Tíminn - 03.01.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 3. janúar 1991
Tíminn 5
Kolvitlaust veður við Snæfell í gær:
SEX NORÐFIRÐINGA
LEITAÐ í GÆRDAG
Sex manna frá Norðfíröi á tveimur jeppum var leitað í allan gærdag á
svæðinu við Snæfell, en ekkert hafði frést til þeirra síðan á sunnudag.
Þeir höfðu ætlað sér að koma heim á nýársdag. Björgunar- og hjálpar-
sveitir af Héraði voru í gær á tveimur snjóbflum á leiðinni inn að Snæ-
felli og átti að athuga hvort mennirnir væru í skálum sem þar eru.
Lögreglu var tilkynnt í gærmorgun
að mannanna væri saknað og lögðu
björgunarsveitarmenn þá af stað.
Þegar Tíminn fór í prentun í gær-
kvöldi voru leitarmenn á snjóbílum
komnir að svokallaðri Svartöldu og
héldu sig á Landsvirkjunarveginum
en miðaði hægt í vondu veðri og nær
engu skyggni. Meðal ferðahraði
þeirra var 2-3 kílómetrar á klukku-
stund en á köflum urðu þeir þó að
stöðva alveg vegna þess að ekkert
skyggni var. Til marks um veðrið má
nefna að þegar leitarmenn komu að
Grenisöldu um miðjan dag í gær var
skyggni svo slæmt að þeir sáu ekki
húsin. Eftir að hafa miðað út stað-
setningu þeirra á lórantæki kom síð-
an í ljós að þeir voru ekki nema um
15 metra frá þeim.
Björgunarsveitarmenn ætluðu sér
fyrst að fara að skála við Laugabúðir
og fylgja veginum sem var því sem
næst auður, en ef mennimir væm
ekki þar ætluðu leitarmenn að skipta
liði og átti einn hópur að fara í Snæ-
fellsskála vestan Snæfells en hinn í
Snæfellsbúðir sem eru austan þess.
Mennirnir sem leitað er eru með tal-
stöð í öðrum jeppanum en ekki hef-
ur náðst samband við þá í gegnum
hana og er talið að hún sé biluð. í
gærkvöldi var því spáð að veður ætti
að ganga niður í nótt og var jeppa-
sveit til taks að aka inn að Laugabúð-
um ef skyggni skánaði, því vegurinn
var víðast auður.
-sbs.
Rekstrardeildum Sambandsins breytt í hlutafélög:
Sambandið fært í
nútímalegra horf
Steinar Sigurjónsson hlaut aö þessu sinni styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins er honum var úthlutaö í 35.
skipti á gamlársdag. Tekjur sjóðsins sem nú komu til úthlutunar voru 350 þúsund krónur. Á myndinni sést
Steinar Sigurjónsson (th) veita styrknum viötöku úr hendi Jónasar Kristjánssonar, formanns sjóðsstjómar.
GS/Tfmamynd: Ámi Bjama.
Öllum aðalrekstarardeildum Sam-
bandsins var breytt í sex sjálfstæð
hlutafélög nú um áramót.
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, for-
stjóra Sambandsins, er hér tvímæla-
laust um að ræða mestu breytingar
sem orðið hafa á starfsemi Sam-
bandsins frá upphafi. „Það er verið
að færa rekstur Sambandsins í nú-
tímalegra horf og meira í átt til þess
sem þjóðfélagið kallar á í dag,“ segir
Guðjón.
„Síðan er meiningin að leita út á
markaðinn og breyta nokkrum þess-
ara fyrirtækja í almenningshlutafé-
lög. Auk þess er tilgangurinn að
skerpa starfsemina og gera hana
markvissari á hverju sviði fyrir sig.
Þannig að ég held að menn horfi hér
björtum augum til framtíðar og
hugsi til þess að nú skapist betri
Hlutabréfakaup aldrei meiri en 1990:
Ríkið tapar milljarði
Forsvarsmenn verðbréfafyrirtækja
áætla að kaupendur hlutabréfa hafi
verið einhvers staðar á bilinu 15 til
20 þúsund manns árið 1990, eða
þrefalt til fjórfalt fleiri en 1989.
