Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. janúar 1991 HELGIN hendur Týla hirðstjóra, enda var hann mjög óþokkaður. Var einn skæðastur óvina hans Hannes Egg- ertsson og tók hann aftur við hirð- stjórn af Týla. Urðu þau lok Týla að hann var veginn af Hannesi eða mönnum hans og hafði hann þá rænt á Bessastöðum og síðan verið dæmdur óbótamaður. Ögmund hrekur til Grænlands Árið 1519 var Ögmundur að venju- legum hætti kosinn til biskups af klerkum Skálholtsbiskupsdæmis og þá á alþingi sömdu lögmenn báðir, Týli hirðstjóri, lögréttumenn og all- ur almúgi bréf til konungs til með- mæla Ögmundi í biskupssess. Slíkt hið sama gerði og Gottskálk biskup Nikulásson í bréfi til erkibiskups. Það sumar hið sama hugði Ög- mundur til utanfarar til vígslu á skútu Skálholtsstaðar. Lagði hann til hafs en hreppti volk mikið og andviðri, hrakti undir Grænland, en kom aftur til landsins um haustið og sat hér næsta vetur. Mætti frá þess- ari för Ögmundar vera runnin sú saga að eitt sinn í sæförum hafi hann hrakið til Grænlands. Kom hann að kvöldi í Herjólfsnes að því er hann og skipverjar ætluðu. Sáu þeir á landi bæði fólk og fé við stekki. En í því bili, svo sem um mjaltatíma, kom á byr hagstæður og voru þeir félagar snemma daginn eftir komnir til íslands á Patreks- íjörð. Keppinautur í Niðarósi Sumarið 1520 bjóst Ögmundur enn til utanfarar og með honum vinur hans, Vigfús lögmaður Erlendsson. Hugði hann að ná hirðstjóm yfir landinu sem hann hafði áður haft, því enginn vildi hlíta hirðstjórn Týla. Var Vigfús mikilmenni og stór- brotinn sem og Þorvarður lögmaður bróðir hans. Það er skemmst af Vig- fúsi að segja að hann hlaut hirð- stjórnina en kom ekki aftur til landsins. Hann andaðist utanlands síðari hluta vetrar 1521 og var hann þá orðinn stórskuldugur. í þetta sinn tókst Ögmundi förin giftusam- lega. Fór hann utan með ensku skipi til Harwich á Englandi 11. ágúst 1520. Sendi hann þá bréf sín til kon- ungs, líklega með Týla Petersen, sem þar var þá fyrir, ef hann hefur ekki verið samskipa þeim Vigfúsi Er-1 lendssyni. Heitir hann þar í bréfi hollustu sinni við konung og leggur góð orð með Týla. Skamma dvöl átti Ögmundur í Englandi. Hélt hann þaðan til Noregs. Hlaut hann sam- þykki Niðaróssklerkaráðs til biskup- dóms í nóvembermánuði 1520 og slfkt hið sama Eiríks erkibiskups Valkendorfs. Setti erkibiskup vígslu- dag nálægt jólum og boðaði þangað hina norsku biskupa. Skyldi vígslan fara fram í Björgvin með því að Ög- mundi lægi á að komast hið fyrsta til Skálholts og þar hefði lengi verið biskupslaust. Mun svo hafa til hagað að skúta Skálholtsstaðar hefur þá verið til taks í Björgvin. Þangað hélt ögmundur síðan. En er leið að vígsludegi kom óvænt atvik fyrir. Um það bil kom til Niðaróss maður frá konungi, Lafranz Vésteinsson að nafni, og vildi konungur að hann yrði tekinn til biskups í Skálholts- biskupsdæmi. Hugðist Ögmundur hafa verið af- fluttur við konung og eignaði það mest Hannesi Eggertssyni. Er sagt að konungur hafi borið þungan hug til Ögmundar vegna bardagans á Breiðabólstað í preststíð Ögmundar og víganna þar. 11 Enskt skip á siglingu. Ef til vil hefur það veríð svipað far sem bar Ögmund fyrsta áfangann til vígslunnar. Ögmundur og Sigbrit Hlaut Ögmundur nú að halda suður til Kaupmannahafnar á fund kon- ungs, Kristjáns II. Þangað var Ög- mundur kominn í maímánuði 1521 og dvaldist þar fram í lok júnímán- aðar. Hafði