Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. janúar 1991 Tíminn 17 Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst. Námskeið nr. 13 dagana 14.1. og 15.1. í Vest- mannaeyjum. „ „ 14 „ 30.1. og 31.1. áAkureyri „ „ 15 „ 11.2. og 12.2. í Reykjavík „ „ 16 „ 25.2. og 26.2. á Austijörðum. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttak- enda í síma 91-681122. Geymið auglýsinguna. Löggildingarstofan AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: 680001 & 686300 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga með útibú allt í kringum landið, gera þér möguiegt að Ieigja bíl á cinum stað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Horaaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR ÓKEYPIS HÖNNUN auglýsingar ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði firá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91-84844 Rafstöðvar OG dælur FRÁ SUBARU BENSlN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 ^■im: Þessir áhugasömu nemendur eru greinilega harðákveðnir í að útskrifast á réttum tíma og eru nú ef- laust að blanda drykki um borð í lúxusfleytu á Karíbahafinu. Háskólapróf í hanastélum Að blanda góða kokkteila ætti að vera aðalsmerki hvers barþjóns sem vill standa undir nafni. Til þess að fullnuma sig í þeirri list fara margir barþjónar á sex vikna langt og strangt námskeið í kokkteiiaháskóla í London, Bas School of Bartending. Þar hrista þeir og hræra í sex klukkustundir á degi hverjum og skóiinn ábyrg- ist að eftir námskeiðið geti þeir lagað 110 mismunandi kokkteila rétt og hratt. Og þeir eiga að gera það með stíl, ekki eins og víða hér á íslandi þar sem Iitið er á það sem óþarfa röskun á ævi barþjóna að panta eitthvað annað en brennivín í vatni. Svo mega viðskiptavinirn- ir bíða dágóða stund á meðan pirr- aður barþjónn finnur kokkteiia- bókina sína og flettir upp á um- beðnum drykk sem endar stund- um í undaríegustu útgáfum. Námskeiðið kostar 800 dollara, en þó komast færri að en vilja. Skólinn er í góðum samböndum við skipafélag í Bandaríkjunum sem rekur lúxusfleytur og komast fiestir nemendanna í óskastarfið að námi ioknu. Nemendurnir eru látnir laga drykkina aftur og aftur uns þeir kunna þá alla utan að. Stuðst er við stikkorðakerfi til að hressa upp á minnið ef svo ber undir. Ef einhverjir nemenda skólans ná ekki fullkomnun í greininni á þeim sex vikum sem námskeiðið stendur, eru þeir látnir „sitja eftir" uns þeir útskrifast með kunnáttu og hæfni sem er þeim sjálfum og skólanum til sóma. Fritz Hartz og hönnuðurinn Lise Möller komu leikfangasafninu á laggimar. Stærsta leikfangasafn Evrópu íí:s\ ,r Gamall módelbfll, einn af 5000 sýningargripum sem finna má á leikfangasafninu. Þegar Fritz Hartz var við nám í kvikmyndagerð í London fyrir nokkrum áratugum fékk hann áhuga á því að safna gömlum leik- föngum. Hann þræddi fornsölum- ar í stórborginni og kom sér smám saman upp dágóðu safni sem hann fiutti með sér til Danmerkur að námi loknu. Árið 1974 opnaði hann lítið einka- safn í Kaupmannahöfn og bætti stöðugt við það. Safnið óx og dafn- aði og árið 1983 bauð safn í Atlanta í Bandaríkjunum honum eina milijón dollara fyrir leikföngin. Hertz neitaði að selja. „Ég vildi að leikföngin yrðu sýnd í mínu eigin landi," segir hann. „Það hefði verið siðlaust að selja þau vegna fjárhagslegs ávinnings.“ Að lokum hafði safnið sprengt ut- an af sér húsnæðið og þá gaf Hertz Kaupmannahöfn safnið. Það er nú til húsa í uppgerðri 200 ára gamalli vöruskemmu við Valkendorfsgade 13. Það eru nær 5000 sýningargripir í safninu, fiestir frá Bandaríkjunum, Englandi, Þýskalandi og Dan- mörku. Fyrsta hæð safnsins er eins og gamalt danskt sveitaþorp, með 14 húsum, torgi, hliðargötum og fyrir miðju trónir blaðsölutum. Efsta hæðin geymir eingöngu dúkkur og dúkkuhús. Dúkkumar eru í skólum, eldhúsum, teboðum og við leik í sandkössum. I einum básnum er sýndur dansk- ur fangaklefi frá árinu 1906 með ljósmyndum af föngum sem em að búa til leikföng, hesta, vagna, siökkviliðsbíla o.fl., alit úr tré. Leikföng vom framleidd í dönsk- um fangelsum allt til ársins 1971. Eitt sjaldgæfasta leikfangið á safn- inu er eftiriíking af Örkinni hans Nóa frá 1740, með dýmm og öllu tilheyrandi. Á þeim tíma var böm- um bannað að leika sér á sunnu- dögum, en það var í lagi að leika sér að leikföngum á borð við Örk- ina, því þau töldust vera af trúar- legum toga. Þó böm í fylgd fullorðinna séu uppistaða gesta safnsins, segir Hertz að mjög mikið af fúllorðnu fólki, jafnvel ellilífeyrisþegum, komi eitt á safnið og virði fyrir sér leikföngin með bamslegri hrifn- ingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.