Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 10. janúar 1991 Starfsfólk Borgarspítala: Hlynnt banni við reykingum, en þó... Töluverð þversögn kom fram í könnun meðal starfsmanna Borgar- spítalans um reykingabann á spítalanum. Um 65% svarenda kváð- ust hlynntir algeru banni við reykingum á Borgarspítala. Þrátt fyrir það viidu 68% svarenda ieyfa sjúklingum að reykja á takmörkuðum svæðum innan spítaians og helmingur viidi einnig leyfa starfs- mönnum reykingar á takmörkuðum svæðum. Það er Spítalapósturinn, sem segir frá þessari könnun í tilefni af nýjum reykingareglum sem tóku gildi á Borgarspítalanum nú frá og með 1. janúar. Samkvæmt þeim er gestum í heimsókn hjá sjúklingum algerlega bannað að reykja innan spítalans og starfsfólki einungis heimilt að reykja í einu herbergi á spítalanum. Hjúkrunarstjórn og læknaráði er hins vegar falið að ganga frá reglum varðandi reykingar sjúklinga. Hvað athyglisverðasta niðurstaðan úr áðurnefndri könnun er þó e.t.v. hvað lítill hluti starfsmanna vildi láta álit sitt í ljós í þessu máli. Spurningar voru sendar út til allra starfsmanna spítalans með launa- seðli s.l. vor og síðan ítrekun með yfirvinnuseðli hálfum mánuði síðar. Svör bárust þó aðeins frá 40% starfsmanna, eða tæplega 650 manns af um 1.640 manna starfsliði spítalans. Rúmlega 40% þeirra sem svöruðu voru mjög hlynntir algeru reykinga- banni innan spítalans og 25% til viðbótar frekar hlynntir slíku banni, eða samtals 65% svarenda, sem áður segir. Spurningu um óþægindi af völdum reykinga vinnufélaganna svaraði um helmingur játandi og hinn helming- urinn neitandi. - HEI Reykingabann ríkisspítalanna: Virðist verða til að fólk minnki reykingar Ástráður Ingvarsson í loðnuskyrtunni góðu, sem núna er bara venjuleg skyrta. Ekkert veiðist á venjulega skyrtu Á geðdeild Landspítalans er reyk- ingabann eins og annarsstaðar á rík- isspítölunum. Þar þurfa flestir að norpa úti til að sinna sinni reykinga- Akureyri: 76 brunaútköll Brunaútköll hjá Slökkviliði Akur- eyrar voru 76 á árinu 1990 eða þrem- ur fleiri en á árinu 1989, en þá voru þau 73. Stærstu eldsvoðamir voru í Smárahlíð 1 þann 27. janúar, Lund- argötu 10 þann 19. febrúar og í Hafn- arstræti 86A þann 25. nóvember. Sjúkraútköll á Akureyri voru 1145 á árinu 1990, þar af voru 165 utanbæj- ar, en 1989 voru sjúkraútköll 1028, þar af 130 utanbæjar. Af þessum 1145 sjúkraútköllum voru 231 bráðatilfelli á móti 175 árið áður. 40 sinnum voru báðir sjúkrabílarnir úti samtímis á árinu. 5 sinnum voru famir 9 sjúkra- túrar á einum sólarhring, en að með- altali voru þeir 3,14. khg. Banaslys í umferðinni óvíða eins fá og hér Misskilningur varð í samtali blaða- manns við Ola H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóra Umferöarráðs. Full- yrt var í frétt að óvíða séu eins mörg banaslys í umferðinni og á íslandi. Þetta er sem betur fer ekki rétt. Banaslysin eru óvíða eins fá og á ís- landi. Sé miðað við 100 þúsund íbúa verða 11 banaslys á íslandi en 8 í Svíþjóð, en hvergi í heiminum deyja eins fáir í umferðinni og þar. Til samanburðar má geta þess að 23 deyja í Færeyjum sé miðað við sömu forsendu. Ef miðað er við 100 þúsund öku- tæki farast 18 í umferðarslysum í Svíþjóð og 21 á íslandi. ísland er þar fjórða sæti, en sjötta sé miðað við 100 þúsund íbúa. Hægt er að nefna þjóðir þar sem ríkir hrikalegt ástand í þessum efnum, í S-Kóreu t.d. far- ast árlega 506 menn sé miðað við 100 þúsund ökutæki. -EÓ þörf, því lítið er um að sjúklingum þar sé veitt undanþága til að reykja innandyra. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að fólk reyni að nota tækifærið og minnki reykingamar eða jafnvel hætti og hefur það skilað árangri. „Það eru skýrar reglur um það að staðurinn er reyklaus og það hefur verið reynt númer eitt að fólk reyni að minnka þetta, eða hætti jafnvel. En allir verða að virða þessar reglur, þannig að fólk fer út að reykja," sagði Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á geðdeild Landspítal- ans. Nanna sagði jafnframt að reykinga- bannið virtist hafa skilað árangri í minni reykingum. „Það er nú ekki hægt að leggja mikið mat á þetta eftir Meginmál þingsins fjallaði að þessu sinni um könnun þá sem Hagfræði- stofnun Háskólans vinnur að um kostnað samfélagsins af áfengis- neyslunni. Kristín H. Sigurbjörns- dóttir viðskiptafræðingur fjallaði í framsögu sinni um hvernig verk þetta vinnst og þá einnig um það hversu alltof víða er erfitt að fá hald- bærar upplýsingar um raunkostnað ýmissa þátta, sem þó tengjast áfeng- isneyslu ótvírætt. Verkinu mun Hagfræðistofnun Háskólans skila á þessu ári. 19. