Tíminn - 03.01.1991, Síða 3
Fimmtudagur 3. desember 1991
Tíminn 3
Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki skilar Atlantsálsfyrirtækjunum nýrri
skýrslu um kostnað-við byggingu nýs álvers:
Kostnaöaráætlun hækkar
um 20% við endurskoðun
Alþjóðlega verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Bechtel hefur endur-
skoðað eins og hálfs árs gamla kostnaðaráætlun vegna byggingar ál-
vers hér á landi. Fyrirtækið telur að kostnaðurinn sé um 20% hærri
en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Að langstærstum hluta skýrist þessi
hækkun af gengisfalli dollara gagnvart Evrópumyntum. Ekki er tal-
ið að þessi niðurstaða hafí veruleg áhrif á fyrirætlun Atlantsáls fyr-
irtækjanna að byggja álver á Keilisnesi.
Bechtel er eitt stærsta og virtasta fyrri útreikninga og miða við að fyrir-
fyrirtæki á sínu sviði í heiminum.
Fyrirtækin í Atlantsálshópnum leit-
uðu til þess á sínum tíma og báðu
það um að meta kostnað við að
byggja álver á íslandi. Niðurstaðan lá
fyrir vorið 1989. Smíði verksmiðj-
unnar var talin kosta um einn millj-
arð Bandaríkjadollara. Þá var miðað
við að álverið yrði byggt í Straumsvík
í samvinnu við Aluswisse. Forsendur
hafa breyst á þessu eina og hálfa ári
sem liðið er. Hætt var við að byggja í
Straumsvík en ákveðið að byggja
sjálfstætt fyrirtæki á Keilisnesi. Eftir
að staðsetning álversins lá fyrir í
september síðastliðnum báðu Atl-
antsál fyrirtækin Bechtel að fara yfir
tækið yrði byggt á Keilisnesi. Bechtel
skilað sinni skýrslu fyrir tíu dögum
og þar kemur fram að byggingar-
kostnaðurinn er áætlaður nærri 20%
hærri í doliurum talið en áður var
talið.
íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið
upplýsingar um efni skýrslu Becht-
els. Það er hins vegar Ijóst að gengis-
fall dollarans gangvart Evrópugjald-
miðlum skiptir hér mestu máli.
Einnig er talið hugsanlegt að verð á
tækjum og vélum, sem notaðar verða
í álverinu, hafi hækkað eitthvað, en
það skýrist m.a. af gengisbreyting-
um. Ekki er talið að kostnaðurinn
hér innanlands hafi hækkað óeðli-
Verðhækkanir langmestar á fiski og fatnaði á sl. ári:
Föt hækkað allt að
30% en gengi 1 -5%
Algengast er að verð fatnaðar og
skófatnaðar hafí hækkað um 16-
20% á umliðnu ári og sumt jafnvel
allt að 30% samkvæmt upplýsing-
um Hagstofunnar um breytingar
verðlags á höfuðborgarsvæðinu frá
nóvember 1989 til nóvembermánað-
ar á þessu ári.
Álíka verðhækkanir eru heldur ekki
ótíðar á algengum heimilistækjum.
Á sama tíma hefur meðalgengi er-
lendra gjaldmiðla aðeins hækkað um
1,4% (en 5% frá septVsept. og 3%
okt.okt.). Verð fatnaðar og heimilis-
tækja hefur því hækkað margfalt
umfram gengishækkanir. Launavísi-
tala hækkaði um 6% á tímabilinu
nóvj'nóv. en vísitala framfærlsu-
kostnaðar um 9,2%.
Að undanskildum algengustu teg-
undum af fiski og svínakjöti, sem
hækkuðu um 15-20%, er algengast
að verð á matvælum hafi aðeins
hækkað um örfá prósent (algengt 2-
6%) á árinu og margar þeirra jafnvel
lækkað í verði, sérstaklega þó græn-
meti og ávextir. Verðhækkanir á ým-
iss konar þjónustu eru sömuleiðis al-
gengastar á bilinu 5-11%.
Þó vekur sérstaka athygli að klipp-
ing á konuhári hefur hækkað um
rúmlega 25% á árinu þótt karlar og
börn þurfi aðeins að borga 5% dýrari
klippingu en í fyrra.
Fyrrnefndar verðhækkanir á fatnaði
eru þó það sem hvað helst stingur í
augu í verðupplýsingum Hagstof-
unnar. Gallabuxur og khakibuxur
hafa t.d. hækkað um 26-27% á þessu
eina ári. Kuldaskór og gúmmístígvél
enn meira, eða 28 og 30%. Herra-
skyrta, jakkaföt, sokkar og sokkabux-
ur, kvenkjóll, ullarkápa, nærföt,
peysa og hanskar og kvenskór hefur
allt hækkað á bilinu frá 15%, algeng-
ast 17-19% og upp í 21% frá því í
nóvember f fyrra. Áðeins trimmgall-
ar, æfingaskór og leðurjakkar hafa
hækkað um 7-8% á tímabilinu.
