Tíminn - 19.01.1991, Side 12

Tíminn - 19.01.1991, Side 12
20 Tíminn Laugardagur 19. janúar 1991 Robert Macauley, stofnandi og aðalsprautan í AmeríCares (3. f.v.), ásamt vini sínum George Bush fýlgja gjafasendingu á neyðarsvæði. Bandarísk hjálparstofnun með pólitíska stefnu: AmeriCares nýtur bless- unar Sjónvarpsmyndatökuvélar skjal- festa til að sýna um allan heim hið stórkostlega örlæti. Sovétborgarar fá kveðjuna: Til almennings í Sovét- ríkjunum frá almenningi í Banda- ríkjunum — með ástarkveðju. Njóta stuðnings bandaríska hersins og CIA Sendandi ástarkveðjunnar til Moskvu og annarra staða er hjálpar- stofnunin AmeriCares, sem aðsetur hefur í Connecticut í Bandaríkjun- um. Það er margmilljónamæring- urinn Robert Macauley, 68 ára gam- all, sem hefur byggt upp þessa fram- takssömu stofnun, sem aðrar góð- gerðastofnanir öfunda. Það er engu líkara en AmeriCares reki sig aldrei á skrifræðisþröskulda, starfsmenn hennar njóta velviljaðs stuðnings bandaríska hersins jafnt og leyni- þjónustunnar CIA og eru alltaf með þeim fyrstu þangað sem þeirra er þörf. Þ.e.a.s. það er ekki alveg sama hver staðurinn er. Reyndar hefur stofn- unin skuldbundið sig til að útdeila Sami atburðurinn virð- ist endurtaka sig sífellt hvar sem neyðarástand skapast. Á afskekktum flugvöllum á jarðskjálfta- svæðum, en ekki síður á Sheremetévo-flugvellin- um í Moskvu, þar sem vandræði hafa verið með matvæladreifingu, lenda drekkhlaðnar bandarískar flutningaflugvélar með hjálpargögn. aðstoð án tillits til „kynþáttar, trúar- bragða og stjómmálaskoðana" en í í reyndinni lenda flugvélar AmeriC- ares fyrst og fremst þar sem áhrif Sovétmanna fara dvínandi, sósíal- ískt samfélag hrynur, eða t.d. á Fil- ippseyjum þar sem verið er að verja svokölluð vestræn gildi gegn upp- reisnarmönnum. Það er engin tilviljun að einka- hjálparstofnunin AmeriCares er vel með á nótunum í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. í yfirstjóm hennar hafa fyrst og fremst safnast saman hugmyndafræðilegir trúboðar, sem enn hafa ekki sætt sig við að síðasti áratugur er liðinn, þ.e. íhaldssamir kaupsýslumenn, fyrrverandi stjóm- málamenn með ágætis sambönd við leyniþjónustuna, og fyrrum áhrifa- menn í hernum, sem áður einbeittu sér að því að berjast gegn kommún- ískum uppreisnarmönnum. Og allt- af em með í ferð meðlimir fjöl- skyldu Bush forseta og fyrrum yfir- manns CIA. Lyfjasendingar frá framleiðendum Þaö em fyrst og fremst lyf og lækn- isgögn, fengin frá um 200 lyfjafram- leiðendum, sem AmeriCares flytur á neyðarsvæðin. Það veitist fyrirtækj- unum ekki erfitt að sýna örlæti; þau geta losað sig við lyf sem erfitt er að selja, eins og þau sem em að renna út á tíma, án þess að greiða fyrir frá- ganginn á þeim. Varaformaður Am- eriCares segir líka að lyfjaframleið- endumir geti ekki bara einfaldlega hent afgangslyfjum á mslahaugana. Eftir jarðskjálftana í Armeníu harmaði t.d. breska læknablaðið Lancet hið gífurlega flóð af lyfjum sem hellt var yfir neyðarsvæðið. Lyfjafræðingar á staðnum urðu að eyða tveim þriðju hluta tíma síns í að „leita að og tína saman nýtanleg Iyf“. Fluttar vom á staðinn sjö millj- ónir taflna bakteríudrepandi lyfsins doxycyclin, sem að mestum hluta var gjöf frá AmeriCares, en ekki var þörf fyrir nema um fjórðung millj- ónar af töflunum. Gefendur kjósa helst að gefa lyf sín til svæða í Mið-Ameríku, Afganist- an, Eþíópíu, Armeníu og Póllandi. Það em fýrst og fremst skæmliðar sem berjast gegn kommúnistum sem geta reitt sig á stanslausa að- stoð góðgerðastofnunarinnar. Svo seint sem á árinu 1985 stóð í einum bæklingi hennar