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu samþykkti að beina þeim tilmælum til alþingismanna að þeir hlutist til um að lögreglu, sjúkrastofnunum, tryggingafélög- um, félagsmálaaðilum og vinnuveit- endum verði gert að kanna sérstak- lega við skráningu upplýsinga og skýrslugerð hvort og hvernig áfeng- svona stuttan tíma, en það hefur komið ffarn að fólk reykir mun minna heldur en það gerði áður og það er kannski ekki síst markmiðið. Ef fólk vill hætta hefúr það fengið aðstoð við það á ýmsa lund.“ „Það hefur ekki verið gefin undan- þága að mér vitanlega, því hér eru flestir í þannig ástandi að þeir geta farið út. Hins vegar hefúr verið tekið á vandamálum sem koma upp jafhóð- um. Vandamálin, sem hafa komið upp, eru helst að fólk kannski klæðir sig ekki nógu vel, sóðaskapur utan- dyra þar sem fólk safnast saman við reykingar og slíkL En hér er nú líka lögð nokkuð mikil áhersla á útiveru, að fólk fari út í gönguferðir og annað slíkt,“ sagði Nanna Jónasdóttir einnig í samtali við Tímann í gær. —GEÓ isneysla á hlut í þeim málum sem til þeirra kasta koma. Þá þykir þinginu sérstök ástæða til að kanna áfengismagn í blóði allra ökumanna og annarra vegfarenda sem eiga aðild að umferðarslysum þegar lögregla er kvödd á vettvang. Þá er sjálfsagt að lögreglumenn skrái eins vel og kleift er hvort um ölvun er að ræða þegar þeir eru til- kvaddir að aðstoða borgarana. Þá finnst þinginu að ölvun þeirra, sem koma á slysavarðstofur og sjúkrahús vegna slysa og meiðsla, sé sérstak- lega könnuð, svo og ástæður komu þeirra, t.d. hvort ölvaður maður á sök á henni. Það sama gildir um fé- lagsmálastofnanir og trygginga- stofnanir sem greiða fólki bætur og styrki vegna vanheilsu að fram komi hver sé meginorsök þess að það þarf á slíkum greiðslum að halda. Þingið skorar á dómsmálaráðu- Ástráður Ingvarsson, sem lengi starfaði hjá Loðnunefnd, hafði það fyrir sið að klæðast sérstakri skyrtu, og skyrtan sú var alltaf öruggt merki þess að loðnan myndi finnast og veiðin yrði góð. Loðnunefnd var lögð niður nú um áramótin og Ástráður hætti því störfum þar. En hvemig er það með skyrtuna, núna þegar loðnunnar er leitað logandi ljósi? „Ég er bara með skyrtuna núna eins neytið og lögreglustjóra um land allt að sjá um að komið verði á traustu eftirliti með krám og bjór- stofum, ekki síður en öðrum stöð- um þar sem áfengi er selt. í fréttatil- kynningu frá þinginu segir að áfeng- isneysla hafi aukist um 22% milli Matbrauð hf. opnar í dag brauð- og kökumarkað að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík. Þar verður á boðstólum úr- val af brauðum og kökum sem seit verður á heildsöluverði, eða án smá- söluálagningar. Auk þess verður þama á boðstólum mjólk og mjólkurvömr, ostar og álegg ásamt öðmm vörum á hóflegu verði. Verslun þessi verður rekin með kjör- búðarsniði, þannig að um sjálfsaf- greiðslu er að ræða. í sambandi við og venjulega skyrtu. Það er búið að leggja Loðnunefnd niður og ég starfa ekkert lengur í sambandi við loðnu." En hvernig var þetta meðan þú varst ennþá hjá loðnunefnd, virkaði skyrtan ekki vel? ,dá, hún virkaði vel. En þú færð ekki 45 miljóna vinning á tromp- miða, ef þú átt engan miða. Og það kemur enginn afli á skyrtu ef ég er ekki lengur í þessu starfmu." áranna 1988/1989, aðallega vegna aukinnar drykkju unglinga. Þá er það harðlega átalið að krár og aðrir staðir, sem hafa áfengi á boðstólum, skuli geta hömlulaust selt vöru sína ungu fólki sem er langt innan við lögaldur. khg. verslunina verður starfrækt kaffistofa sem hefúr sæti fyrir um það bil 20 við- skiptavini, þar sem selt verður kaffi, kakó og meðlæti á hóflegu verði. Opnunartími er frá mánudegi til föstudags frá kl. 9 til 18 og á laugar- dögum yfir vetrartímann frá kl. 10 til 16. Fyrirtækin Borgarbakarí s.f. og Smári-Bakari reka Matbrauð hf. og fer framleiðslan á brauðum og kökum fram að Iðnbúð 8 í Garðabæ. khg. -sbs. 19. þing Landssambands gegn áfengisbölinu: Stefnt að einum áfengis- lausum degi á hverju ári 19. fulltrúaþing Landssambands gegn áfengisbölinu, sem haldið var í Reykjavík 3. desember 1990, samþykkti ályktun þess efnis að stefnt yrði að einum áfengislausum degi á ári. Með því ætti að nást víðtæk samstaða um eflingu bindindis með íslensku þjóðinni að mati þingsins. Nýr kökumarkaður á Suðurlandsbraut

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.