Tíminn - 10.01.1991, Síða 9
Fimmtudagur 10. janúar 1991
Tíminn 9
Hörkulega New
York-löggan með
höndina í biðstöðu
við byssuna í
hulstrinu, barði
ákveðið að dyrum.
Það var í morguns-
árið í Bronx sem
lögregluþjónninn
og félagi hans
komu óforvarandis
í heimsókn og gáfu
ekkert eftir við að
vekja húsráðendur
sem komu svefn-
drukknir og ráðvillt-
ir til dyra. „Er þetta
sorpið ykkar?“
spurði lögreglu-
þjónninn strangur.
Það kann að vera að stórborgin
rambi á barmi gjaldþrots, og borg-
arstjórinn getur ekki náð í nóga
peninga til að ráða fleiri lögreglu-
menn til að hafa eftirlit á götunum
þar sem framin eru fimm morð á
degi hverjum, en íbúarnir geta
dregið andann rólega í rúmum
sínum. Ef einhver þarna úti fyrir
afhendir ekki úrganginn sinn til
endurvinnslu er nýjasta lögreglu-
sveitin á hælunum á honum.
Þung viðurlög við að
bijóta 19 mánaða
ruslflokkunarlög
k ■'
\ 811ifl8l
Sorptunnulöggan ber að dyrum hjá ruslabrotamönnum í morgunsárið. Það er dýrt spaug í New York að henda firá sér óflokkuðu rusli
Þrátt fyrir allan efnahagsvanda
sem steðjar að New York hefur
borgin komið sér upp lögreglu-
sveit sem hefur þann eina tilgang
að fara í gegnum rusl almennings
árla morguns í leit að dósum,
pappír og pappa, sem 19 mánaða
gömul lög skylda almenning til að
henda í sérstakar bláar ruslatunn-
ur. Ef Iöggan finnur eitthvað af
þessu í almennu rusli má sekta
eiganda þess um 1500 ísl. kr. við
fyrsta brot en allt upp í eina millj-
ón króna fyrir síendurtekin brot.
Sá sem kom til dyra í Bronx var að
fremja sitt fyrsta brot. í ákæru lög-
regluþjónsins kemur fram að í
öskutunnunni hans hefði fundist
fjöldinn allur af brotlegu drasli, þ.á
m. 17 málmdósir, ein glerflaska og
„u.þ.b. tveir þumlungar af hrein-
um dagblöðum".
Lífið í endurvinnslusveitinni get-
ur verið hættulegt. Þar sem glæpa-
tíðnin í New York er eins mikil og
dæmin sanna eru margir íbúanna
lítið hrifnir af því að 83 lögreglu-
þjónar skuli ekki sinna öðru en að
vera á verði gagnvart rusli borgar-
búa, og hella oft óbótaskömmum
yfir þessa trúu starfsmenn. Til að
tryggja sig gegn hættulegri árás-
um, sem jafnvel gætu orðið ban-
vænar, bera margir lögregluþjón-
arnir skotheld vesti, auk byssanna
sinna.
Gúmmíhanskamir
ómissandi
Kannski er þó mikilvægasta vopn
lögganna gúmmíhanskar, það er
ekki skemmtilegt starf að gramsa í
úrgangi New York búa, en stór-
borgin er trúlega sú aldrullugasta
sem finna má í vestrænum heimi.
Lögregluþjónarnir viðurkenna að
fyrir komi að ódaunninn af fúlli
spaghetti-sósu, úldnum eggjum
og öðrum illaþefjandi úrgangi geti
verið yfirþyrmandi.
„Venjulega grettir fólk sig þegar
ég segi því við hvað ég vinn, en það
tilheyrir bara starfinu," segir Jesus
Marerro, sem á vakt í Brooklyn.
„Fólkið á götunni sendir okkur
Ruslatunnulöggan í
New York leiðir ýmis-
legt gruggugt í Ijós
undarlegt augnaráð þegar það sér
okkur gramsa í sorpinu. En ein-
hver verður að gera það.“
Eins og í öðru spæjarastarfi þróa
lögreglumennirnir smám saman
nef fyrir hvar líklegt sé að finna
megi brotamenn. Þeir halda aug-
unum opnum fyrir vísbendingum
um óhlýðni við sorplögin, s.s. eins
og ef ekki sjást bunkar af dagblöð-
um og tímaritum fyrir utan rík-
mannleg fjölbýlishús. Oftast nær
bendir það til þess að verið sé að
brjóta lögin.
Erfiðleikar við að
finna brotamennina
Eitt stærsta vandamálið sem lag-
anna verðir verða að kljást við er
að komast að því úr hvaða íbúð
ruslið er upprunnið. Sem þeir fín-
kemba poka með illaþefjandi úldn-
um mat og óhreinum bleium gera
þeir sér vonir um að rekast á um-
slag sem skrifað er utan á heimilis-
fang brotamannanna svo að hægt
sé að kæra þá.