að AmeriCares álíti það „skyldu sína að styðja and- spyrnu afgönsku þjóðarinnar gegn sovésku tilrauninni til þjóðar- morðs“. Valið milli þeirra sem þurfandi eru Þegar fellibylurinn Joan fór með eyðileggingarmætti yfir Níkaragúa, sem þá var enn undir stjóm sandin- ista, kaus hjálparstofnunin að senda engin lyf á vettvang, andstætt því sem bandaríski Rauði krossinn gerði. En þrem dögum eftir að Vio- leta Chamorro var kosin forseti, en hún naut stuðnings Bandaríkja- stjórnar, flutti fyrsta AmeriCares- flugvélin 23 tonn af líknarvarningi til Managúa. í Gúatemala hefur aðsetur fulltrúi stofnunarinnar í Mið- Ameríku, Ro- berto Alejos Arzú. Hann er auðugur landeigandi sem veitti bandarísku leyniþjónustunni CIA aðgang að plantekmnum sínum árið 1960 til þjálfunar fyrir hina misheppnuðu Svínaflóaárás. Hann útdeilir lyfja- sendingunum fyrst og fremst til svokallaðra fyrirmyndarþorpa. Þau em í reynd rammgerð vígi fyrir landbúnaðarverkamenn sem hafa neyðst til að skipta um heimkynni, og þaðan hafa stjórnarhermenn staðið í borgarastyrjöld undanfarin 30 ár. Alejos lætur oft útdeilinguna eftir herskáum bandarískum hópum, s.s. aðstoðarmönnum bandaríska sjón- varpspredikarans, og fyrmm fram- bjóðanda til forsetatiinefningar, Pat Robertson, eða ,Air Commandos", hópi fýrrverandi bandarískra flug- manna, sem á stjórnarámm Reag- ans skipulögðu aðstoð við kontra- skæmliða, sem börðust gegn sand- inistum. Alejos gefur þá skýringu að góðgerðastofnunin AmeriCares starfi með stuðningi Bandaríkjanna. Margir starfsmenn AmeriCares þekkjast síðan á tímum kontra- skæmliðanna, en þá sá stofnunin búðum uppreisnarmanna meðfram landamæmm Hondúras fyrir vist- um og lyfjum. Richard Stilwell, sér- fræðingur í að berjast gegn upp- reisnarmönnum, fyrrverandi hers- höfðingi og áberandi þátttakandi í íran-kontrahneyksli Reagan- stjórnarinnar, á nú sæti í yfirstjóm stofnunarinnar. Páfinn átti hugmynd- ina — og alltaf ein- hver Bush með í för Macauley segist hafa í eigin per- sónu fengið hugmyndina um ein- dregna andkommúníska hjálpar- stofnun frá sjálfum páfanum. Þeg- ar hann átti einkaáheyrn hjá Jó- hannesi Páli II. 1981 hafi páfinn beðið sig að senda lyf til Póllands þar sem þáverandi kommúnista- leiðtogi, Wojciech Jaruzelski, hafði nýlega sett herlög. Hvert svo sem AmeriCares sendir flutningaflugvélar sínar er alltaf með í ferðinni eða veitir þeim mót- töku einhver úr fjölskyldu forset- ans. Prescott Bush, bróðir hans, á setu í yfirstjórn stofnunarinnar. Jeb Bush, sonur forsetans, fylgdi sendingum AmeriCares til Armen- íu. Annar sonur, Marvin, flaug með hjálparfluginu til Níkaragúa eftir kosningarnar. 1985, þegar George Bush var varaforseti, stóð hann á flugvellin- um í Khartoum með Macauley og tók á móti aðstoðarsendingu til uppreisnarmanna í Erítreu gegn kommúnistastjórn Eþíópíu. Jafn- vel líflæknir Bush, Burton Lee, er meðlimur læknisráðs stofnunar- innar. Hið nána samband Hvíta hússins og AmeriCares er engin tilviljun. Stofnandi AmeriCares, Macauley, og Bush þekkjast allt frá því þeir voru saman í leikskóla og voru skólabræður í Yale-háskóla. í aug- um forsetans er AmeriCares besta dæmið um einn af þeim „þúsund ljósu punktum" í ábyrgðarfullu eirtkaframtaki sem hann hafði hvatt til í innsetningarræðu sinni. En það er reyndar ekki alltaf sem einhver úr Bush-fjölskyldunni fylgir með flutningum AmeriCar- es, það kemur líka fyrir að góð- gerðastofnunin fylgir forsetanum. Einni viku eftir að bandaríski her- inn gerði innrás í Panama gat Macauley sent fyrstu aðstoðina þangað.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.