna í dalnum, sem er á mörkum sveitar og þorps við vestfirskan fjörð. Hugnæm og sérlega skemmtileg bók fyrir alla aldurshópa. Bókina prýðir fjöldi teikninga eftir Sigrúnu Sætran. Ný sögubók á léttu máli Hjá Námsgagnastofnun er komin út ný sögubók í léttu máli, svo- kölluð léttlestrarbók. Saga sú sem hér um ræðir, Ugla sat á kvisti... eftir Kristínu Steins- dóttur er einkum ætluð börnum og unglingum á aldrinum 11-14 ára sem eiga erfitt með að lesa langan, samfelldan texta; að sjálf- sögðu geta aðrir haft ánægju af lestri hennar. í umræðum sem tengjast ári læsis og lestri al- mennt hefur verið lögð mikil áhersla á nauðsyn þess að þessi lesendahópur eigi völ á lestrar- efni við sitt hæfi. Sögunni er skipt í fjögur hefti, 27- 40 bls. hverju. Þau nefnast Ugla sat á kvisti..., Átti böm og missti..., Eitt, tvö, þrjú..., Og það varst þú! Heftin em seld saman í fallegri öskju. Sagan kemur einnig út á hljóm- böndum til lestrarþjálfunar. Auk þess er fáanleg vinnubók með hverju hefti. Höfundur vinnu- bóka er Guðfinna Guðmunds- dóttir. Námsgagnastofnun ann- aðist útlit, umbrot og setningu. Steinholt hf. prentaði. Námsgagnastofnun hefur á und- anfömum sex ámm gefið út 18 léttlestrarbækur fyrir böm og unglinga á ýmsum aldri. Léttlestrarbókum Námsgagna- stofnunar er ávallt vel fagnað og svo verður áreiðanlega um hina nýju bók Kristínar Steinsdóttur, Ugla sat á kvisti... A bláþræði Komin er út hjá Vöku-Helgafelli nýjasta bók metsöluhöfundarins Victoríu Holt, Á bláþræði. Þetta er rómantísk spennusaga í þeim stíl sem aflað hefur höfundinum einstakra vinsælda um allan heim. Víst er að bókin mun ekki valda hinum fjölmörgu aðdáend- um höfundarins hér á landi von- brigðum. í bókinni segir frá Elenóru sem eyðir barnæsku sinni í húsi hinn- ar valdamiklu Sallonger-ættar í Bretlandi. Uppmni hennar er leyndardómur sem hún fær ekki vitneskju um fyrr en hún er orðin gjafvaxta. Þá tekur líf hennar miklum breytingum og hamingj- an ríkir um sinn. Moskva: Upplýst um hið Loks hefur verið flett ofan af einkalffl Fidels Castro, kommún- istaleiðtoga Kúbu. Hann á eigin- konu í leyni og fimm böm, þrjár lystisnekkjur, 32 hús og 9,700 líf- verði, þ.á m. 122 kafara, sem gaumgæfa hafsbotninn í leit að sprengjum áður en hann leggst til sunds. Þessar óvenjulegu upplýsingar eru ekki runnar frá kúbverskum útlög- um á Miami, sem á almannavitorði er að hafa megna andstyggð á Ca- stro og skirrast ekki við að mála hann sem svörtustum litum. í þetta sinn eru það Rússar, sem eitt sinn voru nánustu bandamenn Castros, sem beina spjótum sínum að hon- um. Einkalíf Castros gæti átt heima í sápuóperu! í grein í Komsomolskaya Pravda, einu af frjálslyndustu dagblöðum Moskvu, eru upptalin svo mörg smáatriði um daglegt Iíf í fjölskyldu Castros að það dygði til að halda uppi heilli sápuóperu. Þar er það gefið í skyn að Kúbuleiðtogi eigi „leyni“konu, sem hafi alið honum fimm börn. Og nöfn þeirra allra byrja á A. Höfundur greinarinnar er Alexei Novikov, sem áður var fréttaritari blaðsins í Havana, en Castro er sagður hafa brugðist ókvæða við birtingu hennar, enda hefur hann ekki kært sig um frásagnir af einka- lífi