hann enn með sér auk annarra skjala öflugt meðmælabréf frá umboðsmanni konungs í Björg- vin. Svo hafði Ögmundur búist til utanfarar, segir sagan, að hann hafði látið tvo hina högustu menn á ís- landi gera lúðra tvo úr rostungs- tönnum tveim miklum, sem hann hafið fengið að gjöf. Þóttu slíkir gripir þá hinar mestu gersemar. Kristjáni konungi II. hafði fylgt kona sú er Dyveke hét, hollensk að ætt og kvenna fegurst. Var hún þá önduð er hér var komið sögu og harmaði konungur hana mjög. En með konunginum var móðir henn- ar, sem Sigbrit hét, hin vitrasta kona og réð miklu við konung. Þegar til Kaupmannahafnar kom tók Ögmundur það ráð að fara íyrst á fund Sigbritar. Leitaði hann fylgis hennar og tillagna og gaf henni ann- an lúðurinn og að auki silfur og gull. Komst hann í kærleika við hana með þessum hætti. Er og ekki að undra að Ögmundi væri létt að ná hylli manna er hann vildi og ef hann kunni hóf á ofstopa sínum, því að svo segja samtímamenn að aldrei hafi þeir séð þekkilegri mann ásýnd- um né höfðinglegri, hvorki innan- lands né utan. Var hann bleikhærð- ur og fagureygur, blá augun, smá og snör, manna karlmannlegastur á vöxt og limu. En svo sem flestir menn með skaplyndi hans var hann heldur hirðulítill um klæðaburð og háttsemi, skeytti jafnvel ekki þótt hann drægi leggböndin. Síðan báru þau Sigbrit saman ráð sfn hversu haga skyldi. Kom þeim ásamt um að hann skyldi ganga fyr- ir konung þegar hún gerði honum boð og skyldi hann þá hafa með sér hinn lúðurinn en hún þann er hann hafði gefið henni. Og eitt sinn er Sigbrit var með konungi biður hún leyfis að Ögmundur megi koma á fund hans og muni hann aldrei af lífi taka slíkan mann. Fékk Sigbrit leyf- ið og sendi orð Ögmundi. Klæddist Ögmundur þá hefðarbúnaði og í það eitt sinn á ævinni kenndi hann geigs nokkurs. Varð Ögmundi það þá fyrir, þó að jafnan ella héldi hann fast klausturreglur allar hinar vöndustu að hann lét færa sér vín og drakk af þrjá drykki. Munu hafa verið nokk- uð stórir soparnir, svo sem í minn- ingu þrenningar guðdómsins. Kvað hann nú fara skyldi sem Guð vildi, hvort sem yrði líf eða dauði. Sfðan gekk Ögmundur á fund konungs, féll til fóta honum, gaf líf sitt og eignir honum á vald og rétti honum lúðurinn. Tók konungur við og spurði Sigbrit hvar hún mundi hafa séð slíkan grip. Hún kvaðst séð hafa. Konungur kvaðst ekki trúa og þrátt- uðu þau nokkuð um þetta. Kom svo að þau veðjuðu um. Brá þá Sigbrit hinum lúðrinum á loft og hermdi hvaðan kominn væri. Studdi hún síðan fast mál Ögmundar og erindi en konungur samþykkti biskupskjör hans 30. maí 1521. Gekk Ögmundur konungi að öllu leyti á hönd, hét að styrkja umboðsmenn hans í hví- vetna í konungsþjónustu, þar sem eigi væri gengið á rétt kirkjunnar. Eftir þetta hélt Ögmundur úr Kaupmannahöfn til Noregs. Er hann kominn til Túnsbergs 4. júlí 1521. Skrifaði hann þaðan Magnúsi Hamarsbiskupi, sendi honum afrit af samþykki konungs og bað hann koma hið bráðasta til Björgvinjar til vígslu sinnar, svo hann fengi sem fyrst komist til íslands. Var Eiríkur erkibiskup þá í Rómarför og hafði falið Hamarsbiskupi að vígja Ög- mund. Þó skyldi enn verða dráttur á. Þetta sumar horfði ófriðlega með Svíum og Norðmönnum og vildi Magnús biskup því ekki fara frá bisk- upssetri sínu. Dróst þetta svo úr hömlu að Ögmundur hlaut ekki vígslu fyrr en um haustið, 27. eða 28. október 1521. Var þá svo áliðið orðið að hann komst