Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 15. desember 1990 Tvær bækur tilvaldar í jólapakkann Vemdargripur Sets Enska stúlka, dóttir fornleifafræðings, er gædd yfirskilvitlegum hæfileikum til að upplifa í draumum sínum mörg þúsund ára atburði úr lífi egypskrar prinsessu. Hörkuspennandi og efnismikil bók frá fyrstu til síðustu biaðsíðu. Verð aðeins kr. 1.900,- Annalb3 Annalísa Hörkuspennandi og litrík bók eftir hinn sívinsæla, danska höfund Ib H. Cavling, sem um áraraðir hefur notið geypivinsælda. Annalísa er sextán ára Kaupmannahafnarmær, sem vegna heim- ilisaðstæðna lendir í klónum á lögmanni með vafasamt mannorð... Verð aðeins kr. 1.885,- Bókaútgáfan Hildur r : n Utboð Grenivíkurvegur, Gljúfurá - Grenivík Vegagerð ríksins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 2,8 km, fylling 37.500 m3 og burðarlag 11.500 m3. Verki skal lokið 1. október 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 18. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. janúar 1991. V. Vegamálastjóri. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ STÖÐUPRÓF( FRAMHALDSSKÓLUM Stöðupróf i framhaldsskólum á vorönn 1991 eru haldin sem hér segir: Mánudaginn 7. jan. kl. 18.00 Enska Þriöjudaginn 8. jan. kl. 18.00 Þýska Miðvikudaginn 9. jan. kl. 18.00 Danska, norska, sænska Fimmtudaginn 10. jan. kl. 18.00 Franska, spænska, stærðfræði Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eru opin nem- endum úr öllum framhaldsskólum. Þeir sem ætla að gangast undir þessi próf eru beðnir um að tilkynna þátttöku slna á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð. Skráning er hafin. Staða organista í Hveragerðisprestakalli er laus til umsóknar. í prestakallinu eru tvær kirkjur, þ.e. í Hveragerði og á Kotströnd. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1991. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar - Hveragerðiskirkju, Guðmundur V. Ingvarsson, sími 98-34277. Sóknamefndir Hveragerðis- og Kotstrandarsókna. Utanríkisráðherrafundi EFTA-landanna lauk í gær. Jón Baldvin Hannibalsson: Ályktun sænska þingsins veikir samningsstöðu EFTA í gær lauk tveggja daga fundi utanríkisráðherra EFTA-landanna í Genf í Sviss. Ráðherramir funduðu m.a. með þingmannanefnd EFTA og svokallaðri ráðgjafanefnd sem í eiga sæti fulltrúar at- vinnulífs og launþegasamtaka. Einnig funduðu ráðherrarair sér- staklega til að meta samningsstöðuna við EB. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði að fulltrúi hvers lands hefði skýrt stöðuna út frá sín- um bæjardyrum. í ljós kom að EFTA-löndin hafa staðið við allt sitt í sambandi við undirbúning við- ræðna um Evrópskt efnahagssvæði, EES, en mikið vantar upp á að EB standi sig í stykkinu. Ákveðið hafi verið að stefna að pólitískri lausn á þeim vandamálum sem eftir séu, þannig að stefna mætti að samn- ingslokum snemma á næsta ári. Jón sagði að það væri alveg ljóst að sam- eiginlegur ráðherrafundur EFTA og EB, sem halda á 19. desember og átti að staðfesta þessa pólitísku lausn, verður haldinn undir öðrum formerkjum. Aðspurður hvort ályktun sænska þingsins um að Svíar eigi að sækja um aðild að EB hefði borið á góma sagði Jón Baldvin að svo hefði verið. „Menn spyrja