Annað vandamál er að sá mögu-
leiki er fyrir hendi að einhver ann-
ar hafi komist í ruslið á undan
þeim. Ef skilinn er eftir plastpoki
fullur af drasli á götu í New York
yfir nótt má ganga að því sem vísu
að einhverfjir) af þeim þúsundum
heimilisleysingja sem ráfa þar um
göturnar hafa álitið sér frjálst að
leita þar að dósum og flöskum,
sem má skila í búðir gegn fimm
senta skilagjaldi.
Lögregluþjónarnir Frank Diaz og
Louis Otarola, sem urðu að gang-
ast undir sálfræðiprófanir og
fræðslu í skotæfingastöðvum lög-
reglunnar áður en þeir fengu að
klæðast einkennisbúningum sín-
um, hafa eftirlit með 80 húsalengj-
um á Manhattan. „Það getur
stundum verið erfitt að negla ná-
kvæmlega niður hver á hvaða
rusl,“ segir Diaz. „En við reynum
að vera eins réttsýnir og við get-
um, sérstaklega ef fólk virðist al-
veg óvart hafa hent dagblaðinu eða
einhverju öðru endurvinnsluhæfu
með öðru rusli."
Dýrt og tímafrekt að
sanna sakleysi sitt
Einn íbúinn í austurhluta borgar-
innar varð skelfmgu lostinn þegar
hann fann 100 dollara sektarmiða
límdan á útihurðina á fjölbýlishús-
inu sínu um miðjan dag, eftir að
sendlar höfðu lagt frá sér pappa-
kassa fyrir utan dyrnar.
Þessi náungi var svo heppinn að
geta áfrýjað sektinni, en eins og
varðar öll lagaleg ágreiningsmál í
New York varð hann að fá aðstoð
lögfræðings, sem tekur 200 dollara
á tímann, til að skrifa yfirlýsingu
um tildrög pappakassamálsins,
sem hann sendi svo til viðeigandi
borgarapparats. Enn sem komið er
hefur úrskurður ekki verið felldur
í málinu.
En þó að einhverjum verði stund-
um á mistök einhvers staðar virð-
ist svo sem herferðin beri nokkurn
árangur. í Brooklyn, þar sem íbú-
arnir eru betur þekktir fyrir annað
en einstaka löghlýðni, segja rusla-
löggurnar að jafnvel þeir sem
starfrækja „krakk-hús“ séu farnir
að hlýða umhverfisverndarlögun-
um.
Á hverri viku sé nú að finna
snyrtilegan dagblaðabunka, bund-
inn saman með spotta, og dósir í
sérpoka fyrir utan þekkta eitur-
lyfjabúllu í nágrenninu. Þar sé
greinilega á ferð einhver umhverf-
issinnaður glæpamaður. Reyndar
sé líka tiltæk önnur skýring á
þessu, sem sé sú að íbúar hússins
kæri sig ekkert um að hafa of náin
samskipti við lögregluna og forðist
því eins og heitan eldinn að beina
athygli ruslalöggunnar að sér.
„Líklega sýnir þetta að fólkið þarna
les blöðin," segir löggan.
Lítíll árangur og sektir
innheimtast illa
En þó að umhverfissinnar hafi
hrósað þessu endurvinnslufram-
taki yfirvalda New York, sem á ekki
sinn líka í öðrum stórborgum
Bandaríkjanna, hefur það borið lít-
inn raunhæfan árangur.
David Dinkins borgarstjóri er
þegar búinn með allar fjárveiting-
ar til flestra mikiivægari verkefna
borgarinnar eins og að koma fleiri
lögreglumönnum út á göturnar til
að gæta lífs og lima borgarbúa.
Reyndar eru fjárveitingar til
ruslalögreglunnar líka uppurnar.
Síðan herferðin hófst hafa hreins-
unarlögregluþjónar gefið út 1100
sektarmiða. Aðeins 291 þeirra hef-
ur verið greiddur og í sjóði borgar-
innar hafa einungis runnið 7.330
dollarar frá ruslasökudólgum,
upphæð sem varla er til mikils
gagns til að að draga New York upp
úr fjárhagskreppunni.
„Markaðsfærslu-
vandamál“
Af því leiðir að dagblöð og dósir
sem safnað hefur verið saman eru
nú í haugum í geymslu úti um alla
borg og bíða þess að verða endu-
runnin. Yfirmaður hreinsunar-
deildar borgarinnar kallar þetta
„markaðsfærsluvandamál" og við-
urkennir að hann geri sér ekki al-
veg ljóst hvernig megi leysa það!