Af heimilistækjum er það myndlyk-
ill fyrir Stöð 2 sem á metið í verð-
hækkunum, tæp 25% á árinu. Kæli-
skápar og þvottavélar hafa hækkað
um 15-20% og sjónvarpstæki og
uppþvottavélar um 13%. Mynd-
bandstæki er hins vegar aðeins 2%
dýrara en í fyrra og geislaspilari 4%
dýrari.
Verð á þjónustu ýmiss konar hefur
yfirleitt hækkað öðru hvoru megin
við 10% á árinu. Rafmagnsreikning-
urinn hækkaði um tæp 5% á tímabil-
inu og hitaveita rúmlega 8% að með-
altali. Fatahreinsun hækkaði um 10-
11% og sömuleiðis sundlaugagjald
og rútuferðir. Flugferðir og leigubíl-
ar hækkuðu um 14-15% en strætó í
Reykjavík rúmlega 8%.
Að gefa „elskunni sinni" rósir kostar
9% meira en fyrir ári, en aðeins 3-5%
meira að bjóða henni í bíó eða leigja
vídeóspólu. Dagblöðin hafa hækkað
um 10%, afnotagjald að RÚV um 8%
en hins vegar um 13% að Stöð 2.
Sfmtöl eru nú aðeins ódýrari en í
fyrra. Gjöld á bamaheimili og leik-
skóla eru óbreytt allt árið.
Framangreindar upplýsingar um
verðlagsþróun byggjast aðallega á
talnaefni sem verðlagsyfirvöld afla
fyrir Hagstofuna til mánaðalegra út-
reikninga á vísitölu framfærslu-
kostnaðar. En sú vísitala hækkaði
sem áður greinir um 9,2% á því tíma-
bili sem hér um ræðir, nóvember
1989 til nóvember 1990. - HEI
lega mikið.
Allar stærðir í áliðnaði eru mældar í
dollumm og kostnaðaráætlun vegna
byggingar álversins á Keilisnesi er í
dollurum. Þrátt fyrir að niðurstaða
Bechtels komi Atlantsálfyrirtækjun-
um ekki algerlega á óvart, þykir Ijóst
að niðurstaðan er þeim ekkert gleði-
efni. Engar líkur em þó taldar á að
skýrslan valdi því að fyrirtækin hætti
við byggingu álvers á Keilisnesi.
Á síðustu missemm hafa átt sér stað
breytingar á alþjóðlegum lánamörk-
uðum. Ófriðurinn við Persaflóann
hefur haft þau áhrif að bankar em
ekki eins viljugir til að lána til stór-
framkvæmda. Framboð á lánsfé hef-
ur minnkað og vextir og lánskjör em
óhagstæðari fyrir þann sem þarf að
taka lán. Mjög erfitt er að spá um
hvort að breytingar verða á þessum
mörkuðum á næstunni. Atburðir við
Persaflóann og efnahagsástand í
heiminum ráða þar miklu. Óvíst er
hvaða áhrif þessar breytingar hafa á
stjórnir álfyrirtækjanna þriggja í Atl-
antsálhópnum. Bent hefúr verið á að
fyrirtækin geri fjárfestingaáætlanir
til margra ára og smávægileg raun-
vaxtahækkun breyti þeim áætlunum
ekki.
Álverð á heimsmarkaði hefur farið
lækkandi á síðustu mánuðum og
sumir segja að það muni draga úr
áhuga Atlantsálsfyrirtækjanna á
byggingu álvers hér á landi. Ekki er
talið að þessi þróun skipti miklu máli
þegar fyrirtækin ákveða fjárfestingar
til langs tíma. Algengt er að álverð
sveiflist upp og niður milli ára, en
það er hins vegar heildarþróunin
sem skiptir fyrirtækin mestu máli.
Spáð er að eftirspurn eftir áli í heim-
inum muni aukast, en það þýðir
hærra verð.
Samningar milli Atlantsálsfyrir-
tækjanna og íslenskra stjórnvalda
eru mjög langt komnir. Á samninga-
fundi sem haldinn var í Atlanta í
Bandaríkjunum 9. og 10. desember
var gengið frá fjölmörgum atriðum.
Enn eru nokkur atriði ófrágengin,
s.s. varðandi endurskoðunarákvæði
væntanlegs raforkusamnings, fjár-
mögnun og tryggingar. Um þessi mál
verður fjallað á næsta samningafundi
sem verður haldinn í byrjun næsta
mánaðar.
-EÓ
Vinningstölur laugardaginn
29. des. 1990
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 6 4.940.532
2. m 25 106.859
3. 4af 5 752 6.128
4. 3af 5 26.052 412
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
47.656.347 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
91-698400
Goðihíhefur tetíðvið rekstri
Búvörudeildar Sambandsins.
Nýtt símanúmer er nú á skrifetofunni
en hinsvegar verður áfram sama
númer og áður á söluskrifetofunni
við Krlqusand, eða 91- 68 63 66.
Gleðilegt nýtt ár!
i
GOÐI h f.
Laugalæk 2 a • 105 Reykjavík