Svía hvað þetta merki. Þeir segja að undir engum kring- umstæðum megi skilja þetta á þann veg að Svíþjóð hafi glatað trúnni á því að ná samningum um EES, ekki frekar en Austurríkismenn sem Iögðu fram umsókn fyrir einu og hálfu ári. Við erum með þessu, segja Svíar, að árétta að næsti áfangi, sem þeir vona að verði 1994, verði inn- ganga Svíþjóðar, en sá áfangi komi á eftir EES-samningnum árið 1991. Menn taka þetta nú misjafnlega há- tíðlega. Út af fyrir sig er hvert EFTA-ríki sjálfrátt um það hyernig það heldur á sínum málum. Ég hef ekki dregið dul á það að þessar yfir- lýsingar og samþykktir um vilja til þess að fá hraðferð inn í EB, þær veiki samningsstöðu EFTA, t.d. í sambandi við hina pólitísku lausn sem talað er um. Það var lögð á það höfuðáhersla af hálfu Svía að EB skilaði tillögum um stjórnun EES sem byggðar yrðu á jafnréttis- grundvelli EFTA og EB. Ef Svíþjóð lýsir því yfir að hún vilji vera komin inn í EB 1994, þá er þess tæpast að vænta að EB flýti sér mikið að búa til mikið stjórnkerfi yfir EES, ef það á að standa í tvö, þrjú ár,“ sagði Jón Baldvin. Hann vildi ekki ganga svo Iangt að segja að þetta hefði eyðilagt viðræðurnar, en auðvitað gæti svo verið. Staðreyndin væri samt sem áður sú að báðir aðilar væru búnir að leggja það mikið fjármagn í þess- ar samningaviðræðar að það verður ekki aftur snúið. „Þar að auki slæ ég því alls ekki föstu að Svíþjóð verði komin inn í EB árið 1994,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að í þessari ályktun sænska þingsins væri mikil mótsögn. „Ályktun sænska þingsins í gær hófst framleiðsla á loðdýra- fóðri hjá fóðurverksmiðjunni ístess hf. á Akureyri. Um tilraun er að ræða og til að byrja með verða að- eins framleidd 10-20 tonn til að kanna viðbrögð viðtakenda. ístess hf. hefur fram til þessa framleitt fóð- ur fyrir eldisfisk, en vegna þess hve framleiðsla fiskafóðurs er árstíða- bundin var ákveðið að gera tilraun með loðdýrafóðrið sem aukabúgrein yfir vetrartímann. Einar Sveinn Ólafsson, verk- smiðjustóri hjá ístess, segir að þrátt fyrir erfiðleika í loðdýraræktinni þá þurfi dýrin að fá að éta. Þetta fóður, sem við erum að framleiða, er þurr- fóður með geymsluþol allt að sex mánuðum, og er það hrært út í vatni um leið og það er gefið. Þurr- fóðrið sparar mönnum líka flutn- ingskostnað, þar sem þeir geta tekið var um það að Ieggja fram umsókn og fylgja henni eftir, en það er skil- yrt því að Svíar geti þrátt fyrir aðild að EB haldið við hlutleysisstefnu sína, þ.e. að þeir vilja ekki ganga inn í varnarbandalag. Nú í desember eru haldnar tvær svokallaðar innri- stjórnarráðstefnur EB. Sú fyrri er um sameiginlega peningamála- stefnu bandalagsins og sú síðari um pólitískt bandalag innan EB, sem tekur hvort tveggja til samræming- ar í öryggis- og varnarmálum. Ef Svíar meina eitthvað með því að þeir geti ekki verið í bandalagi um öryggis- og varnarmál, þá er ansi hætt við því að þeir hafi farið með þessa aðildarumsókn á vitlaust heimilisfang, því EB verður og er öryggis- og varnarbandalag, á því leikur ekki nokkur minnsti vafi,“ sagði Jón Baldvin. verulegt magn í einu, en þurfa ekki að fá fóður annan hvern dag eins og staðreyndin er með blautfóðrið. Ekki