Tíminn - 13.12.1990, Side 20

Tíminn - 13.12.1990, Side 20
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hff. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 Tíniinn FIMMTUDAGUR13. NÓVEMBER1990 Rúmlega 230 ungmenni undir umsjón og eftirliti Fangelsismálastofnunar: 25. hver 16 ára peyi fengið frestun ákæru Alls 233 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suð- urlandi, sem fengið höfðu skilorðsbundna frestun á ákæru vegna játaðra afbrota, voru undir umsjón og eftirliti Fangelsismála- stofnunar í upphafi þessa árs. Piltar eru í miklum meirihluta, 199 talsins, eða 85%. Nær þriðjungur þeirra, eða 61, voru sex- tán ára að aldri. Sá fjöldi svarar til þess að um 4%, eða 1 af hverjum 25 sextán ára pilt- um í þessum landshluta, hafi játað á sig afbrot, langoftast þjófnað, og fengið skilorðsbundna frestun ákæru. Af stúlkunum voru einnig um þriðjungur úr 16 ára árgangn- um. Upplýsingar þessar koma fram í fýrstu ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar ríkisins sem tók til starfa í ársbyrjun 1989. Eftir að 15-21 árs ungmenni hafa játað framin brot sín er ríkissak- sóknara heimilt að fresta ákæru til refsingar út af því um tiltekinn tíma, þ.e. þegar högum sakbom- ings er þannig háttað að aðrar ráð- stafanir en refsing eru taldar væn- Iegri til árangurs og broti ekki svo varið að almannahagsmunir krefj- ist saksóknar. Skilorðstíminn er yfirleitt ákveð- inn 2 ár, þannig að þau 233 ung- menni sem hér um ræðir (þar af 140 búsett í Reykjavík) hafa fengið frestun ákæm á árunum 1988 og 1989. Yfir landið í heild er um mun fleiri ungmenni að ræða, vegna þess að til Fangelsismálastofnunar er aðeins vísað málum frá Reykja- víkursvæðinu, byggðunum á suð- vesturhorninu og Suðurlandi. Um 10% unglinganna höfðu um áramót rofið skilorðið með nýju broti. Og miðað við reynslu fýrri ára er áætlað að 20% rjúfi skilorð innan þeirra tveggja ára sem skil- orðstíminn yfirleitt er. Afbrotin ungmennanna em lang- flest auðgunarbrot. Piltarnir hafa flestir (165) framið þjófnaði, en meirihluti stúlknanna (22) skjala- fals. Af piltunum er um helmingur í vinnu, 37% í skóla og 14% at- vinnulausir. Heldur lægra hlutfall stúlknanna er í vinnu, fjórðungur- inn í skóla og 29% atvinnulausar eða veikar. Sem fýrr segir var stærsti hluti hópsins (30%) 16 ára í byrjun þessa árs og alls helmingurinn á aldrinum 15 og 16 ára. Aðeins 14% var orðinn 19 ára eða eldri. Um þriðjungur þessara ung- menna hefur aðeins iokið 8. bekk gmnnskóla og að mati Fangelsis- málastofnunar er Ijóst að stór hluti þeirra fer ekki í meira nám. Helm- ingur telur sig hafa lokið 9. bekk og um fimmtungur er í framhalds- námi. Hvað fjölskylduástæður varðar kemur fram að aðeins rúmlega helmingur (53%) á foreldra í sam- búð. Hversu stór hluti þessara ungmenna á við áfengis- eða ann- an fíkniefnavanda að stríða, segir Fangelsismálastofnun ekki fýrir- liggjandi tölur um. - HEI Rútubifreið með 25 manns innanborðs fauk út af veginum við Brynjudalsá og valt. Kristinn Jón Friðþjófsson farþegi: „RUTAN SEIG UT AF VEGINUM OG VALT“ Rúta frá Hópferðabðum Helga Péturssonar, sem var í áætlunar- ferð frá Reykjavflc tll Snæfelis- ness, fauk út af veginum og valt á hliðina ofan í fjömborðið við Brynjudalsá laust fýrir kl. 10:001 gærmorgun. Rútan var á leið vest- ur og í henni voru 25 farþegar. