Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 15. desember1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Slml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stríð eða friður? Greinargóðar lýsingar Gísla Sigurðssonar læknis á ástandinu í Kúvæt hafa aukið þekkingu íslendinga á þeim málum, auk þess sem viðtöl hans við erlenda fjölmiðla hafa vakið athygli víða um heim. Um það verður ekki efast að ógnaröld ríkir í Kúvæt og ástandið er þar e.t.v. verra en nokkurn gat grun- að, þótt fréttastofufregnir þaðan hafi ætíð borið það með sér að hernáminu hafa fylgt miklar ógnir, hrottaskapur og mannréttindabrot. Auk þess þjakar matvælaskortur landsmenn, og hörgull er annarra nauðsynja. Þetta hernumda smáríki, þar sem auð- sæld ríkti fyrir innrásina, er stríðshrjáð land í fyllsta skilningi þess orðs. Hins vegar verður þess ekki vart að matarskortur og önnur neyð hrjái íraka sjálfa heima fyrir. Um- sátrið um írak, viðskipta- og hafnbann Sameinuðu þjóðanna á landið, hefur varað í fjóra mánuði, en þó bendir allt til að birgðir matvæla og annars nauð- synjavarnings ætli að endast furðu lengi án þess að full skýring sé fyrir hendi um Joað hvað því veldur. Ef til vill eru aðdráttarleiðir til Iraks ekki eins lokaðar og vera ætti samkvæmt viðskipta- og hafnbannsað- gerðum og tölum um samdrátt útflutnings og inn- flutnings til landsins lítið að treysta. Kannske á það eftir að sannast, sem reynslan hefur oft þótt sýna af líku tilefni, að viðskiptabann gagni ekki sem þving- unaraðgerð gegn herveldum. A.m.k. er ljóst að slík- ar aðgerðir eru ekki fljótvirkar, sem segir raunar ekki að þær verði gagnslausar um það er lýkur. En fari svo að viðskiptabannið teljist ekki geta leyst þá deilu sem við er glímt og ekki neytt íraka til upp- gjafar í Kúvæt, er aðeins um tvennt að velja: beinar hernaðaraðgerðir eða friðarsamninga. Að formi til má segja að unnið sé að því að friðarsamningar geti átt sér stað, því að Bush Bandaríkjaforseti hefur boðist til að senda utanríkisráðherra sinn til fundar við Saddam í Bagdað og að utanríkisráðherra íraka komi til fundar við sig í Washington. Saddam Hús- sein hefur brugðist við þessu boði Bandaríkjaforseta með því að veita gíslum heimfararleyfi og er því treyst að sú ákvörðun haldist að fullu. Þrátt fyrir þetta linnir ekki stóryrðum á báða bóga sem að hinu leytinu bendir ekki til þess að braut friðarins sé bein og opin framundan. Yfir hugsan- legum friðarumræðum hvíla úrslitakostir Öryggis- ráðsins um að stríð brjótist út ef írakar verði ekki búnir að draga her sinn frá Kúvæt fyrir 15. janúar nk. Bandaríkjaforseti er herskár í tali, en finnur þó fyrir verulegri andstöðu heima fyrir gegn styrjöld, svo að erfitt er að ráða í það hvað ofan á verður þeg- ar úrslitastundin rennur upp 15. næsta mánaðar. Víst er að undanlátssemi við Saddam Hússein er ekki fýsilegur kostur í þessari stöðu, en raunsæis- ástæður valda því, að málsmetandi menn um heim allan, ekki síst í Bandaríkjunum, telja friðarviðræð- ur eðlilegar og friðsamlega lausn Persaflóadeilunn- ar æskilega. i IeRMANN JÓNASSON er einn af svipmestu stjórnmála- mönnum íslendinga á þessari öld. í honum sameinaðist persónugerð hins hlýja og gáfaða manns, sem dró að sér vini og viðræðumenn án tillits til annars í fari hans og þjóðfélagsstöðu, og svo hitt að hann var kjarkmikill foringi, sem fékk menn til liðs við sig í stór- ræðum. Hermann kunni vel að vera með jafningjum og varð af því vinsæll félagi, sem ekki hóf sig yf- ir aðra. Á hinn bóginn var hann metnaðargjarn leiðtogi og lét sig þá ekki muna um það að fara fram úr öðrum. Hermann var því að eðli og upplagi sú manngerð sem íslendingar telja best til forystu fallna, að vera jafningi, að vera fremstur meðal jafningja og hika þó ekki við að stika fram úr þegar kapp og metnaður knúði hann áfram eða aðstæður kröfðust þess að einstaklingsframtak foringjans fengi notið sín