sínu. José Ramon Cabrera, sendiherra Kúbu í Moskvu, brást líka reiður við og greip til þess óvenjulega ráðs að rita bréf til Pravda, sem er nokkurs konar hús- bóndi Komsomolskaya, til að bera fram kvörtun. „Hvílíkur uppspuni! Fyrir að rita grein af þessu tagi væri höfundur dreginn fyrir rétt í mörg- um ríkjum veraldar," segir þar. Kúba og Castro lítillækkuð í fjölda blaðagreina Þessi grein er bara nýjasta viðbót- in við fjölda greina í sovéskum fjöl- miðlum að undanförnu þar sem Kúba er lítillækkuð og niðurlægð. T.d. má nefna að fyrir skemmstu var Castro lýst sem „Saddam Hussein Karíbahafsins" í Moskvufréttum og sýnir það glöggt hversu samskipt- um Kúbverja og Sovétmanna hefur hrakað mikið. Castro náði völdum í byltingu íyr- ir 30 árum og á sama tíma og Mík- hail Gorbatsjov reynir að leiða ríki sitt í átt til frjáls markaðskerfis ríg- heldur Castro í gamaldags komm- únismakerfi. Hann orðaði álit sitt á heimsmálunum þannig fyrir skemmstu: „Marx- lenínismi eða dauði.“ En ef dæma má eftir grein No- vikovs eru Castro og fjölskylda hans ekki á þeim buxunum að leyfa hug- Fidel Castro hefur veríö tryggur fýlgismaöur kommúnismans allt frá því hann komst tii valda viö byltingu á Kúbu fyrír 30 árum. Nú eru rúss- neskir Qölmiölar í óða önn að segja af honum og ríki hans ófrægingar- sögur. sjónasannfæringu sinni að koma í veg fyrir örlitla rómantík í lífinu. í greininni segir m.a. að Fidelito, sonur Fidels úr hjónabandi sem viðurkennt er að hann var í en end- aði á sjötta áratugnum, sé ekki eft- irbátur föður síns þegar hann er að skvetta úr klaufunum. „Fidelito var giftur sovéskri konu,“ segir No- vikov, „síðan átti hann ævintýri með kúbverskri konu og nú ætlar hann að giftast, eða hefur þegar gengið að eiga, konu af spænskri aðalsætt." Og ekki gengur það síður fjörugt til hjá Raoulbróður Á sama tíma er Raoul, yngri bróð- ir Castros sem almennt er álitinn arftaki hans, í slæmri klípu. Sagt er að hjónaband hans og félaga í kúb- versku forsætisnefndinni hafi runn- ið út í sandinn fyrir fimm árum. Hins vegar hefur Fidel heimtað að parið léti líta svo út sem þau búi í sátt og samlyndi. En að sögn No- vikovs hefur það ekki komið í veg fyrir að Raoul hafi gifst búlgarskri konu ólöglega og getið dóttur við annarri konu sem kynnir sjón- varpsþætti á Kúbu. En það er erfitt að ímynda sér að Castro-fjölskyldan eigi mikið einka- líf, miðað við frásögn Novikovs. Því er haldið fram að Fidel Castro hafi 9,700 lífverði í þjónustu sinni og þar af starfi 2,800 í höfuðborginni einni. Það er vitað að hann er með öryggismál sín á heilanum eftir fjöl- mörg banatilræði á vegum CIA. Hann sefur sjaldan tvær nætur í röð á sama stað og í margnefndri grein er því haldið fram að hann eigi 32 hús, auk tveggja neðanjarðarbyrgja þar sem rými er fyrir hann og 57 hershöfðingja ef neyðin ber að dyr- um. En öryggisreglunum er stífast framfylgt þegar Castro fer að synda eða sigla á einhverri þriggja lysti- snekkjanna sinna. Þá segir Novikov að 122 kafarar grandskoði hafs- botninn, hvern einasta fersenti- metra, í leit að neðansjávarsprengj- um og gildrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.