Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 1
 19.-20. janúar 1991 Þegar við hugsum til siðaskiptanna koma okkur fyrst í hug Jón Arason og synir hans og hin harmrænu örlög þeirra. En jafnan hillir í aðra kempu, líkt og í skugga þeirra, sem sannarlega á það skilið að vera gaumur gefínn. Sá er Óg- mundur biskup Pálsson. í þessum þætti segjum við frá fyrri árum ævi Ögmundar og leið hans til biskupstignar. Sú leið reyndi á þolrifín, útheimti djörfung og karlmennsku, og má af eftirfarandi ljóst verða að hvorugt hefur Ógmund skort. Ögmundur Pálsson er fæddur nærri 1475 og hafa foreldrar hans verið þau Páll Guðmundsson og síðari kona hans, Margrét Ögmundsdóttir. Páll hefur líklega verið nafnbótar- laus maður og dó ungur, svo ekki hefur Ögmundur haft mikið af föður sínum að segja. Þegar Páll lést fór móðir hans ásamt börnum sínum, þar á meðal skörungnum Ásdísi, systur Ögmundar, að Hjalla í Ölfusi. Gerðist hún þar bústýra hjá Þórólfi bróður sínum. Þórólfur bjó að Laug- ardal í Tálknafirði og hafði bú víða. Hann var kallaður „biskup" og leiðir viðurnefnið athyglina að ættinni. Hefur nafnið verið dregið af því að Magnús Eyjólfsson Skálholtsþiskup hefur verið föðurbróðir hans, en vit- að er að Ögmundur hét bróðir Magnúsar biskups. Ekki vita menn hve Iengi Ög- mundur bjó með móður sinni og Þórólfi bróður hennar. Vera má að hann hafi verið í Skálholti hjá Magnúsi biskupi, afabróður sínum. Hitt er talið í ritum að hann hafi stundað nám bæði í Englandi og Belgfu (eða Hollandi). Hann hneigð- ist til farmennsku og mun hafa stundað sjó í æsku með Þórólfi vestra. Þegar hann kom til landsins eftir nám sitt fól og Stefán biskup Jónsson honum stjórn á skipi Skál- Hér segir frá kempunni Ögmundi Pálssyni og leið hans til biskupstignar- innar í Skálholti holtsstaðar, Þorlákssúðinni svo- nefndu. Er þess getið í ritum að hann hafi nokkrum sinnum verið skipherra á skútunni til Noregs. Því fylgdi umboð fyrir biskup um kaup- skap allan. Lýsir þetta trausti Stef- áns biskups á Ögmundi. Af starfi þessu hefur Ögmundi lærst hagsýni í fjármálum. Hitt er og ekki fjarri lagi að meðfram til þessa starfa megi rekja sumt í fari Ögmundar. Löng- um hefur, ekki síst á fyrri öldum, reynt á hörku og stjórnsemi skip- stjórnarmanna. Á illa búnum smá- skipum úti á reginhafi reyndi á fyrri tímum mjög á þrek skipstjóra, vald yfir hásetum og kjark þeirra. Fylgdi skipstjórnarblærinn Ögmundi síð- an. Má sjá það af síðustu sögunni um hann, en þar segir að fjóra menn hafi þurft til að ná af honum ger- semi einni og var hann þó sjónlaus þá og slitinn nokkuð. Trúnaðarmaður Stefáns biskups Þegar við hugsum til siðaskiptanna koma okkur fyrst í hug Jón Arason og synir hans og hin harmrænu ör- lög þeirra. En jafnan hillir í aðra kempu, líkt og í skugga þeirra, sem sannarlega á það skilið að vera gaumur gefinn. Sá er Ögmundur biskup Pálsson. í þessum þætti segj- um við frá fyrri árum ævi Ögmund- ar og leið hans til biskupstignar. Sú leið reyndi á þolrifin, útheimti djörf- ung og karlmennsku, og má af eftir- farandi ljóst verða að hvorugt hefur Ögmund skort. Árið 1504 er Ögmundur orðinn prestur að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, besta prestakalli landsins þá og lengi síðar. Var á honum erkibisk- upsveiting tíðast, hvort sem Ög- mundur hefur kynnst erkibiskupi í förum sínum og komið þá til Niðar- óss, sem ekki er líklegt, enda máttu honum endast hér til meðmæli Stef- áns biskups. Prófastur í Rangárþingi var Ögmundur og orðinn 1504. Er Hjalli í Ölfusi. Hér mun Ögmundur vera upp alinn. Innsigli Ögmundar biskups. hér enn auðsætt traust Stefáns bisk- ups á honum. Til er bréf frá Stefáni biskupi þar sem hann kveður svo að orði að hann hafi veitt Ögmundi „fullt vald og leyfi til þess að láta þann prest leysa sig sem hann helst til beiðir í voru biskupsdæmi af þeim brotum sem hann skjótlega kann í að falla í fráveru við oss, svo að hann felli þar fyrir ekki guðlegt embætti undir rétta grein og fram- sögu við oss í liðugan tíma“. Má kalla þetta heldur einkennilegt bréf og engin dæmi til slíks leyfis sem þessa. Það er fullvíst að Stefán bisk- up hefur kunnað góða grein á skap- lyndi Ögmundar, vitað að hann mundi verða viðbragðsskjótur, ef hann yrði var mótþróa við sig. „Þá skal grípa gæs er gefst“ Tveggja atburða er getið frá veru Ögmundar á Breiðabólstað og ein- kenna þeir hann nokkuð. Vorið 1508 var hart í ári og ónógt um björg með alþýðu eystra. Fuglanet var þá þanið upp á túni á Breiðabólstað og kom fugl í látrið á páskadag, en Ögmund- ur vildi ekki láta slá fuglinn á slíkum degi. Bar þá svo við að kýr sleit sig upp í fjósinu, æddi út á tún, kom við nettogið og skrapp netstöngin upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.