til fullnustu. Nýlega er komið út fyrra bindi af ævisögu Hermanns eftir Indriða G. Þorsteinsson og nefnist Fram fyrir skjöldu - 1896-1939. Þar segir frá ætt og uppvexti Her- manns í Skagafirði, farsælum námsferli og störfum á skólaárum, viðburðaríkum embættisferli sem lögreglustjóri í Reykjavík og ekki síst glæsilegri innreið hans í heim stjórnmálanna. Þar háði hann frumraun sína með því að verða fyrsti bæjarfulltrúi framsóknar- manna í Reykjavík 1930. En sögu- legustu viðburðir stjórnmálaferils Hermanns verða án efa raktir til alþingiskosninganna 1934. Þá verða skýr tímamót í ævi hans sem stjórnmálaforingja og þjóðar- leiðtoga á örlagastundum. Hér verður á eftir birtur kafli úr ævisögu Hermanns og fjallar um aðdragandann að því að hann varð forsætisráðherra árið 1934. 1934 Ekki hafði skort viðburðina í lífi Hermanns Jónassonar fram að þessu, en nú tók steininn úr. Mik- ið örlagaár var hafíð. Sunnudag- inn 20. janúar 1934 fóru fram bæjarstjórnarkosningar í Reykja- vík. Hermann var efstur á fram- boðslista Framsóknarflokksins sem fyrr, en Páll Eggert Ólason var ekki lengur í öðru sæti heldur Að- albjörg Sigurðardóttir, kunn bar- áttukona úr röðum kvenna. Eftir kosningar til Alþingis síðar á árinu hvíldi bæjarstjórnarstarfið meira og minna á hennar herðum. Seinna valdi Jónas frá Hriflu Aðal- björgu hin háðulegustu orð og kallaði hana Aðalbjörgu allrasyst- ur vegna fúsleika hennar á sam- starfi við andstæðinga. Hún var gift Haraldi Níelssyni og hafði set- ið sem varabæjarfulltrúi frá því ár- ið 1930. Hermann bar þó aðalþunga kosn- ingabaráttunnar. Flokkurinn hafði, eins og áður segir, goldið nokkurt afhroð í sumarkosning- unum 1933. Jón í Stóradal var að undirbúa stofnun Bændaflokksins og Tryggvi hafði kvatt gamla bar- áttufélaga. Að sjálfsögðu nýttu andstæðingarnir sér þessi átök. Á þessum tíma bauð flokkurinn fram D-lista í Reykjavík, listabók- staf sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk síðar. Hermann hafði aldrei á ferli sín- um sem lögreglustjóri vikið sér undan málum, sem hann taldi skylt að fjalla um, eða gefíð eftir í því sem hann taldi rétt og að lög- um, þótt ljóst væri að fyrir vikið yrði hann fyrir miklum persónu- legum árásum. Mátti segja að á tveimur undangengnum árum hefði varla verið gefínn út svo ómerkilegur blaðsnepill af íhalds- mönnum, að ekki fyndist þar per- sónuleg árás eða níð um Her- mann. Tilefnin voru ýmist hlægi- lega ómerkileg eða hreinn upp- spuni. Vorið 1932 hafði Hermann fengið rúma 26 hektara lands leigða á erfðafestu við Fossvog. Blöð íhaldsmanna héldu því fram að með þessu hefði ríkið afhent lögreglustjóranum stórfé, því vandalaust væri að selja landið á hundrað þúsund krónur. Samkvæmt samningi mátti Her- mann nýta landið til ræktunar og nýbýlis, en ríkið gat tekið réttinn til landsins aftur hvenær sem það taldi sig þurfa. Hermann mátti ekki selja leiguréttinn, veðsetja eða ráðstafa á annan hátt nema með samþykki ríkisins. Þetta erfðafestuland var fyrsti vísirinn að ræktunarstarfi Hermanns síð- ar; þörf skagfirska bóndasonarins fyrir að koma sér upp gróinni jörð. Ihaldsblöðin skrifuðu fleiri tugi metra um þessa 26 hektara Her- manns, eins og með erfðafestunni hefði verið framið meiriháttar af- brot. Þegar framboðið í bæjarstjórnar- kosningunum var tilkynnt í Nýja dagblaðinu, Reykjavíkurblaði framsóknarmanna undir ritstjórn Þorkels Jóhannessonar, skrifaði ritstjórinn að íhaldið hefði haft hina mestu smán af persónuleg- um árásum á Hermann án þess að sæist að hann haggaðist nokkuð. „Út af þessu er íhaldið farið að sjá sitt óvænna og veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Fjólupabbar og moð- hausar rífa hár sitt og reyna að fínna nýjar og nýjar bombur, en ekkert dugir,“ skrifaði ritstjórinn. „í máttvana reiði nota hinir hræddu íhaldsmenn fúkyrði í stað raka. Mbl. og saurblað Jakobs Möllers (þ.e. Vísir) eiga tæpast til í eigu sinni þau skammaryrði, sem þau hafa ekki notað um H.J. Þau hafa kallað hann „dóna“, „glóp“, „landráðamann", „heimskan gikk“, „lygara", „fífl frammi fyrir alþjóð“ svona 40 til 50 sinnum á síðasta ári.