þurfti að ráðast í breytingar á verksmiðjunni, þar sem gert var ráð fyrir því í upphafi að hægt væri að framleiða þar loðdýrafóður. Einar segir að starfsmönnum verði ekki fjölgað, reyndar hefur starfsemin dregist saman uppá síðkastið, og ný- verið var 4 starfsmönnum sagt upp störfum. Að sögn Einars hentar framleiðsla loðdýrafóðurs vel sem hliðargrein við fiskafóðrið, þar sem framleiðsla fiskafóðurs dregst sam- an yfir vetrarmánuðina, en þá er hvað mest þörf fyrir loðdýrafóðrið. Stefnt er að því að hefja framleiðslu á fóðurkögglum fyrir loðdýr, en Ein- ar sagði að fyrst yrðu könnuð við- brögð við þurrfóðrinu. hiá-akureyri. —SE FRAMLEIÐSLA Á LOÐDÝRAFÓÐRI HAFIN HJÁ ÍSTESS Evrópumarkaöshyggjan: Hagsmunir og valkostir Islands. Höfundur rekur þróun Evrópumark- aðshyggjunnartilfríverslunarkenningar Adams Smith. Af henni hafi sprottið jafn ólíkar stofnanir og Gatt, Oeec/ Oecd, Eb, Efta og síöast hugmyndin um Efnahagssvæði 18 Evropuríkja, Ees. Gerð er grein fyrir einkennum og markmiöum þessara stofnana, yfirþjóölegu eðli Eb og fullveldisafsali aðildarríkjanna. Gerð er úttekt ágildandi pfnahags- og utanríkisviöskiptakerfi Islands. í lokakafla skoþar höfundur aðra og betri valkosti fyrir ísland en Ees og Eb. Þetta er traust og aðgengileg heimild um mikilvægasta milliríkjamal okkar í dag. Yfirgripsmikiö efni er sett fram á lipru máli og svo skýran hátt, aö allir megi skilja. Fjöldi mynda og skýringa- teikninga. Kilja í storu broti, 118 bls. Verð kr. 1000,00. islensk sjálfstæöis- og utanríkismál. Yfirgripsmikið grundvallarrit þar sem í fyrsta sinn er brugðiö upp heildarsýn yfir sjálfstæöis-, fullveldis- og utan- ríkismál þjóöríkisins, konungsríkisins og lýðveldisins. „Þjóðveldiö" er þjóð- félagsfræðilega skilgreint sem þjóðríki með stjórnskipulagi höfðingjaveldis, er þróaöist niður í klíkuveldi og tortímdi sjálfu sér vegna höfðingjadeilna og ógætilegra milliríkjasamskipta. Megin- hluti bókarinnar er um utanríkis- og öryggisstefnu lýðveldisins og 8 hlutlæg stefnumótandi atriði, sem smáríki getur ekki sniðgengið. Varar höfundur við hliðstæðum hættum Sturlungagldar, sem nú steöja aö fullveldi okkar. I um- sögn „Þjóðlífs" segir: „Hér er á ferðinni bók, sem á erindi til allra þeirra, sem líta vilja þróun íslandssögunnar frá nýj- um sjónarhóli." Yfir 70 myndir og upp- drættir, 336 bls. í stóru broti og vönduöu bandi. Verð kr. 2800,00. Lýðræöisleg félagsstörf, 2. útgáfa. Heilsteyptog yfirgripsmikil handbókfyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörf- um og mælsku. Bókin fjallar á hlutlaus- an, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti félags- og fundarstarfa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræður, lýöræðisskipulagið og samhengi félagslífsins. Margar fróðlegar teikningar af hentugu fyrir- komulagi í fundarsal smærri og stærri funda. í bókinni eru verkefni og dagskrár til þjálfunar á 10 málfundum. Hentug bók fyrir málfundarstarfsemi allra félaga, flokka og skóla, byggð á ís- lenskum aðstæöum. 304 bls. i fallegu bandi. Verð kr. 2000,00. BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Pósthólf 9168 - 109 Reykjavík - Sími 75352

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.