Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 10
18 T HELGIN Laugardagur 19. janúar 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL í laki hinnar myrtu fannst blóðugt far eftir vinstri lófa en aldrei var staðfest eftir hvern það var. Samt var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi, að því er virðist á grundvelli nokkurra orða fórnarlambsins í andarslitr- unum. Elsie Gillam mælti nokkur orð meðan líf hennar Ijaraði út. Var nafn morðingja hennar meðal þeirra? Marshalltown í Iowa er ósköp ró- legur 25 þúsund manna bær og íbú- amir eru stoltir af góðum skólum, verslanamiðstöðvum, almennings- görðum, prýðilegri heilbrigðisþjón- ustu og blómlegri safnaðarstarf- semi. Þeir hreykja sér líka af sérlega duglegu lögregluliði. Þann 3. júní 1987 var framið í Marshalltown morð sem lögreglan lýsti sem einu því hrottalegasta sem sögur færu af þar. Mikill ótti greip um sig meðal bæjarbúa. Upphafið var að maður sem átti heima spölkorn frá miðbænum hringdi til lögreglunnar og kvaðst óttast að eitthvað hefði komið fýrir nágrannakonu sína, kennarann Elsie Gillam. Hann og kona hans hefðu verið sofandi nokkru eftir miðnætti þegar þau heyrðu tor- kennilegan hávaða frá húsi hennar og síðan kjökur eða kvein. Maðurinn hringdi klukkan rúm- lega hálftvö og nokkrum mínútum síðar voru lögreglubílar og sjúkra- bíll komnir að heimili Elsie. Lög- reglumenn fundu hina 57 ára Elsie á náttkjólnum, liggjandi í rúmi sínu í miklum blóðpolli og blóðið rann enn úr stungusárum á líkama henn- ar. Með miklum erfiðismunum tókst henni að stynja upp nokkrum orð- um og segja lögreglunni að ná- granni sinn hefði ráðist á sig. Hún var flutt í ofboði á sjúkrahúsið þar sem hún lést hálfri annarri stundu síðar. Fréttamenn vildu ólmir fá að vita hvort Elsie hefði nefnt nafn morð- ingja síns en James Wilkinson lög- reglustjóri neitaði staðfastlega að svara því. Hann sagði aðeins að sér- fræðingar frá ríkislögreglunni hefðu verið til kvaddir og myndu þeir rannsaka vettvang í Ieit að vísbend- ingum um morðingjann. Lögreglumenn rannsökuðu húsið og fundu engin merki um innbrot. Vera kynni að Elsie hefði gleymt að læsa að sér. Augljós merki um átök voru í stofunni, stólar lágu á bakinu og slíkt en engu virtist hafa verið rænt og ekki hafði verið rótað í hirslum. Ekki virtist rán því vera ástæða morðsins. Rannsókn á áverkum líksins leiddi í ljós margar hnífstungur í bringu og kvið fórnarlambsins. Einnig benti allt til að konan hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Af áverkum á höndum hennar og handleggjum mátti sjá að hún hafði veitt kröftuga mótspyrnu. Þegar tæknimenn ríkislögregl- unnar komu á staðinn voru öll her- bergi ljósmynduð og fingrafarasér- fræðingar fóru á stúfana með duft sitt og bursta. Aðrir ryksuguðu hús- gögnin í leit að trefjum og hárum. Ekkert fór framhjá þessum sérfræð- ingum og þeir voru að störfum fram undir morguninn. Hver var sá grunaði? Rannsóknarlögreglumenn sem könnuðu hagi hinnar myrtu komust að því að hún hafði kennt ensku, bandaríska sögu og spænsku í menntaskóla undanfarin 19 ár. Að sögn skólastjórans hafði Elsie Gil- lam verið skarpgreind kona og frá- bær kennari. Hann vissi ekki til að hún hefði átt neina fjandmenn og vísaði á bug öllum getgátum um að óánægður nemandi ætti sök á ódæðinu. Elsie hafði skilið við mann sinn fyrir 17 árum og síðan búið ein í litla húsinu sínu. Hún var að mestu ein og fékk fáar heimsóknir að því er ná- grannarnir sögðu. í krufningsskýrslu kom fram að ekki færri en 25 hnífstungur voru á líkinu og að Elsie hafði verið nauðg- að. Nokkrir litlir skurðir voru um- hverfis munn hennar. Nágrannar voru spurðir hvort þeir hefðu orðið varir grunsamlegra mannaferða um kvöldið eða hvort ókunnugir bílar hefðu sést í grennd- inni. Ekkert kom fram sem vert var að athuga því allir höfðu verið hátt- aðir og flestir sofnaðir þegar atburð- urinn varð. Vinir, ættingjar og samstarfsfólk var einnig spurt spjörunum úr ef vera kynni að einhver byggi yfir gagnlegum upplýsingum. Ekkert kom fram þar heldur. Á fundi með fréttamönnum á fimmtudeginum eftir morðið neit- aði Wilkinson enn að skýra frá því sem Elsie hafði sagt áður en hún lést. Hann sagði aðeins að rætt hefði verið við fjölda manns og allar vís- bendingar raktar. Sumar þeirra gætu ef til vill leitt til árangurs en enn væri of snemmt að