Þetta gæti þýtt að ríkissjóður þurfi
að punga út allt að 1 milljarði í end-
urgreiðslu skatta í ágúst nk. En það
svarar til um 8% af áætluðum tekj-
um ríkissjóðs af tekjuskatti einstak-
linga nettó á árinu 1991, eða eins
mánaðar tekjuskatti. Talið er að allt
að þriðjungur kaupenda, eða 5-6
þús., hafi keypt sín bréf nú milli jóla
og nýárs. Verðbréfasalar búast þó
ekki við að margir þeirra komi með
bréf sín í endursölu næstu daga, né
heldur að nýir hlutabréfaeigendur
þurfi að óttast verðlækkun nú í byrj-
un árs, raunar kannski þvert á móti.
Pétur Blöndal hjá Kaupþingi telur
t.d. að það kunni að koma til verð-
sprengingar á hlutabréfum fyrirtækja
á næstunni, þar sem hlutabréfasjóð-
irnir komi til með að slást um þau
bréf sem til eru eða koma í sölu. Pét-
ur áætlar að sala á bréfúm hlutabréfa-
sjóðanna hafi aukist um 500 til 1.000
milljónir á milli jóla og nýárs. Þetta sé
allt í lausu fé, hvar af sjóðimir þurfi
að festa a.m.k. 45% í hlutabréfum.
Sjóðimir þurfi því að kaupa hlutabréf
fyrir um 300 milljónir a.m.k. á næst-
unni.
Gengi á bréfúm hlutabréfasjóðanna
segir Pétur hins vegar geta lækkað
eitthvað, en það ráðist af því hve mik-
ið af þeim komi aftur í sölu nú á næst-
unni. Hann sagðist hins vegar ekki
eiga von á mikilli innlausn. Heldur að
flestir muni eiga sín bréf áfram. Við
opnun hjá Kaupþingi í gærmorgun
biðu raunar 6 manns með hlutabréf
fyrir hálfa aðra milljón til að selja þau.
En engir fleiri bættust síðan við það
sem eftir var dagsins. Sagðist Pétur
búast við að kannski 10 til 20 milljón-
ir í bréfum komi til innlausnar næstu
daga eða vikur.
Hjá Kaupþingi sagði Pétur um
helming af árssölu hlutabréfa hafa
verið í desember og þar af um 60%
Tveir menn og drengur villtust á
jeppa uppi á Fjarðarheiði á nýárs-
kvöld. Mennimir höfðu tilkynnt
að þeir ætíuðu að vera komnir tíl
byggða um kvöldmatarleytið en
leit að þeim hófst klukkan ellefu
þar sem ekkert hafði þá spurst til
þeirra.
Þrátt fyrir mjög slæmt veður og
vont skyggni fundu leitarmenn
mennina eftlr aðeins tveggja tíma
leit. Jeppinn var þá staddur rnn
300 metra frá veginum uppi á
Fjarðarheiði með mennina og
drenginn innanborðs.
khg.
milli jóla og nýárs, eða um 30% af
allri hlutabréfasölu ársins.
Hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka
keyptu á þriðja þúsund manns hluta-
bréf milli jóla og nýárs, eða hátt í
þriðjungur allra þeirra sem þar
keyptu hlutabréf á árinu 1990, að
sögn Sigurðar B. Stefánssonar.
Spurður um hugsanlega verðlækk-
un á bréfum þegar eftirspumin dettur
niður í byrjun árs, segir Sigurður
ekki um slíkt að ræða hjá VIB, þar
sem VÍB hafi kaupendur að öllum
hlutabréfum sem kynnu að koma
inn. Sigurður reiknar ekki með mik-
illi endursölu bréfa fremur en Pétur,
enda hafi hlutabréf gefið betri ávöxt-
un en flest önnur verðbréf.
Sala hlutabréfa nú fyrir áramótin var
langmest hjá hlutabréfasjóðunum.
Fyrir ári var aðeins til einn slíkur
sjóður (Hlutabréfasjóðurinn hf.) en
síðan hefur þeim síðan fiölgað í fimm
á árinu 1990.
Að sögn Sigurðar hafa þessir sjóðir
virkað sem eins konar jöfnunarsjóðir
á framboð og eftirspum bréfa al-
menningshlutafélaganna. Þeir hafi
komið í veg fyrir mikla hækkun á
verði hlutabréfa sem annars hefði
getað orðið vegna mikillar eftirspum-
ar fyrir áramótin. Og síðan komi þeir
í veg fyrir lækkun eftir áramót með
kaupum á þeim bréfum sem koma til
sölu. Tilkoma þessara sjóða sé því
fremur jákvæð en hitt.
Ávöxtun hlutabréfa kemur jafnan að
verulegum hluta fram í jöfnunar-
hlutabréfum og greiddum arði. En
varla fá þeir jöfnunarbréf eða arð sem
aðeins eiga hlutabréf í 1-2 vikur
kringum áramót?