“ Segja má að ástandið hafi verið næsta undarlegt. í Nýja dagblað- inu var athygli Magnúsar Guð- mundssonar, dómsmálaráðherra og yfirmanns Hermanns, vakin á því, að flokksmenn ráðherrans hefðu í raun skorað á hann að láta rannsaka embættisstörf Her- manns og krafist þess einum tutt- ugu og átta sinnum að lögreglu- stjórinn yrði settur af. En þrátt fyrir þetta sinnti Hermann áfram embætti sínu og gekk um göturn- ar eins og ekkert hefði ískorist. „Lítið til fúglanna“ Síðan gerðist það fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í janúar 1934 að Morgunblaðið birti smágrein, sem hét „Lítið til fugl- anna“. Sagði þar að æskilegt væri að bannað yrði með lagaákvæði að skjóta í Örfirisey og yrði þá lög- reglustjóri sjálfkjörinn verndari fuglanna, „en hann mun vera einn þeirra manna, sem hefur haft þá að skotspæni". Nú virtist eitthvað unnt að gera til að fullnægja þörf íhaldsmanna á að stefna lögreglu- stjóranum í Reykjavík. í framhaldi af fuglagreininni í Morgunblaðinu skrifaði Sigurður Jónsson, raf- virki, sjöundi maður á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við bæj- arstjórnarkosningarnar, grein í blaðið og spurðist fyrir um hvort átt hefði verið við „æðarkolluna, sem lögreglustjóri skaut út í eyju á fullveldisdaginn 1930, sem mér er kunnugt um að átti sér stað". Nokkrum dögum eftir þetta barst dómsmálaráðuneytinu kæra á hendur lögreglustjóra fyrir brot á lögum um friðun æðarfugla. Ákærandinn skýrði frá því að hann hefði séð Hermann Jónasson skjóta af byssu í Örfirisey í október 1933, sem væri brot á lögreglu- samþykkt Reykjavíkur. Jafnframt kærði hann yfir broti því gegn friðunarlögunum sem Sigurður Jónsson hafði skýrt frá í Morgun- blaðinu. Dómsmálaráðherrann, sem var Magnús Guðmundsson, sá sem Hermann dæmdi 1932, ákvað að höfða mál gegn Her- manni. Var Arnljótur Jónsson skipaður setudómari til að rann- saka ákæruna og dæma í málinu. Ákærandinn var ungur maður, Oddgeir Bárðarson, sem verið hafði í varalögreglunni. Mál þetta og allur rekstur þess varð hið sérkennilegasta. Kom fram að vitni töldu sig hafa þekkt Hermann í þrjú hundruð metra fjarlægð, sem er svona um það bil vegalengdin frá Arnarhvoli að horni Pósthússtrætis. Gerð var prófun á staðnum og kom þá í ljós að vitnin þekktu engan fjögurra manna, sem voru þar sem Her- mann hafði átt að hafa staðið, en vitnin stóðu í þeim sporum sem þau vísuðu til. Rannsóknardómar- anum brá við þessa niðurstöðu og spurði hvað þetta ætti að þýða. Hermann krafðist þess að vitnin yrðu tekin til sakamálsrannsóknar fyrir rangan framburð. Arnljótur Jónsson lét vitnin hins vegar sverja að þau hefðu þekkt Her- mann. Enn óljósari urðu þó vitn- isburðir um meint kolludráp 1. desember 1930. Meðal annars reyndist vindur, samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar, hafa staðið andstætt því sem vitnin báru. Var sagt að þau hefðu svarið gegn höfuðskepnunum. Dauða æðarkollu átti að hafa rekið að landi, en á móti vindi og þótti undarlegt. Að lokum leiddi Hermann fram fjóra eða fimm lögregluþjóna, sem báru að hann hefði verið í Arnar- hvoli, þar sem skrifstofa lögreglu- stjóra var á þessum tíma, eða við Arnarhvol, um það bil sem hann átti að hafa verið úti í Örfirisey að skjóta æðarkolluna. Kollumálið var löngum nefnt ljúgvitnamálið í blöðum framsóknarmanna, og svo fór að blöð íhaldsmanna nefndu það hégómamál og var það orð að sönnu. Hins vegar var því ekki lok- ið þótt Arnljótur Jónsson dæmdi Hermann í fjögur hundruð króna sekt mánuði fyrir þingkosning- arnar 1934. Þeir hittust næst norður í Skaga- firði í miðjum kosningaslagnum, Magnús Guðmundsson, dóms- málaráðherra og þingmaður Skag-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.