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki og aðeins einn farþeganna slasað- ist lítillega. Koivitlaust veður var í Hvalfirð- inum þegar slysið átti sér stað og glerhált á veginum. SkÖmmu eftir að rútan valt fauk tengivagn flutn- ingahifreiðar á hliðina þversum á veginum og lokaði honum. Slökkviliðið í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um slysið og sendi þrjá sjúkra- bfla og dælubfl á vettvang, en dælubflnum og tveimur sjúkrabif- reiðanna var snúið við þegar Ijóst var að slys höfðu ekki orðið mikil á fólki. Mjög erfitt var fýrir lög- reglu að athafna sig á slysstað og komu bflar frá vegagerðinni með sand til að dreifa á veginn á vett- vangi. Sá farþegi sem slasaðist lít- illega var fluttur með sjúkrabif- reið til Reykjavflcur, en nokkur dráttur var á því að sjúkrabifreiöin kæmist aUa leið að rútunni vegna tengivagnsins sem lá þversum á veginum. Fólkinu í rútunni var ekið í lög- regubflum, sk. „maríum“, til Kristinn Jón Friðþjófsson og Þorbjörg Alexandersdóttir voru ferþegar í rútunni sem valt í veðurofsanum í Hvalfirðl í gær. Tímamynd pjetur Reykjavflcur og kom fýrstí hópur- inn þangað um kl. 13:00 í gær og sá síðasti um klukkustund síðar. Hjónin Þorbjörg Alexandersdótt- ir og Kristinn Jón Friðþjófsson frá Rifi sögðu að ástæður óhapps- ins hefðu verið fárviðri og fljúg- andi hálka. „Bflstjórinn keyrðí mjög gætilega, en hann réð ekki við bflinn,“ sagði ÞorbjÖrg. „Rút- an seig einfaldlega rólega út af og valt. Aðdragandinn var þannig að við eiginlega sáum hvað var að gerast og gátum aðeins reynt að skorða okkur af,“ sagði Kristinn. „Það voru fullorðin bjón í sætinu fyrir framan okkur og þau Ientu undir miklu af farangri sem var í bflnum og við héldum fyrst að konan hefði lent undir rútunni, því rúðumar hreinsuðust hrein- lega úr bflnum. En sem betur fer fór nú elcki svo,“ sagði Þorbjörg. Þau Þorbjörg og Kristínn héldu tíl í rútunni í u.þ.b. klukkustund eft- ir að hún vait, þar tíl þau gátu leit- að skjóls í bfl. Þegar veðrinu slotaði síðdegis í gær var rútan rétt við og henni síðan ekið tii Reykjavíkur. Hún er mikið skemmd. —BG Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn um að láta kanna ýmsar leiðir við hálkueyðingu: Áætlun veröi gerð um upphitaöar götur Alfreð Þorsteinsson Framsóknar- flokki lagði tíl á fundi borgarstjóm- ar s.I. fimmtudag að unnið verði að áætíun um upphitun gatna í Reykjavík. Þar með gæti verið úr sögunni vandamál sem tengjast salt- og sandburði á götur borgar- innar tíl vamar hálku. í tillögu Alfreðs segir að með til- komu Nesjavallavirkjunar sýnist tímabært að hefja áætíunargerð um upphitun gatna í Reykjavík, einkum þar sem hálkumyndun veldur sér- stökum erfiðleikum á fjölförnum akstursleiðum. „Má í því sambandi nefna brattar brekkur eins og á Bú- staðavegi við Öskjuhlíð og Höfða- bakka í aðkomu að Hólahverfi í Breiðholti," segir í tillögunni. Alfreð leggur til að við gerð næstu fjár- hagsáætlunar verði veitt fjármagn í tilraunaskyni til snjóbræðslu á áð- urnefndum götum eða á öðrum akstursleiðum, sem gatnamálastjóri telur að eigi að hafa forgang í þessu verkefni. Tillaga Alfreðs fékk góðar undir- tektir í borgarstjórn og var sam- þykkt að vísa málinu áfram til fjár- hagsáætlunar. Eins og fram hefur komið, þá samþykkti borgarstjórn á sínum tíma að kannað yrði hvort sandur gæti leyst salt af hólmi við hálkueyðingu í höfuðborginni. Það virðist ekki mælast vel fyrii* og á mánudagskvöldið s.l. hættu strætis- vagnastjórar að aka á ákveðnum leiðum vegna mikillar hálku. Þeir kröfðust þess að salti yrði dreift á göturnar í stað sands, en því var ekki sinnt. í gær samþykkti gatnamála- stjóri að salti skyldi dreift á þær göt- ur sem strætisvagnastjórar óskuðu, enda stefndi annað umferð í hættu. Ef hins vegar borgarstjórn samþykk- ir leið Alfreðs í þessu máli, þá virðist vera komin ný lausn á því vandamáli sem mikil háíka er. -hs. Stúfur er kominn í nótt kom Stúfur til byggða en hann er minnstur af þeim jólasveinabræðrum. Stúfur ætlar að koma við í Þjóð- minjasafninu í Reykjavík í dag kl 11:00. í nótt kemur svo fjórði jólasveinninn til byggða en hann heitir Þvörusleikir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.