Tíminn - 19.01.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 19.01.1991, Qupperneq 6
14 Tíminn Laugardagur 19. janúar 1991 Laugardagur 19. janúar 1991 Tíminn 15 Saddam Hussein — George Bush Andstæðingar af ólikum uppnna Hefur um sig hirð ættmenna og sveitunga Æviferill Saddams Hussein hefur verið stormasamur. Hann hefur gert sameiningu Araba undir eigin forystu að helsta stefnumiði lífs síns. Saddam Hussein, sem með flug- skeytum sínum gerir nú sitt ýtrasta til þess að draga ísraela inn í styrj- öldina við Persaflóa og skapa þannig ástand sem þýtt gæti linnulaust ófriðarbál á svæðinu næstu árin, kann vel að skapa sér nafn í sögunni sem einn óttalegasti örlagavaldur mannkyns. Hussein er fæddur þann 28. apríl 1937 í borginni Tikrit á bökkum Tigrisfljótsins norðan Bagdad. Faðir hans var smábóndi, en hann lést er Saddam var níu mánaða gamall og ólst drengurinn upp hjá frænda sín- um. Hann fór ekki í skóla fyrr en hann var orðinn níu ára, og til Bagd- ad fluttist hann 18 ára og dróst fljótt inn í stjórnmáladeilur stúdenta- hópa. Hann gekk í fylkingu vopnaðra liðsmanna Baath-flokksins í írak eftir að hafa tekið þátt í uppreisn gegn hinni bresksinnuðu konungs- stjórn í Bagdad 1956. Árið 1959 tók hann svo þátt í samsæri sem miðað- ist að því að myrða forsætisráðherra byltingarstjórnarinnar í landinu, Abdel-Karim Kassim, en Kassim hafði steypt konungi af stóli þrem árum áður. • Uppvíst varð um samsærið og Saddam flýði til Egyptalands og það- an til Sýrlands. Hann sneri til Bagd- ad aftur 1963 þegar Baath-flokkur- inn náði völdum í hallarbyltingu. Níu mánuðum síðar var hann enn á flótta, enda hafði stjórn Baath- flokksins þá verið velt úr valdastóli. í þetta sinn var Hussein handtekinn og settur í fangelsi, en látinn laus 1966. Ekki var hann samt af baki dottinn og átti þátt í undirbúningi nýrrar byltingar, sem gerð var 17. júlí 1968. Settist Baath-flokkurinn þá enn aftur að völdunum. Hussein varð nú formaður hins svonefnda Byltingarráðs og gerðist fyrr en varði umsvifamesti maður- inn innan nýju stjórnarinnar. Á rétt rúmum tíu árum hófst hann til að verða forseti, forsætisráðherra, yfir- maður hersins, yfirmaður Bylting- arráðsins og flokksformaður. Skjótt kom í ljós að hann hugðist ekki þola neina andstöðu við sig. Nokkru eftir að hann tók við forsetaembætti voru 21 háttsettur embættismaður í írak leiddir fyrir aftökusveit og skotnir. Mennirnir voru ákærðir fyrir land- ráð. Saddam hefur frá því íyrsta haft ákafan áhuga á sameiningu Araba undir eigin stjórn og hefur hann stjórnað með stálgreipum frá því er hann öðlaðist forsetavald 1979. Nánustu samstarfsmenn hefur hann valið úr hópi ættingja eða þá úr hópi æskuvina sinna í Tikrit. Yfirlýst ástæða þess er hann ruddist inn í Kuwait var óánægja hans með fursta landsins, svo og stjórnendur Sameinuðu furstadæmanna. Hefur hann borið þeim á brýn að framleiða meiri olíu en nemur kvóta og lækka þannig olíuverð á heimsmarkaði. Þá hefur utanríkisráðherra hans sakað Kuwaita um að stela íraskri olíu og landsvæðum. Þá hafa rök verið að því leidd að hann hafi einnig viljað afskrifa firnaháar skuldir íraka við Kuwait, Sameinuðu furstadæmin og Saudi-Arabíu frá því er þeir fyrst- nefndu áttu í stríði við írani 1980- 1988. Stríðið við íran var hið lengsta í sögu Miðausturlanda á síðari tím- um. Ávinningur þess varð að lyktum enginn, en olli óskaplegu tjóni í löndunum báðum. Um það bil ein milljón manna féllu. Eftir að Sameinuðu þjóðunum tókst að koma á friði skelfdi Saddam Hussein vestrænar þjóðir með því að hefja ákafa hernaðaruppbygg- ingu. Meðal þess, er áhersla var lögð á, voru efnavopn og langdrægar eld- flaugar. Ýmsir stjórnmálaskýrendur álitu að innrás íraka í íran 1980 hefði miðað að því að koma í veg fyrir að Khomeini tækist að gera ofstækis- fulla sjíta-múhameðstrú sína að „út- flutningsvöru", en sjálfur fylgir Hussein súnní-múhameðstrú. En nú þykir sýnt að fyrir honum hefur vakað að mynda Stór-írak er réði öllum helstu olíusvæðum og sigl- ingum um Persaflóa. Svo sem kunn- ugt er gerði hann vináttusamning við írani nokkru eftir töku Kuwait á fyrra ári og tryggði þannig öryggi landamæra sinna í austri. Saddam Hussein sýndi það í mars 1990 að alþjóðlegur þrýstingur hef- ur ekki mikil áhrif á hann, en þá lét hann hengja blaðamanninn Farzad Bazoft, er starfaði í London, fyrir njósnir. Áköll úr öllum áttum um náðun komu fyrir ekki. Stáltaugar Husseins og það hve kænlega hann hefur fært sér í nyt óbeit Araba og Vesturlandabúa á stjórnvöldum ílran hefur verið einn helsti styrkur hans og hjálp við að halda í völdin. Hussein hefur um sig geysimikinn öryggisvörð. Mun ástæða til þess. Bróðir hans, fyrrum öryggismála- ráðherra íraka, Barzan Tikriti að nafni, hefur ritað bók um Saddam. Segir þar að honum hafi verið sýnt banatilræði sjö sinnum á fimmtán árum. Árið 1963 gekk Saddam Hussein að eiga frænku sína Sajioda Tolfah. Þau eiga fimm