Sigurður segir það meginreglu, að
arð og jöfnunarbréf fai sá sem á bréf-
in þegar aðalfundur er haldinn, þar
sem ávkarðanir eru teknar um jöfn-
unarbréf og arðgreiðslur. En sá sem
kaupi hlutabréf skömmu fyrir aðal-
fund þurfi að greiða fyrir bréfin verð
þar sem búið er að áætla fyrir vænt-
anlegri arðgreisðlu og jöfnun.
Lækki bréfin ekki í verði nú í upphafi
árs geta menn hafa hagnast af því,
vegna endurgreiðslu á sköttum, að
taka víxil nú fyrir áramótin og kaupa
bréf sem þeir selja nú strax upp úr ár-
mótum, eins og einhver dæmi eru
um. Slíkt er að vísu erfitt að gera
nema einu sinni. Reynist það þannig
að hópur fólks hafi keypt hlutabréf
eingöngu í þessum tilgangi flokkast
það, að mati Sigurðar, undir misnotk-
un á heimildinni til endurgreiðslu
skatta. Tilgangur laganna með skatt-
endurgreiðslu er sá að reyna að beina
spamaði inn í atvinnulífið og hvetja
einstaklinga til að gerast þátttakend-
ur í því jafnframt því að opna fyrir-
tækjum aðra leið til öflunar eigin fiár.
Og þessi lög, sem verið hafa í gildi frá
1984, hafi til þessa skilað verulegum
árangri. Fari þetta hins vegar út í ein-
hverja vitleysu telur Sigurður ekki
óeðlilegt að þessar skattafrádráttar-
heimildir komi til endurskoðaðar —
eins og fiármálaráðherra hefur reynd-
ar heyrst drepa á í fiölmiðlum.
- HEI
möguleikar til að sækja fram í þess-
um starfsgreinum," segir Guðjón.
-Var Sambandið eins og það var
orðið tímaskekkja?
„Ég vil ekki orða það þannig. Sam-
bandið var að því leyti óvenjulegt
fyrirtæki bæði á íslandi og þótt víðar
væri leitað að í því voru menn að
leitast við að leysa verkefni ólíkra
hagsmunahópa í einu fyrirtæki. Það
er út af fyrir sig ffamkvæmanlegt
þegar vel gengur í öllum greinum
og þegar ekki er um að ræða þær
miklu stökkbreytingar sem hafa
orðið í okkar þjóðfélagi á seinni ár-
um og þá í sambandi við háan fiár-
magnskostnað, gengisáhættu og
fleira sem kallar á áhættufiármagn.
Þetta form sem verið hefur á Sam-
bandinu gerði það ekki mögulegt að
fá inn fiármagn annars staðar frá og
þegar á bjátaði, og Sambandið hefur
vissulega fengið á sig mörg og þung
áföll, þá kom það misjafnlega niður
eftir starfsgreinum og það leiddi
e.t.v. fram áhættuna sem því fylgir
að vinna í einum potti með hags-
muni margra aðila," segir Guðjón.
Afkoma Sambandsins var mun
betri í ár en undanfarin ár og skilaði
reksturinn nú hagnaði. Að sögn
Guðjóns má m.a. þakka það því að
kringumstæður í efnahagslífinu
hafa batnað til muna. „Bæði fiár-
magnskostnaður minnkaði og stór-
áföll í gengismálum sem dundu yfir
fyrirtækið tvö árin á undan urðu
ekki á seinasta ári. Síðan er búið
gera gríðarlegar ráðstafanir í fyrir-
tækinu á undanförnum tveimur til
þremur árum sem eru vissulega
farnar að skila sér. T.d. fækkaði
starfsfólki hjá Sambandinu á tveim-
ur árum um 600-700 manns og það
voru seldar eða lagðar niður eining-
ar sem voru búnar að tapa pening-
um í fiölda ára,“ segir Guðjón. „Eg
get ekki sagt í hvað mörgum millj-
óna tugum eða hundruðum þetta
hefur skilað sér en þar erum við að
tala um umtalsverðar fiárhæðir."
GS.
Furðulegar
hækkanir
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, lýsti í
samtali við Tímann í gær yfir
furðu sinni vegna hækkana á far-
gjöldum SVR og gjaldskrá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Um er
að ræða 5% hækkun hjá Raf-
magnsveitunni og 9% hækkun
hjá SVR. Guðmundur sagðist
vera furðu lostinn og ekki skilja
forsendur hækkananna. —SE