fullyrða nokkuð. Elsie var jarðsungin í lútersku kirkjunni í Marshalltown og lík hennar brennt. Hún lét eftir sig þrjá syni og eina dóttur. Jafnframt hélt lögreglan áfram að rekja vísbend- ingar sem komu fram í dagsljósið. Grunaðir voru yfirheyrðir en ekkert virtist koma fram sem líklegt væri til að leysa málið. Sögusagnir komust á keik um að lögreglan hefði ákveðinn mann sterklega grunaðan og leitaði hans. Hann væri nágranni Elsie Gillam og hefði yfirgefið bæinn skömmu eftir morðið. Fréttamenn reyndu mjög að fá orðróminn staðfestan en lög- reglan steinþagði. Þann 11. júní var hringt og lög- reglunni sagt að maður sem áður hefði búið í blokk á bak við hús Elsie, væri kominn aftur til að sækja eigur sínar. Hann hafði búið þarna með konu og þremur börnum henn- ar. Lögreglubrtar þustu á vettvang til að handtaka manninn. Hundar röktu blóðslóð Maðurinn hét John Albert Knox, var þrítugur að aldri og hafði fljót- lega fallið undir grun en tekist að stinga af skömmu eftir morðið. Hann var nú ákærður fyrir nauðgun og morð að yfirlögðu ráði. TVygging var sett ein milljón dollara. Knox lýsti sig alsakiausan og þar sem hann átti sáralitla peninga var honum fenginn almennur Iögfræð- ingur að verjanda. Fréttamenn sem könnuðu feril Knox komust að því að 1979 hafði hann fengið 25 ára dóm fyrir rán en verið náðaður 1986. Skömmu síðar varð hann uppvís að ósiðlegu athæfi í verksmiðju sem hann vann í í Marshalltown. Hann hóf næst störf á sláturhúsi og mörg vitni voru að því að þar hafði hann reynt að hafa kynmök við gyltur. 20. júní sendi lögreglan loks frá sér yfirlit um málið. Þar gat að lesa að tæknimenn hefðu fundið blóðugt lófafar á girðingunni umhverfis hús Elsie. Sporhundar voru látnir þefa af því og röktu þeir slóðina að íbúð konunnar sem Knox bjó með. í tilkynningunni sagði ennfremur að þegar lögreglan kom fyrst á morðstaðinn hefði Elsie Gillam ver- ið á lífi og með herkjum tekist að stynja upp nokkrum oðrum. Þau voru aðeins að „nágranni" hefði ráð- ist á hana. Þegar rætt var við nágrannana um nóttina kom í Ijós að Knox var einn örfárra sem enn voru vakandi og sá eini sem ekki var háttaður. Blóðdropi fannst á tröppum hússins hjá honum. Á grundvelli þess fékk lögreglan húsleitarheimild. Hún tók þá í vörslu sína sýni af gólfteppinu, niðurfallið úr baðvaskinum, ytri húninn af baðherbergishurðinni og hnúðinn af lásnum að innanverðu. Við yfirheyrslur 12. nóvember fór verjandi Knox fram á að ákæran yrði felld niður þar sem blóðugt far á lak- inu f rúmi Elsie væri alls ekki eftir hönd Knox og ekki heldur Elsie eða neinn lögreglumannanna sem komu inn í herbergið. Verjandinn kvaðst vera sannfærður um að ein- hver annar væri valdur að ódæðinu. Handarfarið dularfulla hafði verið ítarlega rannsakað og staðfest að það væri ekki eftir Knox. Því skyldi honum sleppt án frekari málaleng- inga. Verjandinn samsinnti því þó að aðrar sannanir bentu óneitanlega til aðildar hans. Hins vegar sögðu tveir sérfræðingar að blóðuga farið gæti allt eins verið eftir hæl Elsie eins og lófa Knox eins og reynt hefði verið að sanna. Því miður var útilokað að sanna þetta þar sem lík Elsie hafði þegar verið brennt. Svo fór þó að ákæran var felld niður en Knox var þó ekki frjáls þar sem hann átti eftir að af- plána dóm fyrir dónaskap og rán. Hárin voru af ákærða Rannsókninni var haldið áfram og 4. febrúar 1988 var John Knox aftur ákærður fyrir nauðgun og morð Elsie Gillam. Réttarhöld voru ákveð- in í maí. Þegar þau hófust sagði sækjandi að meðal vitna ákæruvaldsins yrðu lögreglumenn, tæknimenn, ætt- ingjar og vinir. Einnig yrði skýrt hið blóðuga far sem fannst í laki hinnar myrtu. Verjandi sagði í opnunarræðu sinni að þær sannanir sem fyrir lægju sönnuðu alls ekki að skjól- stæðingur sinn væri hinn seki. Hver væri það þá? Hann tilkynnti að John Knox stigi sjálfur í vitnastúlku og talaði máli sínu. Hann hefði verið heima hjá sér að horfa á sjónvarp þegar morðið var framið. Þá hófust vitnaleiðslur. Lögreglu- menn sem komið höfðu á morðstað- inn um nóttina staðfestu að Elsie hefði sagt að nágranni sinn hefði ráðist á sig. Sérfræðingar upplýstu að hár sem fundust á náttkjól Elsie og í rúmfötunum væru af svörtum manni en Knox er svertingi. Nánari rannsókn háranna leiddi í ljós að þau voru af Knox. Hár sem fundust á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.