Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 2
10 T HELGIN Laugardagur 19. janúar 1991 Snjókeðjur Dráttarvéla og vörubifreiða Eigum fyrirliggjandi hinar níðsterku snjókeðjur frá TELLEFSDAL í Noregi Krossbönd tryggja mun betra grip G/oöuSf* - okkar heimur snýst um gæði Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Staða yfirsálfræðings Staða yfirsálfræðings við unglingadeild Félags- málastofnunar er laus frá 1. mars nk. Starfið felst í skipulagi sálfræðiþjónustu við unglingadeild, ráðgjöf við stofnanir fyrir unglinga og meðferð einstakra mála. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður ung- lingadeildar, sími 622760, og yfirmaður fjöl- skyldudeildar, sími 678500. Umsóknarfrestur er til 30. janúar nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar, óskar eftir tilboðum í að gera gangstíg í Hljómskála- garðinum í Reykjavík, frá Bjarkargötu að Sóleyjargötu. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. janúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (Reykjavík Purchasing Center) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 - P.O. Box 878 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar Borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málningu á íbúðum aldr- aðra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, F.'íkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (Reykjavík Purchasing Center) Fríkirkjuvegi 3 - Siml 25800 - P.O. Box 878 Breiðabólstaður í Fljótshlíð. Vígin á konungsmönnum áttu eftir að baka Ögmundi öröugleika. Sigling sævíkings en netið slóst yfir fuglinn. Fengust þar þrjú hundruð fuglar og munaði um minna, því allt voru þetta gæsir. 'foldi Ögmundur þetta jarteikn og lét skipta upp með fátæklingum næsta rúmhelgan dag. Þaðan er þetta orðtak og eignað Ögmundi: „Þá skal grípa gæs er gefst“. Lýsir sagan í senn siðavendni og trúrækni Ögmundar. Hinn atburðurinn varð 1509 eða 1510. Umboðsmaður á Bessastöðum reið austur um sveitir við sjöunda mann. Hittu þeir heimamenn á Breiðabólstað, veittust að þeim og hröktu þá heim og inn um karldyrn- ar. En þeir er fyrir voru heima gengu þá út um hinar dyrnar búnir til varnar, gerðu áhlaup á Bessastaða- menn, særðu suma en drápu einn eða tvo. Einn hinna særðu græddi Vigfús lögmaður Erlendsson, læknir góður. Svo er sagt að atburður þessi hafi orðið að fyrirmælum Ögmund- ar og galt hann þess seinna, sem síð- ar getur. Vígið í Viðey Árið 1515 fór Ögmundur frá Breiða- bólstað og gerðist ábóti í Viðey. Var klaustrið allauðugt og eigi rýrnaði það við stjórn Ögmundar. Eru enn til skjöl sem votta hve ötull hann var að ná góðum jörðum og öðrum eignum undir klaustrið. Þá gerði Stefán biskup hann að prófasti í Kjalarnesþingi eða mestum hluta þess. Og officialis varð hann einnig. Stefán biskup ætlaði sjálfur Ög- mund sér að eftirmanni. Lágu til þess þeir atburðir, sem nú mun frá sagt. Eitt sinn á síðustu árum ævi sinnar, líklega síðasta sumarið sem hann lifði, fór Stefán biskup í yfir- reið um Kjalarnesþing. Var þá í för með honum Erlendur Þorvarðsson, systursonur hans, síðar lögmaður. Þeir komu í Viðey. Þangað kom og jafnframt Ormur Einarsson í Saur- bæ á Kjalarnesi, sonur Einars um- boðsmanns Þórólfssonar á Hofs- stöðum. Ormur var þá mjög ný- kvæntur systur Erlends. Greinir höfðu verið með þeim Ormi og og Erlendi um heimanmund konu Orms. Veisla var búin biskupi er fundum þeirra bar saman í Viðey í þetta sinn. Bar enn mál þetta á góma með þeim Erlendi og Ormi. Reiddust báðir og svo kom að þeir tóku saman í útidyrum í Viðey og lögðu hvor til annars knífum. Stóð með Ormi einn manna hans en einn biskupssveina með Eriendi og urðu þeir fyrir áverkum. Lauk svo að Er- íendur varð Ormi að bana og var þetta hið fyrsta víg hans. Stefáni biskupi þótti hér komið í hið mesta óefni og allmjög nær sér höggvið með því að sá er veginn var átti syst- urdóttur hans en vegandinn systur- sonur. Á þetta ofan var klaustrið saurgað og varðaði miklu að kirkju- lögum. Var Ögmundur manna ólík- legastur til vægðar í þessu efni, en þar stóð hann til aðildar. Þá sá Stef- án biskup það ráð að kjósa Ögmund sér að eftirmanni til þess að forða Erlendi frá vítum af klaustursaurg- an. í annan stað sá Stefán biskup þau ráð fyrir Erlendi að hann virðist hafa sloppið furðanlega vel frá víg- inu. Deilur við Týla hirðstjóra Þegar Stefán biskup andaðist haust- ið 1518 var sent til Viðeyjar eftir Ög- mundi. Söng hann biskup til mold- ar. Tók hann þá við Skálholtsbisk- upsdæmi og stýrði því í biskupsstað hin næstu misseri. Um þessar mundir eða árin 1517-1520 var sá hirðstjóri á Bessastöðum sem Týli hét Petersen. Hafði hann áður verið kaupmaður í Flensborg og þá fógeti í Bramstað, áður en hann kom hing- að til lands og gerðist hirðstjóri, næstur á eftir Hannesi Eggertssyni. Týli var maður heldur óstýrilátur og ofbeldissamur. Herma vitnisburðir að hann hafi valdur orðið að róstum á sjálfu alþingi þrjú sumur í röð eða 1517-1519. Fyrsta sumarið eltu menn hans lögréttumann einn á al- þingi og skutu hann. Hafði hann þó ekkert til saka unnið og boðið sig undir lög og dóm í lögréttu, ef þeir hefðu nokkrar kærur á hendur sér. Sumarið 1518 var tekinn lögréttu- maður einn, barinn og leikinn hart og setti Týli hann í járn. Sá maður hafði það eitt til saka unnið að hann sagði upp dóm sem hann hafði dæmt með öðrum lögréttumönnum og lögmaður samþykkt. Á alþingi 1519 sló þeim saman Ögmundi og Týla. Sátu þeir í lögréttu og ræddust við um mannbætur. Er ekki ólíklegt að talið hafi borist að vígunum á Breiðabólstað í preststíð Ögmundar og vígi því er varð af völdum hirð- stjóra og manna hans á alþingi 1517. Fóru Ögmundi svo orð að ekki hæfði að jafnar bætur kærnu fyrir víg útlendinga sem unnið hefðu sér til óhelgi með ránum og annarri óhlutvendni sem fyrir íslenska menn er útlendingar réðu hér sak- lausa af dögum. Brást hirðstjóri þá svo reiður við að hann bauð mönn- um sínum að taka til vopna og gerði sig líklegan til að leggja til Ögmund- ar. En þá gekk Vigfús Iögmaður Er- lendsson að, þreif um hirðstjóra og fékk haldið honum. Bauð þá hirð- stjóri mönnum sínum að drepa Ög- mund. Þó varð ekki meira úr þessu og mun Vigfús hafa fengið afstýrt róstunum. En kærumál urðu af á Kristján konungur II. Þá fann Ögmundurtil hræöslu eina sinnið á ævinni er hann gekk á hans fund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.