Tíminn - 03.01.1991, Qupperneq 20

Tíminn - 03.01.1991, Qupperneq 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusmu v Tryggvagolu, » 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUMIANDSINS J X \ i • NORÐ- AUSTURLAND , f \ AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU MSm a Ingvar l il j Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 m I íniiiin FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 LOGREGLAN KÆRÐ FYR- Ungur piltur hefur kært lögregluna í Reykjavík vegna áverka sem hann hlaut þegar hann var handtekinn aðfaranótt fimmtu- dagsins 27. desember sl. Pilturinn hlaut skurð við augað, glóð- arauga auk þess sem sjö tennur brotnuðu. Samkvæmt lögreglu- skýrslu datt pilturinn með þessum afleiðingum en vitni sem voru að atburðinum eru á öðru máli. Málið fór í gær til Rann- sóknarlögreglu ríkisins sem rannsakar málið. Pilturinn, Sigurður Sævarsson, vildi í gær lítið tjá sig um málið þar sem hann hefði verið meðvit- undarlaus þegar hann hlaut þessa áverka og vissi því lítið um það hvernig hann hefði fengið þá. Hann sagði að iögregluþjónn hefði tekið sig haustaki með þeim af- leiðingum að hann missti meðvit- und. Vitni segðu að hann hefði verið látinn detta í götuna rænu- laus með fyrrgreindum afleiðing- um. Forsaga málsins er sú að lögregl- an var kvödd að húsi við Berg- þórugötu klukkan þrjú umrædda nótt. Gleðskapur var þá í húsinu og fylgdi háreysti. Húsráðandi var beðinn um að hafa hemil á sam- komugestum og hafa lægra. Um klukkan fjögur kom lögreglan aft- ur en þá hafði hávaðinn aukist frekar en hitt. Fólk var þá beðið um að yfirgefa íbúðina sem það og gerði og safnaðist það saman fyrir framan og fór heldur ófriðlega samkvæmt lögregluskýrslu. Kast- aði það m.a. snjóboltum að lög- reglubflnum. Lögreglan handtók því nokkra samkomugesti. Sigurð- ur, sem samkvæmt lögregiu- skýrslu var einn af samkomugest- unum, gekk að lögreglubflnum þegar verið var að færa menn inn í bflinn og var beðinn um að fara fram fyrir bflinn. Að sögn Guð- mundar Guðjónssonar, fulltrúa hjá lögreglunni í Reykjavík, vildi pilturinn ekki hlíta því og ýtti einn lögreglumaður honum því í burtu. Eftir það er hann hávær og endaði með því að lögreglan tók hann. „Síðan er honum sleppt og hann fellur fram yfir sig og enginn hefur svigrúm til þess að grípa hann áð- ur en hann fellur í götuna,“ sagði Guðmundur. Pilturinn var síðan fluttur í fangageymslur en um morguninn var hann færður á slysadeild þar sem gert var að sár- um hans. —SE Skiptar skoóanir á reykingabanninu Reykingabannið á Landspítalan- um, sem stjómamefnd Ríkisspít- alanna setti og tók gildi nú ára- mótin, fer vel af stað, þó að það mælist misjafnlega fyrir bæöi meðal sjúklinga og bjúkmnar- fólks. „Þetta hefur gengið vel í dag og engin sérstök vandræði komið upp. En það er raunar ekk- ert hægt að segja til um þetta ennþá,“ sagði hjúkrunarforstjóri á Landspítalanum í samtali við Tímann í gær. Gyða Baldursdóttir hjúkrunar- fræðingur og meðlimur í starfs- hópi um undirbúning reyklausra ríkisspítala sagði að vitanlega væri ekki enn komin mikil reynsla á hvernig til heföi tekist, dagurinn í gær, 2. janúar, hefði í rauninni verið fyrsti dagurinn. Sjálf sagðist hún líta á þetta sem langtímaverk- efni. Hún sagði að afstöðuna til þessa hafa tekið í tvö horn, með og á móti, og nefndi hún þar meðal annars undirskriftalista gegn banninu sem 500 starfsmenn spít- alans skrifuðu undir. Gyða segir að sjúklingar geti fengið undan- þágur frá banninu en afstöðu til þess verði að taki í hverju tilfelli og ekki sé hægt að fylgja einhverri meginlínu. Taka verði meðal ann- ars tillit til þess hve lengi sjúk- lingurinn eigi að liggja inni og þannig fái sá sem eigi að liggja inni til Iangdvalar frekar undan- þágu en sá sem verði í fáeina daga. Gagnvart starfsfólki og heimsókn- argestum verði hins vegar engar undanþágur veittar. „Mér finnst þetta bann vera brot á mannréttindum. Það er alveg hægt að útvega lítil herbegi þar sem fólk getur reykt. Það skapar ábyggilega hættu þegar fólk er að laumast til að reykja hér og þar,“ sagði undanþágusjúklingur sem Tíminn talaði við á göngum Land- spítalans í gær. Hann sagðist vera 36 ára og hafa reykt einn pakka á dag síðan hann var 11 ára. -sbs. Þessum sjúklingi á Landspítalanum hafði tekist að verða sér úti um „vottorð" sem heimilaði honum að reykja. Til öryggis hafði hann vott- orðið á borðinu við hliðina á öskubakkanum. Timamynd: Ami Bjama Leitað að loðnu Rannsóknaskipin Bjarni Sæmunds- sigldu sex Ioðnuveiðiskip úr höfn í son og Árni Friðriksson héldu úr sömu erindagjörðum á miðnætti. Reykjavíkurhöfn um tvöleytið í gær GS/Timamynd: Ámi Bjama til loðnuleitar á miðum. Auk þeirra SVAR BARST FRÁ ARAFAT í Ijós er komið að bréf það sem Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sendi Yassar Arafat, for- ystumanni PLO, þar sem Stein- grímur fór fram á að Arafat beitti sér fyrir því að Gísli Sigurðsson, læknir, yrði látinn laus frá írak, hafði árangur í för með sér. Hannes í 2. sæti Hannes Hlífar Stefánsson tapaði í gær úrslitaskák gegn Norðmann- inum Runo Djurhus á Evrópu- meistaramóti unglinga er haldið er í HoIIandi. Hannes var hálfum vinningi fyrir ofan Norðmanninn áður en skákin var til lykta leidd og hefði nægt jafntefli til að sigra á mótinu. Arangur Hannesar er engu að síður mjög góður og sá besti sem íslendingur hefur náð á þessu móti til þessa. GS. Bréfi Steingríms var svarað munnlega frá skrifstofu PLO í Stokkhólmi tveimur dögum áður en lýst var yfir að allir gíslar í írak mættu fara frjálsir ferða sinna. í svarinu var sagt að Gísli yrði látinn laus ef fulltrúi íslenskra stjórn- valda myndi sækja hann til Bagdad. Ráðgert var að Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamaður, sem stödd var í írak um svipað leyti, myndi sinna þeim erindum fyrir hönd stjórn- valda. Þó var einnig inni í mynd- inni, samkvæmt heimildum Tím- ans, að Jón Sveinsson, aðstoðar- maður forsætisráöherra, myndi sækja Gísla. En á því reyndist ekki þörf. Þess ber að geta að bréf Stein- gríms til Arafats var sent að beiðni ættingja Gísla og var aðeins ein leið af mörgum sem reyndar voru til að fá Gísla lausan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.