ekki til íslands og varð enn að eiga vetursetu utan- Iands. Um þetta leyti spurðist lát Gottskálks biskups til Noregs. Varð það þá að ráði Ólafs erkidjákna Eng- ilbertssonar, sem síðar varð erki- biskup, að Ögmundi var falin forsjá Hólabiskupsdæmis, þangað til bisk- up yrði fenginn þangað. Heimsiglingin Loks fékk ögmundur biskup lagt af stað frá Björgvin áleiðis til íslands 13. júní 1522. Var skip hans lítið og ellefu menn samtals innan borðs. Engan hafði hann stýrimann með sér nema þýskan mann einn, sem aldrei hafði til íslands komið utan einu sinni. Kom biskupi það nú vel að kunna til farmennsku og skip- stjórnar. Heldur fengu þeir torleiði og komust til Hjaltlands 21. júní. Hafði Ólafúr erkibiskup og dóm- klerkaráð í Niðarósi falið Ögmundi biskupi að hyggja að kirkjum og kristnihaldi þar. Ekki leist biskupi á blikuna er til Hjaltlands var komið. Skrifaði hann bréf þaðan til Noregs og taldi óvíst hvort hann héldi heim til íslands það sumar eða sneri aftur til Noregs með því að á þessum slóð- um sé ógrynni „reyfara og skálka". Mun biskupi ekki hafa þótt leið sín um hafið örugg fyrir víkingum er hann var svo fámennur til varnar. Þó réð hann það af að hann hélt frá Hjaltlandi og sigldi til Færeyja. Hrepptu þeir félagar þá hafvolk mik- ið og réttu stóra og hröktust um ís- landshaf aftur og fram. Á Jakob- svöku (24. júlí) skall á þá ofviðri af norðaustri með sjógangi svo mikl- um að þeir urðu að halda rétt undan veðri. Gerði þá biskup og menn hans áheit mikil til Maríulíkneskis á Hof- stöðum í Skagafirði, ef þeir næðu að sjá eitthvert land kristinna manna fyrir Maríumessu hina fyrri. Dreif þá skipið fyrir stormi og straumi nótt og dag svo langt í útsuður að síðan sigldu þeir félagar tvo sólarhringa beint í norður og komu á Lárentíus- messu (9. ágúst) inn í Grænlandsísa. Lágu þeir síðan undir landinu fjögur dægur í stilltu veðri. Þótti þeim þá heldur óvænlega horfa. Að kvöldi hins 11. ágúst undu þeir upp segl og stefndu skipinu í aust-norðaustur og það hið næsta vindi sem þeir gátu. Náðu þeir í sömu viku landi í Selárdal í Arnarfirði með heilu skipi og mönnum og öllum varningi inn- anborðs. Skorti þá ekki fögnuð þeirra og lofsyrði til Maríu meyjar. Dvaldist þjskup síðan sér til hvfldar heila viku á Bæ á Rauðasandi. Fékk hann hjá ábúendum hesta, reiðtygi, fylgdarmenn og annað eftir þörfum, til þess að hann kæmist sem fyrst til Skálholts. Því takmarki mun hann hafa náð í lok mánaðarins. Lengra rekjum við sögu Ögmundar ekki hér. Tilgangurinn var fyrst og fremst að sýna hverrar gerðar sá maður var, sem svo einarðlega reis gegn boðberum siðaskiptanna síðar og var að réttu lagi síst minni í snið- unum en Jón Arason. Hann telst vafalaust til stórmenna íslandssög- unar og er eitt hið mesta þeirra á meðal. AMSTERDAM Amsterdam iðar af mannlífi og skemmtun. Amsterdam er borg sælkera og listunnenda. Sigling á síkjunum eða rómantískur kvöldverður - Amsterdam er lifandi borg að nóttu sem degi. Hagstætt vöruverð og vöruval. Amsterdam er borg verslunar og glæsileika. POSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS HÓTEL MUSEUM TVEIR í HERB. KR. 38.610 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið Söluskrifstofur Flugleiða: i sfma 6 90 300. Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í sfm Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Fluqleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.