börn. Milljónamæringurinn sem gerðist stríðshetja Þrátt fýrir hæglætið og prúð- mennskuna hefur Bush reynst meiri „stríðsjálkur" en Reagan. George Herbert Walker Bush, sem vinirnir kalla „Poppy“ sín í milli, eins og á skólaárunum, fæddist 12. júní 1924 í Milton í Massachusetts. Faðir hans, Prescott Bush, var kaupsýslu- maður og gerðist síðar þingmaður í Connecticut. Bush ólst upp í hverfi betri borgara í Greenwich í New York City og í Connecticut. Hann gekk í bestu einkaskóla og settist síðan í Yalehá- skóla. Hann erfði milljónaauð, sem ekki hefur rýrnað í hans eigin hönd- um. Bush þekkir stríð af eigin reynslu, en 18 ára að aldri gerði hann hlé á skólanámi sínu og varð yngsti orr- ustuflugmaður í bandaríska flotan- um í seinni heimsstyrjöldinni. Hann flaug 58 árásarferðir af flugvélamóð- urskipum á Kyrrahafi og var í eitt skipti skotinn niður. Hlaut hann heiðursmerki fyrir hugprýði sína. Er leið að lokum styrjaldarinnar í janúar 1945 kvæntist hann Barböru Pierce. Eins og Saddam Hussein er hann fimm barna faðir og á auk þess tólf bamabörn. Eftir stríð hafnaði hann boði um að gerast fjármálamaður í Wall Street og fluttist til Texas. Þar hóf hann að reka oh'uborunarfyrirtæki, sem aflaði honum senn stórgróða. Richard Nixon veitti honum eftir- tekt í forsetatíð sinni. Það var Nixon sem vakti athygli á Bush, er hann gerði hann að sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum 1971 og að formanni Repúblikanaflokks- ins 1973. En þetta var erfið staða að gegna þegar Watergate-hneykslið dundi yfir skömmu seinna. Þegar Nixon hafði orðið að segja af sér 1974 gerði Ford forseti Bush að yfirmanni bandarísku fyrirgreiðslu- skrifstofunnar í Kína. 1976-1977 stjórnaði hann svo CIA, en stofnunin var sliguð af hneykslismálum um þær mundir. Bush var eini frambjóðandinn innan Repúblikanaflokksins sem lagði Ron- ald Reagan að velli í nokkrum for- valskosningum árið 1980, en Reagan þeytti honum til hliðar, sem öðrum, þegar á reyndi. Stjómmálaferill Bush virtist á enda þegar frambjóðandi Repúblikana, Reagan, reyndi að fá Gerald Ford til þess að gerast með- frambjóðandi sinn við kosningarnar. En Ford afþakkaði og þá varð að not- ast við næst besta kostinn — og hann var Bush. Vinir Bush segja að hann sé maður með eindæmum kurteis og auðsýni öllum sérstaka hlýju. Hann er svo tryggur vinum sínum að orð er á gert og marga bestu vinina hefur hann átt í meira en 40 ár. Dæmi um þetta er utanríkisráðherrann, James Baker. Þeir hafa þekkst frá því er þeir fyrst kynntust í Houston í Texas nokkm eftir 1950. „Hann kemur ekki sérlega vel fyrir í sjónvarpi," segir John Overbey, gam- all viðskiptafélagi hans frá dögum ol- íuborunarfyrirtækisins í Texas. „En ég þori að veðja að menn geta farið um landið þvert og endilangt í þrjú ár og samt ekki fundið neinn sem ekki líkar vel við hann.“ Margir ætla að átökin við Persafló- ann verði til þess að Bush muni reka af sér það orð sem oft hefur af honum farið — að hann sé ekki nægilega ákveðinn. En komið hefur í ljós að þrátt fyrir að Reagan væri gjarn á að skaka brandinn framan í heiminn, ætlar Bush að reynast meiri stríðs- maður í forsetatíð sinni en hann. Það var Bush sem sendi lið til þess að steypa Manuel Noriega af stóli í Pan- ama í desember 1989. Einnig léði hann Corazon Aquino liðstyrk bandaríska flughersins síðla árs 1989 og sendi lið til E1 Salvador í því skyni að bjarga nokkrum Bandaríkja- mönnum það sama ár. Bush hefur að undanförnu átt í vök að verjast vegna erfiðleika varðandi fjármálastefnu stjórnar sinnar. Tákist honum hins vegar að leiða átökin við Persaflóann til lykta með skaplegum hætti, má þó vera að stríðið reynist honum til framdáttar við endurkjör. FRYSTIKISTUR ÚTSALA Öll verð miðast við staðgreiðsluverð 152 lítra kr. 29.990,- 191 lítra kr. 33.490,- 230 lítra kr. 36.990,- 295 lítra kr. 38.910,- 342 lítra kr. 40.950,- Ð L, HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FALKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum | ' Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefurskilafrestur eftir- talinna gagna sem skila ber á árinu 1991 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1990 verið ákveðinn sem hérsegir: I. Tilogmeð 21. janúar 1991: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðarásamt samtalningsblaði. II.Tilogmeð 20. febrúar 1991: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI III. 77/ og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1991: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteigna- réttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðs 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignar- leigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1990 vegna fjár- mögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigu- tímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. LETTOSTAR , þrír góðir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.